Morgunblaðið - 21.12.1984, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 21.12.1984, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984 49 Kirkjukvöld í Þor lákshafnarkirkju HIÐ ÁKLEGA kirkjukvöld verður haldið í l>orlák.skirkju, l>orlákshöfn, líkt og undanfarin ár þann 28. des. nk. og hefst það kl. 20.30. Dagskráin er fjölbreytt og mikið hefur verið til hennar vandað. Dagskrá kirkjukvöldsins er sem hér segir: Kór Öldutúnsskóla Hafnar- firði syngur. Stjórnandi er Egill Friðleifsson. Bel Canto-kórinn úr Garðabæ. Stjórnandi: Guðfinna Dóra Halldórsdóttir. Jónas Ingi- mundarson, píanóleikari. Söngfélag borlákshafnar. Stjórnandi: Hilmar Örn Agnarsson. Tónlistarlífið í Þorlákshöfn hefur verið mjög blómlegt það sem af er þessum vetri. Af því helsta skal nefna: Þann 13. des. var haldið aðventu- kvöld í Þorlákskirkju. Þar komu fram Barnakór Þorlákshafnar og Barnakór Seltjarnarness. Kórarnir sungu hvor um sig en einnig saman. Sópransöngkonan Margrét Pálmadóttir söng og einnig Söngfé- lag Þorlákshafnar. Þá voru leikin nokkur einleiks- verk á saxófón og þverflautu. Hús- fyllir var í Þorlákskirkju á aðventu- kvöldinu og þótti samkoman takast hið besta. í Þorlákshöfn er starfræktur Tónlistarskóli og hefur hann gengið mjög vel. I skólanum eru 80 nem- endur og komust færri að en vildu. Þar er kennt á orgel, píanó, gítar og söng. Þá er einnig kennt á öll blásturshljóðfæri. Forskóladeildir eru tvær. Lúðrasveit er starfandi í Þorlákshöfn og hefur gert það í rúmlega eitt ár. Lúðrasveitin hefur leikið á fjölda tónleika og náð mjög góðum árangri. Stjórnandi Lúðrasv- eitarinnar er Englendingurinn Rob- ert Darling. (FrétUtilkynninK) Kólonía í hálfa öld í FIMMTÍU ára afmælisriti íslend- ingafélagsins í Stokkhólmi er ritgerð eftir meistara l*órberg, skrifuð með hans eigin hendi og Ijósprentuð. Af- mælisritið heitir „Kólonía í hálfa öld“, fallegt rit, 112 bls., í stærðinni A-4. Ritgerð Þórbergs er 20 síður og hefir ekki verið prentuð áður, en hún er til í eiginhandarriti hans í Landsbókasafninu. Þarna eru nýjar og gamlar rit- gerðir eftir dr. Sigurð Þórarins- son, Janna (Sven Janson), Áslaugu Skúladóttur í Stokkhólmssendi- ráðinu, samtal við Halldóru Briem, endurminningar Jónasar Haralz, sem hann kallar „Norðan við stríð", ritgerð eftir Gunnar Hoppe, sem hann kallar „Om is- lánninger i Sverige, och framför- allt om en“, grein eftir Svein Ás- geirsson „Student í Stokkhólmi 1945—50“. Grein er eftir Halldór Laxness „Mínúta í Stokkhólmi", önnur eftir Svein Einarsson, ljóð eftir Þórarin Eldjárn, grein eftir Árna Gunnarsson „Miðöld í Stokkhólmi", grein eftir Kjartan Jóhannsson „Nokkur Stokkhólms- ár“. Guðfinna Ragnarsdóttir skrifar og segir „og við vorum glöð og kát“. Margt fleira er í afmæl- isritinu þar sem höfundar segja frá stúdentsárum. Nokkur eintök verða seld næstu daga í bókaversl- un Sigfúsar Eymundssonar. (FrctUtilkynninK) Íi-A V * ■ J í Karlakórinn Heim- ir með hljómplötu KOMIN ER út ný hljómplata með söng karlakórsins Heimis í Skaga- firði. Á þessari hljómplötu eru 15 lög eftir innlenda og erlenda höf- unda, lagaval er mjög fjölbrcytt, auk