Morgunblaðið - 15.01.1985, Page 53

Morgunblaðið - 15.01.1985, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1985 53 Grimmd og krist- ið hugarfar Getur þetta tvennt, sem nefnt er í fyrirsögn þessari átt samleið? Daglega er þess getið í fréttum og frásögnum, að fjölbreytileg grimmdarverk eigi sér stað í lönd- um kristinna þjóða, ekkert síður en þar sem kristni er ekki viður- kennd. Og saga þjóða- og mann- kyns í margar aldar sýnir og sann- ar hið sama. Samt vilja flestir prestar og boðendur kristindómsins telja yf- irlýsingu í Jóhannesarbréf 4. kap., 16. versi kjarna hins kristilega hugarfars í fáum orðum: „Guð er kærleikurinn og sá, sem er stöðugur í kærleikanum, er stöðugur í Guði og Guð er stöðug- ur í honum." Og nú við upphaf árs, sem hlotið hefur nafnið „ár æskunnar" ætti þetta að vera heitt í huga uppal- enda ekki síst kennara og presta um víða veröld, hátt hafið yfir all- ar kirkjudeildir og kenninga- fjötra, hindurvitni, játningar og helgisiði. Og um leið mætti fullyrða, að þar sé grimmdin algjör andstæða, sem einmitt þarf að útrýma sem fyrst í hinum „kristna" hluta ver- aldar og síðar hverri sál. Grimmd stafar yfirleitt af • hatri, hefndarhug, öfund og ill- girni. En eru þær kenndir ekki óhugnanlegustu þættir í mann- legri skapgerð og langt frá kenn- ingum meistarans mikla, sem kenndi sínum lærisveinum: „Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða." Hann afneitaði einnig alveg erfikenningum sinna trúfræðinga og sagði: „Þér hafið heyrt að sagt var: „Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn.“ „En ég segi yður allt annað: Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður, til þess að verða börn föður yðar, sem er á himinum. Verið fullkomnir eins og yðar himneski faðir er fullkominn.” Svona er afstaða Jesú til þess- ara mála. Hátt hafinn yfir allar deilur, trúarbragðaþras og kirkju- deildir. Þennan kristindóm þurfa börn allra þjóða að læra. Það er boð- skapurinn um hinn sanna frið, sem heimurinn þráir, þrátt fyrir allt, ofar öllum játningum, sem geta meira að segja og hafa oft aukið deilur og grimmd á öllum sviðum. Þennan boðskap elskunn- ar verða allir prestar, kennarar og boðendur kristninnar að kunna sem best, kenna og æfa í öllum öðrum námsgreinum og störfum, helst líkt og ósjálfrátt og innlifað menntun sinni. Nauðsyn slíkrar menntunar og frjálsrar aðstöðu kennir mannkynssagan öllu betur, en þar vekja spor grimmdar og fyrirlitningar mestan ótta og heit- astan hrylling. Fáar bækur segja frá meiri grimmd en sjálf biblían. Og ferðir um hið dásamlega land hennar, landið helga, má heita ganga frá einum stað til annars, þar sem grimmdin hafði völd og nær enn daglega sterkum tökum. Samt er hún líka sagan um sig- urgöngu kærleikans, þegar sól- geislar hinna göfugu guðsbarna, með Jesúm í broddi fylkingar gátu vakið vor Hfsins við sínar brautir, jafnvel þótt þær lægju upp á sjálft krosstré kvalanna, sem grimmdin hafði smíðað hinum bestu. í Gamlatestamentinu er viða beinlínis fyrirskipað í nafni Jahve, en svo nefndi ísrael Guð sinn, að láta ekkert kvikt llfi halda í her- tekinni borg, slá börnum niður við stein og láta þau sprikla á sverðs- oddum. Okkar ágætu íslendingasögur, ekki síst frá öld Sturlunga, eru þarna hliðstæða á ýmsan hátt. Með slíkt efni verður að fara var- lega í barnafræðslu, fjarlægt allri bókstarfstrú og trúarhroka fyrr og síðar. Þar skín ásjóna hins sanna föður kærleikans oft bjart til hliðsjónar og minnir á boðskap Jesú um fyrirgefningu, frið og ást til allra. Þar mætti minna á orð ólafs pá í Hjarðarholti, sem telja má játn- ingu hins sannkristna manns ofan alira ritninga og helgisiða, þrátt fyrir allt þeirra ágæti. í sárum harmi við missi síns glæsilega sonar á hátindi heilla og frægðar, segir hann: „Ekki er mér sonur minn bætt- ari, þótt Bolli sé veginn." Kannski var þessi höfðingi í Dölunum ekki talinn formlega kristinn. En vissulega gæti Jesús hafa sagt eitthvað svipað um hann og Samverjann og kanversku kon- una: „Mikil er trú þín.“ Lærið af Samverjanum, sem rétttrúaða fólkið fyrirleit af öllu hjarta. í upphaf „æskuársins" vildi ég vekja áhuga og hugsun þeirra er stunda handleiðslu ungmenna, að kenna þeim þá leið, sem mannkyn- ið verður að halda til sólarhæða sannleikans og kærleikans, ofar öllu fornu orðaskaki. „Sýn trú þína í verkum þínum" mætti standa yfir stofndyrum há- skólanna mörgu við upphaf ársins 1985 — „Árs æskunnar". Meira seinna. Rejrkjarík, 7. jan. 1985. Arelíus Níelsson. Borgames: Tíu sækja um sveitarstjórastarf Borcunesi, 13. janúar. TÍU sóttu um starf sveitarstjóra Borgarneshrepps, sem nýlega var auglýst laust til umsóknar. Fráfar- andi sveitarstjóri, Húnbogi Þor- steinsson, sem verið hefur sveitar- stjóri í Borgarnesi í tæp 17 ár, hefur sagt starfinu lausu frá vordögum og ráðið sig sem deildarstjóra í félags- málaráðuneytinu. Fjórir umsækjendanna óskuðu nafnleyndar, aðrir eru: Gísli Karlsson, búfræðikennari, Hvann- eyri; Grímkell Arnljótsson, skrifstofumaður, Reykjavík; Jó- hannes Finnur Halldórsson, bæj- arritari, Akranesi; Halldór Sigur- jónsson, sveitarstjóri, Hólmavík; Sigurgeir Þórðarson, bygginga- fræðingur, búsettur í Danmörku og Brynjólfur Tryggvi Árnason, sveitarstjóri, Nesjahreppi. Ráðið verður í starfið á næstu dögum frá komandi vori til næstu sveitarsíjórnarkosninga, eða í rúmt ár. Útsala Allt að 85% afsláttur. Plaköt á 14—20 kr. Út- sala á smellurömmum, álrömmum, myndum, kortum og fleiru. Atvinnurekendur, húsráðendur, trá- bært úrval mynda á vinnustaði, stigaganga og til hvers konar hús- prýði. Notið þetta einstaka tækifæri. Opnunartími: Mánudaga til fimmtudaga kl. 9-18. Föstudaga kl. 9—19. laugardaga kl. 10—17. Sunnudaga kl. 13—17. Myndin Dalshrauni 13, Hafnarfiröi. Sími 54171. SHARP Lítil og nett en leynir á sér Hún er fallega nett og fer vel í skrifstofu. Hún prentar í 4 litum - svörtu, rauðu, bláu og brúnu. Hún prentar 5lt frá B4 (A4 yfirstærð), og niður í nafnspjöld. Hún prentar á flestar þykktir af pappír - kartong. Z-60 Ijósritunarvél aðeins kr. 54.000 stg. HLJOMBÆR HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999-17244 — HBj.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.