Morgunblaðið - 22.01.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.01.1985, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1985 Rafmagnsveitur Reykjavíkur: Fast gjald á almenna raf- magnsnotkun og afltaxta — m.a. til að fækka mælum í borginni Á FUNDI borgarstjórnar á fimmtudaginn var samþykkt að taka upp fast árlegt gjald í gjaldskrá Rafmagnsveitu Reykjavíkur á taxta yfir almenna notkun rafmagns og svokallaöan afltaxta, sem eingöngu er heimilaður nokkrum stórnotendum rafmagns. Sigurjón Fjeldsted, formaður stjórnar veitustofnana, sagði að Rafmagnsveitur Reykjavíkur hefðu stefnt að þessari breytingu allt frá 1977. Það væri samdóma álit for- svarsmanna rafveitna að gjaldskrá eigi að endurspegla kostnaðinn við að framleiða og dreifa raforku á þann hátt að hver notandi greiði þann kostnað sem hann stofnar til með raforkunotkun sinni. Lang- flestar rafmagnsveitur hefðu sett á fastagjald. Við upptöku gjaldsins myndu tekjur RR ekki breytast. Með fastagjaldinu kostar kílówatt- stundin 3,60 krónur, en án þess þyfti hún að kosta 3,88 krónur. Notandi með 5000 kílówattstundir «§■ Afgreiðsla ‘ — konur Okkur vantar sjálfboöaliöa til afgreiöslustarfa í sölubúöum okkar. Um er aö ræöa ca. 3 klst. hálfsmánaöariega. Upplýsingar: Sölubúð Borgarspítala kl. 9—12 f.h. sími 36680 Sölubúö Landspítala kl. 9—12 f.h. simi 29000 (501) Sölubúö Landakotsspítala kl. 7—8 e.h. sími 36817 Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauöa kross íslands. ^Dale . Larneeie námskeiðið Kynningarfundur veröur haldinn fimmtudaginn 24. janúar kl. 20.30 aö Síöumúla 35, uppi. Allir velkomnir. Námskeiöiö getur hjálpaö þór: + Aö öölast meiri trú á sjálfan þig og hæfileika þína + Aö byggja upp jákvæöara viöhorf gagnvart lífinu. + Aö ná betri samvinnu viö starfsfélaga, fjölskyldu og vini. + Aö þjálfa minniö á nöfn, andlit og staö- reyndir. + Aö ná betra valdi á sjálfum þér í ræöu- mennsku. + Aö eiga auöveldara meö aö hitta nýtt fólk og mæta nýjum verkefnum. + Aö veröa hæfari í því aö fá örvandi samvinnu frá öörum. + Aö ná meira valdi yfir áhyggjum og kvíöa í daglegu lífi. + Aö meta eigin hæfileika og setja þér ný, persónuleg markmiö. + Carnegie-námskeiöin eru kennd í 62 löndum og metin til háskólanáms í Bandaríkjunum. Fjárfesting í menntun skilar þér aröi ævilangt. 82411 Einkaleyfi á isiandi STJÓRNUNARSKÓLINN á ári greiddi eftir þetta óbreytt heildargjald, en þeir sem nota meira lækkuðu. Þeir sem eru með lægri notkun þyrftu að greiða frá tæpum 5 krónum á mánuði upp í 108 krónur. Viðmiðunarfjölskyldan þyrfti að greiða aukalega 35 krónur á mánuði. Ávinningur RR með þessu fasta- gjaldi væri annars vegar að kostn- aðarrétta notkunina og í öðru lagi myndi mælum fækka þegar fram í sækir, en áætlað væri að þeim mætti fækka um 2—3 þúsund á næstu árum. Slíkar breytingar hefðu oft van- kanta í för með sér, en notendur á bilinu 700—1400 kílówattstundir á ári yrðu fyrir hækkun á bilinu 70—90 krónur á mánuði, en ætla mætti að í þeim hópi væru ein- staklingar og ellilífeyrisþegar. Ihuga þyrfti hvort hægt sé að koma til móts við þá, sem telja að sér sé íþyngt með þeirri hækkun. Borgarfulltrúar Kvennaframboðs- ins, Framsóknarflokks, og Alþýðu- bandalagsins lýstu andstöðu sinni við upptöku þessa fastagjalds með vísan til þess að það hefði í för með sér hækkun á rafmagnsverði til þeirra, sem minnst nota rafmagn og minnsta burði hafa til að mæta þeirri hækkun. En lækkun yrði hjá stórnotendum rafmangs í borginni. Sagði Sigurjón að það gæti varla talist óeðlilegt að stórnotendur nytu þeirra miklu viðskipta sem þeir ættu við RR. Tillögu Kvennaframboðsins um að þeir sem nytu óskertrar tekju- tryggingar yrðu undanþegnir fastagjaldinu og um að stjórn veitustofnana sæi um að kynna notendum RR hvað þessi breyting þýddi og hvernig draga mætti úr aukakostnaði sem af henni leiddi, var samhljóða vísað til stjórnar veitustofnana. Morgunblaðið/Bjarni Hrogn og lifur Nú er vetrarvertíðin að hefjast og samfara henni hefst í