Morgunblaðið - 22.01.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.01.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 22. JANtJAR 1985 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guómundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Agúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakiö. Stjórnarandstaða Morgunblaðsins NT, málgagn framsóknar- manna og forsætisráð- herra, segir í forystugrein á Iaugardaginn, að ekki verði „betur séð en að Morgunblað- ið sé lagst í stjórnarandstöðu og ætli á næstu vikum og mánuðum að grafa undan stjórninni". Hvað veldur því að NT kemst nú að þessari niðurstöðu? Jú, ástæðan er sú, að Morgunblaðið birti á fimmtudaginn frétt sem byggð var á hugmyndum Steingríms Hermannssonar, forsætisráðherra, um efna- hagsaðgerðir, þar sem megin- áhersla er lögð á skattahækk- anir. Þá skýrði Morgunblaðið frá því að þingflokkur sjálf- stæðismanna teldi þessar hugmyndir ekki hæfar sem umræðugrundvöll. Strax á fimmtudag byrjaði forsætisráðherra að bera þessar hugmyndir sínar til baka í hljóðvarpsfréttum og síðan í blöðum á föstudaginn. Kjarninn í máli forsætisráð- herra var sá, að Morgunblaðið færi með rangt mál. NT bygg- ir á þessum málflutningi í forystugrein sinni á laugar- daginn því til stuðnings að Morgunblaðið sé „lagst í stjórnarandstöðu". Eins og lesendur Morgunblaðsins vita sá blaðið sig knúið til þess á laugardaginn að birta orð- rétta kafla úr skriflegum hugmyndum Steingríms Her- mannssonar til að sýna fram á skattahækkunaráformin. Telji forsætisráðherra þessa kafla gefa alranga mynd af tillögum sínum er hér með skorað á hann að birta plagg- ið í heild, svo að alþjóð geti dæmt um þau áhersluatriði sem þar er að finna. Að því er varðar afstöðu Morgunblaðsins til ríkis- stjórnar Steingríms Her- mannssonar verður að segja hvern hlut eins og hann er: Það er furðuleg niðurstaða hjá NT, málgagni forsætis- ráðherra, að álykta sem svo að fréttir um hugmyndir for- sætisráðherra um nýja efna- hagsstefnu séu til marks um stjórnarandstöðu hjá dag- blaði. Hér á þessum stað hef- ur áður verið á það minnst, að enginn geti með rökum haldið því fram að forsætisráðherra sé í andstöðu við ríkisstjórn sína. NT gefur nú svo sterk- lega til kynna að þessi full- yrðing Morgunblaðsins sé röng, að menn standa kannski frammi fyrir einhverri furðu- legustu þversögn í íslenskri stjórnmálasögu. Morgunblaðið hefur verið sjálfu sér samkvæmt í afstöð- unni til ríkisstjórnar Stein- gríms Hermannssonar og mun halda áfram að vera það. Blaðið fagnar og styður það sem vel er gert en gagnrýnir hitt sem miður fer. Morgun- blaðið hefur ekki valið sama kost og NT að ræða fremur um menn en málefni þessarar ríkisstjórnar. Hugmyndir Steingríms Hermannssonar eru fréttnæmar vegna þeirra sjónarmiða sem þar koma fram. Á hitt á eftir að reyna, hvort forsætisráðherra getur hrundið þeim í framkvæmd. Kerfis- sjónarmið kaupmanna Fáir hafa viljað láta meira til sín taka þegar frelsi og minni ríkisafskipti ber á góma en Verslunarráð ís- lands. Hefur það af mörgum verið talið í broddi fylkingar hjá þeim sem berjast fyrir niðurskurði á hinu opinbera stjórnkerfi. Á döfinni hafa verið tillög- ur sem miða að því að fækka ráðuneytum í því skyni að gera stjórn ríkisins markviss- ari. Ætla mætti að þessar til- lögur nytu stuðnings þeirra sem vilja sem minnst ríkis- afskipti. Nú hefur sam- starfsráð Félags ísl. stór- kaupmanna, Kaupmanna- samtaka íslands og Verslun- arráðs íslands ályktað á þann veg að ekki beri að leggja viðskiptaráðuneytið niður, það sé svo mikilvægt „fag- ráðuneyti". Vilji kaupmenn beita sér sem þrýstihópur hafa þeir jafnan snúið sér fyrst til viðskiptaráðuneytisins. Nú mega þeir ekki til þess hugsa að nokkur breyting verði á að- stöðunni að þessu leyti, þeir eru með sömu kerfissjónar- mið og aðrir þegar rætt er um breytingar á þeirra „fagráðu- neyti". Ofurtrúin á forsjá ríkisins er mikil hér á landi eins og þessi ályktun kaupmanna staðfestir. Verður þess