Morgunblaðið - 28.12.1984, Qupperneq 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 28. DESEMBER 1984
t
Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma,
VALOÍS JÓNSDÓTTIR,
Langholtsvegi 8,
lést i Landspitalanum 24. desember.
Jenný Jónsdóttir, Anton Q. Axelsson,
Kristln J. Jónsdóttir, Jens Hinriksson,
Esther Jónsdóttír, Hlööver Kristjánsson,
barnabörn og barnabarnabórn.
t
Móöir okkar, tengdamóöir og amma,
RAGNHEIÐUR EINARSDÓTTIR,
Sunnutlöt 2, Garöabæ
andaöist á Hjúkrunarheimilinu Sólvangi þann 26. desember.
Sigurveig Sveínsdóttir, Pálmar Ólason,
Ólafla Sveinsdóttir, Jón Jóhannsson
og barnabörn.
t
Móöir min,
GUDMUNDÍNA SIGURBORG EGGERTSDÓTTIR,
Sólvangi,
Hafnarfiröi,
lést að Sólvangi 24. desember.
Fyrir mina hönd og annarra vandamanna.
Róbert Bjarnason.
t
Systir min og vinkona okkar,
SIGRÚN SIGURJÓNSDÓTTIR,
lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund á borláksmessu 23.
desember.
Bryndfs Olafsdóttir,
Anna Norland,
Helga Norland.
Systir okkar. t
STEINUNN GUÐMUNDSDÓTTIR,
andaðist 24. desember sl.
Ráöhildur Guómundsdótlir,
Tómas Guömundsson,
Ingimundur Guðmundsson.
t
Konan mín,
MATTHILDUR JÓHANNESDÓTTIR
frá Patreksfiröi,
lést i Landakotsspitala 24. desember.
Þóröur Loftsson
frá Bakka
Moðir okkar. t
INGA KARLSSON,
andaðist á heimili sinu i Stokkhólmi 25. desember.
Sonja Helgason, Ingrid Hansen.
t
Sonur okkar og dóttursonur,
ÞÓR JULÍUS SANDHOLT,
Laugarásvegi 33,
lést i sjúkrahúsi i London 26. desember.
Elín Kristjáns-
dóttir - Minning
Fædd 8. ágúst 1915
Dáin 15. desember 1984
Nú opnar fangið fóstran góða
og faðmar þreytta barnið sitt,
hún býr þar hlýtt. um brjósti móða
og blessar lokað augað þitt.
Hún veit hve bjartur bjarminn var,
þótt brosin glöðu sofi þar.
(Þ.Erl.)
Ekki er hægt að segja að andiát
frænku minnar Elínar Kristjáns-
dóttur hafi komið á óvart. í júní-
mánuði sl. var hún lögð inná
Landspítaiann, bá orðin fársjúk.
Elín Kristjánsdóttir fæddist að
Garðsauka í Vestmannaeyjum,
dóttir hjónanna Guðnýjar Guð-
mundsdóttur og Kristjáns Jóns-
sonar. Elín var næstelst í systk-
inahópnum. Sjö ára gömul missti
hún föður sinn, sem drukknaði
með mb. Sigríði. Ólst hún upp í
Vestmannaeyjum, aðaliega að
Minna-Núpi, en flyst til Reykja-
víkur um tvítugsaldur, og bjó þar
síðan.
Elín giftist eftirlifandi manni
sínum, öðlingsmanninum Jóhann-
esi Hannessyni bifreiðarstjóra,
árið 1938. Lengst af bjuggu þau í
Blönduhlíð 22.
Þau eignuðust þrjú börn: Guð-
laugu, Hannes og Svavar. Guðlaug
lést 1982, langt um aldur fram, frá
manni og þremur dætrum úr sama
miskunnarlausa sjúkdómnum og
móðir hennar nú.
Er ég nú minnist Ellu frænku er
mér efst í huga opnu armarnir
hennar. Hvernig hún tók á móti.
