Morgunblaðið - 28.12.1984, Side 22

Morgunblaðið - 28.12.1984, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÓSTUDAGUR 28. DESEMBER 1984 ■c\ l , w sí.vjVw, -V''- •’ ■! * V. í Plr ■ % w* ■S0I W&M&s Tfcrffl ® fliWl Guðmundur J. alþingismaður Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra Geir Hallgrímsson, utanrikisraðherra Svavar Gestsson, alþingismaður Halldor Ásgrímsson, sjávarútvegsradherra Jón Helgason, landbúnaðar- dóms- og kirkjumálaráðherra Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra Steingrimur Hermannsson, forsætisráðherra 8 geröir af flugeldum sem tileinkaöir eru stórsprengjum stjórnmálanna. Skjóttu þínum uppáhalds stjórnmálamanni upp á stjörnuhimininn. & L.H.S FLUGELDAMARKAÐIR HJÁLMRSVEITA SKÁTA Minnig: Jóhann Jóhann- esson fyrrver- andi bankafulltrúi Kæddur 14. ágúst 1898. Dáinn 15. desember 1984. í dag fer fram útför Jóhanns Jóhannessonar, fyrrverandi full- trúa í Landsbanka Islands. Hann var fæddur 14. ágúst 1898 að Undirtúni í Helgafellssveit á Snæfellsnesi. Foreldrar hans voru Jóhannes Einarsson, bóndi að Undirtúni, og kona hans, Guð- björg Jónsdóttir, og var Jóhann einn af 13 börnum þeirra hjóna. Hann lést 15. þ.m. 86 ára að aldri. Um 5 ára aldur fór Jóhann að heiman til vistar hjá séra Jóni Magnússyni og Steinunni Þor- steinsdóttur að Bjarnarhöfn. En um tvítugsaldur fluttist hann til Reykjavíkur og stundaði þar verslunarstörf um 10 ára skeið þar til hann varð starfsmaður Lands- bankans í ársbyrjun 1928. Þar starfaði hann óslitið í 40 ár eða til ársloka 1968, er hann hætti störf- um þar vegna aldurs. Eftir það vann Jóhann hjá Kassagerð Reykjavíkur. Einnig hélt hann áfram ökukennslu, sem hann hafði lengi stundað, sem margir munu minnast. Jóhann var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Þóra Tryggvadótt- ir, sem hann kvæntist árið 1930, en hann missti hana eftir fimm ára sambúð. Síðar kvæntist hann Sigurbjörgu Siggeirsdóttur, sem lifir mann sinn ásamt þrem börn- um þeirra hjóna. í Landsbankanum var Jóhann póstafgreiðslumaður, en það var og er mikið og fjölbreytt ábyrgð- arstarf. Hann var dugandi og traustur starfsmaður, samvisku- samur, prúður í framkomu, frjáls- lyndur og félagslyndur. Hann var einn af stofnendum Félags starfsmanna Landsbanka íslands 7. mars 1928. Jóhann Jóhannesson var alda- mótamaður og hlaut það hlut- skipti, eins og aðrir á þeim tímam- ótum, að alast upp við kröpp kjör og minni möguleika á öllum svið- um en nú eru búin ungu fólki. En með dugnaði, sjálfsafneitun og samviskusemi, sem er æðst dyggða, ávann hann sér virðingu og traust. Ég, sem þessar línur rita, kom fyrst í Landsbankann á fyrsta starfsári Jóhanns þar. Síðan hefir samband okkar haldist, fyrst með samstarfi í bankanum um 40 ár og síðan heima fyrir vegna nábýlis okkar. Ég hefi því haft náin kynni af Jóhanni mjög lengi, eða meira en hálfa öld, og metið hann því meira sem ég kynntist honum betur. Ég þakka honum nú, að leiðar- lokum hans, fyrir samstarfið og samfylgdina alla þessa tíð. Um leið og við, kona mín og ég, vottum eiginkonu og börnum Jó- hanns innilega samúð, óskum við honum sjálfum heillar heimkomu. Einvarður Hallvarðsson Háskólinn stofn- ar hlutafélög Á FUNDI Háskólaráðs fyrir skömmu var samþykkt að fela há- skólarektor, Guðmundi Magnús- syni, að kanna hvernig Háskóli ís- lands gæti staðið að stofnun hlutafé- laga með aðilum utan Iláskólans. Á fundinum var gerð svohljóð- andi samþykkt: „Háskólaráð veitir rektor umboð til að vinna að stofnun hlutafélaga utan Háskól- ans, á grundvelli þeirra sjónar- miða, er fram koma í hugmyndum um þjónustumiðstöð og þróunar- fyrirtæki... Miða skal við að Há- skólinn eigi allt að helmingi hluta- fjár. Stofnsamningur verði hverju sinni lagður fyrir Háskólaráð." Að sögn Stefáns Sverrissonar háskólaritara verður að gera breytingu á lögum Háskólans til að af þessu megi verða. Frumvarp þar að lútandi liggur nú fyrir Al- þingi. VERTl] AHmGJllAUS Sparibók meö sérvöxtum aðlagast verötryggingu. Sama gildir um 18 mánaða sparireikninga. BÚNAÐARBANKIÍSLANDS TRAUSTUR BANKI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.