Morgunblaðið - 21.12.1984, Page 62
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984
62
Minning:
Garðar Helga
son Eskifirði
f'æddur 15. október 1911
Diinn 14. desember 1984
Glaðbeittur og broshýr var
Garðar vinur minn, er við áttum
síðast saman fund. Heiðríkja hins
glaða hugar var yfir sem jafnan
áður og glettniyrðin góð voru á
vörum sem fyrr og hlýtt var hand-
takið hans.
Gjörla vissi ég, að heilsan var
ekki sem skyldi, en á það var aldr-
ei minnzt. Og nú er hann horfinn
yfir hina miklu móðu og minning-
in ein eftir, hugumkær verður hún
mér og mínu fólki. Þar fór góður
drengur í gildri merkingu þeirra
orða.
Örfá kveðjuorð megna aldrei
mikils, en aðeins skulu tjáðar
þakkir fyrir mæt kynni og ágæta
vináttu alla tíð. Með Garðari er
horfinn einn hugþekkasti drengur,
er ég hefi kynnzt.
Ræktarsemi hans og hlýja
hjartans kemur mér fyrst í hug.
Glöggt eru mér í minni heim-
sóknir hans til frændfólksins á
Grettisgötunni, hversu hann lífg-
aði þar allt upp með góðlátlegu
spauginu og yljaði öllum með
brosi sínu og þeirri birtu sem
fylgdi þessum heimsóknum. Fals-
laus var sú vinátta, einlægnin og
umhyggjan alltaf söm við sig.
Glöggt man ég þann fögnuð fólks-
ins, sem fylgdi komu hans.
Sannkallaður aufúsugestur, sem
ævinlega gaf svo mikið af sjálfum
sér með þeirri einlægu elskusemi,
sem var honum eiginleg og auð-
kenndi allt hans dagfar. Garðar
var vörpulegur maður að vallar-
sýn, fríður sýnum með sitt heiða
yfirbragð. „Þéttur á velli og þéttur
í lund“ átti þar vel við eðliskosti
og atgervi. Hann var greindur
maður og gjörhugull og traustur
og farsæll í hverju því, sem hann
tók sér fyrir hendur.
Glöggt man ég fyrstu kynni mín
sem drenghnokka af þessum
bjartleita og hlýja manni, sem olli
því að ævinlega þótti mér, sem um
náinn vin væri að ræða.
Áhrifin á barnshugann eru
sterk og það eru góðir menn, sem
Garðar, er lengst lifa i minning-
unni, einmitt sakir viðmóts og
framkomu við feiminn drengstaul-
ann.
Akstur og ökukennsla voru
lengstum þau störf, er hann
stundaði. Þar reynir á þolinmæði,
gætni og glöggskyggni, en fyrst og
síðast á hæfileikana til að eiga góð
samskipti við fólk af margs konar
gerð.
Þar veit ég að Garðar á góða
sögu sem í öðru, sem margir munu
að verðleikum meta.
Fáein brotabrot minninganna
eru fest á blað, hitt lifir í huga og
hjarta manns og góður fjársjóður
er það að hafa átt Garðar að vin
og fyrir það er nú þakkað heilum
huga.
Fæddur var hann á Eskifirði 15.
október 1911, sonur hjónanna Jón-
ínu Guðrúnar Jónsdóttur og Helga
Jónssonar, sem kenndur var við
Hlíð. Helgi var orðlagður sægarp-
ur og glæsimenni, en drukknaði á
bezta aldri.
Jóníu kynntist ég lítillega og
það duldist engum, að þar fór
gagnmerk kona með sérstaka
hæfileika.
Garðar ólst upp í foreldrahús-
um, fór ungur að vinna fyrir sér,
stundaði sjómennsku nokkuð, en
alllengi var hann í félagi við Leif
bróður sinn um langferðaakstur.
En akstur og ökukennsla voru
sem fyrr segir aðalstörf hans og
allt til hins síðasta stundaði hann
sina grein af þeirri samviskusemi
sem honum var í blóð borin.
