Morgunblaðið - 15.01.1985, Side 46

Morgunblaðið - 15.01.1985, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1985 fólk í fréttum ÍSSALAR HEIMSÓTTIR „Vona að veðrið haldist út janúar“ Það mætti segja að íssalar hefðu fengið einskonar happdrættisvinning að undanfórnu og er þá að sjálfsögðu átt við blíðviðrið sem hefur fengið fjölda fólks til að fara út að „spássera" eins og að sumarlagi væri. Af forvitni kom blm. við hjá nokkrum íssölum og spurði um söluna undanfarið. ísbúðin Síðjimúla 35 Ásbjörn Kristófersson „t>aö er tvíma-lalaust raiklu meira að gera en venjulega á sama tíma árs,“ sagði Ásbjörn Kristófersson, eigandi Isbúðarinnar, Síðu- múla 35. „Yfirleitt er salan dauð í janúar en nú er þetta svipað því sem gerist um mitt sumar þegar sólarlaust er. Maður vonar bara að veðrið haldist út mánuðinn." — Selurðu einhverja teg- und af ís fremur en aðra núna? „Nei, það er að vísu daga- munur. Stundum sel ég meiri rajólkurhristing og stundum ís. Morfcunblaðift/JúIíuB ísbúðin Aðalstræti Kristbjörg Steingrímsdóttir Kristbjörg Nteingríms- dóttir í ísbúðinni Aðalstræti sagði söluna vera miklu betri en á sama tíma í fyrra. Það væri ekki spurning. Aftur á móti væri salan ekkcrt framúrskarandi mið- að við aðra árstíma. Hún kvað sölu á mjólkurhrist- ingi skara framúr núna. Morgunblaftið/Júlíus GUÐBERGUR MAGNÚSSON BÓNDIÞVERÁ Skráð kort milli 15 og 16000 að eru margir sem safna ein- hverju, frímerkjum, mynt ýmiskonar, servíettum, lyklakipp- um, gömlum munum og svo mætti lengi telja. Norður í Svarfaðardal er maður að nafni Guðbergur Magnússon bóndi á Þverá sem hefur í fjölda ára safnað m.a. póstkortum. Blm. og ljósm. röbbuðu við hann og fengu að líta á safnið hans sem er orðið mjög stórt. — Hefurðu ekki safnað lengi? — Það má segja að aðdragand- inn hafi verið mjög langur því frá því ég man eftir mér hef ég verið að safna einhverju og verið haldin svokallaðri söfnunaráráttu. Ég fékk áhuga fyrir póstkortasöfnun þegar ég fluttist hingað norður í kringum 1970. Þá rakst ég á kort sem ég vissi ekki að væru til í dag og um 1974 er ég kominn á kaf í kortasöfnunina. — Hvað er safnið orðið stórt núna? — Ég reyndi að telja kortin fyrir skömmu og komst upp í 15000, en þá ruglaðist ég og hætti, þannig að þau eru á bilinu 15000—16000. Þá er ég einungis að meina einföld kort, póstkort, jóla- kort og þessháttar en ég safna líka tvöföldum og töluna á þeim vil ég ekki fara með því þau hrúgast upp og ég hef ekki haft tíma til að yfirfara þau, sundurgreina og setja á skrá. — Skráir þú öll kortin? — Já, þau kort, sem ég hef komist í að vinna úr eru skráð þ.e.a.s. útgefandi og lýsing á hverju korti fer í spjaldskrá. Síð- an er ég einnig með aðra skrá, þar sem ég lét prenta spjöld sem greina frá til hverra nota kortin voru höfð. Þá er viðtakandi skráð- ur, sendandi og hvenær það er sent. Það er síðan einkamál hvað stendur á þeim fleira því þau fara í plastvasa tvö og tvö þannig að einungis framhliðin sést á hverju korti. — Hvernig áskotnast þér kortin? Kaupirðu mikið? — Nei ég fæ mestmegnis gef- ins. Það er mikill hluti sem kemur þannig, og það er miklu betra fyrir fólk að gefa söfnurum kortin sem varðveita þau heldur en henda þeim á haugana eins og allt of oft er gert. — Er þetta ekki tímafrekt tóm- stundagaman? — Jú því er ekki að neita. Það eru fáir dagar sem ég kem ekki Hver segir að hjónabönd leikara lukkist aldrei? Svo hefur löngum verið talið og það með rentu, að hjónabönd kvikmyndastjarna hafa löngum þótt standa á brauðfótum. Þetta er blóðheitt fólk og störfum hlaðið og skilnaöir eru tíðir í kvik- myndaheiminum. Ýmsir í bransanum eru marg- giftir og jafn oft fráskildir. Það er því með sérstakri ánægju sem greint verður hér frá þeim hjónakornunum Anne Bancroft og Mel Brooks, sem bæði þykja leikarar í háum gæðaflokki. Þau hafa verið gift árum saman og eiga 12 ára son, Max Brooks. Anne er fjölhæf leikkona, en hefur lítið sést á hvíta tjald- inu í seinni tíð. Hún segir það vera vegna þess að hjónabandið og húsmóðurhlutverkið, uppeldi Max og það sem því fylgir, hafi veitt sér slíka gleði og lífsfyllingu að það bar algerlega af leik- konuferli. Kvenréttindakonur fyrtast eflaust við þessi ummæli og líta svo á að Anne hafi fórnað glæst- um ferli fyrir fjölskyldulífið. Það gerði hún svo sannarlega, en hennar var valið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.