Morgunblaðið - 05.01.1985, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1985
17
hljómplðtufyrirtækjum, ef tónlist-
aróskir þeirra og gjaldskrár eru á
annað borð við hæfi Sinfóniu-
hljómsveitar tslands. Ég get ekki
nógsamlega mælt með því, að Sin-
fóníuhljómsveitin taki þetta skref,
en þá auðvitað að því tilskildu, að
áöurnefndum atriðum í starfs-
háttum og listrænni stefnu-
mörkun hljómsveitarinnar hafi
fyrst verið kippt í lag.
Leiðir út úr ógöngunum
Sem lækningu á meinum Sin-
fóníuhljómsveitar íslands myndi
ég stinga upp á því, að allt fyrir-
komulag varðandi stjórnun á
rekstri hljómsveitarinnar verði
gert miklu einfaldara og hag-
kvæmara. Stjórnarnefnd hljóm-
sveitarinnar ætti þegar í stað að
setja hljómsveitinni jafnt almenn
sem og listræn markmið er stefnt
skuli að — þ.e.a.s. að skera úr um
þýðingarmikil atriði varðandi
auknar skyldur hljómsveitarinnar
(fjölda tónleika og uppistöðu
þeirra), stærð hljómsveitarinnar,
áætlanir um hljómleikaferðalög
bæði innanlands og utan, áætlaðar
hljóðritanir, gæðamörk í flutningi
tónlistar, almenn markmið með
verkefnaskrá starfsársins (að leik-
in verði þetta mörg íslenzk tón-
verk, þetta mörg erlend almenn
viðfangsefni, þetta mörg 20. aldar
tónverk). Öll þessi atriði ættu að
öllu leyti að vera í höndum stjórn-
arnefndar hljómsveitarinnar og
vera ákveðin af henni en engum
öðrum. Þessi nefnd ætti einnig að
gegna því hlutverki að miðla mál-
um milli hljómsveitarinnar og
utanaðkomandi aðila þegar þess
gerist þörf. í sem stystu máli sagt
ætti stjórnarnefnd hljómsveitar-
innar að annast stjórnun á mál-
efnum Sinfóníuhljómsveitarinnar,
sem bæði felur í sér, að nefndin
taki að fullu á sig ábyrgðina og
þær skyldur sem henni eru lagðar
á herðar.
Þessi stjórnarnefnd ætti að
veita stjórnanda hljómsveitarinn-
ar (hér er orðið stjórnandi notað
fyrir það sem nefnt er „music dir-
ector“ á ensku og nær í senn yfir
starf hljómsveitar- og tónlistar-
stjóra), skýrt afmarkað umboð til
ákvarðanatöku á sínu verksviði. í
þessu starfsumboði ætti að vera
tekið fram, hvernig áætlað sé að
hljómleikahaldi hljómsveitarinn-
ar verði háttað á starfsárinu (þ.e.
lengd verkefnaskrár hverju sinni
og meginuppistaða) og gera hon-
um í grófum dráttum grein fyrir
flokkun þeirra verkefna, sem ætl-
ast sé til að hljómsveitin flytji á
starfsárinu. Þá þarf nefndin að
setja fram ákveðin gæðamörk
fyrir flutning hljómsveitarinnar á
tónverkum. Þegar stjórnandinn
svo hefur fallizt á þennan lauslega
afmarkaða ramma fyrir tónlistar-
flutning hljómsveitarinnar á
starfsárinu, ætti hann að vera lát-
inn einn um að koma þeim málum
í höfn. Ef honum hefur hins vegar,
að nokkrum tíma liðnum, greini-
lega mistekist framkvæmd þeirra
mála, er honum voru falin, þá er
ekkert annað að gera en að taka
því; það verður þá annar ráðinn í
stað hins. Meðan á sjálfum
reynslutímanum stendur, ætti í
engu að hrófla við kerfinu, heldur
láta það starfa áfram, án nokk-
urra utanaðkomandi truflana.
Að mínu áliti er engin þörf á
sérstakri verkefnavalsnefnd. Ég
fæ ekki séð, af hverju 65 manna
hópur geti ekki gert grein fyrir
sínum óskum, þannig að hver sá
meðlimur hljómsveitarinnar, er
þess æskir komi einfaldlega sjálf-
ur að máli við stjórnandann og
láti óskir sínar um verkefnaval í
ljós við hann. Ef hljóðfæraleikar-
arnir hafa ekki uppburð í sér til
þess að gera þetta, þá kann það ef
til vill að stafa af því, að þeir séu
ekki raunverulega að öllu leyti
ásáttir við sína eigin skoðun á
þessum efnum. Ef þeir hins vegar
trúa ekki fyllilega á réttmæti
sinnar eigin skoðunar, hvers
vegna ætti þá að hvetja þá sér-
staklega til þess að láta hana í ljós
— er það eingöngu af því að slík
ósk um verkefnaval er borin fram
af ónafngreindum aðila hljóm-
sveitarinnar?
