Morgunblaðið - 21.12.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984
47
Birgir ísleifur Gunnarsson:
Síðasta ár kvótakerf-
is í sjávarútvegi
Hér fara á eftir meginatriði úr ræðu Birgis ísleifs Gunnarssonar (S) í
umræðu í neðri deild þings sl. miðvikudag um framlengingu kvótastjórnunar
fiskveiða til ársins 1985:
Frumvarp um stjórn fiskveiða
og fiskveiðistefnu var samþykkt
fyrir ári síðan á Alþingi. Sam-
kvæmt því frumvarpi var heimilað
að taka upp svonefnt kvótakerfi,
þ.e. heimilað var að ákveða afla-
mark á hvert skip. Ég stóð að
samþykkt þess frumvarps þá,
þrátt fyrir miklar efasemdir.
Ljóst er að draga verður stór-
lega úr afla landsmanna vegna
ágangs fiskistofna við landið.
Fleiri en ein aðferð kæmu til
greina. Kvótaleiðin var valin, enda
réttlætanleg sem neyðarúrræði
um tiltölulega stuttan tíma, t.d.
eitt til tvö ár.
Annmarkar kvótakerfis til
lengdar eru hins vegar svo miklir,
að slíkt kerfi má alls ekki festast í
sessi. Það myndi hafa í för með
sér grundvallarbreytingar á allri
uppbyggingu sjávarútvegs á ís-
landi — og það svo mikla breyt-
ingu að erfitt er að sjá hana fyrir.
Ég skal nefna þrjú atriði:
• í fyrsta lagi mun kvótakerfið
hafa í för með sér breytingu á allri
eignauppbyggingu í sjávarútvegi.
Aðalmerki sjávarútvegs hefur
verið einkaeign, sem dreifst hefur
á margar hendur. Það hefur
reynst vel á íslandi. Með kvóta-
kerfi til lengdar myndi þetta
breytast og eignir í sjávarútvegi
myndu færast á færri hendur og
opinberir aðilar verði þar fyrir-
ferðarmeiri.
• í öðru lagi mun kvótakerfið fyrr
en varir hafa í för með sér breyt-
ingar á sóknaraðferðum sjómanna
og útvegsmanna. Dugnaður og út-
sjónarsemi hefur verið einkenn-
andi fyrir þessa atvinnugrein. Sá
hugsunarháttur mun breytast
fyrr en varir ef kvótakerfið festist
í sessi.
• í þriója lagi mun kvótakerfið
hafa í för með sér breytingu í
launauppbyggingu í sjávarútvegi.
Aflahlutur auk kauptryggingar
hefur einkennt launakerfið í sjáv-
arútvegi. Það mun einnig breytast
fyrr en varir. í samtökum sjó-
manna hafa þegar hafist umræður
um að kasta hlutaskiptakerfinu og
taka upp föst laun eða eitthvað
annað kerfi, sem sé óháð fiskverði
og aflabrögðum.
Öll þessi atriði geta hvolfst yfir
okkur fyrr en varir, ef kvótakerfið
festist í sessi. Ég hef því mikinn
fyrirvara við þessa stjórnunarað-
ferð og við þetta frumvarp í heild.
Það er mikilla bóta, að efri deild
hefur breytt frv. á þann veg, að
það gildi aðeins í eitt ár, en ekki í
þrjú ár, eins og að var stefnt í
upphafi.
A það hefur verið bent, að hags-
munasamtök í sjávarútvegi hafi
Birgir ísleifur Gunnarsso
reynst meðmælt kvótaleiðinni.
Ég fagna því auðvitað að haft
hefur verið samráð við þessi mik-
ilvægu samtök, en minni jafn-
framt á, að þau hafa reynst mis-
vitur eins og aðrir.
Mér þótti rétt að setja þessa
fyrirvara mína fram hér við þessa
umræðu. Ég mun hins vegar
styðja frumvarpið að þessu sinni,
en tel að þetta eigi að vera í síð-
asta sinn sem Alþingi heimili
kvótakerfi í sjávarútvegi.
K-bygging Landspítala:
Fjárveit-
ing við
þriðju um-
ræðu
fjárlaga
Fjárveitinganefnd Sameinaðs
þings lagði í gær fram breyt-
ingartillögu við fjárlagafrum-
varp, þess efnis, að framlag til
mannvirkjagerðar á Landspít-
alalóð hækki úr 13,8 m.kr. í 33,8
m.kr. Þar af ganga 1,5 m.kr. til
stjórnunar og undirbúnings, 4.
m.k. til tækjakaupa, 8,3 m.kr. til
W-byggingar, 20 m.kr. til
K-byggingar.
