Morgunblaðið - 21.12.1984, Page 75
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984
75
VELVAKANDI
SVARAR f SÍMA
10100 KL. 11—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
MUimrvtia'u n
J !
r fmr* » - ' w*!
Hákon Jónas Hákonarson hvetur landsmenn til aó styðja sjómenn í baráttunni fyrir bættum kjörum.
Sjómenn þurfa að fá
kjör sín bætt strax
Hákon Jónas Hákonarson, sjó-
maður skrifar:
Góðir landsmenn! Nú eru sjó-
menn að fara að setjast að samn-
ingaborðinu og allir vita að sú
barátta verður hörð vegna slæmr-
ar heildarafkomu útgerðar. En
sjómenn verða að fá umtalsverða
launahækkun þar sem þeir hafa
dregist verulega aftur úr öðrum
landsmönnum á undanförnum 2
árum. Aflasamsetning hefur farið
versnandi, kauptrygging hefur
ekki haldið í við almennar kaup-
hækkanir í landi. Nú er svo komið
að 40% af heildarfiskverði eru
greidd til útgerða utan skipta. Því
ættu allir landsmenn að skilja, að
sjómenn þurfa að fá kjör sín bætt
og það strax, annars vöknum við
upp einn daginn og sjáum að allur
okkar fiskiskipafloti er í höfn, því
það eru engir til að fara á sjó.
Sjómenn telja þá sér og sfnum
betur borgið með að vinna í landi.
Landsmenn mega búast við
miklum áróðri útgerðarmanna og
stjórnvalda, en ég vona að allir
beri gæfu til að hlusta ekki á þann
áróður. Margur landinn hefur lát-
ið heillast af svimandi tölum um
tekjur sjómanna á árunum
1980—1982 en nú er sá tími liðinn.
Nú fá sjómenn ekki lengur að
veiða óheft, eins og var á „góðu
árunum". Nú er kvóti á öllum veið-
um og þær stórheftar.
Það má lengi telja upp hvað hef-
ur dunið á sjómönnum undanfarin
ár og það mætti koma með ýmsar
tölur um að margur útgerðarmað-
urinn hefur það gott og gæti borg-
að mikið meira kaup en hann gerir
í dag. Ég vona að þið standið með
okkur í þeirri baráttu, er við eig-
um fyrir höndum. Ég vil sérstak-
lega brýna fyrir sjómönnum að
styðja dyggilega við bakið á Sjó-
mannasambandi íslands og samn-
inganefnd sambandsins, er þeir
hefja samningaviðræður við út-
gerðarmenn á næstunni. Enn
fremur vona ég að ASÍ veiti sjó-
mönnum félagslegan styrk í bar-
áttunni. Með fyrirfram þökk fyrir
veittan stuðning, góðir launþegar.
Byggjum náttúrugripasafn
Axel Kaaber skrifar:
Þetta er mynd af skólesit,
Zeoliti, — eða svokallaður
geislasteinn. Nafnið Zeolit kem-
ur úr grísku, og þýðir suðu-
steinn, þar sem hann bólgnar og
belgist út, sýður við upphitun.
Hér á landi hafa fundist um 21
af 29 þekktum geislasteinum, en
skólesit er algengur geislasteinn
í basaltlögum landsins.
Nú vantar alveg að efna loforð
ríkisstjórnar og Háskóla fslands
um byggingu náttúrugripasafns,
sem gefið var, þegar gamla nátt-
úrugripasafnið var afhent rík-
inu, árið 1947, ásamt bygg-
ingarsjóði, að upphæð liðlega kr.
82.000, sem safnið átti. Hvað
skyldi þetta vera mikil upphæð
framreiknað til dagsins í dag?
Tökum höndum saman, ríkis-
stjórn, Háskóli íslands og allir
velviljaðir áhugamenn, fáum
náttúrufræðisafn sem sæmir
menntaþjóð, sem gefur vísinda-
mönnum góða aðstöðu til rann-
sókna og þar sem áhugamenn
geta fengið tækifæri til þess að
fræðast um náttúru landsins.
ÞAÐ VEUA ALLIR
UÓSALAMPA
ipÞÝZK-ÍSLENZKA
MOSS
0/~íc
m
m
Malið er leyst
Þetta er stóllinn sem þú gefur sjálfum
þér í jólagjöf.
Hann er sterkur, þægilegur, hreyfanleg-
ur, Ijós eöa dökkur og svo fæst hann líka
á snúningsfæti og meö skammel.
EFNI: grind formbeygt beyki í viöarlit og
dökkbæsaö.
Mjúkt og sterkt 1. flokks leður á setu,
baki og örmum. Gervileöur á grind.
Stóllinn á myndinni verð kr. 7.9 0.-
Stóll á snúningsfæti verð kr. 9.650.-
Skammel verð kr. 2.720.-
im
öföSs
Þú þarft ekkí að
leita lengur
Þú finnur hvergi betri stól á
lægra verði.
BÚSGA6N&HÖLLIN
BfLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVfK « 91-61199 OQ 81410