Morgunblaðið - 22.01.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.01.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1985 15 Sigurborg AK 375. Scmundur Halldórsson skipstjóri ( brú Sigurborgar. Skilyrðin í sjónum mun betri en áður — Rætt við Sæmund Halldórsson skipstjóra á Sigurborgu AK 375 AknMsi, 17. janúr. TVEIR stórir bátar eru gerðir út á línuveiðar frá Akranesi og hefur afli þeirra verrð sæmilegur. Bátarnir Skírnir og Sigurborg róa með tvo ganga af bjóðum (80 bjóð) enda er oft löng sigling á miðin sem eru í Jökuldýpinu eða Kolluálnum. Við ræddum við Sæmund Hall- dórsson skipstjóra á Sigurborgu og spurðum hann um aflabrögð og hvernig vertíðin legðist í hann. — Aflinn hjá okkur hefur verið misjafn en sumir bátar hafa verið að fá ágætan afla að undanförnu bæði í Jökuldýpinu og Kolluáln- um. Skilyrðin í sjónum eru nú mun betri en verið hafa á undan- förnum árum. Nú er yfir 6° hiti þar sem við höfum verið. Eins er sá fiskur sem við höfum fengið mjög vænn og því er ég frekar bjartsýnn á þessa vertíð. Aðspurður um reynslu hans af kvótakerfinu sagði Sæmundur: — Ég er alveg sammála því að það þarf að hafa stjórn á fiskveið- unum en það mátti deila um það í upphafi hvernig afla var skipt. Sérstaklega átti þetta við um það þegar skipstjóraskipti urðu á bát- um. Þá var reiknuð meðaltalsveiði bátsins þrjú ár þar á undan. Mér finnst ég hafa goldið fyrir það og það á við um fléiri. Nú vekur það athygli að aðeins tveir stærri bátar frá Akranesi stunda hinar hefðbundnu vertíð- arveiðar. Hvar endar þetta? — Þetta er ekki góð þróun. Fjórir bátar hafa verið seldir eða leigðir nú á rösku ári. Ég veit ekki hvert stefnir í þessum málum, alla vega hefur ekkert komið í stað þessara skipa. Én þessi floti sem eftir er eru mjög vel búin skip og maður vonar að þessari þróun verði snúið við sem fyrgt. Nokkuð að lokum? — Það sem er í dag okkar mesta áhyggjuefni er að geta mannað skipin að fullu með mönnum með full réttindi. Launa- kjör þessara manna á skipunum eru það lág að mun betur launuð störf finnast í landi. Við hðfum verið blessunarlega lausir við þennan vanda hingað til en nú vantar okkur stýrimann, og ef það er satt að binda eigi þau skip við landfestar sem ekki hafa réttinda- menn við stjórnvölinn líta þessi mál illa út, sagði Sæmundur Hall- dórsson skipstjóri. JG. Kjarvalsstaðir: Breyting- um á lofti og lýsingu frestað NÚ hefur verió ákveðið að fresta framkvæmdum við breytingar á lofti og lýsingu í sýningarsöium Kjar- valsstaða til áramóta 1985—1986. Frá upphafi hafa sýnendur á Kjar- valsstöðum verið óánægðir með þcssi atriði. Ástæðan fyrir frestun- inni er sú að vegna verkfallsins í haust bárust útboðsgögn ekki í tíma. Að sögn Stefáns Hermannsson- ar hjá Borgarverkfræðingi er nú verið að kanna tilboðin sem bár- ust, en þau voru opnuð í desember sl. Upphaflega var áætlað að framkvæmdir yrðu í janúar og febrúar 1985 og voru engar sýn- ingar bókaðar í húsinu á þeim tíma. En vegna fyrrgreindra tafa var ákveðið að fresta framkvæmd- unum. Þóra Kristjánsdóttir listráðu- nautur sagði að engar sýningar væru í húsinu í janúar. Timinn væri notaður til að skipta um rúð- ur og gera við ýmislegt. í febrúar verður Sveinn Björnsson listmál- ari með sýningu. Hann hafði pant- að þennan tíma fyrir löngu síðan en fékk synjun, þar sem húsið átti að vera lokað. Þegar ákveðið var að fresta breytingunum var haft samband við hann og hann ákvað að nota þennan tima, þrátt fyrir stuttan fyrirvara. Sýning hans hefst 2. febrúar og stendur I þrjár vikur. í lok febrúar verða þær Kristjana Guðnadóttir leirlista- maður og Rut Rebekka Sigur- jónsdóttir listmálari með sýn- ingar a Kjarvalsstöðum. reglulega af ölmm fjöldanum! ISÖl -gröfur \W v x l V? / y ■ 2 l v 1 v jA LANDSFRÆG IHÖRKUTÓL gröfurnar hafa fyrir löngu sannað tilverurétt sinn á íslandi. Mikil útbreiðsla þeirra, styrkleiki og ending bera því glöggt vitni. En sérfræðingar JCB halda stöðugt áfram að þróa og endurbæta vélarnar, eins og JCB Dx4 grafan sannar. Hún er frábærlega vel hljóðeinangruð, með opnanlega framskóflu, og hinni ómetanlegu skotbómu fylgja tvær grafskóflur. Auk þess er hægt að fá við hana ótal aukahluti, svo sem lyftaragaffla, kranakróka, götusópa, snjóplóga o.fl. o.fl. Og vegna hagstæðra samninga við JCB-verksmiðjurnar getum við nú boðið JCB gröfurnar á ótrúlega láguverði. Hringið í síma 81555 eða lítið við og leitið nánari upplýsinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.