Morgunblaðið - 28.12.1984, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 28.12.1984, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1984 21 Rússneskir hermenn hreiðra um sig hjá þorpi skammt frá Kabul. um og betur vopnum búnir en sov- ézkir varahermenn, sem venjulega gæta herstöðva og fylgja bíla- lestum. Sóknaraðgerðirnar sýna að bar- áttuaðferðir Rússa hafa breytzt. Fram til þessa hafa Rússar sótt með brynliði upp eftir þjóðvegin- um í Panjshirdal, en nú senda þeir víkingahermenn með þyrlum til svæða, sem þeir ráðast á, og sækja þá oft samdægurs. Talið er víst að framvegis muni sovézkar vík- ingasveitir heyja mun hreyfan- legri árásahernað. Þegar Rússar urðu fyrir mann- falli í bardögunum í september var ástæðan oftast sú að skærulið- ar — sem Rússar töldu að hefðu tekið sér stöðu í hæðunum — réð- ust á þá úr launsátri í þorpum neðst í dalnum. f bardögunum í vor var þessu öfugt farið. Þrátt fyrir áframhaldandi loft- árásir ráða andspyrnusveitirnar yfir efri hluta dalsins og ferðast þar um að vild. í neðri hluta dals- ins halda skæruliðar áfram árás- um á stöðvar sovézkra og af- ghanskra hermanna. Bærinn Puzhgur hefur verið einangraður og þangað berast engar vistir. Skæruliðar reyna að hrekja 500 afghanska hermenn frá stöðinni og vona að það geti leitt til þess að fleiri falli á eftir. Vegna hervirkja Rússa á lands- byggðinni rambar nú hálf milljón manna í Afghanistan á barmi hungursneyðar að sögn franskrar hjálparstofnunar. Vegna eyðilegg- ingarinnar er víða enga uppskeru að hafa, m.a. í Panjshirdal, og miklir þurrkar hafa ekki bætt úr skák. Vegna uppskerubrests og óðaverðbólgu hefur verð á lífs- nauðsynjum snarhækkað. ÚTGÖNGUBANN Fimm árum eftir innrásina er enn útgöngubann í höfuðborginni og öðrum borgum frá 10 að kvöldi til 4 að morgni, því að andstæð- ingar stjórnarinnar nota þann tíma sólarhringsins til aðgerða. Það er stjórnarandstæðingum uppörvun að háttsettir embætt- ismenn, starfsmenn utanríkis- þjónustunnar, læknar, verkfræð- ingar og liðsforingjar auk óbreyttra hermanna flýja stöðugt land, því að það sýnir að stjórnin ræður ekki við „gagnbyltinguna". Stundum hefur verið talið að Rússar geti lagt allt landið undir sig með nokkurra áratuga friðun- arherferð, á sama hátt og þeir Iögðu undir sig Mið-Asíu á síðustu öld. En Afghanistan veldur Rúss- um alvarlegum erfiðleikum á al- þjóðavettvangi. Stríðið hefur stór- skaðað stöðu þeirra í heimi Mú- hameðstrúarmanna og í Þriðja heiminum yfirleitt. Auk þess er Afghanistan stöðugt í heimsfrétt- unum og undir smásjá almenn- ingsálitsins í heiminum. Áður en innrásin var gerð stóð sá möguleiki Rússum opinn að snúa baki við marxistum og kom ast að samkomulagi við nýja af- ghanska ríkisstjórn, sem risiö hefði úr rústunum. Nú er annaö hvort um slíkan möguleika að ræða eða áframhaldandi þrátefli. En fátt bendir til þess að samið verði um lausn í bráð. Andspyrnu- hreyfingin nýtur enn almenns stuðnings í Afghanistan og hern- aðargeta hennar hefur aukizt. Lengsta stríð, sem Rússar hafa háð utan landamæra sinna síðan 1945, heldur áfram án þess að þeir geti gert sér von um verulegan árangur. gh tók saman. Til viðskiptavina banka og sparisjóda. Lokun 2. januar og afsagnir víxla. Vegna áramótavinnu verða afgreiðslur banka og sparisjóða lokaðar miðvikudaginn 2. janúar 1985. Leiðbeiningar um afsagnir víxla um áramót liggja frammi í afgreiðslum. Reykjavík, 20. desember 1984. SAMVINNUNEFND BANKA OG SPARISJÓÐA Lögskráning skipshafna I Skipstjórar: ★ Kynnið ykkur lögin um lögskráningu á bls. 265 í Sjómannaalmanakinu 1984. ; ★ Alltaf á aö lögskrá á skip við fyrstu ferð eftir hver áramót og auk þess viö hverja breytingu er veröa kann á áhöfn. ★ Viðurlög við brotum á lögunum um lögskráningu getur varðað fjársektum og réttindamissi ef um ítrekað brot er að ræða. Lögskráningarstjórar: (Tollstjóri/ sýslumenn/ bæjarfógetar eöa umboösmenn þeirra): I ★ Samkvæmt lögum um atvinnuréttindi skipstjórnarmanna þá ber við lög- | skráningu að framvísa tilskildum skilríkjum til að gegna eftirfarandi störfum: — Skipstjóri — Yfirstýrimaður — Yfirvélstjóri | II stýrimaður I vélstjóri | III stýrimaður II vélstjóri | Vélavöröur 1 Ath.: Þeir sem hlotið hafa undanþágu til stýrimanns- eöa vélstjórastarfa eiga | einnig að framvísa skilríkjum útgefnum af Siglingamálastofnun fyrir undan- ; þágunni. Lögskráning skipshafnar hefur stórkostlega réttarþýðingu fyrir sérhvern skip- j verja um borð í skipi. Ef út af lögskráningunni er brugðiö getur slíkt haft í för með sér réttarskerðingu í líf-, slysa- og örorkutryggingu skipverja. Óheimilt er að láta úr höfn (sjá þó lög um lögskráningu) hafi ekki veriö réttilega | lögskráð á skipiö. % Með bestu óskum um farsæld á nýju áril FARMANNA- OG FISKIMANNASAMBAND ÍSLANDS SHARP Lítil og nett en leynir á sér Hún er fallega nett og fer vel í skrifstofu. Hún prentar í 4 litum - svörtu, rauðu, bláu og brúnu. Hún prentar allt frá B4 (A4 yfirstærð), og niður í nafnspjöld. Hún prentar á flestar þykktir af pappír - kartong. Z-60 Ijósritunarvél aðeins kr. 54.000 stg. HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 -17244 HUOMBÆR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.