Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1984 River Oaks-hjúkrunarheimilið í Tarpon Springs Roskið fólk á Florida — eftir Gyðu Jóhannsdóttur Florída eða blómalandið (pascua florida), kallaði Spánverj- inn Poncé de Leon landið sem hann sigldi að á pálmasunnudag árið 1512, skagann sem skilur Mexico-flóann frá Atlantshafinu, þar sem sól og surnar er allt árið um kring. Til Florida koma fjölskyldur úr öllum ríkjum Bandarikjanna í frí- um sínum og fylla íbúðarhótelin, sem standa í röðum meðfram hvítri strandlengjunni. Miðað við verðlají á öðrum stöð- um er ódýrt fyrir Bandaríkjamenn að búa Florida. Eldra fólk, sem þar er i miklum meirihluta, sér um að sköttum er haldið niðri, og framlög til barnadagheimila og skóla eru skorin við nögl. Á íbúðarhótelinu „The Alden" sem margir íslendingar kannast við sem verið hafa á St. Pete Be- ach, dvöldu ásamt okkur hjónum, rúmlega fimmtug hjón frá Mis- souri. Þau voru að festa kaup á litlu húsi skammt frá ströninni. William var hættur störfum og kominn á eftirlaun. Ég lét í ljós undrun mína á því að menn létu af störfum svo snemma og spurði hvort hann kviði ekki iðjuleysinu. „Mér finnst tími til kominn," sagði hann, „eftir 30 ára starf hjá sama fyrirtækinu, verksmiðju með ærandi hávaða og tilbreyt- ingalausu starfi, að ég fái frí.“ William vann við vélar, sem framleiddu rör. Þau hjónin hafa undanfarin ár komið tvisvar á ári til Florida ásamt börnum og barnabörnum og dvalið tvær vikur i senn. fbúð á „The Alden" kostar að meðaltali 50 dollara á dag, eða krónur 2 þúsund íslenskar. „Við eyðum litlu og spörum allt árið til að komast þetta," sagði William, „og nú förum við að búa hér í eigin húsnæði." Eftirlaun hans hjá fyrirtækinu, ásamt því sem þau hafa lagt fyrir, gera þeim kleift að komast vel af á Florida eftir að þau hafa selt hús sitt í Missouri. William var ekki viss um hvað hann hefði samtals í eftirlaun og ellilífeyri. „Bankinn, sem ég skipti við sér um þetta allt saman, geng- ur frá sölu á húsinu okkar í Mis- souri og kaupum á þessu nýja húsi hér, færa inn laun og skatta. Við fáum skýrslu yfir þetta frá bank- anum og þar sjáum við hve miklu við getum eytt mánaðarlega. Að- alútgjöldin hjá okkur hafa verið þau að kosta börnin í skóla, en því er nú lokið fyrir löngu og nú get- um við farið að hugsa um okkur sjálf og hafa það gott.“ Á Florida eru sérstök hverfi fyrir fulloröið fólk sem mynda heilt samfélag Húsnæði sem ellilífeyrisþegar geta valið um á Florida er allt frá litlum húsum í blandaðri byggð til sex hæða íbúðablokka við strönd- ina, þar sem vörður gætir þess að enginn óviðkomandi fari inn og þjónusta við íbúa hússins mjög „Roskið fólk í Banda- ríkjunum hefir aldrei verið ánægt með að búa á heimilum barna sinna. — Það leggur áherslu á að hafa góð tengsl við börn sín og hitta þau reglulega, en vill hafa hau í hæfilegri fjar- lægð.“ fullkomin, eða ef fólk kýs að búa í sérstökum þorpum eða hverfum sem geta verið allt að 10 þúsund manna samfélag þar sem bannað er að hafa börn. Century Village er eitt af mörg- um hverfum sem eftirlaunafólk hefir helgað sér. Það er um einnar klukkustundar akstur frá Miami. Fólk leikur golf, tekur þátt í ým- iskonar félagsstarfsemi, starfar í klúbbum og stundar spila- mennsku. Það sækir einnig nám- skeið í tungumálum og annarri fræðslu sem það hafði ekki að- stöðu til þess að gera, á meðan það var í fullu starfi. Prófessor í þjóðfélagsfræðum við Miami-háskóla, Ch. Longino, telur það ekki æskilega þróun, að aldurshópar einangri sig þannig, en svona vilja Bandaríkjamenn hafa það. Prófessor Longino hefir birt niðurstöður af margra ára rannsóknum sínum á öldruðu fólki. „Roskið fólk í Bandaríkjunum hefir aldrei verið ánægt með að búa á heimilum barna sinna,“ seg- ir hann. „Það leggur áherslu á að hafa góð tengsl við börn