Morgunblaðið - 22.01.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.01.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1985 27 í óræða stund, framtíðarstund. Og við verðum að viðurkenna að við stöldrum aðeins við í fordyri sann- leikans, okkur hefur ekki verið hleypt lengra í bráð. Vonandi fáum við að doka við. Það virðist líka eina von mannkynsins. Við hljótum hins vegar að óttast það sem framtíðin kann að bera í skauti sínu. f einni herjans ævintýramynd sem sýnd er í bíóhúsi fyrir sunnan er okkur sýnt hvað gæti verið fyrir handan. Ef ekkert verður að gert verður nefnilega ekkert, nákvæm- lega ekkert. Verið þessa minnug. Hvert hlut- verk ykkar kann að verða þá gleymið ekki þeirri ábyrgð sem fylgir því að vera maður. Ábyrgð fylgir vegsemd hverri. Prófskír- teinið veitir ykkur réttindi í þjóð- félaginu, en það kallar ykkur einn- ig til ábyrgðar. Það verður nefni- lega of seint að kenna tölvunni um ef illa fer í mannheimi og ekkertið tekur við. Enginn fær mig til þess að trúa því að örlög okkar verði ráðin af tölvu. Og það þó að hinir mestu spekingar, hátindar alls þess gáf- aðasta í heimi raunvísindanna, hafi skeggrætt það í sjónvarpi um daginn hvort tölvan geti orðið greindari en maður. Sannleikann er kannski ekki að finna í bók en hann er alls ekki að finna í vélheimi. Enginn getur sannfært mig um annað en að það sé maðurinn sem að síðustu ráði ferðinni og það þó að við séum „veikir í allan máta“, eins og Hall- grímur Pétursson komst að fyrir meira en 3 öldum. Missum við sjónar af æðsta hlutverki okkar að viðhalda mannlífi, ja þá er sáningin einskis virði og tilgangslaust að vitja um síðir uppskerunnar. Við skulum sannfærast um að jarðvegurinn skiptir máli, að sú urt sem hlúð er að er kölluð til síns ætlunarhlutverks. Um stundarsakir erum við svipt þeim hæfileika að sjá fram í tím- ann, og tíminn sjálfur rifinn upp, gerður að engu. Þrátt fyrir þessar tímabundnu staðreyndir fær ekk- ert grandað því að vera maður. Leitið sannleikans þar í ykkur sjálfum og meðal annarra. Hafi skólanum tekist að hlúa að ykkur, læða inn smávegis sann- leika um ykkur sjálf, ykkar líf, ykkar tilfinningu, leyft ykkur að finna til, vera þið sjálf, þá hefur hann ekki með öllu glatað sínu ætlunarhlutverki. Þekkingin fæst aðeins að hluta í bók, í handverki. Það er til lítils að auka hana ef hún er misnotuð ... Hafið það hugfast að 21. öldin er ykkar. Skólinn sem uppeldis- og mennta- stofnun á að rækta þann kjarna visku og mannvits sem einn fær ráðið örlögum okkar. Það er svolítið ógnvekjandi að það sé aðeins hálfur annar áratug- ur fram í nýja öld. Þolir mann- heimur sífelldar stökkbreytingar, kollsteypur, sem nú um stund ríða yfir vegna þess að við leitum ekki sannleikans, hann skellur á. Við þurfum að hverfa til baka, leita grundvallarspurninga, komast að kjarnanum. Því hvað sem líður tæknilegum framförum í vélheimi mannsins situr það eftir og ekkert fær haggað; við sjálf utan og ofan við allt. Ég á þess heitasta ósk á þessari stundu ykkur til handa að þið missið ekki sjónar á manngildinu. Þar er algildan sannleik að finna. Jóhannes úr Kötlum orðaði þaö svo fyrir hálfri öld í kreppunni: „Ég hylli hiklausa sporið. Ég hylli æskuna og vorið — því þar er öll von minnar þjökuðu jarðar og þar er öll framtíð míns lands, ástin, trúin, eldurinn, krafturinn og — andi sannleikans.” Að loknu ávarpi skólameistara talaði Þórir Hergeirsson fyrir hönd nemenda. Hann þakkaði