Morgunblaðið - 28.12.1984, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 28.12.1984, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1984 51 n 'WW VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI 'TIL FÖSTUDAGS. nyt/JAmK'LiM'UU Friðhelgi jólanna Guðmundur Guðmundarson skrif- ar: Þið þarna, fors»farsmenn sjón- varpsins, sem skammtið menning- una og skemmtiefnið á skerminn! Að gefnu tilefni ættuð þið að fara að hugleiða alvarlega þær flóð- bylgjur af klámi, sem stöðugt skella inn á stofugólf landsmanna á ykkar vegum, ýmsum til hrell- ingar, öðrum til angurs. Þið sem berið ábyrgð á sýn- ingartíma Bergmans-myndarinnar, sem sýnd var á jóladagskvöldið, ættuð hreinlega að skammast ykk- ar! Nú tókst ykkur og sænsku menn- ingarmafíunni að ganga fullkom- lega fram af landsmönnum. Að dirfast á sjálfu jólakvöldinu — há- tíð ljóss og friðar og kærleika að ryðjast inn á heimilin og misþyrma þjóðinni með ruddalegu klámi, prumpi, drykkjuskap og fíflalátum á vegum Bergmans og menningar- innar. Vanhelga þetta heilaga kvöld með ömurlegum sænskum gálga-„húmor“. Mál er að linni. 39™ Kyjafjörður Skammdegishugleiðingar Kæri Velvakandi! Viltu gjöra svo vel að birta þess- ar skammdegishugleiðingar mínar í pistli þínum: Eyjafjörður er einn af þeim reitum sem ekki má koma til greina að setja þar niður álver né annað sem óhreinkar möttulinn hreina. Það yrði sem kýli á líkama landsins með logandi verkjum og sviða. Til skelfingar yrðu þar skemmdarverk mannsins þvi skylt er að biðj’onum griða. Einnig langar mig að minnast á annað efni óskylt þessu. Mikið get ég samglaðst þeim börnum sem eru svo lánsöm að fá í hendur til lestrar bókina „Af hverju, afi?“ eftir Sigurbjörn Ein- arsson biskup. Það verður ekkert barn svikið af þeirri gjöf. Bókin er bæði lærdómsrík, skemmtileg og prýðilega skrifuð. Hún rifjar upp svo margt frá minni bernskutíð þegar ég stóð spyrjandi frammi fyrir staðreyndum lífsins. Öll höf- um við börnin verið. Jákvæð svör eru öllum börnum lífsnauðsynleg til þroska. Það er gott að leita til afa. Hann er lífsreyndur og á til svör við svo mörgum spurningum. Þá langar mig líka til að þakka Þorsteini Matthíassyni rithöfundi og fyrrverandi skólastjóra fyrir ágætt og sannfærandi erindi um daginn og veginn í útvarpinu hinn 17. þ.m. Ég var honum hjartan- lega sammála í öllum aðaiatrið- um. Það virðist vera eins og að höggva í steininn ef einhver hefur djörfung til þess að gefa öðrum heilræði eða benda á misfellur í stjórnkerfinu. Hvað skyldi hafa áunnist við þetta síðasta verkfall? Hugrún skáldkona Axel Kaabcr skrifar: Hérna sjáið þið baggalúta, sem eru fastir í líparítkenndu bergi, sem sennilega er inn- skotslag. Það eru margar skoðanir á því hvernig bagga- lútar myndast, en þeir finnast bæði fyrir austan og hér á suð- vesturlandi. Sagt er að þrír samtengdir baggalútar sem mynda þríhyrning séu til Um áramótin er að jafnaði kveikt í miklu af margskonar flugeldum, stjörnuljósum og blysum. Slíkt getur verið stórhættulegt, ef ekki er rétt að staðið og margir hafa slasast alvarlega þess vegna. Kynnið ykkur því vel allar leiðbeiningar um meðferð og notkun þessara skrautljósa. Farið í einu og öllu samkvæmt þeim ráðum, sem þar eru gefin. Höldum gleðileg áramót með slysalausum dögum. „Snilli" Bergmans í þessu jóla- boði gekk oft fram af mér og öðr- um, t.d. þegar einn bræðranna, kóf- drukkinn, klæðir sig úr buxunum og leysir vind til að slökkva á jóla- kertunum. Þetta atriði var svo bráðfyndið og snjallt að það þurfti að endurtakast þrisvar sinnum fyrir börnin með tilheyrandi smell- um. Vonandi hafa menningarjóla- sveinar sjónvarpsins velst um af hlátri. Mörgum áhorfanda langaði til að votta þeim og Bergman inni- lega samúð. Margskonar klámsenur og annan fíflaskap í þessum þætti kvikmynd- arinnar hirði ég ekki um að sund- urliða frekar. Segi aðeins: „Tak þennan kaleik frá mér!“ Ég tel óhjákvæmilegt að sjón- varpið fari að virða friðhelgi heim- ilanna í þessu Iandi og sporna við því að helgispjöll kláms og fúlasta ruddaskapar æði inn í stofur lands- manna í tíma og ótíma. Að lokum vil ég nota þetta tæki- færi til að bjóða velkominn til starfa hinn nýja útvarpsstjóra, Markús Örn Antonsson. Megi gifta fylgja hans störfum. Gleðilegt nýár! Guðm. Guðmundarson Msmm... /Ifaambou \þaó þekkisl á bragóinu II m ::::::::::::::: EINKARITARA SKÓLINN Skólinn tekur til starfa 14. janúar Námsgreinar verða: ÍSLENSKA - BÓKFÆRSLA TOLLUR - TÖLVUFRÆÐI ENSKA _ SKJALAVARSLA SÍMSVÖRUN - BANKASKJÖL LÖG OG FORMÁLAR VÉLRITUN O.FL. Innritun í Einkaritaraskólann fer fram kl: 13.00 — 17.00 í síma 10004 - 11109 MÁLASKÓUNN heilla þegar stúlka á von á barni, séu þeir lagðir undir kodda hennar. Tökum höndum saman og fáum náttúrufræðisafn. ólatrésfagnaður sjómannasamtakanna í Reykjavík veröur haldinn í fimmtudaginn 28. desember kl. 15.00—18.00. --------Frábær skemmtiatridi--- Kvikmyndasýning/Tommi og Jenni, töframaöur meö frábær atriöi, barnadansflokkur sýnir dansatriöi, keppt veröur í limbó og húlahoppi (verölaun). Spiluö veröur tónlist milli atriöa. VERÐ KR. 270 FYRIR BARNIÐ. ENGINN AÐGANSEYRIR FYRIR FULLORÐNA. Wojjjsk tohskeylamonno VtlstjóraléLae islands

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.