sín og hitta þau reglulega, en vill hafa þau í hæfilegri fjarlægð." Þegar fólk var spurt um hvort því þætti nauðsynlegt að vera í sérstökum hverfum, voru svörin á þá leið, að það veitti meira öryggi og ánægju, og að samskipti fólk þar væru vinsamlegri en ann- arsstaðar. Á Florida eru byggingar sérhannaðs húsnæðis fyrir aldrað fólk „bisn- iss“ Einkaframtakið nýtur sín vel á Florida eins og hvarvetna ann- arsstaðar í Bandaríkjunum. Þar eru engir biðlistar yfir roskið fólk, sem vill komast í leiguhúsnæði hjá því opinbera. Fólk greiðir sjálft fyrir uppihald sitt, mikið eða lítið, eftir því hversu miklar kröfur það gerir til húsnæðis og þjónustu. Daglega birtast auglýsingar frá dvalar- og hjúkrunarheimilum, sem auglýsa þjónustu sína, bjóða fóLki að koma og skoða húsakynni og kynna sér kjörin. Hjúkrunar- heimili fyrir aldraða eru ýmist rekin af viðkomandi „county", fylki einstaklingum eða hlutafé- lögum. Hjúkrunarheimilið River Oaks í Tarpon Springs Fyrir rúmlega ári var tekið í notkun mjög nýtískulegt hjúkrun- arheimili í Tarpon Springs sem heitir River Oaks. Hönnuður þess og aðaleigandi er arkitektinn Dennis O’Keefe, sem hefir undan- farin 12 ár sérhæft sig í hönnun húsnæðis fyrir aldrað fólk. River Oaks tekur um 120 manns og daggjöld þar eru frá $60 til $100, eða frá 2.400 til 4.00 kr. ísl. Til samanburðar má geta þess að daggjöld á hjúkrunarheimili Pinellas County er frá $50 til $65 eða frá tvöþúsund til tvöþúsund og sex hundruð krónur ísl. O’Keefe sagði að bygging þessa húss hefði af mörgum verið talin vera draumsýn. „Við byggðum hús sem getur staðið sig á markaðn- um, og við vildum sýna íbúum Florida hversu fagurt og listrænt heimili fyrir aldraða getur verið.“ Það sem fram að þessu hefir einkennt elliheimili, er þunglama- legt útlit, drungalegir litir á veggjum, dauðhreinsað andrúms- loft og stofnanaleg hönnun. Fólk sem heimsækir skyld- menni sín í slíkar vistarverur hugsar sem svo. Já, hún eða hann er komin þarna til þess að deyja, hann á líklega ekki langt eftir, og er fegnast því þegar það er komið aftur út undir bert loft. Á River Oaks er lögð áhersla á að hafa allt sem líkast því sem fólk á að venjast, frá sínum eigin heimilum. Litir á veggjum eru mildir og hlýir. Handriðin sem eru meðfram veggjum á göngum húsisns eru gerð úr fallegum viði. Mann lang- ar til þess að snerta þau og maður gleymir því að þau eru sett upp til stuðnings ellihrumu fólki. Borðstofan er rúmgóð og björt. Or henni er fagurt útsýni yfir garðinn. Það örvar heimilisfólk til þess að koma þangað og neyta matar síns með öðrum í stað þess að láta færa sér máltíðir inn á herbergin. River Oaks varð fljótlega full- bókað. Forstöðumaður þess og arkitektinn O’Keefe telja að sumt af því fólki sem þar dvelur nú, nái fullum bata og geti farið aftur heim til sín að nokkrum tíma liðn- um. Þeir telja að fallegar vistarver- ur, heilsusamlegt mataræði og samneyti við fólk á líkum aldri færi öldruðum betri heilsu og meiri vellíðan en nokkuð annað. Tekið saman á Florida í nóv. sl. (iyda Jóhannsdótlir er í stjórn (jiimlis hí„ sem er nú að Ijúka byggingn á 38 þjónustuíbúðum að Miðleiti 5—7. Danmörk tekur sæti í Öryggisráðinu Frá og með 1. janúar tekur fulltrúi Danmerkur sæti í öryggisráði Samein- uðu þjóðanna. Allsherjarþingið kaus fulltrúa Dana til setu í Oryggisráðinu til næstu tveggja ára. Síðast áttu Danir sseti í Öryggisráði SÞ á árunum 1%7 og 1968, en þá dró einmitt til mikilla tíðinda á vettvangi Sameinuðu þjóðanna vegna sex daga stríðsins milli ísraelsmanna og araba. Þegar stríðið stóð sem hæst, í júní 1967, var fastafulltrúi Dana hjá SÞ, Hans Tabor, einmitt formað- ur Öryggisráðsins. Danir höfðu einu sinni áður átt sæti í Öryggisráðinu, en það var árin 1953 og 1954. Hvað hin Norð- urlöndin áhrærir þá hafa Finnar átt sæti í ráðinu