starfsfólki skólans samstarfið og hvatti þá sem eftir eru í skólanum að standa saman og berjast fyrir eflingu skólans með því að fá ný- byggingunni flýtt. Þá óskaði hann skólanum gæfu og gengis um ókomin ár. Sig. Jóns. Frestun virkjun- arframkvæmda - verktakaiðnaður MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Verk- takasambandi fslands: Nokkur blaðaskrif hafa verið um virkjunarframkvæmdir Landsvirkjunar. Stjórn Verktaka- sambands fslands ætlar ekki að blanda sér í þá umræðu sem snýst um hugsanlega umframorku Landsvirkjunar, hvort hún eigi að vera einhver og þá hve mikil o.s.frv. Hins vegar telur stjórn Verk- takasambandsins nauðsynlegt að benda á nokkur atriði sem skipt geta máli í þessu sambandi, þ.e. geta tengst fjárfestingaraðferðum Landsvirkjunar og vert er að menn hafi í huga. Það var á árinu 1976 sem stjórn Verktakasambandsins gekk á fund þáverandi iðnaðarráðherra, Dr. Gunnars Thoroddsen og gerði til- lögu um að ráðherra hlutaðist til um að Landsvirkjun hagaði fram- kvæmdum á þann hátt að íslensk- ir verktkar gætu tekið að sér verkin á grundvelli útboða. Jafn- framt var þeirri málaleitan komið á framfæri við Landsvirkjun. Fram til þessa tíma höfðu er- lendir verktakar að mestu séð um virkjunarframkvæmdir m.a. reistu júgóslavneskir verktakar Sigölduvirkjun en luku þó ekki verkinu. Málaleitan Verktakasambands- ins var afar vel tekið og er skemmst frá því að segja að virkj- unarframkvæmdir í landi okkar hafa verið í höndum okkar Islend- inga frá þessum tíma nema í mjög sérhæfðum verkefnum. tslenskir stjómendur og starfsmenn eru nú mjög hæfir að fást við þessar framkvæmdir. Sú staða hefur og komið upp að ákveðinn kjarni starfsmanna hefur fest sig í sessi við þessar virkjunarframkvæmd- ir. f langan tíma hefur Verktaka- sambandið bent á þá hættu sem of krappar sveiflur í atvinnulífinu geta haft í för með sér. Því miður eru verktakar og starfsmenn þeirra ekki eins og birnir sem geta lagst í híði yfir vetrarmánuði þó aðlögunarhæfni verktaka sé viður- kennd. Það er eitt af skilyrðum þess að við íslendingar sjáum sjálfir um okkar virkjunar- framkvæmdir að sveiflur séu ekki of miklar þ.e. að stundum séu framkvæmdir hreinlega of miklar og oft alltof litlar. Undanfarin ár hafa verið jafnar og stöðugar virkjunarfram- kvæmdir þó svo nokkur áraskipti hafi verið. Hætt er við því að mjög mikill samdráttur eitt árið geti haft alvarlegar afleiðingar t.d. að starfsmenn detti úr greininni ef svo má segja og verkefnaskortur skelli of snögglega á verktakafyr- irtæki þannig að þau verði hrein- lega gjaldþrota. Stjórn Vertakasambandsins hefur oft bent á að verktakar séu reiðubúnir að taka á sig samdrátt í þjóðfélaginu en þá í takt við aðra. Benda má á að ef sú stefna verður tekin upp að hafa umfram- orku skorna við nögl kann vissu- lega sú staða að koma upp að hraða verði mjög framkvæmdum eitt árið og kann það þá að vera ofviða íslendingum og þá sérstak- lega eftir að mjög er af þeim dreg- ið í þessum efnum. Þá má búast við því að ýmsir útlendingar stæðu sig betur í samkeppninni t.d. frá Júgóslavíu. Eins og áður segir er það síst stefna Verktakasambandsins að hvetja til þess að verið sé að vinna þjóðfélagsleg óhagkvæm verk, ein- göngu til að verktakar fengju verk að vinna og má í því sambandi benda á að stjórn sambandsins ályktaði á þennan veg hvað varð- aði Blönduvirkjun þegar á árinu 1983, þ.e., ef virkjunin væri óhagkvæm þá ætti ekki að reisa