27. nóvember 1937 gengu þau í
hjónaband, Jensína Karlsdóttir
frá Eskifirði og Garðar. Það var
hans mesta gæfuspor og lífslán
hans tengt þeirri góðu konu, sem
Nenna, svo sem hún er ævinlega
kölluð, er í sjón og raun. Nenna er
afar aðlaðandi og fríð kona, hlýtt
viðmót og létt lund einkenna hana,
ákveðin er hún í skoðunum og
heilsteypt greindarkona.
Börn þeirra eru þrjú: Helgi
kaupmaður frá Eskifirði, kona
hans er Herdís Hallbjörnsdóttir,
Ágústa Guðbjörg húsmóðir á
Eskifirði, hennar maður er Helgi
Háifdánarson umdæmisstjóri BÍ á
Austurlandi, og yngst er Jónína
Guðrún kennari í Reykjavík,
hennar maður er Svavar Svav-
arsson, framleiðslustjóri BÚR.
Barnalán þeirra hjóna er í sam-
ræmi við hina góðu eðliskosti
ágætra, samhentra hjóna.
Mér er sannur söknuður í hug,
er ég kveð nú hinztu kveðju Garð-
ar Helgason. Allt frá bernskuár-
um á ég bjarta mynd af þessum
hugumprúða drenglyndismanni,
sem átti þetta bjarta, milda bros,
þennan ylhlýja, viðkvæma streng,
þessa grómlausu glettni. Hlýjar
þakkarkveðjur eru sendar frá
mínu fólki öldruðu, sem mat hann
og vináttu hans svo mikils.
Einlægar samúðarkveðjur eru
sendar Nennu og öllu hans fólki
öðru.
Við leiðarlok ber að þakka hin
kæru kynni um langan veg, þegar
lagt hefur verið í hinztu ökuferð-
ina. Þau kynni verma og veita
birtu á köldum, dimmum desem-
berdögum, þar sem minningin
mæt merlar fram á veginn.
Blessuð sé minning hins góða
drengs Garðars Helgasonar.
Helgi Seljan
Fjóla N. Reimars-
dóttir - Kveðjuorð
Okkur systkinin langar að
minnast nokkrum orðum vinkonu
okkar Fjólu N. Reimarsdóttur, en
hún lést í Landspítalanum þann
22. október sl. og var útför hennar
gerð frá Fossvogskirkju 30. sama
mánaðar.
Ung að árum kynntumst við
Fjólu norður á Siglufirði, en þar
var hún með móður sinni Borg-
hildi Kristjánsdóttur frá Bolung-
arvík, mikilli merkiskonu er bjó á
Siglufirði um tíma. Borghildur var
mikil vinkona móður okkar og eig-
um við mjög góðar minningar um
þær mæðgur frá þeim árum og
alla tíð fram að fráfalli þeirra
beggja. Borghildur kom á gamals
aldri til að sjá Siglufjörð í hinsta
sinni. Þá minnumst við þess hvað
það gladdi okkur mikið að hún
kaus að dvelja á heimili okkar
þann tíma er hún dvaldi í bænum
og heilsaði upp á gamla vini.
Fjóla líktist móður sinni og var
mikil merkiskona, vel gefin og
myndarleg. Eitt var Fjólu gefið,
en það var, að hún mátti ekkert
aumt sjá, án þess að láta sig það
varða og var ákaflega góð við alla
er eitthvað áttu bágt er sorgin eða
veikindi sóttu heim. Henni var
ekkert óviðkomandi, ef hún gat
rétt fram sínar líknandi hendur.
Hún virtist bókstaflega geta verið
allsstaðar í einu og kemur manni
helst í huga samlíking við hina
góðu og líknandi konu Theresu á
Indlandi, er maður hugsar um öll
líknarverk er Fjóla hefur unnið án
nokkurs endurgjalds um árin,
nema þá góðs hugar sem fólk bar
til hennar, því ekki ætlaðist hún
til endurgjalds af öðrum. Fjóla
gerði sín góðverk á meðan hún gat
staðið í fæturna.
Við minnumst þess, að hún sem
var orðin mikill sjúklingur kom
með gjöf til að gleðja veika móður
okkar, ekki vissum við að þetta
yrði í síðasta sinn, en hún hafði
talað um að koma fljótlega aftur.