Alltaf sama hlýjan og elskuleg-
heitin. Allir ávallt hjartanlega
velkomnir. Það er nú mjög til siðs
að tala um að þetta og hitt þurfi
að gera fyrir þá sem lökust hafi
kjörin. Þvi miður er þetta orða-
gjálfur eitt sagt í tíma og ótíma.
Ella frænka lét ekki sitja við
orðin tóm i þessum efnum, því svo
lengi sem ég man áttu ótaldir aðil-
ar, sem lífið hafði ekki leikið við,
hauk í horni, þar sem opnu arm-
arnir hennar Ellu voru. Ella var
barngóð kona með afbrigðum. Það
man ég vel. Börnin sóttu til henn-
ar. Líklega voru það glaðværðin og
góðvildin, svo og athyglin sem
börnin fengu, sem drógu þau svo
mjög að Ellu. Þá var umhyggjan
fyrir tengdamóður svo og móður
alveg einstök. Tengdamóðir henn-
ar bjó á heimili þeirra hjóna síð-
ustu æviár sín, og var rúmliggj-
andi síðustu árin. Þegar hún lést
tóku þau svo móður Elinar að sér.
Fyrst bjó hún út af fyrir sig. En
smátt og smátt hrakaði heilsu
móðurinnar og síðustu árin sem
hún dvaldi hjá þeim svaf hún í
svefnherbergi þeirra hjóna. Slík
var umhyggjan. Nú dvelur hún í
hárri elli á Sólvangi í Hafnarfirði.
Og til marks um umhyggjusemina
sem dóttirin veitti þá kallar móð-
irin á Sólvangi, ef hana finnst sig
vanhaga um eitthvað: Ella, Ella.
Sumarið 1982 varð loksins úr
því að farið yrði til Eyja, eins og
Ellu hafði lengi langað. Var farið
á þjóðhátíðina. Sjálfkjörinn for-
ingi ferðarinnar var að sjálfsögðu
Ella, en stór hluti fjölskyldunnar
fór í ferð þessa, þar á meðal dætur
mínar. Er skemmst frá því að
segja, að ferð þessi reyndist dætr-
um mínum í einu orði sagt —
ógleymanleg. Er enn verið að
minnast þessarar ferðar og stóð
foringinn, sem þarna var á heima-
slóðum, sig alveg frábærlega.
Svona ferð er raunar útilokað að
endurtaka. Verður heldur ekki
gerð tilraun til þess, heldur ferð-
arinnar minnst með þakklæti.
Nú þegar leiðir skilur um sinn
vil ég og fjölskylda mín votta fjöl-
skyldunum í Blönduhliðinni svo og
í Meðalholtinu og Hraunbænum
innilegustu samúð. Þau hafa misst
mikið.
En minningin er skýr og björt.
Ellu er minnst með þakklæti og
virðingu.
Helgi
Með fátæklegum orðum langar
okkur að kveðja mjög svo kær-
komna frænku, Elínu Kristjáns-
dóttur, föðursystur okkar. Hún
lést í Landspítalanum þann 15.
desember.
Það hefði ekki verið henni að
skapi að um hana væri ritað, en
okkur langar til að þakka henni
fyrir einstæða elsku hennar og
hlýju sem hún alla tíð sýndi
okkur.
Ella frænka var sérstök kona,
félagslynd, úrræðagóð og raunsæ.
Margir nutu ómældrar gestrisni
Systir mín.
EMILÍA BORG,
andaöist í Borgarspitalanum 24. desember.
Utförin fer fram frá Dómkirkjunni þriöjudaginn
Geir Borg.
8. janúar kl. 13.30.
t
Eiginmaöur minn, faöir okkar og tengdafaöir,
TRYGGVI HARALDSSON,
Skarðshliö 9F,
Akureyri,
er látinn.
Fjóla Jónsdóttír,
Georg H. Tryggvason, Astrlöur Hauksdóttir,
Hersteinn H. T rygg vason, Birna Jónasdóttir,
Bjarki S. Tryggvason, Mólfriöur Baldursdóttir.
