Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1984
38
Minning:
Asgrímur Páls-
son Stokkseyri
Fæddur 13. ágúst 1930
Dáinn 17. desember 1984
Mánudaginn 17. þ.m. barst sú
sorgarfregn út um Stokkseyri að
Ásgrímur Pálsson, framkvæmda-
stjóri Hraðfrystihúss Stokkseyr-
ar, væri látinn, aðeins 54 ára að
aldri. Menn setur hljóða við svo
óvænt fráfail forustumanns í at-
hafnalífi staðarins.
Hingað til Stokkseyrar kom Ás-
grímur sem framkvæmdastjóri í
maímánuði 1968, en þá hafði Vig-
fús heitinn Þórðarson einnig fallið
snögglega frá á sama aldri. Vigfús
hafði verið hér framkvæmdastjóri
aðeins fjögur ár, kom 1964. Vigfús
var mjög hæfur og mætur maður,
sem mörgu góðu hafði í verk kom-
ið fyrir fyrirtækið þann stutta
tíma, sem hann hafði hér starfað.
Margir báru því kvíðboga fyrir
framhaldinu, þegar hann féll svo
óvænt og skyndilega frá.
En þar er ekkert ofsagt að með
Ásgrími kom réttur maður á rétt-
um tíma til að fást við hin mörgu
óleystu verkefni. Margskonar upp-
bygging var hafin, sem þó að
mestu var ófrágengin, bátar í
smíðum, allskonar óumsamin
verkefni, sem leysa þurfti án tafar
ef framtíðaráætlanir áttu að
standast. Og Ásgrímur gekk óhik-
andi og djarfur til starfa.
Fyrstu tíu árin, sem Ásgrímur
var hér framkvæmdastjóri, var ég
formaður í félagi verkafólks og
sjómanna, okkar samskipti hlutu
því fljótlega að verða nokkur. Og
að sjálfsögðu var þar oft um nokk-
urn skoðanamun að ræða. Minn-
isstæðast í þeim samskiptum
varðandi kjarasamninga eru mér
sjómannasamningarnir 1976, en
þá urðu stórbreytingar á sjó-
mannakjörum, þegar skiptahlut-
föllum var verulega breytt.
Landssamband íslenskra út-
vegsmanna stóð fast á kröfunni
um mjög lækkaða skiptaprósentu
til sjómanna á öllum veiðum,
iangt niður fyrir það, sem hugs-
anlegt var að sjómenn á Stokks-
eyri gætu sætt sig við. Þá tók Ás-
grímur þá skynsamlegu og ein-
beittu ákvörðun að semja við
Rjarma um kjör sjómanna án af-
skipta LÍÚ. Að þeim hlutaskipt-
um, sem í þeim samningum voru
skjalfest, búa sjómenn á Stokks-
eyri enn í dag.
Ekki er ég í neinum vafa um
það, að þar réð miklu um að hann
hafði sjálfur stundað sjómennsku
og hafði þá þegar öðlast kunnug-
leika á þeim erfiðu aðstæðum, er
sjómenn á Stokkseyri áttu við að
búa varðandi landanir í heima-
höfn og þar af leiðandi óeðlilegar
fjarvistir sjómanna hér frá heim-
ilum sínum.
Ásgrímur var harðduglegur
framkvæmdastjóri, hugkvæmur
og áræðinn í ákvörðunum svo að
ýmsum þótti stundum nóg um.
Heyrðust þá stundum hrakspár
um að hann myndi setja fyrirtæk-
ið fljótt á hausinn með djörfum og
áhættusömum framkvæmdum. En
ákvarðanir hans reyndust á viti og
þekkingu byggðar og stóðust full-
komlega.
Hann tók upp ýmsar nýjungar
til að tryggja atvinnu og fá hrá-
efni til vinnslu í húsinu. T.d. sótti
hann á tímabili skel til Breiða-
fjarðar, sem unnin var á Stokks-
eyri, skóp mikla vinnu og reyndist
fullkomlega bera sig fjárhagslega.
Báta Hraðfrystihússins gerði
hann út á hverju ári svo lengi sem
kostur var, sendi þá til veiða á
fjarlæg mið t.d. síldveiðar, og
fyrir kom að hann lét sækja afla
til Hornafjarðar á bílum til að ná
í hráefni.