hana. Með línum þessum vill stjórn Verktakasambandsins aðeins vara við of kröppum lægðum en benda á að svo virðist sem mýlya megi sveiflur sem óhjákvæmilega verða. Reykjavík, 16. janúar 1985 f.h. Verktakasambands fslands, Othar Örn Petersen hrl. Fyrirlestur um málefni flóttamanna Á MORGUN veröur fluttur fyrirlest- ur um málefni flóttamanna í Lög- bergi, stofu 102. Það er prófessorinn dr. Atle Grahl-Madsen sem ræðir um með hvaða skilyrðum flóttamönnunum er veittur landvistarréttur annars staðar á Norðurlöndum og hver réttarstaða þeirra er að öðru leyti. Dr. Atle Grahl-Madsen er prófess- or í þjóðarrétti við Háskólann í Bergen og er hér á vegum Rauða krossins og lagadeildar Hf. Hann er fulltrúi Norðurlandanna í al- þjóðlegum flóttamannasamtökum. Fyrirlesturinn hefst klukkan 17.30 og er öllum heimill aðgangur. Leiðrétting MISRITUN varð í Mbl. 18. jan. sl. í þættinum „Af kvikmyndagerð á íslandi". í frásögn af kvik- myndinni „Hringurinn" stóð að myndatökuvél hefði verið komið fyrir framan á bifreið og hún tekið 1 myndramma á hverjum 12 km. Þar átti að standa 12 metrar. Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum. Arfleiddi sjúkra- húsið á Patreksfirði Innri-Múla NÝLÁTINN er í sjúkrahúsinu á Patreksfírði Einar Bj. Bjarnason frá llregg.sstöðum á Barðaströnd, hátt á níræðisaldri. Hann ólst upp á Barða- strönd, en fluttist fyrir rúmum 20 árum til Patreksfjarðar. Áður en Einar lést hafði hann afhent sýslumanni Barðastrand- arsýslu, Stefáni Skarphéðinssyni, gjafabréf að öllum eigum sínum til sjúkrahússins á Patreksfirði, en þær munu vera þó nokkrar. Barðstrendingar þakka þessa höfðinglegu gjöf og vona, að hún megi koma að góðum notum fyrir sjúkrahúsið, þar sem alltaf er þörf fyrir ný tæki. SJ.Þ. Peningamarkaðurinn GENGIS- SKRÁNING NR. 13 21. janúar 1985 Kr. Kr. TolU Kin. KL 09.15 Kaup Sala gengi IDollari 40360 40,980 40,640 ISLpund 46,059 46,195 47,132 1 Kan. dollari 30,916 31,007 30,759 IDönskkr. 3,6105 3,6211 3,6056 1 Norsk kr. 4,4541 4,4672 4,4681 ISenskkr. 4,4872 43003 43249 IFLmnrk 6,1555 6,1735 63160 1 Fr. franki 43111 43234 43125 1 Beig. franki 0,6440 0,6459 0,6434 I St. franki 153378 153829 15,6428 1 lioll. gyUini 11,4182 11,4517 11,4157 IV-þmark 12,9038 12,9417 12,9006 lÍLiíra 0,02099 0,02105 0,02095 1 Austun. sch. 13368 13422 13377 1 Port escudo 03383 03390 03394 lSp.peseti 03334 03340 03339 1 Jap. yen 0,160% 0,16143 0,16228 1 írskt pund SDR. (SérsL 40,104 40322 40354 dráttarr.) 393425 39,9595 Beig.fr. 0,6412 0,6431 INNLÁNSVEXTIR: Sparisjóðtbaskur___________________ 24,00% Sparisjóðsreikningar með 3ja mánaða uppsögn Alþýðubankinn.............. 27,00% Búnaöarbankinn............... 27,00% Iðnaðarbankinn1*............. 27,00% Landsbankinn................. 27,00% Samvinnubankinn.............. 27,00% Sparisjóðir3*................ 27,00% Utvegsbankinn................ 26,00% Verzlunarbankinn............. 27,00% með 6 mánaða uppsðgn Alþýöubankinn................ 30,00% Búnaöarbankinn............... 31,50% lönaöarbankinn1*............. 36,00% Samvinnubankinn............. 31,50% Sparisjóöir3*................ 31,50% Útvegsbankinn................ 29,00% Verzlunarbankinn............. 30,00% með 12 mánaða upptögn Alþýöubankinn................ 32,00% Landsbankinn................. 31,50% Sparisjóöir3*................ 32,50% Utvegsbankinn.................31,00% með 18 mánaða uppsðgn Búnaöarbankinn............... 34,00% Innlánsskírteini Alþýöubankinn................ 