eitt tímabil (1969—1970), Svíar hafa setið þar tvö tímabil (1957—1958 og 1975— 1976), Norðmenn þrjú tímabil (1949-1950, 1963-1964 og 1979- 1980). ísland hefur aldrei tekið sæti i Öryggisráðinu. í Öryggisráðinu sitja fimmtán fulltrúar. Fimm lönd eiga þar fastafulltrúa, en það eru: Frakk- land, Kína, Sovétríkin, Bretland og Bandaríkin. Fulltrúa annarra ríkja kýs Allsherjarþingið og er þá þess gætt að jafnvægi riki milli landa og heimshluta, þegar til lengdar er litið. Nú var röðin kom- ín að Danmörku að skipa sæti ríkja Vestur-Evrópu í ráðinu. Taka Danir þar við af Hollending- um, en kjörtímabili þeirra lýkur í byrjun árs 1985. Hlýðniskylda Innan vébanda Sameinuðu þjóð- anna ber öryggisráðið ábyrgð á friði og öryggi í veröldinni. 1 fyrsta lagi er það eitt meginhlut- verk ráðsins að freista þess að koma í veg fyrir átök, með því að hvetja deiluaðila til að útkljá deil- ur sínar með friðsamlegum hætti. Brjótist hinsvegar út stríð er það hlutverk ráðsins að reyna að koma á vopnahléi. Ráðið hefur vald til þess að senda friðargæslusveitir inn á ófriðarsvæði til að draga úr spennu og koma í veg fyrir að fylkingum ljósti saman. Slíkt hef- ur alloft gerst, og nú um þesar mundir eru SÞ með friðargæslu- sveitir á tveimur stöðum, það er að segja á Kýpur og í Líbanon. t miðausturlöndum eru einnig eftir- litssveitir frá Sameinuðu þjóðun- um, sem hafa eftirlit á svæði milli ísraels og Sýrlands, og einnig fylgjast eftirlitsmenn samtak- anna með því að vopnahlé sé virt í Palestínu. Öryggisráðið á ávallt að vera reiðubúið að koma saman til fund- ar með stuttum fyrirvara. Engu skiptir hver óskar eftir fundi í ráðinu, það eru fulltrúarnir sem þar sitja sem ákveða hvort einstök deilumál skuli tekin til meðferðar. Svo að tillaga nái samþykki þarf hún að hljóta 9 atkvæði. Ekki er hægt að gera samþykkt (nema um fundarsköp), ef einhver hinna fimm fastafulltrúa beitir neitun- arvaldi. Öryggisráðið getur mælt svo fyrir um að gripið skuli til refsiaðgerða, eða að aðildarríki SÞ sendi gæslusveitir á vettvang til að skakka leikinn, ef í harðbakka slær. Samþykktir Allsherjarþings SÞ hafa hinsvegar skuldbundið sig til að hlíta samþykktum öryggis- ráðsins. Þýðing neitunarvaldsins Réttur fastafulltrúanna fimm til þess að beita neitunarvaldi hef- ur óneitanlega mjög sett svip sinn á störf öryggisráðsins á umliðn- um árum. Síðan í kringum 1970 hafa fastafulltrúarnir þó reynt að forðast að beita neitunarvaldi með því að láta fram fara óformlegar viðræður áður en til raunveru- legra ákvarðana hefur komið á fundum ráðsins, með það fyrir augum að ná samstöðu áður en að atkvæðagreiðslu kemur. Hver getur óskað eftir að fund- ur verði haldinn i ráðinu? Það geta í fyrsta lagi öll aðildarríki SÞ. Það getur í öðru lagi Allsherj- arþingið gert og í þriðja lagi getur aðalframkvæmdastjóri SÞ óskað eftir að fundur verði haldinn. Ennfremur geta raunar lönd sem ekki eiga aðild að SÞ óskað eftir slíkum fundi, ef þau skuldbinda sig fyrirfram til þess að hlíta ákvörðun ráðsins. Ef öryggisráðið ekki getur vegna ágreinings fastafulltrúanna náð samstöðu um aðgerðir þegar friði virðist ógnað, eða um árás er að ræða getur Allsherjarþingið tekið málin í sínar hendur, sam- kvæmt sérstakri samþykkt sem gerð var árið 1950 í tengslum við Kóreustríðið. Til ákvörðunar í slíkum efnum þarf þó aukinn meirihluta atkvæða. Aðalframkvæmdastjóri SÞ frá 1982, Javier Pérez de Cuéllar, hef- ur gert það að tillögu sinni að frið- argæsluhlutverk Öryggisráðsins verði eflt, einkum með það fyrir augum að ráðið geti gripið til að- gerða áður en átök hafa hafist. Um þessar mundir eiga sér stað óformlegar samningaviðræður milli aðildarríkjanna um þessa til- lögu framkvæmdastjórans. (Frá upplýsingaskrifstofu SÞ í Kaupmannahöfn)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.