Nú í haust gerði hann út þrjá
báta á línuveiðar, sem jafnan
skapa mikla vinnu. Sótti þá meðal
annars marga bílfarma af beitu
(smokkfiski) til Bíldudals og Bol-
ungarvíkur. Sýnir þetta glöggt hve
hann lagði sig fram um að tryggja
stöðuga vinnu í Hraðfrystihúsinu.
Það er sannarlega engan veginn
lítið atriði að forustumenn at-
vinnufyrirtækja hafi á því skiln-
ing að láta fyrirtækin starfa án
stöðvunar. Það verður ekki annað
sagt en að Ásgrímur hafi þar sýnt
iofsverða árvekni, því atvinnu-
leysistímabil í Hraðfrystihúsi
Stokkseyrar í hans framkvæmda-
stjóratíð heyrðu til hreinnar und-
antekningar.
Hugkvæmni Ásgríms og áræði
minnti mig oft á athafnamanninn
Egil Gr. Thorarensen, sem á bestu
starfsárum ævi minnar var sá for-
ingi í okkar héraði, er segja mátti
um með sanni að væri á undan
samtíð sinni að framsýni og stór-
hug í margskonar nýbreytni í
framkvæmdum.
Æviatriði Ásgríms, nám og
lífsstarf að öðru leyti rek ég ekki
hér. Það gera aðrir kunnugri og
mér færari. Hann átti á viðburða-
ríkri starfsævi sinni við ýmiskon-
ar erfiðleika að etja. Slíkt er hlut-
skipti svo margra í veðrasamri
veröldinni.
Það er mikið áfall fámennu
byggðarlagi, er svo röggsamur
forustumaður i aðalatvinnufyrir-
tæki staðarins hverfur svo óvænt
og skiptir nú öllu, að vel takist til
um ráðningu nýs framkvæmda-
stjóra.
Eg vil með þessum fáu kveðju-
orðum þakka Ásgrími við leiðar-
lok drengskap og heilindi, er hann
sýndi í okkar samskiptum í sextán
ára samfylgd.
Eg votta eiginkonu, börnum og
öðrum vandamönnum samúð
mfna.
Blessuð sé minning Ásgríms
Pálssonar.
Björgvin Sigurðsson,
Stokkseyri.
Örlög manns eru þá fyrst ráðin
þegar hann er allur. Sjáendur og
heyrendur fregna lífshlaup systra
og bræðra sinna, þekkja vini sína
og samferðafólk.
Þó veit enginn allt um annan
mann. Aldrei verður innsta
fylgsni vitundar og sálar að fullu
skoðað. Maðurinn í vitund sinni
verður umhverfi sínu aldrei opin
bók, þó að mörgum okkar finnist
svo vera. Því er viðhorf okkar til
manna og málefna, til verkefna og
veraldar svo breytilegt, svo ein-
staklingsbundið í tíma og rúmi.
En í ráðvilltri leit að skilyrðum til
að skilja færum við flesta hluti
undir mæliker og metum með
mælistiku, því að villt værum við í
því flókna jarðvistarlífi sem við
lifum, ef við hefðum engar áttir,
ekki samanburð, ekki teikn og
tákn til þess að fálma okkur
áfram með. En það eru hin ytri
skilyrði vitundarinnar, mannsins í
sjálfum' sér, sem eru verkfærin í
lífsbaráttunni. En mælikerið og
mælistikan eru ekki við sjálf, því
að þau eru máttvana gagnvart
hinu endanlega mati. Það skilur
anda og efni.
Maðurinn er því alltaf einn,
hann hugsar einn, hann finnur til
einn, hann lifir einn og hann á sig
einn.
Þetta kemur mér í hug þegar við
kveðjum Ásgrím Pálsson í dag, því
að hann var einstakur einstakling-
ur.