Að auki er 45,5 m.kr. fjár-
veiting til tækjakaupa og 1,5
m.kr. til almennra fram-
kvæmda.
Formaður fjárveitinganefndar:
Ríkisútgjöld 1985
rúmir 26 milljarðar
Tekjuáætlunin byggir á viðskiptahalla
Gjaldahlirt fjárlaga 1985, sem áætlurt var 22,5 milljarrtar er fjárlagafrum-
varp var lagt fram í haust, hækkar í ruma 26 milljarrta, art því er kom fram í
máli Pálma Jónssonar (S) við þrirtju umræðu fjárlaga í gær. Hækkunin stafar
af breyttum verðlagsforsendum, í kjölfar nýrra kjarasamninga og gengis-
lækkunar, og vegna hækkana á í einstökum útgjaldalirtum í mertrórum
þingsins.
Formaður fjárveitinganefndar
sagði að verðlagsspár sýndu að
verðlag muni breytast um
26—28% milli áranna 1984 og
1985, en í fjárlagafrumvarpinu,
eins og það var lagt fram, var
byggt á 13—15% hækkun. Til þess
að gera rekstrarfjárveitingar
raunhæfar hafi verið nauðsynlegt
að færa gjaldahlið fjárlaganna til
samræmis við breyttar forsendur.
Tekjuhlið fjárlaganna hækkar
einnig mikið, m.a. vegna óbeinna
skatta, sem hækka í hlutfalli við
hærri verðþróun í landinu en fjár-
lagaforsendur í haust vóru reistar
á. Um þetta efni sagði formaður
fjárveitinganefndar:
„Helztu hreyfingar á einstökum
liðum tekjupósta í frumvarpinu
breytast þannig, að beinir skattar
hækka úr kr. 2.805.000. 000 í kr.
3.115.000.000 eða um 11,1%.
Óbeinir skattar (innskot: eyðslu-
skattar, sem koma fram í vöru-
verði) og aðrar tekjur, sem eru um
85% allra tekna ríkissjóðs, hækka
hins vegar um kr. 3.045.000“
Rétt er að taka það frarn," sagði
formaður fjárveitinganefndar, „að
það sem er alvarlegt við þessa
tekjuáætlun er fyrst og fremst
það, að hún byggir á viðskipta-
halla, sem nemur 5,6% af þjóðar-
framleiðslu eða samtals 4,8 millj-
örðum króna. Það er þá jafnframt
ljóst, að ef ráða á bót á viðskipta-
hallanum að meira eða minna
leyti, þá mun það koma fram í
minnkandi tekjum ríkissjóðs."
Útgjöld vegna almannatrygg-
inga aukast um 950 m.kr., vegna
breyttra verðlagsforsenda, þ.e.
vegna bótahækkana í samræmi
við kjarasamninga (850 m.kr) og
vegna sérstakrar 14% hækkunar
bóta lífeyristrygginga (100 m.kr.).
Orðrétt sagði Pálmi Jónsson í
tilvitnaðri þingræðu, eftir að hann
hafði gert grein fyrir verulegum
samdrætti í þjóðarframleiðslu og
þjóðartekjum þrjú ár í röð:
„Eftir þriggja ára samdrátt-
arskeið er því nú spáð, að á næsta
ári taki þjóðarframleiðsla að
aukast, þó í litlum mæli sé, eða
aðeins um 0,5% frá árinu í ár.
Vonandi er að þær batahorfur fá-
ist staðizt, að við getum nú farið
að fikra okkur upp úr öldudalnum.
Sú sigling verður þó vandrötuð. en
til þess að við getum fengið vind í
seglin, verður okkar að takast
hvort tveggja, að auka fram-
Steingrímur Hermannsson, for-
sætisráðherra, lýsti því yfir í Sam-
einurtu þingi í gær art ríkisstjórnin
teldi naurtsynlegt að athuga mjög
vandlega líklega þróun efna-
hagsmála á næstu mánuðum í
þinghléi, en Alþingi kemur vænt-
anlega saman til fundar á ný 28.
janúar 1985. Haft yrrti samráð virt
artila vinnumarkartar, þessi mál
Pálmi Jónsson
leiðsluverðmæti okkar og um ieið
að draga úr þeim mikla halla, sem
er á viðskiptunum við útlönd."
varðandi, ekki sízt vegna undir-
búnings kjarasamninga á næsta
ári. Þá yrrti haft samband virt þing-
flokka stjórnarandstörtu þegar
þessi mál skýrrtust.
Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, ítrekaði
það, sem hann hefur áður fram
haldið (í umræðu um stefnuræðu
forsætisráðherra), að rétt kunni
Miðvikudagur:
Níu lög
FUNDIR stóðu fram á nótt í
neðri deild Alþingis sl. mið-
vikudag. Efri deild fundaði og
fram á kvöld en skemur. Þenn-
an eina dag vóru níu lög af-
greidd frá Alþingi: Lög um
vöruhappdrætti SIBS, lög um
eftirlaun aldraðra, lög um
málefni aldraðra, lög um
tekjuskatt (lækkun tekju-
skalta og samræmingu í skött-
um heimila með mismunandi
tekjuöflun hjóna), lög um sölu
Landsmiðju til starfsfólks
hennar, lög um 0,5% hækkun
söluskatts, lög um tollskrá, lög
um atvinnuréttindi skip-
stjórnarmanna og lög um at-
vinnuréttindi vélfræðinga.
að vera að setja niður nefnd með
aðild stjórnar, stjórnarandstöðu
og aðila vinnumarkaðar til þess
m.a. að gera ítarlega úttekt á
tekjuskiptingu í þjóðfélaginu,
hlutdeild launa í verðmætasköp-
un og þjóðartekjum, með það að
markmiði að leita þjóðarsáttar
— meðan verið væri að vinna
þjóðarbúið út úr aðsteðjandi
vanda — og til þess að undirbúa
sátt og frið á vinnumarkaði
næstu misserin.
Þróun efnahagsmála næstu mánuði:
Málin könnuð í þinghléi
— sögðu formenn stjórnarflokkanna
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
• . - . : f '
VEROBRÉ FAMARKAOUR
HUSI VERSLUNARINNAR 6 HÆO
KAUP OG SALA VEBSKULDABRÉFA
SIMI
687770
Dyrasímar — raflagnir
Gestur ratvirkjam , s. 19637.
Smellurammar
(glerrammar). Landsins mesta
úrval i Amatör, L.v. 82, s. 12630.
Hef mikiö úrval
. af minka-, muskrat- og refa-
skinnstrefium. Sauma húfur og
pelsa eftir móli. Skjnnasa(an
Laufásvegi 19, simi 15644.
25% staögreiöslu-
afsláttur
Teppasalan. Hliöarvegi 153,
Kópavogi. Sími 41791. Laus
teppi i úrvali.
Aramótaferö Útivistar t Þrtra-
mðrk 4 dagar.
Brottför 29. des. kl. 8. Gist i Uti-
vistarskálanum góöa i Básum í
Goóalandi. Fararstjórar: Kristján
M. Ðaldursson og Bjarki Harö-
arson. Uppl. og farmióar á
skrifst. Lækjarg. 6a, sími: 14606.
Pantanir varóur art arakja f sfrt-
asta lagi fðstud. 21. das. Ath.
Utivist notar allt gistirými i skál-
um sínum um áramótin. Ársrit
Útivistar nr. 10 ar art koma út.
Utivistarfólagar vinsamlegast
greiðið heimsenda giróseóla.
Skfrtaganga kl. 11 á sunnudag-
inn. Munið símsvarann: 14606.
Sjáumstl
Utlvist.
Nýársfagnaöur
Freeportklubbsins verður hald-
inn aö vanda í Atthagasal Hótel
Sögu, nýársdag. Húsió opnað kl.
18.00. Mióa- og boröapantanir
hjá Baldri á Bilaleigu Akureyrar.
Kreditkort gilda.
Skemmtinefndin
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR 11796 og 19533.
Þorláksmessa
23. desember —
Gönguferö á Esju
Á Þorláksmessu kl. 10.30 er aó
venju gönguferö á Kerhólakamb
(856 m). Aríöandi aö þátttakend-
ur séu hlylega klæddir (i góöum
skóm, meö húfu og vettlinga og
vindþéttri úlpu). Verö 200,-
Fararstjórar: Guömundur Pét-
ursson og Jóhannes I. Jónsson.
Brottför frá Umferöarmiöstööinni,
austanmegin. Farmiöar viö bfl.
Ferðafélag íslands.