Morgunblaðið - 15.01.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.01.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1985 MÁLASKÓLINN MÍMIR auglýsir nýjung „Wir laden zum STAMMTISCH • einu sinni í viku • sama fólkið • á sama tíma • við sama borð Kanntu þýsku - þokkalega eða jafnvel prýðilega. Þig vantar etv. tækifæri til að halda henni við. Málaskólinn mímir býður upp á möguleika til að viðhalda þýskukunnáttu þinni á skemmti- legan máta. Innritaðu þig á ,,Stammtisch“ sem er staðsett í veitingahúsinu Hrafhinum Skipholti 37. Umræðustjóri ,,Stammtisch 1985“ verður Rainer Santuar. Innritun í síma 10004 og 21655 kl. 13—17 alla virka daga. í kynnisferð til Japan og Singapore HÓPUK manna lagði síðastlið- inn lostudag upp í kynnisferð til Singapore og Japan á vegum löntæknistofnunar íslands og er tilgangurinn að kynnast aðferð- um þessara Asíuríkja við að byggja upp háþróaðan iðnað á skömmum tíma. Þetta er í ann- að sinn sem stofnunin stendur fyrir slíkri ferð, hin fyrri var far- in í janúar 1984 og þá til Singa- pore, Japan og Hong Kong. Þátt- takendur í þeirri ferð voru 20 fulltrúar iðnfyrirtækja og stofn- ana sem tengjast íslenskum iðn- aði, og var hópurinn mjög ánægður með þá fróðlegu inn- sýn, sem hann fékk í skipulag framleiðslu og stjórnunaraðferð- ir í þessum löndum. Gefin var út skýrsla um fyrri ferðina og er niðurstaða þátttak- enda, að þar sem bestur árangur hefur náðst, þ.e. í Singapore og Japan, byggðust aðferðir við stjórnun á vel skilgreindum verk- efnum, settum fram með skýrum, þjóðfélagslegum markmiðum, sem kappkostað var að ná samstöðu um meðal þjóðarinnar. Bent er á, að í þessum löndum er lögð mikil áhersla á samvinnu og samráð stjórnenda og starfsmanna í fyrir- tækjum og ekki síður á samráð stjórnenda, launþega og atvinnu- rekenda um efnahagsstefnu og stefnu í kjaramálum. Taldi hópur- inn æskilegt, að fleiri íslendingar af vettvangi verkalýðsmála, at- vinnurekstrar, skólamála, fjöl- miðlunar, stjórnmála og opinberr- ar sýslu kynntust af eigin raun þeim hugsunarhætti og vinnu- brögðum sem ríkja í þessum lönd- um. Vegna áskorana efnir Iðntækni- stofnun nú til aimarrar ferðar í austurveg og er hún skipulögð í samvinnu við ræðismann lslands í Singapore og Japönsku fram- leiðnistofnunina (Japan Producti- vity Center). Meðal þátttakenda í ferðinni verða fulltrúar frá verka- lýðssamtökum, samtökum at- vinnurekenda, samvinnufélögum, stofnunum og skólum, um 15 manns. (FrétUtilkynning) BANDALAG JAFNAÐARMANNA Landsfundur Bandalags jafnaöarmanna veröur haldinn aö Hótel Loftleiöum 1.—3. febrúar nk. Fundurinn er öllum opinn Þú átt fjögurra kosta völ ... Þú tilkynnir þátttöku í síma 21833 fyrír 21. janúar og færd send öll gögn sem fundinn varöa og hefur málfrelsi, kjörgengi, tillögu- og kosningarétt á fundinum. ... Þú tilkynnir ekki þátttöku en mætir einhvern fundardagana eöa alla, færö öll fundargögn og hefur málfrelsi á fundinum. ... Þú kemur hvergi en hringir í síma 21833 og færö send öll gögn fundarins. ... Þú gerir ekkert af þessu og glatar gullnu tækifæri til aö kynnast og móta stefnu framtíöarafls íslenskra stjórnmála. Bandalag jafnaöarmanna Sími 21833
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.