Ég man fyrst eftir honum sem
bekkjarbróður í Menntaskólanum
á Akureyri. Okkar kynni urðu ekki
mikil þar. Það er ekki fyrr en við
erum orðnir fulltíða menn sem
fundum okkar ber aftur saman
hér við Ölfusána og niður við
hafnlitla strönd Flóans. Það voru
útgerðarmál, atvinnumál Árborg-
arsvæðisins, sem tengdi okkur
vináttuböndum. Ásgrímur hafði
þá fyrir nokkru tekið við fram-
kvæmdastjórastöðu Hraðfrysti-
húss Stokkseyrar en ég þátttak-
andi í sveitarstjórnarmálum Sel-
foss. Það hafði lengi legið þungt á
Ásgrími að reyna að tryggja hrá-
efnisöflun fyrir frystihúsið enda
sagði hann að rekstur þess væri
ekki mögulegur nema stöðug
vinnsla væri í húsinu og því þyrfti
að hafa skip sem sótt gætu á önn-
ur mið en þau sem liggja úti fyrir
Suðurlandsströndinni. Til þess
þurfti og þarf togara.
Þegar sveitarstjórn Selfoss
blandaðist inn í þetta framfara-
mál Ásgríms hafði hann þegar
lagt drög að kaupum á slíku skipi.
En honum fannst ofviða fyrir
Stokkseyrarhrepp einan að standa
að kaupum á togara og því vildi
hann sameina hreppana þrjá í
Flóa, Eyrarbakka, Selfoss og
Stokkseyri, um kaup á þessu skipi.
Og það tókst. Við sátum síðan
saman i stjórn þessa togarafélags
í tvö til þrjú ár. Mörg voru vanda-
málin en flest leysti Ásgrímur þau
einn og sjálfur. Alltaf var hann
lipur en einstaklega fylginn sér.
Þessi togari, Bjarni Herjólfsson,
var kallaður „draumtrollari" í
blaðaskrifum hér í Flóa og þótti
mörgum fásinna að bær sem
stendur við á en ekki sjó gerðist
aðili að togarakaupum. Þær spár
hafa nú orðið að áhrínisorðum.
Togarinn er nú seldur á nauðung-
aruppboði til lánardrottins okkar,
bankans, en Ásgrímur Pálsson
horfinn af athafnasviði Flóans,
horfinn af Árborgarsvæðinu sem
okkur dreymdi um að gera að
einni heild.
Enginn má sköpum renna. En
skarð er nú fyrir skildi.
Án efa mun hafnleysi litlu þorp-
anna niður við ströndina víkja um
síðir fyrir tækni og verkmenningu
framtíðarinnar, svo að binda megi
þar við bryggju trollara og táp-
mikil skip.
En það hefur verið brotið blað í
atvinnusögu Árborgarsvæðisins.
Maðurinn „á bak við“, maðurinn í
brjóstvörn atvinnulífsins á þessu
svæði er nú horfinn. Það er stað-
reynd sem í dag er staðfest.
Um leið og ég með þessum lín-
um kveð Ásgrím Pálsson votta ég
konu hans og aðstandendum öllum
samúð mína. Einn var hann ekki
þó að einn hafi hann oft verið.
Brynleifur H. Steingrímsson
17. desember sl. féll í valinn
góður vinur minn, Ásgrímur
Pálsson, framkvæmdastjóri
Hraðfrystihúss Stokkseyrar hf.
Var hann aðeins 54 ára að aldri er
kallið kom. Mikill harmur ríkir
vegna fráfalls þessa hugljúfa
manns, sem í lífi og starfi vildi
hvarvetna láta gott af sér leiða.
Kynni okkar Ásgríms hófust
fyrir tæplega þrjátíu árum, er
hann ásamt Skapta heitnum Þór-
oddssyni, mági mínum, starfaði
við flugumsjónarstörf, en þeir
höfðu áður verið saman við nám í
flugumsjón í Bandaríkjunum.
Milli þeirra var mikil og góð vin-
átta og varð Ásgrími tíðrætt um
þennan þátt í lífi sínu, sem hann
minntist með hlýhug.
