Morgunblaðið - 21.12.1984, Síða 51

Morgunblaðið - 21.12.1984, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984 51 Flugkoman, sem haldin var á Selfossflugvelli fyrir skömmu, var fjölsótt Hátt á fimmta hundrað gestir fylgdust með dagskránni, og á milli 30 og 40 einkaflugvélar voru á staðnum. Velheppnaðri sumardagskrá vélflugmanna lokið Jón Guðmundsson, form. Flugklúbbs Selfoss og ein aðaldriffjöðrin í flug- málum staðarins, var heiðraður af björgunarsveit varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli fyrir störf að flug- og björgunarmálum. Sumardagskrá Vélflugfélags íslands lauk fyrir nokkru. Að dómi flestra, sem tóku þátt í starfinu tókst vel til, og er óhætt að fullyrða að starf VFFÍ hafi ekki verið jafn öflugt í áratugi. Þá skemmdi það ekki fyrir vel- heppnaðri dagskrá, að veðurguð- irnir hafa veriö vélflugmönnum einstaklega hliðhollir í sumar. Sigurjón Ásbjörnsson, form. VFFÍ, sagðist í samtali við blm. Mbl. vera mjög ánægður með sumarstarfið í heild. Það hefði að verulegu leyti byggst á samvinnu VFFÍ og hinna ýmsu flugklúbba á landsbyggðinni og hefði þetta fyrirkomulag tekist mun betur en bjartsýnustu menn þorðu að vona í upphafi sumars. Aðspurður um fyrirhugað vetr- arstarf VFFÍ, sagði Sigurjón, að það myndi væntanlega hefjast um miðjan október nk. Reynt yrði að vanda til vetrardagskrárinnar eins og frekast væri kostur og að hún yrði að stærstum hluta byggð á fræðslustarfi, t.d. námskeiðum og fyrirlestrum. Þá yrði i vetur unnið að endurskipulagningu á rekstri félagsins, m.a. vegna auk- inna erlendra samskipta. Sigurjón sagði einnig, að í vetur yrði undir- búin og skipulögð herferð sem myndi miðast að því að gera árið 1984 að slysalausu ári í flugi hér- lendis. Flugdagur á Selfossi Áðurnefndri sumardagskrá VFFÍ lauk með flugkomu (fly-inn) á Selfossflugvelli. Eins og jafnan sl. sumar, þegar vélflugmenn efndu til mannfagnaðar var blíð- skaparveður og góð aðsókn. Hátt á fimmta hundrað manna fylgdust með dagskráratriðunum og á milli 30 og 40 flugvelar voru á staðnum. Áhorfendum var margt gert til skemmtunar, en dagskráin var annars með frekar hefðbundnu sniði. Félagar úr flugmódelflugfé- laginu Þyt sýndu vélar sínar, hinn góðkunni sjónvarpsmaður ómar Ragnarsson sýndi fluglistir og skemmti gestum, sömuleiðis var sýnt listflug. Nýbakaður Is- landsmeistari f svifflugi, Sig- mundur Andrésson, sýndi svifflug, flokkur úr þyrlubjörgunarsveit varnarliðsins sýndi, og loks var áhorfendum gefinn kostur á því að fara f útsýnisflug í hinu góða veðri. Flugkoman á Selfossflugvelli var haldin í tilefni þess að 10 ár voru liðin frá því að flugvöllurinn var vígður og að rúm 10 ár voru síðan Flugklúbbur Selfoss var stofnaður. Að sögn Jóns Guðmundssonar, formanns Flugklúbbs Selfoss, er mikill flugáhugi á Selfossi og í nærsveitum. Hann sagði að að- staðan á Selfossflugvelli væri orð- in prýðileg. Þar væru tvær flug- brautir, 700 og 900 feta langar, og tvö flugskýli. Starfssvæði Flugklúbbs Selfoss spannar yfir allt Suðurlandskjördæmi og eiga félagar klúbbsins 15 smáflugvélar, þar af eru 7 vélar að staðaldri á Selfossi. Meðfylgjandi ljósmyndir frá flugkomunni tók Hergeir Krist- geirsson á Selfossi. Eins og sést á þessari Ijósmynd voru sumar flugvélarnar, á flugkomunni á Selfossflugvelli, ekki ýkja stórar. SKÁLDSAGA EFTIR GÍSLA J. ÁSTÞÓRSSON Skáldsaga þar sem sögusviðið er Reykjavík í „Volstrítskrepp- unni“ fyrir stríð „þegar haft var eftir grandvörum og sannsögl- um manni að þeir aumustu þeirra allslausu væru farnir að éta hunda.“ Bókaúígáfa /MENNING4RSJÓÐS SKÁLHOLTSSTÍG 7« REYKJAVÍK • SlMI 6218 22 SOB teiknistofa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.