Verði þessi verkefnavals-nefnd
Sinfóníuhljómsveitarinnar látin
víkja, myndi sjálf ábyrgðin á vali
tónverka til flutnings líka færast
ótvírætt yfir á einn aðila, en með
þvi fyrirkomulagi fengist aftur á
móti viðhlítandi stoð við að meta á
réttan hátt frammistöðu hljóm-
sveitarinnar á tónleikum.
Starfsmannastjórn Sinfóníu-
hljómsveitarinnar ætti eingöngu
að starfa sem kvörtunarnefd;
fjöldi þeirra funda, sem hún held-
ur og lengd þeirra er bein vísbend-
ing um sálarástand það, sem ríkj-
andi er með hljómsveitinni — það
gefur því auga leið, að því færri
sem fundir starfsmannastjórnar-
innar eru, þeim mun heilbrigðari
er stofnunin.
Framkvæmdastjóri Sinfóníu-
hljómsveitarinnar ætti að sjá um
daglegan rekstur hljómsveitarinn-
ar og hafa öll atriði nákvæmlega
skipulögð að minnsta kosti 9 mán-
uðum áður en starfsár hljómsveit-
arinnar hefst — það er að segja
áður en hljómsveitin heldur sína
fyrstu tónleika á starfsárinu.
Framkvæmdastjórinn ætti ekki að
skipta sér af ákvörðunum er varða
listræna stefnumörkun hljóm-
sveitarinnar eða verkefnaval
hennar. Hann á að annast fram-
kvæmdastjórnina.
★
Svo að aftur séu tekin saman í
sem stystu máli þau atriði, sem ég
hefi hér viljað koma á framfæri:
Stjórnarnefnd farkostsins tekur
ákvarðanir varðandi ýmsa fasta
þætti í rekstrinum (ákveður stærð
skipsins, hvers konar farmur skuli
lestaður, almennar siglingaleiðir
— frá A til B með viðkomu í Q), og
hún velur skipstjórann. Skipstjór-
inn gefur svo beinar fyrirskipanir
eða stjórnar sem sagt, og störf
hans eru metin út frá því, hversu
vel eða illa menn álíta að honum
hafi tekizt til á starfsferli sínum,
sem enginn annar hefur þó gert
tilraun til að skipta sér af eða
trufla á annan hátt gang mála
fyrir honum. Forstjóri fyrirtækis-
ins sér um, að skipunum sé hlýtt
og þær framkvæmdar. Fyrir hendi
er visst kvörtunarkerfi, þannig að
áhöfnin geti sem heild komið
áhyggjum sínum og aðfinnslum
áleiðis til skipstjórans (sé þörf á)
og síðar til stjórnarnefndarinnar,
ef ekkert hefur gerzt í þeim mál-
um, sem kvartað var undan. Það
eru nægilega mörg vel rekin fyrir-
tæki starfandi hér á landi, til þess
að menn ættu að kannast við af
eigin raun, hvernig réttu og virku
rekstrarfyrirkomulagi er háttað í
reynd.
Það getur naumast talizt sér-
lega arðvænlegt, fjárhagslega séð,
að hafa hljóðfæraleik að ævi-
starfi. En að þurfa að þola bæði
þröngan fjárhag og finna ekki
einu sinni fyrir eðlilegri andlegri
fullnægingu í starfi sínu á lista-
sviðinu eins og mjög margir af
hljóðfæraleikurum Sinfóníu-
hljómsveitarinnar mega þola, er
einfaldlega ómögulegt ástand og
óverjandi. Það má því ekki láta
það lengur viðgangast að þetta
ástand haldist. Starfstilhögun á
borð við þá, sem ég hefi rætt lítil-
lega hér að framan myndi reynast
jafn vel á listasviðinu eins og hún
gerir á sviði viðskipta.
Það verða að kallast góð býti að
láta það sýndarlýðræði, sem núna
ríkir innan Sinfóníuhljómsveitar
íslands, fyrir róða en fá í staðinn
fram skýrt markaða hlutlæga
stefnu í rekstri og listsköpun
hljómsveitarinnar. Það myndi
leiða til þess, að með hljómsveit-
inni skapaðist eðlilegur metnaður
í starfi og menn hefðu fulla vitn-
eskju fyrir því, að þeir væru i
starfi sínu að vinna að því að ná
veigamiklum áföngum.
Paul Zukoísky er fíðluleikari,
hljómsyeitarsljórí og kennari í
Bandaríkjunum. Hann hefur lagt
verulegan skerf til íslensks tónlist-
arlífs sem leiðbeinandi og stjórn-
andi.