Morgunblaðið - 21.12.1984, Síða 69

Morgunblaðið - 21.12.1984, Síða 69
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984 69 TÓK HESTANA MEÐ SÉR ER HANN ÁRITAÐI BÓK SÍNA „Hrossin frá Nú, þessa síðustu daga fyrir jólin, eru höfundar hinna ýmsu bóka út um allan bæ að árita bækur sínar. Það er þó ekki á hverjum degi sem hross eru í fylgd með höfundum. Það gerðist sl. laugardag að Hjalti Jón Sveinsson, sem var að árita í bókabúðinni Ástund bók sína „Hrossin frá Kirkjubæ", mætti Kirkjubæ“ með tvö hross á staðinn, þau Hrana og Þráð. Að sjálfsögðu eru þau ættuð frá Sigurði Har- aldssyni bónda á Kirkjubæ, sem var með í förinni, og eigandi þeirra var einnig með, Sigríður Sigþórsdóttir. Auk bókarinnar sem Hjalti skrifar kom út myndsnælda um sama efni. Stúlkan sem Stevie Wonder söng um r Ameðfylgjandi mynd sjáum við stúlkuna sem Stevie Wonder söng um í laginu „I just called to say I love you“ í myndini „Woman in Red“. Nafn konunnar er Kelly Le Brock og hún byrjaði sinn frægðarferil er hún birtist á 20 síðum amriska tímaritsins Vogue. Hún vann fyrir Eileen Ford um skeið.! viðtali við Kelly um mynd- ina „Woman in Red“ sagði hún. „Hvað snertir myndina má segja að ég hafi verið á réttum stað á réttum tíma. Gene Wilder sem gerði myndina kom oft í heimsókn til okkar hjóna og hauð mér þetta hlutverk.“ Hún var spurð hvort það hjálpaði henni mikið mikið að vera gift Victor Drai, en hann er franskur kvik- myndaframleiðandi en kannski þekkt- ur betur sem fyrrverandi elskhugi Jacqueline Bisset. „Victor er dálitið sérstakur og hefur ótæmandi orku. Hann hafði alltaf þá hugmynd að hægt væri að gera franska grínmynd um Hollywood, mynd sem „Woman in Red“ er. Hann hafði ekkert á móti því að ég léki aðalhlutverkið í þessari mynd og lét Gene Wilder algerlega um það.“ Hvað er það sem þú leitar eftir í fari karlmanns? „Hendurnar eru það sem taka þarf best eftir og tennurnar þurfa að vera fínar. En þó er það oft þannig að heimsins fallegustu og fínustu karl- menn eru hrútleiðinlegir." Hún sagðist ætla að halda áfram á þessari braut i kvikmyndum og helst i grínmyndum, allavega myndu áhorf- endur ekki sjá hana leika í hrollvekju á næstunni. Svoleiðis er það nú. Gjöfin sem gleður er falleg grávara Feldskerinn Skólavörðustíg 18, simi 10840. Im LAPPONIA L J skartgripir frá Finnlandi GULL OG DEMANTAR Kjartan Asmundsson, gullsmiöur. Aðalstræti 7 — Sími 11290.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.