Morgunblaðið - 28.12.1984, Side 44

Morgunblaðið - 28.12.1984, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1984 fólk í fréttum JACKIE ONASSIS Gefur út ævimmningar Michaels Jackson Jacqueline Kennedy-Onassis styrkir stöðugt stððu sína sem þátttakandi í atvinnulífinu. Fimmtíu og fimm ára gömul er hún nú virtur rit- stjóri hjá útgáfufyrirtæki en síðasta afrek hennar var að komast yfir æviminningar söngvarans Michaels Jackson sem telja má alveg örugga sölu- vöru. Jackie heppnaðist að fá þennan samning með þvi móti að heimsækja stjörnuna sjálf. Henni hefur nú eftir lát Onassis eiginmanns síns auðnast að ávinna sér virðingu vegna verka sinna í stað þess að vera eingöngu fréttamatur vegna umgengni við frægt fólk. Jólagleði hjá Is- lendingum í Delaware- dalnum Hinn fyrsta esember síð- astliðinn hélt íslendinga- félagið í Delaware-dalnum í Philadelphíu jólasamkomu. Um fjörtíu manns mættu á skemmtunina og nutu hangi- kjöts, flatbrauðs, kleina og lax, sungu íslensk lög og gerðu sér þannig dagamun. Með- fylgjandi myndir voru teknar á skemmtuninni og fólkið bað fyrir kveðju til þeirra sem eru heima á Fróni. SARAHJANE HUTT Sarah Jane Hutt, fyrrverandi „Miss World“ eða „Ungfrú alheimur“, kvartar sáran yfir því aö karlmenn hafi ekki þorað aö yröa á hana eöa bjóöa henni eitt eöa neitt útaf titlin- um. Hún getur því veriö fegin aö tímabil hennar sem ungfrú alheim- ur rann út sl. nóvember. Um miðjan desember opnaði Hanna Sturludóttir sýningu á verkum sínum í Færeyjum. Hér er um að ræða 30 blýants- og tússteikningar. Hanna hefur nú búið ásamt manni sínum um tíma í Færeyjum, en er ættuð úr Borgarfirði. í blaðinu Dimmalætting segir að Hanna hafi haldið sex sýningar hérlendis bæði í Reykjavík, ísafirði og í Borgarfirði. Á sýningunni er fjöldi hestamynda en myndefnið sækir hún að mestu til íslands. með hlutverk Karen Blixen r Akveðið mun hafa verið að búa til mynd um danska rithöfundinn Karen Blixen en leikkonan Meryl Streep fer með aðalhlutverkið, þ.e. leikur Karen. Ástin í lífi Karenar, Denys Finch Hatton sem var drepinn á hörmulegan hátt, er leikin af Robert Redford. Ef allt gengur að óskum mun myndin verða tilbúin í apríl, en þá hefði Blixen orðið 100 ára. Kunnugir segja þær séu ekki ólíkar, Meryl Streep og gamlar myndir af Karen Blix- en. Við látum ykkur um að dæma það. SÝNIR í FÆREYJUM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.