Morgunblaðið - 22.01.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.01.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1985 Trillukarlar notuðu veðurblíðuna Þaö var oft sagt hér áður fyrr að það væri komið vor þegar sæist til trillukarlanna vera að dytta að bátum sínum. Einar Árnason skipstjóri og fyrrum aflakóngur á Akranesi notar hér veðurblíðuna í janúar til að huga að báti sínum. Aðspurður kvaðst Einar muna eftir svoria tíð áður. Þeir sögðu það gömlu karlarnir að þeir hefðu komist upp í það að fara 25 róðra í janúarmánuði. Það hefur sennilega verið í kringum 1940. En við skulum ekki vera of bjartsýnir, því enn getum við fengið frosthörkur og snjó. JG Nýju dráttarvaxta- fyrirkomulagi frestað — 46,8 % ársdráttarvextir hefðu átt að gilda í febrúar SEÐLABANKINN hefur ákveðið að heimila bönkum og sparisjóðum að fresta breytingum á útreikningi dráttarvaxta til loka febrúar vegna örðug- leika á framkvæmd hins nýja dráttarvaxtafyrirkomulags. Við síðustu vaxta- ákvörðun Seðlabankans var ákveðið að taka upp daglegan útreikning drátt- arvaxta um síðustu áramót en bönkunum heimilað að fresta gildistöku til loka janúar. Bankarnir hafa talið það erfitt tæknilega að framkvæma breyt- inguna og hefur henni því enn verið frestað. Dráttarvextir eru nú 2,7% fyrir hvern byrjaðan mánuð frá ein- daga og skiptir ekki máli hvenær Gjafir í orgelsjóð Hall- grímskirkju skuldin er greidd innan mánaðar- ins. Það fyrirkomulag sem fyrir- hugað er að taka upp er reiknað út frá meðaltali vaxta af almennum skuldabréfum og 5 prósentustig- um bætt þar ofaná. Vextirnir verða endurskoðaðir mánaðariega miðað við þann 21. mánaðarins á undan. Dráttarvöxtunum verður bætt daglega á skuldir sem ekki eru greiddar fyrir eindaga. Ljóst er orðið að í febrúar verða dráttarvextir samkvæmt þessu fyrirkomulagi 39% á ári sem er 3,25% á mánuði og 0,1083% á dag, auk vaxtavaxta sem reikna má mánaðarlega, þannig að í heild verða dráttarvextirnir 46,8% á ári. Eiríkur Guðnason, forstöðu- maður hagfræðideildar Seðla- bankans, sagði að verið væri að kanna það hvort þessi útreikn- ingsaðferð væri framkvæmanleg, um það bæri mönnum ekki saman. Sagði hann það augljóst að gamla aðferðin hefði ekki komið í veg fyrir mikil vanskil, þannig að það væri ef til vill tilvinnandi að reyna nýja aðferð við útreikning drátt- arvaxta. Þorskaflinn á sfðasta ári: Líklega meiri en 281.000 lestir ENN liggja ekki fyrir endanlegar tölur um heildaraflann á siðasta ári, en samkvæmt áætlun Fiskifélags íslands hefur þorskaflinn að minnsta kosti náð 281.000 lestum og rækjuaflinn 23.300 lestum. Endanlegar tölur um aflann eru aðeins komnar fyrir 10 fyrstu mánuði ársins. Upphaflegt heildarmagn af þorski á síðasta ári var 220.000 lestir. Við það var síðan aukið og þá miðað við 257.000 lestir. Um áramót var þorskaflinn talinn um 275.000 lestir, en að sögn Ingólfs Arnarsonar hjá Fiskifélaginu er nú reiknað með þvi að hann hafi orðið yfir 280.000 lestir. Sagði Ingólfur, að miðað við frávik á bráðabirgða- töium og endanlegum tölum, sem væri um 2,5%, mætti reikna með þessari niðurstöðu, en mikil þorskveiði hefði verið í lok ársins. í desember hefði þorskaflinn til dæmis orðið um 7.000 lestum meiri en í sama mánuði árið áður. Þá sagði hann, að rækjuaflinn virtist hafa orðið tölvert meiri en áætlað hefði verið um áramót. Þá hefði hann verið talinn rúmlega 21.000 lestir en hefði að öllum iík- indum náð 23.300 lestum. Líkleg- ustu skýringuna á þorskaflanum taldi Ingólfur vera þá, að meira hefði verið um tilfærslu milli teg- unda, sérstaklega vegna samdrátt- ar á ýsuafla, en gert