Morgunblaðið - 28.12.1984, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 28.12.1984, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1984 í happdKettí? á þekkir þú þessa skemmtilegu tilfinningu, sem fylgir því að standa óvænt með fullar hendur fjár eða RANGE ROVER beint úr kassanum. Það munar um minna. Og í happdrætti SÍBS eru möguleikarnir miklir, þar hlýtur fjórði hver miði vinning og stundum meir. Auk venjulegra vinninga, verður dregið í októ- ber um sérstakan HAUSTVINNING - RANGE ROVER að verðmæti ein og hálf milljón krónur. Svo sannarlega handfylli ekki satt?. En það munar líka um hvern seldan miða, því að nú beinum við öllum kröftum að byggingu nýrr- ar endurhæfingarstöðvar að Reykjalundi. Miðinn kostar 120 krónur. í happdrætti SÍBS veistu hvar verðmætin liggja. ___________________________ ■ Happdrættií SÍB8 r " Kirkjur á landsbyggðinni: Áramóta- messur BERGÞÓRSHVOLSPRESTA- KALL: Á morgun, laugardag, barnamessa í Krosskirkju kl. 13. Hátíðarmessa í kirkjunni nýársdag kl. 16. Hátíðar- messa í Akureyrarkirkju ný- ársdag kl. 14. Sr. Páll Páls- son. EGILSSTAÐAKIRKJA: Aft- ansöngur gamlársdag kl. 18. Sóknarprestur. SAUÐÁRKRÓKSKIRKJA: Aftansöngur gamlársdag kl. 18. Hátíðarmessa nýársdag kl. 17. Sóknarprestur. SIGLUFJARÐARKIRKJA: Aftansöngur gamlársdag kl. 18. Hátíðarguðsþjónusta ný- ársdag kl. 14. Sr. Vigfús Þór Árnason. VÍKIJRPRESTAKALL: Sunnudaginn 30. des. verður messa í Sólheimakapellu kl. 14. f Víkurkirkju verður aft- ansöngur gamlársdag kl. 18. Sóknarprestur. ADVENTKIRKJAN Vest mannaeyjum: Áramótaguðs- þjónusta nýársdag kl. 14. Utvarp til íslendinga erlendis FRÉTTAÚTVARP til íslendinga erlendis á vegum Ríkisútvarpsins verður um áramót þannig: Sent verður út á 13.797 khz, sem er 21,74 metrar daglega frá klukkan 12.15 til 12.45 til Norð- urlandanna og verða fréttir endurteknar á stefnuloftneti til Bretlands og Vestur-Evrópu klukkan 12.45 til 13.15 og til Bandaríkjanna og Kanada klukkan 13.15 til 13.45. Einnig verður útvarpað á 9.853 khz, sem eru 30,43 metrar til Norðurlandanna klukkan 18.45 til 19.45. Þessi útsending verður síðan endurtekin á stefnuloftneti til Bretlands og Vestur-Evrópu klukkan 19.35 til 20.10 og til Kanada og Banda- ríkjanna klukkan 22.30 til 23.05. Állir ofangreindir tímar eru íslenzkir eða Greenwich Mean Time gmt. Eftir áramót verður ákveðið, hvort framhald verður á þessu útvarpi. Leiðrétting f Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins sunnudaginn 23. desem- ber segir, að bókaútgáfan Skálholt hafi gefið út bókina Marteinn Lúther í þýðingu séra Guðmundar Óla Ólafssonar. Þetta er ekki rétt. Það var bókaútgáfan Salt sem gaf bókina út. Eru hlutaðeigendur beðnir afsökunar á þessum mis- tökum. Fróöleikur og skemmtun fyrirháa sem lága!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.