Morgunblaðið - 28.12.1984, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1984
Pálmi Gestsson semur við hljómsveitina Sómamenn.
GULL OG SANDUR
Frá jólagleði grunnskólanemenda í Egilsstaðaskóla.
Egilsstaðir:
Ágúst Guðmundsson og Sigurður Sverrir Pálsson. Einar Bjarnason í baksýn.
Eiðsvallar-tréð tendrað
og haldin jólaskemmtun
Kgikwtöðum, 20. desember.
f G/ER AÐ lokinni jólahátíð grunnskólanemenda var kveikt á jólatré, er
Egilsstaðabúum barst nú venju samkvæmt frá norska vinabænum Eiðs-
völlum.
Við það tækifæri söng Kór Egilsstaðakirkju undir stjórn David
Knowles; jólasveinar brugðu á leik og formaður Norræna félagsins á
Egilsstöðum, Bjarni Björgvinsson, hélt ræðu. Oddviti Egilsstaða-
hrepps, Sveinn Þórarinsson, kveikti síðan á trénu. Kalsi var í veðri,
en þó fjölmennt við athöfnina, sem verið hefur fastur liður í jólaund-
irbúningi hér allt frá árinu 1979.
í gærdag efndu nemendur Egilsstaðaskóla til hinnar árlegu jólahá-
tíðar sinnar, þar sem dansað var kringum jólatfeð, sungnir jóla-
sálmar og hlustað á nýstofnaða skólahljómsveit leika undir stjórn
Magnúsar Magnússonar.
Veðurfar hefur verið með ágætum hér um slóðir að undanförnu. Þó
gekk hvassvirði yfir með slagveðursrigningu á mánudag og styttist
Eiðsvallar-tréð okkar þá um hartnær 1 m. Jólasnjórinn sem var
kominn er nú horfinn að kalla.
— Ólafur.
Nýstofnuð skólahljómsveit Egilsstaóaskóla og Tónskóla Fljótsdalshéraðs
leikur undir stjórn Magnúsar Magnússonar.
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
AUSTURBÆJ ARBÍÓ: GULL-
SANDUR
Handrit og leikstjórn: Ágúst Guð-
mundsson. Kvikmyndataka: Sig-
urður Sverrir Pálsson. Fram-
kvæmdastjóri: Guðrún Halldórs-
dóttir. Hljóð: Sigurður Smári.
Leikmynd: Halldór Þorgeirsson.
TónlLst: Daryl Runswick. Aðalleik-
endur: Pálmi Gestsson, Edda
Björgvinsdóttir, Arnar Jónsson,
Jón Sigurbjörnsson, Borgar Garð-
arsson, Gestur Einar Jónsson, Sig-
urður Sigurjónsson. Mannamynd-
ir, ísfilm, 1984.
Mikið fjaðrafok og uppnám
verður í sveit einni á SA-horninu
þegar þrír velmannaðir her-
flutningabílar ofan af Keflavík-
urflugvelli halda innreið sína í
friðsældina og dátarnir hreiðra
um sig meðal sandhólanna í
Meðallandinu.
Þó kastar fyrst tólfunum er
þeir sjást á vappi með framandi
furðutól og eftir „árás“ heima-
manna á búðirnar verður þetta
sandumstang helsta fréttaefni
landsmanna. Bændur skiptast í
tvennt; þá sem vilja hagnast á
hernum og hina bláeygu föður-
landsvini og ungmennafélags-
leiðtoga (en sá félagsskapur er
einmitt að deyja drottni sínum
um þetta leyti þar í sveitinni),
sem vilja herinn á brott.
Svo þegar það kvisast út að
verndarenglarnir séu í rauninni
í gullieit þarna niður á eyði-
mörkinni, hitnar fyrst fyrir al-
vöru í kolunum. Fyrr en varir
eru bústólparnir komnir í
gullgröft, velflestir.
Einhvern veginn á þessa leið
er rauði þráðurinn í nýjustu
mynd Ágústs Guðmundssonar,
við hann ýmsum hliðarþáttum
sem oftast lífga upp á myndina.
Yfirborð hennar og megin-
markmið er vafalaust létt
skemmtun en grunnt undir því
er skopast að ýmsu í þjóðlífinu,
og þá fyrst og fremst hersetunni.
Það má sjá Island í hnotskurn í
sveitinni fögru og hin misjöfnu
áhrif sem koma hermannanna
hefur á íbúa hennar. Örfáir
skera upp herör en flestir blind-
ast af gullljómanum og grafa í
dökkan eyðisand. Þetta er einn
af mörgum flötum sögunnar.
Hliðarsögurnar eru margar og
misjafnar. Mest gaman hafði ég
af hinum ölkæra sveitapresti
sem sveiflast á milli nútíðar og
Eldmessu Jóns Steingrímssonar.
Þessi þáttur er meinfyndinn og
kvikmyndalega snjall.
Togstreita bænda og skoðanir
þeirra á hermanginu eru líka
ágætiskapítuli, þar sem slegið er
létt á strengi þjóðarrembingsins.
Andatrúarinnvafið er slakast en
nauðsynlegt framvindu myndar-
innar. Ekki hittir hinn róman-
tíski kafli þeirra Pálma og Eddu
í mark. Föðurlandsvinirnir eru
nokkuð losaralega gerðir og er
það miður þar sem þeir eru
þungamiðja sögunnar. Kapp-
akstur blaðamannanna er út í
hött.