hefði verið ráð fyrir. Loks gat hann þess, að nú væri góð þorskveiði á línu, netaafli væri tregur og ufsann virtist alveg vanta í veiðina enn sem komið væri. Sjálfstæðisflokkurinn: Ráðstefna um flokksstarfið MIÐSTJÓRN Sjálfstæóisflokksins ákvað fyrir nokkru sð efna til ráðstefnu um flokksstarf Sjálfstæðisflokksins árið 1985. A þessari ráðstefnu verður fjallað um mörg helstu atriðin í starfi flokksins. SérsUklega verður fjallað um útbreiðslu- og fræðslumál flokksins, sagði Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins, í samtali við Morgunblaðið. Dagskrá ráðstefnunnar um flokksstarfið verður sem hér segir: Ávarp Þorsteins Pálssonar for- manns Sjálfstæðisflokksins. Kynn- ing á hugmyndum um breyttar prófkjörsreglur. Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson lögfræðingur. Hádegis- verður. Flokksstarf og tækniþróun. Kjartan Gunnarsson framkvæmda- stjóri. Stutt erindi um markmið fræðslustarfs Sjálfstæðisflokksins. Esther Guðmundsdóttir þjóðfé- lagsfræðingur. Boðmiðlun innan flokksins. Ásdís J. Rafnar iög- fræðingur. Kosningastarf. Sveinn H. Skúlason framkvæmdastjóri, Einar K. Guðfinnsson útgerðar- stjóri. Stutt erindi um þróun dag- blaða og fjölmiðla. Styrmir Gunn- arsson ritstjóri. Áhrif frjáls út- varps í fjölmiðlun. Einar K. Jóns- son framkvæmdastjóri. Nýjungar í útbreiðslumálum. Friðrik Frið- riksson framkvæmdastjóri. Kaffi- hlé. Umræður. Hópstarf. Fundar- lok. Opið hús i Valhöll. Þess er vænst að þátttaka verði góð í þessari ráðstefnu en til henn- ar er boðið sérstaklega öllum stjórnum flokkssamtaka og félaga Sjálfstæðisflokkksins um land ailt, sagði Kjartan Gunnarsson. Það sem helst er á döfinni hjá Sjálf- stæðisfiokknum næstu mánuði fyrir utan landsfundarundirbún- ing, en eins og kunnugt er hefur verið ákveðið að landsfundur Sjálfstæðisflokksins verði haldinn í miðjum apríl á þessu ári, eru hverfafundir borgarstjórans í Reykjavík, sem væntanlega verða f febrúar. Þá gerir Samband ungra sjálfstæðismanna ráð fyrir að halda ráðstefnu í febrúarmánuði um vanda velferðarríkisins. Ráð- stefna um atvinnumál verður væntanlega haldin á vegum verka- lýðsráðs flokksins í febrúar eða mars. Og siðast en ekki síst, sagði Kjartan, er gert ráð fyrir að sveit- arstjórnarmenn Sjálf- stæðisfiokksins á landinu öilu komi saman til fundar í febrúar. Það hefur gjarnan verið vani hjá Sjálfstæðisfiokknum að sveitar- stjórnarmenn hans hafa hist þegar kjörtfmabilið hefur verið hálfnað eða ríflega það til þess að bera saman bækur sínar. Kjartan sagði að mikill áhugi virtist vera á flokksstarfinu og félögum flokksins gengi vel að afla nýrra félaga. ÁFRAM berast gjafir I orgelsjóð Hallgrímskirkju, en skrifstofa sjóðs- ins er opin daglega frá klukkan 13 til 17. Þar er tekið á móti ábending- um og greiðslum í sjóðinn. Þeir, sem tekið hafa áskorun en einhverra hluta vegna ekki fengið senda gíró- seðla, eru vinsamlegast beðnir um að snúa sér til skrifstofunnar í síma 10745. Vikuna 14. til 21. janúar tóku eftirtaldir áskorun og greiddu í orgelsjóðinn: lllrik ÓUsod, Baldurabrekku 9, Húsavik. Vilborg JóhanneHdóttir. Þórngðtu 4, Reykjavik. Krintín Jóhannendóttir, Þórsgötu 4, Reykjavik. ÓUarr Moller, Veaturbrún 24, Reykjavfk. Bjarni Bjórnmoa, Hlyngeröi 5, Reykjavfk. Hóréar Þórariaanon, Vesturgötu 48, Reykjavfk. Þorsteina Guömandason, Eskihlfð 16b, Reykja- vik. HraTo Taliafna, Freyjugötu 36, Reykjavfk. Árai Sveinason, Bláskógum 14, Reykjavfk. Gunnlaagar Saaedal, Hvassaleiti 69, Reykjavfk. Filippía Blöndal, Eskihlíö 6a, Reykjavfk. Eiaar Oddason, Austurvegi 7, Reykjavfk. Samael Torfasoa, Bólstaðarhlfð 7, Reykjavfk. Stefán