Svo er það, að einn bræðranna
kveður Fjólu hafa komið til sín í
draumi og hún er að biðja afsök-
unar á því, að hafa ekki komist til
okkar eins og hún hafi ætlað, því
hún hafi verið orðin svo veik. Við
vonuðum að hún næði heilsu aft-
ur, en því miður varð okkur ekki
að þeirri von.
Já, Fjóla var svo sannarlega hin
iíknandi hönd og bjargvættur
ótaldra smælingjanna gegnum ár-
in og lifði fyrir það að hjálpa öðr-
um, en varla hefði hún getað gefið
sig svo mikið að þessu sem raunin
varð, ef hún hefði ekki átt jafn
frábæran og góðan eiginmann sem
Guðmund B. Jónsson pípu-
lagningameistara. Hann var henni
góður eiginmaður og góður heimil-
isfaðir, enda sagði Fjóla oft að
hún ætti góðan mann og góð börn.
Undir það viljum við systkinin
taka, því við komum oft á heimili
þeirra, er þau bjuggu á Lindargöt-
unni og börnin voru að vaxa. Þar
var ætíð opið hús og gott að koma,
þar sat gestrisni í fyrirrúmi enda
oft mikill gestagangur hjá þeim
hjónum og engum úthýst og það
var víst ekki svo sjaldan að þau
hjónin þrengdu að sér og börnum
sínum til að geta hýst fólk, því
ekkert var sjálfsagðara hjá þeim
hjónum og börnum.
Fjóla og Guðmundur eignuðust
bráðmyndarleg og góð börn sem
hafa verið foreldrum sínum til
mikils sóma, enda búin miklum
mannkostum.
Fjóla fæddist í Reykjavík en
ólst að nokkru upp á Skagaströnd.
Við viljum þakka Fjólu fyrir órofa
tryggð og vináttu frá fyrstu kynn-
um okkar, og ekki síst móðir okkar
sem þakkar Fjólu allt það góða er
hún ætíð sýndi henni í margra
áratuga vináttu.
Eftirlifandi eiginmaður Fjólu er
sem fyrr segir Guðmundur B.
Jónsson pípulagningameistari og
var heimili þeirra í Þórufelli 10
hér í borg.
Börnin eru: Sverrir loftskeyta-
maður, kvæntur Sóleyju B. Ás-
grímsdóttur, búsett í Reykjavík.
Gunnar pípulagningamaður,
kvæntur Toril Johannsen, búsett í
Noregi. Kristín, gift Helga
Björnssyni, búsett í Reykjavík.
Sigríður, gift Ragnari Sigurðs-
syni, búsett í Reykjavík. Magnús
pípulagningamaður, búsettur í
Svíþjóð, og Kristinn, sem hefur
verið við háskólanám í Danmörku.
Það er mikill sjónarsviptir að
svo góðri og mikilhæfri konu sem
Fjóla var, sem fellur frá langt
fyrir aldur fram og í huga okkar
er mikill söknuður, en mestur er
hann þó hjá eiginmanni, börnum,
barnabörnum og bróður hennar
Hávarði.
Við vottum þeim innilega samúð
okkar og biðjum Guð að blessa
þau.
Vér sjáum, hvar sumar rennur
með sól yfir dauðans haf
og lyftir í eilífan aldingarð
því öllu, sem Drottinn gaf.
(Valdimar Briem.)
Guð blessi minninguna um
elskulega konu.
Svanhvít Einarsson og systkini
Kveðjuorð:
Guðmundur Sig-
urðsson Breiðási
Fæddur 11. febrúar 1920
Dáinn 26. nóvember 1984
Þann 1. þ.m. var kvaddur hinstu
kveðju Guðmundur Sigurðsson.
Árið 1942 kvæntist Guðmundur,
eða Gummi eins og hann var
ávallt nefndur í mínum eyrum,
Guðrúnu Guðnadóttur frá Kirkju-
lækjarkoti, sem síðar varð mág-
kona mín. Þau eignuðust þrjá
syni, Helga, Guðna og Samúel,
sem hafa alið foreldrunum 10
barnabörn. Hafa þeir allir reynst
dugnaðarmenn, enda ekki langt að
sækja það, því fáum mönnum hefi
ég kynnst, sem hafa verið jafn
eljusamir og Gummi var.
