Morgunblaðið - 05.01.1985, Síða 1
48 SIÐUR
STOFNAÐ 1913
3. tbl. 72. árg.
LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1985
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Þrír fund-
ir áform-
aðir í Genf
Genf, 4. janúar. AP.
GEORGE Shultz og Andrei
Gromyko áforma a.m.k. þrjá
viðræðufundi er þeir hittast í
Genf á mánudag og þriðjudag
og verður sá fyrsti á mánu-
dagsmorgni. Alls er búist við
að 900 erlendir blaða- og sjón-
varps og útvarpsmenn komi til
borgarinnar að fylgjast með
fundunum.
Robert Byrd leiðtogi demókrata
í öldungadeild Bandaríkjaþings
sagði Shultz njóta fyllsta stuðn-
ings demókrata í viðræðunum við
Gromyko. Kvaðst hann ekki óttast
að afstaða stjórnar Reagans í við-
ræðunum yrði of hörð til að
árangur næðist.
Dagblaö sovézka kommúnista-
flokksins, Pravda, sagði í leiðara,
sem birtur er á forsfðu, að Sov-
étmenn hefðu auðsýnt sáttfýsi en
það væri Bandaríkjarpatina að
gera tilslakanir. Þar voru geim-
vopn sögð alvarlegasta viðfangs-
efni viðræðnanna og reynt að gera
Bandaríkjamenn ábyrga fyrir því
að slökun mætti nást á alþjóða-
vettvangi.
Símamynd/AP
ísraelsk stúlka (í miðið) kennir gyðingabörnum frá Eþíópíu stafróf hebreskunnar á nýju heimili, sem börnin hafa eignast í Eilat við RauÓahafiÓ.
Eþíópíustjórn fordæmir björgun Falashas-gyðinga
Addis Ababa. 4. ianúar. AP.
STJÓRNVÖLD í Eþíópíu lýstu því
yfir í kvöld að þau ættu enga aðild
að hinum umfangsmiklu loftflutn-
ingum Falashas-gyðinga til Israel
og fordæmdu yfirvöld í Súdan og
öðrum þeim löndum, sem aðstoðað
hefðu við að smygla á brott eþíóp-
ískum borgurum.
í yfirlýsingu, sem utanríkis-
ráðuneytið í Addis Ababa sendi
frá sér í kvöld, segir að loftflutn-
ingarnir séu „óhugnanlegir" og
þeir séu gróf íhlutun f innanrfk-
ismál Eþiópfu.
Gyðingarnir í Eþfópiu voru
fluttir á brott samkvæmt sér-
stakri björgunaáætlun tsraels-
stjórnar i því skyni að forða
þeim undan hungursneyðinni f
landinu.
Sjá: „Þúsundum Eþíópfu-
gyðinga bjargað frá
hungursneyð" á bls. 20.
Viðurkenna flug
stýriflaugarinnar
Helsinki, 4. janúar. AP.
SOVÍ7TMENN viðurkenndu og báðu norsk og finnsk stjórnvöld afsökunar á
að hafa í síðustu viku skotið eldflaug sem farið hefði inn f norska og finnska
lofthelgi.
Áður en Sovétmenn auðsýndu
sektarkennd sfna höfðu norsk
stjórnvöld fordæmt atburðinn og
borið fram mótmæli við yfirvöld í
Moskvu, og Finnar óskað eftir að-
stoð Rússa við leitina að flauginni,
sem haldið verður áfram.
Finnskir landamæraverðir hafa
árangurslaust leitað f nágrenni
Popplög á
metsöluplötu
Pavarottis
Modena, fuUn, 4. j*nú»r. AP.
Óperusöngvarinn Luriano Pav-
arotti sagðist ánægður en hissa
með viðtökur hljómplötu sinnar
„Mamma“, sem er ó hraðri leið
upp lista yfír söluhæstu plötur á
ftalíu, en á plötunni er popptón-
list
I dag var platan f sjötta sæti
lista yfir söluhæstu plötur á
Ítalíu og er spáð að hún eigi
eftir að færa sig ofar. Pavarotti
sagðist áforma að syngja
poppsöngva og slagara inn á
aðra plötu.
vatnsins Inari að flauginni eða
brotum úr henni. Veður versnaði f
dag og útlitið óljóst enda þótt þvf
hafi verið heitið f dag að leit verði
haldið áfram þar til flaugarbrot
finnast.
