Morgunblaðið - 15.01.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.01.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1985 25 Jayawardene segir herinn hafa „farið of geystu gegn Tamilum New York, 14. janúar. AP. FORSETI Sri Lanka, Junius Jayawardene, viðurkenndi í blaðaviðtali við Newsweek sem kom út um helgina, að her landsins hefði farið „of geyst í sakirnar" í viðureign sinni við uppreisnarmenn Tamila á eynni. Jayawardene sagðist ekki neita því en hins vegar kæmi ekki til nokkurra mála að taka upp neins konar viðræður við Tamila nema því aðeins þeir létu af þeirri kröfu sinni að koma upp sjálfstæðu Tamilaríki á norðurhluta Sri Lanka. Hann sagðist hafa skýrt frá því í desember og vildi ítreka það í viðtalinu, að hann hefði lagt fram tillögu um fund deiluaðila, sem hann hefði siðan dregið til baka, þar sem Tamilar hefðu ein- hliða neitað öllu og vísað öllu á bug. Jayawardene sagði að í stað þess að viðræður færu fram myndi hann efna til kosninga og fram- bjóðendur yrðu aðeins þeir sem myndu vera frambjóðendur eins og sameinaðs ríkis. Hann sagðist gera sér grein fyrir að lítil þátt- taka kynni að verða í þeim kosn- ingum en hann vildi reyna þetta til þrautar. Svo virtist sem um- heimur væri þeirrar skoðunar að hann væri að berja niður lýðræð- isleg samtök, en hann væri þvert á móti að reyna að brjóta á bak aft- ur samtök sem væru skaðleg frelsi og lýðræði. Neyðarlög sett í Nýju Kaledoníu Noumea, 14. janúar. AP. YFIRVÖLD í Nýju Kaledoníu hafa sett lög um neyðarástand, sem fela m.a. í sér útgöngubann hluta sólarhringsins og bann við mannfundum. Þá hafa um eitt þúsund hermenn og menn úr sérsveitum óeirðalögreglu verið sendir til eyjarinnar frá Frakklandi til að aðsto Ákvörðun um þetta var tekin í framhaldi af því að Eloi Machoro, einn helsti leiðtogi sjálfstæðis- hreyfingar Melanesíubúa á eynni, féll i skotbardaga við lögreglu á afskekktum sveitabæ á laugardag. Lögreglan segir að á bænum hafi fundist vopn, sprengiefni og skjöl, sem sýni að Machoro og 40 sam- herjar hans ætluðu að reyna að ná völdum í borginni Foa, sem er skammt þar frá. Félagar Machoro í sjálfstæð- ishreyfingunni hafa dregið skýr- ingar yfirvalda á átökunum, sem leiddu til dauða hans, í efa, og kröfðust um helgina nýrrar krufn- i við að halda þar uppi lögum og reglu. ingar á líki hans. Sú líkskoðun hefur þegar verið framkvæmd og styður hún skýringar yfirvalda. Frakkar hafa farið með stjórn Nýju Kaledoníu, sem er í Suður- Kyrrahafi, frá 1853. Þeir hafa lagt fram tillögur, sem fela í sér að eyjan fái fullt sjálfstæði, að öðru leyti en því að öryggismál hennar, innan ríkis og utan, verði áfram undir þeirra stjórn. Um þá tillögu er deilt af miklum hita á eynni og eru það einkum hvítir menn af evrópskum uppruna, sem andvígir eru hugmyndinni, en hinum inn- fæddu þykir hún ekki ganga nógu langt. Kdward Kennedy öldungadeildarþingmaður með Winnie, eiginkonu blökku- mannaleiðtogans Nelsons Mandela, sem situr f fangelsi í Suður-Afríku fyrir andóf sitt gegn aðskilnaðarstefnu stjórnvalda. Kennedy ánægð- ur með Suður- Afríku förina London, 14. janúar. AP. BANDARÍSKI öldungadeildarþing- maðurinn Kdward Kennedy, sem í dag kom til London á heimleið frá Suður-Afríku, sagði við fréttamenn þar, að kynnisferö sín hefði heppn- ast mjög vel þrátt fyrir mótmælaað- gerðir svertingja, sem sökuðu hann um nota andófið gegn aðskilnaðar- stefnunni til að bæta stöðu sína í stjórnmálabaráttunni í Bandaríkjun- um. Kennedy kvað ferð sína til Suður-Afríku hafa skilað tvenns konar árangri. í fyrsta lagi hefði hann sjálfur orðið margs nýs vís- ari um afleiðingar aðskilnaðar- stefnunnar og í öðru lagi hefði hann gert mörgum Suður-Afríku- búum Ijóst, að allur þorri Banda- ríkjamanna væri henni andvígur. Þórskabarett! — Við bióduro aó gðeins uPP a Þa m/I lál <0 ★ Júlíus Brjánsson ★ Kjartan Bjartmannsson Stjúpsystur ,j Gudrún Alfredsdóttir Saga Jónsdóttir Guðrún Þórdardóttir í p|XjXft USUIÖJ jKMÖ'd f GOmí^;ffe^einumS,aó ( pnreUaOO^ |andsins a ^lustudansh'io *oavnwáówns ■m!: Hver býður betur? Pantið borð tímanlega. — Sími23333 Staður hinna vandlátu °9 23335 ★
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.