30,00% Búnaöarbankinn................31,50% Landsbankinn..................31,50% Samvinnubankinn...............31,50% Sparisjóöir.................. 31,50% Útvegsbankinn................ 30,50% Verðtryggðir reikningar miðað við lánskjaravisitölu með 3ja mánaða uppsðgn Alþýðubankinn................. 4,00% Búnaöarbankinn................ 2,50% lönaðarbankinn'*.............. 0,00% Landsbankinn................... 230% Samvinnubankinn............... 1,00% Sparisjóöir3'................. 1,00% Útvegsbankinn................. 1,00% Verzlunarbankinn.............. 1,00% með 6 mánaða uppsögn Alþýðubankinn................. 6,50% Búnaðarbankinn................ 3,50% lönaöarbankinn1*.............. 3,50% Landsbankinn................... 330% Samvinnubankinn............... 3,50% Sparisjóöir3'................. 3,50% Útvegsbankinn................. 2,00% Verzlunarbankinn.............. 2,00% Ávisana- og hlaupareikningar Alþýöubankinn — ávisanareikningar....... 22,00% — hlaupareikningar........ 16,00% Búnaöarbankinn................ 18,00% lönaöarbankinn................ 19,00% Landsbankinn.................. 19,00% Samvinnubankinn — ávisanareikningar....... 19,00% — hlaupareikningar........ 12,00% Sparisjóöir...................18,00% Útvegsbankinn................. 19,00% Verzlunarbankinn..............19,00% Stjömureikningar. Alþýðubankinn2*............... 8,00% Alþýöubankinn..................9,00% Safnlán — heimilislán — IB-lán — plúslán með 3ja til 5 mánaða bindingu lönaðarbankinn................ 27,00% Landsbankinn.................. 27,00% Sparisjóðir................... 27,00% Samvinnubankinn............... 27,00% Útvegsbankínn................ 26,00% Verzlunarbankinn.............. 27,00% 6 mánaða bindingu eða lengur lönaöarbankinn................ 30,00% Landsbankinn.................. 27,00% Sparisjóöir................... 30,00% Útvegsbankinn..................29,0% Verzlunarbankinn.............. 30,00% Kjörbók Landsbankans: Nafnvextir á Kjörbók eru 35% á ári. Innstæöur eru óbundnar en af utborgaöri fjárhæö er dregin vaxtaleiörétting 2,1%. Þó ekki af vöxt- um liöins árs. Vaxtafærsla er um áramót. Ef ávöxtun á 6 mánaöa visitölutryggðum reikn- ingi aö viðbættum 3,50% ársvöxtum er hærri gildir hún. Kaskó-reikningur Verzlunarbankinn tryggir að innstæður á kaskó-reikning- um njóti beztu ávöxtunar sem bankinn býöur á hverjum tíma. Sparibók með sérvöxtum hjá Búnaðarbank- anum: Nafnvextir eru 35,0% á ári. Innistæöur eru óbundnar, en dregin er 1,8% vaxtaleiörétting frá úttektarupphasð. Vextir liöins árs eru undanþegnir vaxtaleið- réttingu. Vaxtafærsla er um áramót. Geröur er samanburöur viö ávöxtun 3ja mánaöa verö- tryggöra reikninga og reynist hún betri, er avöxtunin hækkuö sem nemur mismuninum. Ársávöxtun 18 mánaóa reiknmga er borin saman vö ávöxtun 6 mánaöa verötryggöra reikninga. Vaxtafærsla tvisvar á ári. Spariveltureikningar Samvinnubankinn.............. 24,00% Innlendir gjaldeyrisreikningar Bandaríkjadollar Alþýðubankinn................. 9,50% Búnaöarbankinn.................8,00% lönaöarbankinn.................8,00% Landsbankinn.................. 7,00% Samvinnubankinn............... 7,00% Sparisjóðir....................8,00% Útvegsbankinn..................7,00% Verzlunarbankinn...............7,00% Sterlingspund Alþýöubankinn..................9,50% Búnaöarbankinn............... 8,50% lönaöarbankinn.................8,00% Landsbankinn...................8,00% Samvinnubankinn................8,00% Sparisjóöir................... 