Árið 1961 hófum við Ásgrímur
báðir störf í hraðfrystiiðnaðinum
og urðu kynni okkar mjög náin
upp úr því. Ásgrímur tók þá að sér
forustuhlutverk í rekstri hrað-
frystihússins Jökuls í Keflavík, en
sá er þessar línur ritar hóf störf
hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna um svipað leyti. Atvikin hög-
uðu því þannig, að sami maðurinn,
Elías heitinn Þorsteinsson frá
Keflavík, þáverandi stjórnarfor-
maður SH og einn af eigendum
Jökuls hf., átti ríkan þátt í ráðn-
ingu okkar beggja. Má segja, að
þau tengsl er þarna sköpuðust
hafi orðið upphafið að hinu nána
samstarfi okkar Ásgríms er síðar
leiddi til vináttu. Það var ekki
ónýtt ungum mönnum að fá að
njóta leiðsagnar og stuðnings jafn
mæts manns og Elías var. Er eigi
ofmælt þótt sagt sé, að SH hafi
notið verka hans í félagslegri upp-
byggingu fyrirtækisins löngu eftir
að hann leið.
Eftir að Ásgrímur hóf störf við
útgerð og fiskiðnað í Keflavík árið
1961 má segja að líf hans og starf
hafi verið helgað þessum vett-
vangi. Áður hafði hann unnið fjöl-
breytileg störf á sjó og landi í ára-
tug.
Það er ekki heiglum hent að fást
við útgerð og fiskiðnað á íslandi
og að færast það í fang rúmlega
þrítugur að aldri er ekki öfunds-
vert. Ég hefi oft undrast hina
miklu þrautseigju sem margir for-
ustumenn á þessu sviði búa yfir, í
öllu því andstreymi og erfiði sem
þessari atvinnugrein fylgir, svo
ekki sé talað um skilningsleysið.
Nú síðustu árin hefur tekið úr
steininn í þessum efnum. Stund-
um er líkast því, sem ákveðnir að-
ilar vilji helzt koma sjávarútvegi á
íslandi á kné, gera hann að fjötr-
uðum bónbjargaratvinnuvegi. Á
þetta ekki sízt við um útgerð og
fiskiðnað á suðvesturhorni lands-
ins og er engu líkara en að því sé
stefnt, að sjávarútvegur skuli
leggjast niður á þessu landsvæði.
Tímabundnum erfiðleikum er
mætt af algjöru skilningsleysi og
hörku og engin biðlund sýnd. Fór
Ásgrímur heitinn ekki varhluta af
því, frekar en margir aðrir sem í
þessum atvinnuvegi starfa. Virðist
fátt til varnar í þeim efnum. Ber
að harma það.
Margir virðast hafa gleymt því
að fátt annað verður íslendingum
til bjargar en sjávarafli eða með
öðrum orðum sjávarútvegur. Veið-
ar, vinnsla og markaðssetning eru
höfuðþættir þeirrar starfsemi. í
áratugi hafa fyrirtæki í útgerð og
fiskiðnaði skilað miklum árangri.
Á því hefur hagsæld íslenzku
þjóðarinnar byggzt.
Einn af aðalforustumönnum
þessarar atvinnugreinar og virkur
þátttakandi í rúma tvo áratugi var
Ásgrímur Pálsson, framkvæmda-
stjóri Hraðfrystihúss Stokkseyrar
hf. Við oft á tíðum erfiðar aðstæð-
ur treysti hann atvinnustarf-
semina á Stokkseyri, jafnframt
því sem hann tók þátt í uppbygg-
ingu sölu- og markaðsmála með
setu sinni í stjórn SH og Coldwat-
er Seafood Corporation.
Ógæfa þjóðarinnar og íslenzks
sjávarútvegs er fólgin í því, að
þrátt fyrir oft á tíðum góðan
árangur hefur þessi atvinnuvegur
ekki fengið að safna fyrningum á
velgengnisárum til að mæta hin-
um mögru. Þetta hefur leitt til
þess að erfiðleikaár lenda með
næstum óviðráðanlegum þunga á
fyrirtækjunum og forustu-
mönnum þeirra. Á þessu verður að
verða breyting.
Ásgrímur vinur minn ræddi oft
við mig um þessi mál og átti hann
eins og margir aðrir erfitt með að
skilja þá miklu þversögn sem var í
afstöðu ýmissa manna til útgerðar
og fiskiðnaðar. Hann lagði metnað
sinn í að ná sem beztum árangri
fyrir fyrirtæki sitt og starfsmenn.