Þórhildur Sandholt, Gislí Sigurbjörnsson,
Guóbjörg Sandholt.
t
Eiginmaöur minn og faöir okkar,
ÓLAFUR JÓNSSON
húsasmióameistari,
Hagamel 6,
Reykjavik,
lést aö morgni 27. desember sl.
Sólveig Magnúsdóttir,
Ingunn Ólafsdóttir,
Guörún Ólafsdóttir.
t
Faöir okkar, tengdafaöir og afi,
ÓLAFURGUNNARSSON
bóndi,
Baugstööum,
Stokkseyrarhreppi,
lést aöfaranótt 25. desember i Landakotsspitala.
Hinrik Olafsson,
Erlendur Óli Ólafsson,
Sígurjón H. Ólafsson,
Svala Steingrimsdóttir,
Vilborg Kristinsdóttir,
Hólmfrlöur Jónsdóttir
og barnabörn.
hennar heima í Blönduhlíðinni,
þar var oft margt um manninn og
veitingarnar óendanlegar. Ekki
voru allir á svipuðum aldri sem
inn til hennar litu, hún hafði sitt
sérstæða lag á að komast í sam-
band við börn, sem öll hændust að
henni. Hún var ærslafull og kát.
Með henni urðu ævintýrin að
veruleika og veruleikinn varð að
ævintýri.
Mikið áfall varð það fyrir þau
hjónin að þau misstu einkadóttur
sina Kiddý árið 1982. Þá nutu
dótturdætur þeirra í sinni miklu
sorg styrks og umhyggju, ástúðar
og kærleika ömmu sinnar og afa.
Hjá þeim er missirinn nú mikill og
nú syrgir Jói góða eiginkonu og
traustan lífsförunaut og synir
þeirra ástkæra móður.
Megi góður Guð gefa ykkur öll-
um styrk í ykkar miklu sorg.
Guðný og Kolla
Nú er elsku Ella amma i Hlíð-
unum horfin frá okkur eftir löng
og erfið veikindi. Það er erfitt að
sætta sig við að fá ekki að njóta
hennar lengur. Hún var öllum góð
og vildi allt fyrir aðra gera enda
voru margir sem leituðu til henn-
ar. Öllum tók hún með opnum
örmum og hlýju, ekki síst börnum
sem kölluðu hana Ellu ömmu. Svo
barnelsk var hún að öll börn sóttu
til hennar, bæði stór sem smá. Oft
var margt um manninn í Hlíðun-
um og enginn fór þaðan svangur
því alltaf var nóg af pönnukökum,
kleinum og öðru góðgæti.
Þær voru ófáar næturnar sem
við systurnar sváfum hjá ömmu
og afa enda var stjanað við okkur
eins og prinsessur væru í heim-
sókn.
Nú er elsku amma farin frá
okkur og barnabörn hennar fá
ekki að njóta hennar eins og við
gerðum.
Elsku afi, minning hennar og
gæska er svo mikii að við skulum
horfa björt á framtíðina eins og
hún gerði ætíð.
Elín Jóhanna
Hitt eigi duldist
háum né lágum.
Hógvaerð hennar
og hjartagæði.
(Matthías Jochumsson)
í dag er ég kveð Elínu Krist-
jánsdóttur eða Ellu eins og hún
var alltaf kölluð vil ég þakka
henni fyrir allt sem hún gerði
fyrir mig og mína fjölskyldu. Við
munum ætíð minnast hennar sem
hressrar og dugmikillar konu sem
hlífði aldrei sjálfri sér, konu sem
vildi allt fyrir alla gera og frekar
gaf en þáði. Við eigum öll eftir að
sakna hennar mikið en þó sér-
staklega dóttir mín því eins og
hún komst að orði þegar hún frétti
að amma Ella væri dáin, af hverju
tók Guð hana frá mér? Þetta var
besta amman sem ég átti.
Öllum aðstandendum sendi ég
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Blessuð sé minning hennar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þokk fyrir allt og allt.
J.J.