fiskbúðirnar og ekki er hægt að neita því að hrogna- önnur vertíð á matborðum landsmanna. Gota og lifur pokinn, scm afgreiðslumaðurinn er að handfjatla, er þykir nefnilega herramannsmatur meðal margra og vel bústinn og virðist vidskiptavinurinn vel geta sætt þá einkanlega úr þorskinum. Lostætið er þegar komið sig við hann. Loðnuveiðin síðustu viku GÓÐ loðnuveiði var síðastliðinn fimmtudag, en þá tilkynntu 22 skip um afla, samtals 15.030 lestir. A miðvikudag varð heildaraflinn 8.060 lestir, á föstudag varð hann 6.310 lestir en á laugardag var engin veiði. Um áramót voru komnar um 425.000 lestir á land og síðan þá hafa um 70.000 lestir veiðzt. Aflinn er því að nálgast hálfa milljón lesta síðan veiðar hófust í haust, en leyfilegur heildarafli nú er tæpar 600.000 lest- Að undanförnu hefur veiðin ver- ið út af Þistilfirði, en loðnan er nú komin á ferð austur og suður um og hefur veiðin því nú síðast verið austur af Langanesi. A miðvikudag tilkynntu eftir- talin skip um afla: Súlan EA, 780, Harpa RE, 620, Pétur Jónsson RE, 770, Jöfur KE, 460, ísleifur VE, 730, Albert GK, 600, Þórshamar GK, 600, Skarðsvík SH, 540, Sig- hvatur Bjarnason VE, 650, Beitir NK, 1.340, Erling KE, 450 og Helga II RE, 520. Á fimmtudag tilkynntu eftirtal- in skip um afla: Magnús NK, 540, Þórður Jónasson EA, 500, Heima- ey VE, 430, Guðmundur ólafur ÓF, 610, Hrafn GK, 420, Dagfari ÞH, 500, Ljósfari RE, 250, Bjarni Ólafsson AK, 1.150, Sjávarborg GK, 760, Gullberg VE, 610, Húna- röst ÁR, 620, Víkingur AK, 1.350, Fífill GK, 600, Huginn VE, 600, Gísli Arni RE, 500, Sigurður RE, 1.200, Sæberg SU, 640, Keflvíking- ur KE, 530, Kap II VE, 700, Guð- mundur RE, 900 og Börkur NK, 1.100. Á föstudag tilkynntu eftirtalin skip um afla: Erling KE, 430, Al- bert GK, 600, Jöfur KE, 400, Harpa RE, 530, Gígja RE 250, Heimaey VE, 3 50, Guðmundur Ólafur ÓF, 230, Þórður Jónasson EA, 320, Þórshamar GK, 300, Skarðsvík SH, 150, Hilmir SU, 1.000, Gullberg VE, 250, Súlan EA, 470, Helga II RE, 230, Jón Kjart- ansson SU, 400 og Beitir NK 400 lestir. Áður hefur verið getið veiði fyrri hluta vikunnar. Fasteignamat hækkaði um fjórðung í ár FASTEIGNAMAT hefur hækkað um fjórðung í ir frá fyrra ári. Að sögn Stefáns Ingólfssonar, verkfræðings hjá Fasteignamati ríkisins, er fasteignamat mjög mis- munandi eftir landshlutum og getur munað allt að helmingi. Sem dæmi % /k Höfóartil .fólks í öllum starfsgreinum! DALE CARNEGIE namskeiðin Konráö Adolphsson má nefna, að 226 m2 steinsteypt ein- býlishús í Fossvogi í Reykjavík er metið á rúmlega 4,6 milljónir króna, en á Akureyri er tveggja hæða steinsteypt hús, sem er 251 m2 að stærð metið á 2,869 milljónir. Á Siglufirði er rúmlega 250 fermetra steinsteypt hús metið á 13 milljónir. Steinsteypt einbýlishús f Vest- mannaeyjum, 150 m2 að stærð kost- ar sama og 80 m2 þriggja herbergja íbúð í Breiðholti, eða um 1,4—1,5 milljónir króna. „Fasteignamatið fer eftir þeim upplýsingum sem koma fram á kaupsamningum um söluverð eigna og er því eins „kapitalískt" og hægt er að hugsa sér,“ sagði Stefán. „Lægsta fasteignamatið er í þeim sveitarfélögum sem eru að fara í eyði og sala þar er þvi engin. I stærri þéttbýlisstöðum, t.d. Reykjavík, Akureyri og Keflavík er salan jöfn og þétt og þaðan höf- um við góðar upplýsingar. Mikið af eignum úti á landi er hins vegar metið með samanburði við aðrar eignir svipaðs eðlis. Jarðir er t.d. erfitt að meta, því oft eru þær seldar með margra ára millibili og þá jafnvel innan sömu fjölskyld- unnar, svo kaupsamning er ekki gott að leggja til grundvallar fast- eignamati." Sem dæmi um mat á jörðum má nefna, að vel hýst jörð I Borgar- firði, sem er 43 hektarar að stærð og ýmis hlunnindi fylgja, t.d. lax- og silungsveiði, er metin á tæpar 3,6 milljónir króna. Einbýlishús í Hafnarfirði, sem er 180 m2 á einni hæð, er metið á tæpar 3,4 milljón- ir. í lokin má geta þess að jafn stórt hús í Stykkishólmi er metið á 1,4 milljónir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.