Handritið er sem sagt mis-
jafnt að gæðum. Allir eru kafl-
arnir skrifaðir í léttum dúr,
hnyttnir og út undan sér og sam-
tölin á eðlilegu máli. En frásögn-
in er sögð frá of mörgum hliðum
sem skapar ekki þétta heild.
Gullsandur er annars vönduð
að allri gerð. Sigurður Sverrir á
bestan þátt myndarinnar, finnur
hin skemmtilegustu sjónarhorn
og mestri stemmningu nær hann
í frábærum kvöld- og næturat-
riðum. Takan af vatnsakstrinum
á söndunum er stórfalleg.
Sigurður Smári á í engum
vandræðum við gamlan fjanda í
ísl. kvikmyndagerð — hljóðið, og
leikmynd Halldórs Þorgeirsson-
ar er lýtalítil og nákvæm, ef
undan eru skildir Bensarnir hjá
bandariska sjóhernum. Tónlist
Daryls Runswick er tilgerðar-
laus, rennur með filmunni án
þess að maður taki eiginlega
nokkuð eftir henni.
Leikurinn er yfirleitt góður,
þeir Arnar og Jón Sigurbjöms-
son langbestir.
Leikstjórn Ágústs er örugg og
fagmannleg og hann hefur nú
sem fyrr náð góðu samstarfi og
tökum á leikurunum. Flétt-
ingarnar eru margar hverjar
snjallar og myndin í heild oft
forvitnileg. Framvindan er hins
vegar ekki nógu samfelld og
spennan fellur oft niður.
Þeir sem að Gullsandi standa
eru flinkir og velþjálfaðir
kvikmyndagerðarmenn. Það
leynir sér ekki og þó að útkoman
sé fjaðrandi örlar á gulli í sand-
inum.
Líf og f jör
á Bíldudal
Bítdudal, 20. desember.
NÆG ATVINNA hefur verið á Bíldudal í ár, götur steyptar og unnið við
byggingu nýrra íbúðarhúsa. íbúar hér eru um 400, ánægt og bjartsýnt fólk.
Stærsti atvinnurekandinn,
Fiskvinnslan hf., tók í ár á móti
3.700 tonnum. Af því var afli Sölva
Bjarnasonar 2.875 tonn, sem var
fullur kvóti togarans. Sölvi var
gerður út í sjö mánuði og aflaði að
meðaltali 13,1 tonn á dag. Hann
fer aftur á veiðar strax eftir ára-
mót. Framleiðsluverðmæti í
frystihúsi Fiskvinnslunnar var
um 75 milljónir króna. Mest af
framleiðslunni fór á Bandaríkja-
markað. Um 100 manns unnu hjá
Fiskvinnslunni þegar mest var.
í Rækjuveri hf. var tekið á móti
820 tonnum af rækju og 600 tonn-
um af hörpudiski, samtals að
verðmæti um 70 milljónir. Rækjan
var bæði lausfryst og blokkfryst,
aðallega fyrir Evrópumarkað,
blokkfrystur hörpudiskur fór að-
allega á Ameríkumarkað. 30—40
manns vinna hjá fyrirtækinu.
í ár hafa fjögur einbýlishús ver-
ið í byggingu hér og úthlutað lóð-
um fyrir önnur fjögur, þar af tvo
verkamannabústaði. Hér hefur
lengi verið mikill skortur á íbúð-
arhúsnæði, bæði til kaups og leigu
en nú er heldur að rætast úr því
með þessum byggingafram-
kvæmdum. í ár var lokið við frá-
gang nýs dagvistarheimilis fyrir
börn, lóð er fullfrágengin með
leiktækjum og áhöldum. Vinna
hófst við nýtt íþróttasvæði sl.
sumar. Það verður mikið mann-
virki, sem ætlunin er að byrja að
nota að hluta á næsta ári, enda er
hér brýn þörf á að bæta úr að-
stöðuleysi íþróttafólks.
í sumar voru steyptir 350 metr-
ar af götum í þorpinu og er þá
lokið við að steypa 400 metra af
rúmlega 3 kílómetrum. Einnig var
undirbúinn jarðvegur fyrir eins
km lagningu, sem steypt verður á
næsta ári.
Litlu jólin voru hér í grunnskól-
anurn í morgun og eru nemendur
þar með komnir I jólaleyfi.
Lionsklúbbur Bíldudals heldur
jólaskemmtun fyrir yngstu borg-
arana á morgun. Leikfélagið Bald-
ur hefur sýnt hér tvisvar söngleik-
inn „Áslák Gunnarsson" eftir
Hafliða Magnússon og Ómar Ósk-
arsson. Þriðja og síðasta sýning
verður á milli hátíðanna.
Hingað hefur verið ráðinn tón-
listarkennari, Tone Solbekk frá
Noregi. Hún starfrækir hér tón-
menntaskóla með rúmlega 30
nemendum, stýrir kirkjukórnum
af miklum krafti og og kennir tón-
mennt við grunnskólann. Hún var
sannkölluð sending af himnum
ofan.
— Hannes