8,50% Utvegsbankinn..................8,00% Verzlunarbankinn...............8,00% Vestur-þýsk mörk Alþýöubankinn..................4,00% Búnaöarbankinn.................4,00% lönaöarbankinn.................4,00% Landsbankinn...................4,00% Samvinnubankinn............... 4,00% Sparisjóöir....................4,00% Útvegsbankinn..................4,00% Verzlunarbankinn...............4,00% Danskar krónur Alþýöubankinn................. 9,50% Búnaöarbankinn.................8,50% lönaöarbankinn.................8,00% Landsbankinn.................. 8,50% Samvinnubankinn................8,50% Sparisjóöir....................8,50% Útvegsbankinn..................8,50% Verzlunarbankinn...............8,50% 1) Mánaðartega er borin saman ársávöxtun á verðtryggðum og óverðtryggðum Bónus- reikningum. Áunnir vextir verða leiðréttir í byrjun næsta mánaðar, þannig að ávöxtun verði mtðuð viö það reikningsform, sem hærri ávöxtun ber á hverjum túna. 2) Stjömureikningar eru verðtryggðir og geta þeir sem annað hvort eru eldri en 64 ára eða yngri en 16 ára stofnað slíka reikninga. 3) Trompreikningar. Innlegg óhreyft í 6 mánuði eöa lengur vaxtakjðr borin saman viö ávðxtun 6 mánaöa verðtryggöra reikn- inga og hagstaðari kjðrin valin. ÚTLÁNSVEXTIR: Ahnennir vixlar, torvextir.................... Viöskiptavixlar Alþýðubankinn 31,00% 32,00% Landsbankinn 3230% Búnaöarbankinn 32,00% 32,00% lönaöarbankinn Sparisjóðir 32,00% 30,00% 32,00%** Samvinnubankinn Verzlunarbankinn Yflrdráttarién at hlaupareikningum: Viðskiptabankarnir 32,00% Sparisióöir 25,00% tyrir innlendan markaö_______________ 24,00% lán í SDR vegna útflutningsframl.__ 9,50% Skuldabréf, ahnenn:__________________ 34,00% Viöskiptaskuldabréf:_________________ 34,00% vefoiryggo lan mioao vio lánskjaravísitölu í allt aö 2% ár.......................... 4% lengur en 2V4 ár......................... 5% Vanskilavextir_________________________ 303% Óverðtryggð skuldabréf útgefin fyrir 11.08/84............... 25,80% Lífeyrissjóðslán: Lífeyrissjóöur starfsmanna ríkisins: Lánsupphæö er nú 300 þúsund krónur og er lániö visitölubundiö meö láns- kjaravisitölu, en ársvextir eru 5%. Lánstimi er allt aö 25 ár, en getur veriö skemmri, óski lántakandi þess, og eins ef eign sú, sem veö er i er lítilfjörleg, þá getur sjóöurinn stytt lánstímann. Líteyrissjóöur verzlunarmanna: Lánsupphæö er nú eftir 3ja ára aöild aö lífeyrissjóönum 144.000 krónur, en fyrir hvern ársfjóróung umfram 3 ár bætast viö lániö 12.000 krónur, unz sjóösfélagi hefur náö 5 ára aöild aö sjóðnum. Á timabilinu frá 5 til 10 ára sjóösaöild bætast viö höfuöstól leyfilegrar láns- upphæöar 6.000 krónur á hverjum árs- fjóröungi, en eftir 10 ára sjóösaöild er lánsupphæöin oröin 360.000 krónur. Eftir 10 ára aóild bætast viö 3.000 krón- ur tyrir hvern ársfjóröung sem liöur. Því er í raun ekkert hámarkslán í sjóönum. Höfuöstóll lánsins er tryggöur meö lánskjaravisitölu, en lánsupphæöin ber nú 5% ársvexti. Lánstíminn er 10 til 32 ár aö vali lántakanda. Lánskjaraviaitalan fyrir jan. 1985 er 1006 stig en var fyrir des. 959 stig. Hækkun milli mánaöanna er 4,9%. Miö- aö er viö vísitöluna 100 í júní 1979. Byggingaviaitala fyrir jan. til mars 1985 er 185 stig og er þá miöaó vió 100 í janúar 1983. Handhafaakuldabréf i fasteigna- viöskiptum. Algengustu ársvextir 18-20%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.