Morgunblaðið - 21.12.1984, Síða 76

Morgunblaðið - 21.12.1984, Síða 76
76 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984 Einar Bollason landsliðsþjálfari: Körfuboltinn betri en undanfarin ár „Mér finnst körfuboltinn miklu betri en undanfarin ár, sórstak- lega eru spilaöar miklu betri varnir en verið hefur,“ sagöi Einar Boliason landsliösþjaffari í körfu- knattleik og þjálfari Hauka í sam- tali viö Morgunblaöiö. „Það er einna ánægjulegast viö körfuknattleikinn okkar hversu mikiö af góöum ungum mönnum er aö koma fram hjá okkur. Og mér líst vel á landsliðið okkar og þá pilta sem valist hafa í þaö. Þeir viröast allir í góöu formi, þaö er kannski helzt vafamál meö Jón Kr., sem hefur ekki getað æft af fullu vegna náms í íþróttakennara- skólanum. Veturinn í vetur veröur tilrauna- vetur með landsliöiö fyrir alvöruna næsta vetur. Norömenn veröa erf- iöir heim aö sækja upp úr áramót- unum, viö höfum tapaö síöustu tveimur leikjum viö þá meö yfir 20 stiga mun. Endurnýjunin í landsliöinu er sú mesta frá 1973, er ég byrjaöi meö landsliöiö. Nú koma inn átta nýliö- ar af 14, eöa jafnmargir og 1973, en þá komu inn menn eins og Torfi Magnússon og Gunnar Þorvarö- arson, sem staöiö hafa sig vel síö- an. Ég held aö ungu mennirnir í landsliöinu eigi eftir standa sig vel og lyfta liöinu og körfuknattleikn- um á hærra plan,“ sagöi Einar. Samtal okkar fór fram eftir leik Hauka og ÍR, þar sem Haukar unnu öruggan sigur, eins og fram kemur annars staöar á siöunni. Einar var ánægöur meö frammi- stööu sinna manna, þeir þurftu aö taka sér tak eftir tapleik gegn Njarövíkingum um síöustu helgi. Þeim tókst aö rífa sig upp og geröu margt af því sem fyrir þá var lagt mjög vel. „Njarövíkingar hafa veriö áber- andi sterkastir í fyrri hluta mótsins, munurinn á þeim og öörum liöum er aö þeir detta aldrei niöur, eru svo jafnir. Þeir eiga fullt af góöum ungum strákum, ekki bara fjóra góða menn eins og sumir segja. Ég er aö vona aö þeir séu a toppi núna og eigi erfitt meö aö ná sér á strik í marz, en uppbygging mín byggist á því aö viö veröum á toppi þá. En mór kæmi ekki á óvart þótt Njarövíkingar komist í úrslitin í 1. sæti, annaö væri kraftaverk, og held raunhæft aö viö förum inn í þau í ööru sæti. Viö fórum inn í úrslitin á 18 stigum i fyrra en erum komnir meö 16 stig núna. Svo verður þaö spurning hvort viö eig- um möguleika gegn UMFN í úrslit- unum. Ég vil ekki setja of mikla pressu á mína menn. Þetta er bara annað áriö okkar í deildinni, en í úrslitakeppni vegur reynsla þungt á metunum," sagöi Einar. — ágás. „Ég er ánægður meö marga hluti í þessum leik. Þaö er erfitt aö ná liði upp eftir tapleik, og fyrir leikinn var ég hræddur viö ÍR-líöiö, sem sýndi með sigrinum á KR að það getur lagt hvaða liö sem er aö velli. En strákarnir stóöu sig vel og við sýndum aö viö eigum fullt af mönnum sem geta skoraö,“ sagöi Einar Bolla- son þjálfari Hauka eftir aö menn hans höfðu lagt ÍR-inga að velli 83—69 í gærkvöldi, en staöan í hálfleik var 40—35 fyrir Hauka. Haukarnir sýndu góðan varnar- og sóknarleik, þótt hittnin hafi brugöist á köflum. Komust þeir í 10—0 eftir fjórar mínútur, 12—8 eftir 7 mínútur og 31—20 eftir 13, en ÍR-ingar spiluðu vel síöustu 10 mínúturnar og tókst aö minnka muninn í 32—31 og 34—33, en Haukarnir juku á forystuna fyrir hié. í seinni hálfleik breikkaöi biliö og sigur Haukanna var aldrei í hættu, jafnvel þótt aöeins munaöi 5 stigum er 9 mínútur voru eftir. ÍR 69 Haukar 83 Munaði um tíma 16 stigum, en Gylfi Þorkelsson, sem var lang- beztur ÍR-inga átti síöasta oröiö er sjö sekúndur voru eftir. Hjá Haukum áttu flestir góöan dag. Pálmar var potturinn og pannan í spilinu og lék mjög vel, sætti sig viö aö vera jafnan í strangri gæzlu. Minnkaöi og press- an á hann viö aö Hálfdán, sem átti stórleik í fyrri hálfleik, Ólafur og Sveinn skoruöu grimmt og léku mjög vel. ívar Webster skoraöi ekki mikið, en hins vegar sýndi hann hversu mikilvægur góöur miövöröur er meö þvi aö hiröa 25 fráköst í leiknum, þar af 22 í vörn- inni. ÍR-ingar stóöu í Haukunum í fyrri hálfleik en áttu viö ofurefli aö etja í þeim seinni. Hittnin brást á köflum og mundi liöinu vegna talsvert betur ef ráöin væri bót á því. Langbeztu menn voru Gylfi og Kristinn Jörunds, skoruöu sín á milli 45 af 69 stigum ÍR, en Björn Steffensen og Hreinn áttu einnig þokkalegan leik. Stig ÍR: Gylfi Þorkels 28, Krist- inn Jör 17, Björn Steffensen 6, Jón Örn 6, Karl Guölaugs 6, Hreinn Þorkels 4 og Bragi Reynis 2. Stig Hauka: Hálfdán 20, Ólafur 18, Pálmar 13, Sveinn Sigurbergs 12, Henning Hennings 8, ívar Webster 8, Eyþór 2 og ívar Ás- gríms 2. — ágás Daníel varð í 30. sæti Nokkrir íslenskir skíðamenn eru um þessar mundir í æfinga- og keppnisferð í Noregi. Þeir hafa keppt á nokkrum mótum undan- farna daga og gengið þokkalega. I fyrradag kepptu þeir á móti í Geilo. Mótiö gengur undir nafninu „Scan Cup“; Daníel Hilmarsson og Guömundur Jóhannsson kepptu í svigi. Daníel hafnaöi í 30. sæti, fékk samanlagöan tíma 2.04.27 mín. Guömundur Jóhannsson fékk tímann 2:04,41 mín. og varö 31. Sigurvegarinn í sviginu varð Johan Valls frá Svíþjóð. Fékk hann tímann 1:54,34 mín. íslensku skíöa- mennirnir munu taka þátt í fleiri mótum á næstunni en þess á milli æfa þeir af kappi. • Guömundur Jóhannsson skíðamaóur frá ísafiröi er ásamt félög- um sínum í keppnis- og æfingaferð í Noregi. Guómundur varö í 31. sæti í svigkeppni í Geilo í fyrradag. ívar Webster átti góöan leik meö Haukalióinu í gærkvöldi, hirti 25 fráköst í leiknum og mataöi félaga sína margsinnis á góöum sendingum, auk þess aö skora 13 stig. Morgunbiaöio/Júiius Haukar náöu sér vel á strik gegn ÍR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.