vafa- lítið ekki langt að bíða, úr því kaupmenn hafa riðið á vaðið að fleiri þrýstihópar gagnvart viðskiptaráðuneytinu láti til sín heyra, „fagi“ sínu til varn- ar. „Þetta hefur alltaf verið minn draumur“ — segir Ingibjörg Jóhannsdóttir, sem sett hefur á stofn þjónustubýli aldraðra á Blesastöðum í Skeiðahreppi „HUGMYNDIN að þvf að setja á stofn svona heimili vaknaði eiginlega strax í bernsku og þetta hefur alla tíð verið minn draumur," sagði húsfreyj- an i Blesastöðum, Ingibjörg Jó- hannsdóttir, er hún tók á móti okkur í vistlegum húsakynnum sínum, þar sem hún hefur af myndarskap sett á stofn þjónustubýli fyrír aldraða. Bksastaðir eru í Skeiðahreppi I Árnessýslu, og hefur Ingibjörg búið á jörðinni alla sína búskapartíð. Eigin- maður hennar, Hermann Guð- mundsson, var borinn og barnfæddur á Blesastöðum, en hann lést fyrir fjórum árum. „Við hjónin höfðum ákveðið að byggja þetta hús og reka hér svona þjónustubýli fyrir aldraða. Það var þó ekki fyrr en núna sem þetta varð að veruieika, en húsið var vígt 25. nóvember síðastliðinn," sagði Ingibjörg um leið og við tylltum okkur í hlýlegri setustofunni. „Ég seldi jörðina dugnaðarfólki úr Kópavogi, og hélt eftir 16 hektur- um, en hér á Blesastöðum er þrí- býli fyrir utan þetta hús. Þetta rúmar að vísu ekki marga vist- menn, nú eru hérna fjórar konur, og þá fyrstu, sem ég var búin að hafa í tvö ár, tók ég með mér þegar ég flutti. Tvær í viðbót eru svo væntanlegar og þá verður ekki pláss fyrir fleiri í bráð.“ Ingibjörg gekk með okkur um húsið, sem er 200 fermetrar að gólffleti, byggt úr fallegum viði og klætt innan með furu. „Mér líður afskaplega vel í þessu húsi, og ég held að það sé betra að vera í svona timburhúsi en steinhúsi," sagði Ingibjörg. í eldhúsinu var sænsk stúlka, Ann Maria, að ljúka við uppþvottinn, en hún aðstoðar Ingi- björgu við húsverkin hálfan dag- inn. Hún hefur dvalið hér á landi síðan í sumar og kann vel við sig á Blesastöðum. Aðspurð kvaðst Ingibjörg ekki njóta neinna opinberra styrkja i þessu framtaki sínu, enda hefði hún ekki farið fram á slíkt. „Ég segi nú ekki að ég hafi kannski ekki þurft á því að halda. Framkvæmdir hafa tafist svolítið þar sem ég hef ekki haft nægilegt fjármagn til að ganga endanlega frá þessu. Það er margt sem á eftir að gera, til dæm- is þarf að endurnýja húsgögnin á Séð yfir setustofuna. Kaupsýsluíslei eftir Baldur Jónsson í ritstjórnargrein í Morgunblað- inu 12. janúar sl. var fundið að því, að nú væri farið að auglýsa keilu- spil í blaðinu og haft um það nýtt orð eða „réttara sagt orðskrípið „bóling““, eins og komist er að orði. 16. janúar birtist grein í blaðinu undir fyrirsögninni „Keila skal það heita". Þar er haft eftir aug- lýsandanum, Jóni Hjaltasyni, að íþróttin heiti „keila", sögnin verði því „að keila“ og „keilari“ heiti sá sem leikur. Þar er einnig greint frá því, að auglýsandi hafi leitað til íslenskrar málnefndar, en ekki fengið svar fyrr en sex mánuðum síðar. Frá þessum viðskiptum er skýrt í ritstjórnargrein í Morgunblaðinu í dag, 20. janúar, og gefið í skyn, að nú sé illa komið vegna seina- gangs nefndarinnar. Við skulum líta aðeins betur á þetta mál. Þegar Jón Hjaltason ritaði bréf sitt til málnefndarinnar 26. júní 1984, höfðum við áður talað saman í síma. Þá skýrði ég honum frá því, að orðið „bóling" kæmi ekki til greina að minni hyggju. Þetta kemur fram í bréfi mínu til með- nefndarmanna minna, dags. 4. júlí 1984, þar sem skýrt er frá erindi Jóns, en það var ekki bundið við orð yfir keiluspil, heldur var einn- ig spurt um íslenskar þýðingar á e. squash bail og racquet ball. Eins og allir vita, var til í upp- hafi þessara viðskipta a.m.k. eitt vel þekkt íslenskt heiti á þeim leik, sem nú er sérstaklega gerður að umtalsefni, þ.e. orðið keiluspil. Því var aldrei um það að ræða, að íslenskt heiti skorti algerlega, heldur hvort finna mætti annað, sem bréfritari gæti betur sætt sig við. Málið var nú ekki brýnna en Baldur Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.