íslenskra laga eftir Sigurð Helgason, Inga T. Lárusson og Björgvin Guðmundsson eru kórar úr þekktum óperum og tónverkum eftir W.A. Mozart, G. Verdi, R. Wagner, B. Smetana, ('.M.v. Web- er og J. Sibelius, einnig eru á plöt- unni þjóðlög, létt lög og Vínarvals- ar eftir Joh. Strauss. Einsöng og tvísöng syngja Pétur Pétursson og Gísli Pét- ursson, þrísöng syngja Guðmann Tobíasson, Ingimar Ingimarsson og Jón St. Gíslason. Söngstjóri er Jiri Hlavacek, sem verið hefur kennari við tón- listarskóla Skagafjarðarsýslu sl. 3 ár, þann var áður hljómsveit- arstjóri og söngstjóri við þjóðar- óperuna í Prag. Undirleikari með kórnum er kona söngstjór- ans, Stanislava Hlavackova, en hún var áður píanókennari við tónlistarskólann í Prag auk þess að vera konsertpíanisti. Plötuumslag er hannað af fé- lögum í stjórn Heimis. Á fram- hlið plötuumslagsins er mynd af Varmahlíð í Skagafirði, en þar er starfsvettvangur kórsins, myndin er tekin af Snorra Snorrasyni. Á bakhlið er laga- skrá, myndir af kórnum, upplýs- ingar um kórinn í stuttu máli á íslensku og ensku og nafnaskrá kórfélaga. Platan er tekin upp 1983— 1984 af Sigurði Rúnari Jónssyni, prentsmiðjan Grafík litgreindi og prentaði plötuumslag. Platan er pressuð í Alfa. Plötunni hefur verið dreift í hljómplötuverslan- ir. Auk þess fæst hún hjá Skag- firsku söngsveitinni í Reykjavík. Björn í Bæ. Jólaljós Og jólaundir- búningur í Hólminum ÞAÐ SÉR á að ekki eru margir dagar til jóla. Við hverja götu og í hverju húsi eru skrautljós úti í glugga. En sá munur eða þegar við sem nú erum fullorðnir vor- um ungir. Þetta allt gefur bæn- um okkar svo skemmtilegan og hátíðlegan blæ. Jafnvel við höfnina má sjá að jólin eru í nánd. Traffíkin er mikil. Bílar í röðum fyrir framan verslanir og rúturnar koma fullar bæði af pósti og Iausum pökkum. Þetta er mikil tilbreyting. Skammdegið er nú í algleymi og senn fer að birta á ný. Litlu jólin í skólunum eru á næstu grösum og um leið byrjar jólaleyfið sem stendur fram yfir áramót. Bátar eru nú senn að ljúka skelveiðum á þessu ári. Ég held að skelvinnslumar taki við afla fram í þessa viku. En hvenær hafist verður handa eftir ára- mót er ekki gott að segja. Ekki er enn búið að ákveða fisk- kvóta þann sem verður til grundvallar fiskveiðum 1985. Er þetta ekki gott, þar sem sumir þora ekki að ráða á ver- tíð eða afla neta, sbr. báturinn hér sem mátti aðeins veiða 6 tonn í ár og sat uppi með mannskap og net. Nú vonast menn bara eftir að fiskinum fjölgi í sjónum og ekki líði á löngu áður en afla- magnið sem veiða má verði aukið. Árni Magnús 8c Jöhaim LJOSASKIPTI Eftirspurnin eftir nýju plötunni meö Magnúsi & Jóhanni hefur veriö meö mesta móti, enda var vitaö aö hér yröi um gæöaskífu aö ræöa. Þessi plata inniheldur bæöi jólalög og venjulegar „heils-árs lagasmíöar" sem tryggir aukiö gildi hennar í plötusafninu. '^Os JÖH Magnús og Jóhann mæta í verzlanir Skífunnar í dag til að árita plötu sfna Ljósaskipti. Þeir verða á Laugavegi 33 milli kl. 3—4 og Borgartúni 24 milli kl. 4—6. Vandað efni byggir upp. Útgáfan SKÁLHOLT DREIFING:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.