Það var honum þung raun ef hann
gat ekki staðið í skilum sem
skyldi, eins og oft vill tíðkast í
áhættusömum atvinnurekstri. En
stöðugt var stefnt fram á við. Leit-
að var nýrra úrræða og meðal
þeirra var stofnun fiskeldisstöðv-
ar á Stokkseyri sem Ásgrímur,
ásamt nokkrum vinum og sam-
starfsmönnum á staðnum, setti á
laggirnar á þessu ári. Batt hann
miklar vonir við framtíð fiskeldis
á íslandi og var með miklar ráða-
gerðir í þeim efnum.
Ásgrímur var mikill athafna-
maður í eðli sínu, en jafnframt
gætinn og íhugull. Honum lá gott
orð til annarra og var maður
sátta. Undir rólegu yfirborði ríkti
oft glettni og létt lund. Ásgrímur
var frábær laxveiðimaður og
skemmtilegur veiðifélagi. Hann
hafði mikið yndi af útivist og
stundaði hana með eiginkonu
sinni, Ragnheiði, hin síðustu ár.
Kvatt er um stund. Þökkuð er
ánægjuleg samfylgd. Góðar minn-
ingar um Ásgrím Pálsson munu í
heiðri hafðar.
Við hjónin sendum Ragnheiði,
börnum Ásgríms og öðrum ætt-
ingjum innilegar samúðarkveðjur.
Guðmundur H. Garðarsson
Hann kom með hraði í hlað.
Gekk til fundarsalar, kvikur og ör-
uggur. Heilsaði að hætti séntil-
menna og var eftir andartak
viðbúinn að hefja nefndarstörf.
Þannig kom Ásgrímur Pálsson
sýslunefndarmaður Stokkseyr-
arhrepps mér fyrir sjónir þá er
hann kom til síns fyrsta fundar í
sýslunefnd Árnessýslu og raunar
ætíð síðan meðan okkar samstarf
ríkti. Ásgrímur var frábær starfs-
nefndarmaður, gætinn, athugull
en eðlilega ýtinn fyrir sitt sveitar-
félag. Hann missti þó aldrei yfir-
sýn heildarinnar og gerði sér
manna gleggst grein fyrir því, að
við í fjárhagsnefnd sýslunefndar
Árnessýslu vorum ekki að miðla
öðru en fjármunum samsýslunga
okkar. Hann auglýsti sig ekki með
málskrafi á sameiginlegum fund-
um sýslunefndarinnar, en vakti
því meiri eftirtekt þegar hann tók
þátt í umræðunni. I persónulegum
samskiptum var hann jafn frá-
bær, hlýr í viðmóti, gestrisinn og
óvílinn um úrræði.
Ásgrímur vann Stokkseyrar-
hreppi ómetanlegt starf þann
tíma sem hann helgaði því sveit-
arfélagi starfskrafta sína. Á skiln-
aðarstund verður það ekki rakið af
mér á þessum vettvangi, en víst
veit ég að verk hans voru stundum
umdeild enda stendur svo í forn-
um orðum, að „stendur um stóra
menn stormur úr hverri átt“.
Hann vann á ölium vígstöðvum að
framgangi þeirra málefna sem
honum hafði verið trúað fyrir.
Ekkert aftraði honum að komast
til botns í hverju máli fyrir sig.
Hann hafði oftast sigur, umbjóð-
endum sínum og sjáífum sér til
gagns. En hvað mega sín mín orð
og annarra á skilnaðarstund.
Drottinn gaf og Drottinn tók, lof-
að sé hans blessaða nafn. Hann
hefir bundið enda á fagurt mann-
líf í þessu tilviki eins og svo oft
áður.
Okkar, sem enn fáum að halda
lífi og heilsu, er að þakka þeim
sama allsherja’- Drottni að hafa
gefið okkur persónu Ásgríms
Pálssonar. Árnesingar þakka starf
hans í héraði, vinir hans þakka
samfylgdina.
Gunnar Nigurðsson frá Neljatungu
Það var vorið 1968 að ráða
þurfti framkvæmdastjóra að
Hraðfrystihúsi Stokkseyrar vegna
fráfalls Vigfúsar Þórðarsonar er
því starfi hafði gegnt. Hraðfrysti-
hús Stokkseyrar hafði starfað frá
1948 sem hlutafélag með Stokks-
eyrarhrepp sem aðalhluthafa.
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn-
ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess
skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort
Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð
og með góðu línubili.