Morgunblaðið - 22.01.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.01.1985, Blaðsíða 23
Kína: MORGUNBLADID, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANtJAR 1985 23 Fólk bíður í röðum eftir að kaupa íbúðir sem einkaaðili byggir Peking, 21. jaoúar. AP. KAUPENDUR bíða nú í röðum eftir að tryggja sér húsnæði sem einkafyrir- tæki í borginni Zhengzhou í Henan-héraði hefur byggt, að því er hin opinbera fréttastofa, Xinhua, sagði á sunnudag. „Við munum selja húsnæði á lægra verði en ríkið," var haft eft- ir Li Jinan, 30 ára gömlum fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins. Li vann við byggingarvinnu, en efnaðist á rekstri veitingastofu og kjúklingabús, þegar hið opinbera rýmkaði um athafnafrelsi ein- staklinga. Hann stofnaði byggingafyrir- tæki ásamt sjö öðrum verktökum úr strjálbýlinu og hóf að byggja í bæjum og borgum. Hjá fyrirtækinu starfa nú um 1.000 manns og úthlutaði Zheng- zhou-borg því ókeypis landsvæði til að byggja á um 1.300 íbúðir á þessu ári. „Fjölmargir borgarbúa hafa leitað eftir að fá að kaupa þessar íbúðir fyrirfram," sagði Xinhua, „og margir vilja eignast hlut í fyrirtækinu". AP/SImamynd Bræður munu berjast... Joshua Nkomo, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Zimbabwe, boðaði fyrir nokkrum dögum fréttamenn á sinn fund og sýndi þeim hvernig bfllinn hans, brynvarinn Mercedes Benz, leit út eftir að áhangendur Roberts Mugabes, forsætisráðherra, réðust á hann með grjótkasti í þorpinu Masvingo í Suður-Zimbabwe, Segir Nkomo, að þeir hafí ætlað að ráða sig af dögum og er þá illa komið fyrir frelsishetjunum, sem einu sinni börðust saman fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Japanir vilja ekki kvenslökkvistjóra en staða kvenna hefur batnað á áratugnum Tókýó, 21. janúar. AP. SAMKVÆMT niðurstöðum skoðanakönnunar um stöðu kvenna í Japan sem var birt í dag, hefur hún batnað stórlega síðustu tíu árin. Skoðanakönnunin var framkvæmd á vegum forsætisráðuneytisins og í henni var einnig leitað eftir afstöðu karla til kvenna varðandi þátttöku í störfum sem hingað til hefur einkum verið gegnt af karlmönnum. í Ijós kom að menn vilja ekki að konur verði slökkviliðsstjórar né heldur geta þeir hugsað sér konu sem flugstjóra á millilandaflugleið- um. Áttatíu prósent þeirra sem spurðir voru nú í lok kvennaára- tugarins töldu að staða konunnar hefði styrkst mjög vegna athafna og áróðurs Sameinuðu þjóðanna á liðnum áratug. Yfirleitt voru menn dús við að kona gegndi störfum sem forstjóri í stórfyr- irtækjum svo fremi hún væri því starfi vaxin og vaxandi fylgi var við þátttöku kvenna í stjórnmál. Hins vegar var augljós andúð á því að kona gegndi starfi ríkis- saksóknara eða fangelsisstjóra, auk þeirra starfa sem áður voru nefnd. Um fimmtíu prósent töldu að mikil breyting á viðhorfi til stöðu konunnar almennt hefði orðið í landinu á síðustu tíu ár- W/ ERLENT, um, en þó var viðurkennt að það kynni að vera enn svo að konur þyrftu öllu fremur að sanna hæfni sína í ýmis ábyrgðarstörf en karlar og með þeim væri fylgst af meiri gagnrýni. Hins vegar álitu menn að þetta væri einnig að breytast til hins betri vegar. ÞÓRÐARHÚS Trésmlðia Þörðar Tangagölu i 900 Vestmannaey]um s 98 2640 Viö kynnum nidarbergene W ^ 9 Laban Seigmenn 5-MINUTT súkkulaðihúðað kex i TROIKA GULLBR0D súkkulaði með súkkulaði með marsipani, brúnu kremi' marsipanfyllingu og hlaupi. , KLIN KOKOS súkkulaði með kókosfyllingu CAN CAN,} fylltir kohfekl STRATOS SPESIAL mjólkursúkkulaði TROFFEL súkkulaði með kremfyllingu, j ristuðum heifl BRAVO N0TT súkkulaði með heilum hnetum 'jt LAKRIsfeftFER lakkrísbátar 1 LABAN SEIGMENN sykurhúðað hlaup BARNETIMEN blandað bamasælgæti KARANAM súkkulaðikö r með ;nk ngu ÍfMáJ karamellufy mm iEzi TilMHN EKTE KAMFER brjóstsykur með I iiinfiimlii rin»ái — SYRLIGE DROPS brjóstsykur með ávaxtabragði --- tyrCk*' BRINGEBÆR brjóstsykur með bvingeberjabragði CANDY fylltur brjóstsykur ■ ...og miklu ódýrara.” Heildsölubirgðir: EHHRí . , simi 82700 H F

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.