Sovétmenn sögðu bilun hafa
valdið þvf að stýriflaugin fór af
fyrirfram ákveðinni flugleið við
flotaæfingar á Barentshafi. Af
hálfu Norðmanna er málinu lokið,
að sögn Svenn Stray utanríkis-
ráðherra. Sagði hann samskipti
Norðmanna og Sovétmanna svo og
sambúð austurs og vesturs betri
eftir afsökunarbeiðni Sovétmanna.
Aður en Sovétmenn báðust af-
sökunar lét Stray svo um mælt að
flest benti til að um slys hafi verið
að ræða af hálfu Sovétmanna. Um
hafi verið að ræða óvopnaða æf-
ingaflaug og yrði atvikið ekki til að
auka á spennu f þessum heims-
hluta. Hermálasérfræðingar í
Danmörku töldu að ekki hafi verið
um stýriflaug að ræða, heldur
minni tegund flaugar, sem notuð
væri sem skotmark, gamla úrelta
tegund flaugar, sem á sfnum tfma
hefði getað borið kjarnorkuvopn.
Brezka sjónvarpsstöðin BBC
kvaðst hafa það eftir ónafngreind-
um en góðum heimildum að flaugin
hefði verið af SS-N-12-gerð, tegund
sem hönnuð var 1973 til þess að
granda skipum.
AP/Slm«mynd.
KJÖKUR VIÐ RÉTTARHÖLD
Lögreglumaðurinn Waldemar Chmielewski lautinant (Lv.) kjökrandi við rétt-
arböld vegna morðsins á prestinum Jerzy Popieluszko. Chmielewski sagði að
sér hefði verið lofað vernd af yfirboðurum sínum.
Var heitið vernd
af yfirboðurunum
Toraa, 4. jmnúmr. AP.
WALDEMAR Chmielewski lautinant, pólskur lögreglumaður, sem var einn
banamanna.s Jerzy Popieluszko, prestsins sem studdi óháðu verkalýðshreyfíng-
una, sagði við réttarhöld f dag að yfirmenn sínir f innanrfkisráðuneytinu hefðu
lofað því hann yrði ekki sóttur til saka fyrir morðið þar sem „góðir strákar"
myndu verða f nefnd er rannsaka myndi ódeðið.
Chmielewski felldi tár er hann
stóð f vitnastúkunni þriðja daginn f
röð en sagðist hafa verið misnotað-
ur af yfirmönnum sínum og svik-
inn. Sagði hann að i hópi góðu
strákanna f nefndinni, sem yfir-
mennirnir hefðu nefnt svo, væru
Zenon Platek hershöfðingi og inn-
anrfkisráðherra Póllands og deild-
arstjóri f ráðuneytinu, Zbigniew
Jablonski. Adam Pietruszka
ofursti, sem sakaður hefur verið
um að hafa aðstoðað morðingjana
þrjá, sat einnig i rannsóknarnefnd-
inni.
Chmielewski dró í efa sann-
leiksgildi niðurstöðu krufnings-
rannsóknar um að Popieluszko
hefði verið kyrktur eða kafnað f
böndum eftir misþyrmingar. „Ég
er sannfærður um að hann lézt við
barsmiðar, það lifir enginn af högg
af þvf tagi sem honum voru veitt,“
sagði hann stamandi og kjökrandi.
Lauk Chmielewski vitnisburði
með því að lýsa því hvers vegna
hann gekk til samstarfs við rann-
sóknaraðila eftir handtöku og benti
á hvar lík prestsins væri að finna,
þrátt fyrir loforð um vernd frá yf-
irmönnum sínum. „Ég hefði ella
glatað fjölskyldu minni, um líf mitt
var að tefla,” sagði hann og féll
kona hans, sem var viðstödd rétt-
arhöldin, þá saman, en hún er kom-
in átta mánuði á leið. „Presturinn
átti einnig fjölskyldu — það fólk
þjáðist. Það var ekki hægt að reyna
að felast lengur með þetta á sam-
vizkunni. Lffið hefði orðið óbæri-
legt ef ég hefði reynt að hylma yfir
þessa villimannslegu aftöku.“