Fyrir tæpum áratug eignaðist
Gummi nýjan lífsförunaut, Elínu
Jónsdóttur. Bjuggu þau í ástríkri
sambúð í Breiðási í Holtum, þar
sem hann eyddi síðustu árum ævi
sinnar. Gummi var mikill nátt-
úruunnandi og hafði yndi af að
ferðast um landið. Hann undi því
hag sínum vel í sveitinni. Því mið-
ur varð aldrei af því að ég heim-
sækti Gumma og Elínu en þau
hjón hitti ég síðast í sumar á
hljómleikum í Reykjavík. Ekki
hvarflaði þá að mér að það væri
síðasta samverustundin okkar
Gumma í þessu lífi. Það verður
seint fundið út eftir hvaða reglum
Drottinn kallar okkur til sín.
Gummi var afar trygglyndur
maður, blíðlyndur og þægilegur í
viðmóti. Hann var greindur maður
og fylgdist vel með því, sem var að
gerast í þjóðlífinu. Þegar ég nú
kveð frábæran vin og svila í tæpa
tvo áratugi minnist ég allra þeirra
ánægjustunda, sem við áttum
saman. Það var gaman að eiga
með honum samverustund.
Á heimili Gumma og mágkonu
minnar var gott að koma. Þar
mætti maður hlýju og glaðlegu
viðmóti. Gummi var afar barngóð-
ur maður og þar voru þau hjónin
samrýnd. Börn voru því ávallt
velkomin á heimilið og ætíð var
börnum okkar hjónanna velkomið
að dveljast um lengri eða skemmri
tíma á heimili Gumma þegar þörf
krafði. Meðal annars fyrir það
minnumst við hans með þakklæti.
Gummi var sannur vinur vina
sinna. Hann var að eðlisfari opinn
og hreinskilinn og kom því ávallt
til dyranna eins og hann var
klæddur. Það hefur án efa átt sinn
þátt í því, hversu marga vini hann
eignaðist. Mér er sérstaklega
minnisstætt hve mikinn hlýhug
faðir minn heitinn bar til Gumma
og hvað hann gladdist ætíð er
Gumma bar að garði. Hann fann
þann góða dreng, sem í honum bjó.
Hversu mikið Gummi lagði á sig
er hann hugðist fylgja fyrrverandi
tengdamóður sinni þegar hún lést
sl. vetur lýsir vel trygglyndi hans
og þakklæti. Enda þótt veður væru
válynd lagði hann af stað til
Reykjavíkur til að vera við minn-
ingarathöfn, sem þar fór fram.
Ætlaði hann síðan að vera við út-
förina austur í Fljótshlíð daginn
eftir. Eftir mikinn barning í hinu
versta veðri varð hann að leita
húsaskjóls í Litlu kaffistofunni
neðan Svínahrauns. Lengra varð
ekki komist þá nóttina. Þegar
hann loks komst heim að Breiðási
daginn eftir treysti hann sér ekki
til að halda strax austur i
Fljótshlíð og undrar það engan.
Það er hins vegar víst, að ósáttur
hefur hann þá verið við þau örlög
sín, að hafa hvorki getað verið við
minningarathöfnina né útförina.
Gummi var mikill heimilisfaðir
og þótt hann ynni oft langan
vinnudag féll honum ekki verk úr
hendi þegar heim var komið.
Hann hafði yndi af því að búa vel
að heimili sínu, hvort heldur þar
var innan dyra eða utan. Hann
hafði einnig yndi af því að rétta
vinum sínum hjálparhönd.
Gummi var iaghentur maður og
við erfiðisvinnu kom vel fram hver
dugnaðarforkur hann var.
Með hlýhug og þakklæti kveð ég
góðan vin. Sonum hans, aldraðri
móður, systrum og öðrum ættingj-
um og venslafólki svo og Elínu
Jónsdóttur og fjölskyldu hennar
votta ég og fjölskylda mín dýpstu
samúð. Megi Drottinn blessa ykk-
ur og varðveita um ókomna fram-
tíð.
Gísli Jónsson
Birting
afmœlis- og
minningar-
greina
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði, að berast í síðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag og hlið-
stætt með greinar aðra daga. í
minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Þess skal
einnig getið, af marggefnu til-
efni, að frumort Ijóð um hinn
látna eru ekki birt á minningar-
orðasíðum Morgunblaðsins.
Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.