M. Gunnarsson, Meðalbraut 20, Kópa- vogi. Árni Gnðjónsson, Garðastræti 17. Reyltjavfk. Jóhaana Möller, Frostaskjóli 13, Reykjavfk. Siguróur Pálsson, Frostaskjóli 13, Reykjavfk. Krna Hrólfsdóttir, Ljósalandi 24, Reykjavfk. Asta Hrólfsdóttir, Flókagötu 41, Reykjavfk. Inga Þorgeiradóttir, Hofteigi 48, Reylöavfk. Páll Jónason, Skólávöllum 5, Selfossi. Grétar Símonarsoo, Hlaðavöllum 12, Selfossi. Þröstur Sigurösson, Hömrum 1, Akureyri. Jón Karlsson, Hólavegi 31, Sauðárkróki. Jóhanna Kinarndóttir, Lindargötu 63a, Reykja- vfk. Ingólfnr o* Sigríður, Mjóuhlfð 14, Reykjavfk. Ingireig Eyjólfsdóttir, Karlagötu 11, Reykjavfk. Steinunn Björg Kyjólfsdóttir, Karlagötu 11, Reykjavik. Breytingar á kjarnfóðurgjaldi: „Dauöadómur yfir íslenskri kjarnfóöurframleiöslu“ — segir Sigurður Eyjólfsson framkv.stjóri MR „ÞAÐ MYNDI verða sama og dauðadómur yfir íslenskri kjarnfóður- framleiðslu að setja „þak“ á kjarnfóðurgjaldið,“ sagði Sigurður Eyjólfs- son, framkvæmdastjóri Mjólkurfélags Reykjavíkur, í samtali við blm. Mbl. Eins og komið hefur fram urðu þær breytingar á kjarnfóðurgjaldi um sl. áramót að kjarnfóðurgjald á fóðri til hinna hefðbundnu búgreina var lækkað úr um 100% í 60%en hækkað til aukabúgreina úr 33% í 60%. Jafnframt átti að breyta endurgreiðslureglum á gjaldinu til aukabúgreina til samræmis við þær hefðbundnu þannig að bændur fengju endurgreiðslur út á framleiðslu í tengslum við framleiðslustjórnun en gjaldið yrði ekki dregið strax frá á reikningi við fóðurkaup eins og verið hefur. Sérstök nefnd hefur verið starfandi á vegum land- búnaðarráðherra með fulltrúum viðkomandi búgreina. Nefndin hefur lagt til að settar verði bráðabirgðareglur um endur- greiðslur til aukabúgreinanna sem verði með svipuðum hætti og verið hefur, nema hvað gjald- ið verði að hámarki 2.700 til 3.000 kr. á hvert tonn kjarnfóð- urs. Landbúnaðarráðherra hefur ekki gengið frá endanlegum reglum um framkvæmd endur- greiðslnanna og á ríkisstjórnar- fundi í síðustu viku var honum og utanríkisráðherra falið að fjalla um málið og komast að niðurstöðu um framkvæmd. Samkvæmt heimildum Mbl. mun „þak“ á gjaldið einkum valda ágreiningi nú. Fugla- og svína- bændur hafa því verið að kaupa fóður frá áramótum án þess að vita hvað það raunverulega kost- ar og þurfa að gera þangað til að gengið hefur verið frá endur- greiðslureglum. Eins og fram kemur hér að ofan telja innlendir fóðurfram- leiðendur sig koma illa út úr slíku „þaki“. Sigurður Eyjólfsson sagði að þeir bændur sem kaupa innflutt kjarnfóður myndu fá mun hærri endurgreiðslu en þeir sem kaupa innlent kjarnfóður, eða 2.000 kr. á móti 800 kr. Þann- ig yrði kjarnfóðrið sem hér er blandað 1.200 kr. dýrara en það innflutta. Það sagði Sigurður að fælist í því að verksmiðjurnar notuðu innlent hráefni að 20—30% hluta en verð þess væri miðað við heimsmarkaðsverð og fengju þeir það því ekkert ódýr- ara en hlutur þess væri í inn- fluttu fóðurblöndunum. Vægi kjarnfóðurgjaldið þvi minna í innlendu fóðurblöndunum. Guðmundur Sigþórsson, skrif- stofustjóri I landbúnaðar- ráðuneytinu, sagði að hugmynd- ir um „þak“ á kjarnfóðurgjald væru fyrst og fremst til komnar vegna mismunandi gjaldtöku eftir landshlutum, það er að þeir sem ekki ættu annars kost en að kaupa sekkjað fóður, sem er dýr- ara, þyrftu að greiða hærra kjarnfóðurgjald. Sagði hann að 3.000 hámarksgjald samsvararði Hklega 33% gjaldi. Sagði hann einnig að hámarksgjaldið ætti ekki að gera innlenda kjarnfóðr- ið dýrara sem neinu næmi, gæti ekki munað nema örfáum pró- sentum til eða frá í því efni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.