Morgunblaðið - 22.01.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.01.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANIJAR 1985 21 Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: Verðlaunin veitt fyrir skáld- sögu um lífíð í Austurbotni 9f Saga um átök milli gam- als tíma og nýs, milli karla og kvenna,“ segir Jóhann Hjálmarsson um sögu finnska rithöfundarins Antti Tuuri Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir árið 1985 hafa verið veitt í Ósló finnska skáldsagnahöfundinum Antti Tuuri fyrir skáldsögu hans Pohjammaa, sem í sænskri þýðingu merkir Austurbotn. Skáldsagan kemur út innan skamms í Svíþjóð undir heitinu „En dag í Österbotten“ en hún kom fyrst út í Finnlandi 1982 og vakti þá strax mikla athygli og hefur verið þýdd á fjölmörg mál. Antti Tuuri er fæddist árið 1944 og hef- ur sent frá sér 13 bækur, aðallega skáld- sögur og smásagnasöfn. Hann er verk- fræðingur að mennt og hefur starfað við bóka- og blaðaiðnaðinn og verið formaður finnska rithöfundasambandsins. Jóhann Hjálmarsson var ásamt Heimi Pálssyni fulltrúi fslands í nefndinni, sem úthlutar bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs, og tók hann því góðfúslega þegar blm. Mbl. bað hann um að segja lesendum undan og ofan af efni sögunnar. „Skáldsaga Antti Tuuri fjallar um það fólk, sem býr í Austurbotni, og lýsir lífinu þar, átökum milli gamals og nýs tíma og ekki síst milli karla og kvenna. Austur- botn er skáldsaga, sem byggist mikið á epískri hefð og frásagnaranda og það er Antti Tuuri aðeins ein setning í bókinni, sem er sögð beint, en öll bókin er eins konar lýsing eða frásögn af því, sem aðrir hafa sagt og aðrir hafa gert,“ sagði Jóhann Hjá- lmarsson. „Það er einn af sonunum í stórri fjöl- skyldu, sem er að segja frá degi í Austur- botni. Sagan gerist öll á einum degi og þessi fjölskylda hefur safnast saman til þess að fá fregnir af og skipta með sér arfi eftir afa, sem fluttist til Ameríku. Það kemur bréf í gegnum utanríkisráðu- neytið finnska þar sem því er lýst, að afinn sé látinn og hann skilji eftir sig erfðaskrá, og fólkið safnast saman til að hlýða á erfðaskrána. Arfurinn er raunar ekki mikill en þarna koma saman aðal- lega synirnir og konur þeirra og á þessum eina degi verða mikil átök. Móðir bræðranna segir við þann son- inn, sem segir söguna, að hún biðji hann fyrir alla muni að deyja ekki á undan sér og reyna að halda fjölskyldunni saman og hafa einhverja stjórn á allri óreiðunni, sem einkennir hana. Það, sem gerist á þessum eina degi, er allmikið. Við fáum innsýn í mismuninn á karli og konu, mis- muninn á áhugamálum karla og kvenna. Karlarnir eru frekar stjórnlitlir, fara á fyllerí og aðhafast ýmislegt, sem ekki er alveg eftir uppskrift að góðri fjölskyldu. Það, sem gerist í bókinni, er m.a. það, að einn sonarsonurinn missir augað og einn sonurinn fær hjartaáfall á fylleríi og deyr. Með þessari sögu erum við leidd inn í finnskan hversdagsleika og finnskan raunveruleika. Sagan er á margan hátt ákaflega fyndin og það er t.d. hæðst að karlmennskuímyndinni og það er líka hæðst að konunum en þær koma kannski betur út úr þessu öllu saman en karlmað- urinn því að þeim er frekar að treysta. Það er mikil upprifjun i bókinni um stríð- ið. Karlmennirnir eru með allan hugann við stríðið, við Vetrarstríðið og átökin við Rússa og hvort þeir hafi staðið sig vel þar o.s.frv., en þegar sonurinn kemur heim að lokum eftir að sonarsonurinn er búinn að missa augað og bróðir hans er dáinn þá segir mamman aftur við hann: „Heyrðu mig, þú lofaðir mér því að lifa mig,“ og hann svarar: „Já, ég gerði það og ég skal gera mitt besta." Frekari heimildir um þessa sögu eru í Lesbókinni 26. maí 1984 en þar er viðtal við Antti Tuuri eftir Jóhann Hjálmarss- on og smásaga eftir hann, sem Heimir Pálsson þýddi úr sænsku en gerist á ís- landi. Þess má að lokum geta, að Antti Tuuri er aðdáandi Islendingasagna, einkum Laxdælu, sem hann dáist mjög að. Þá kann hann einnig vel að meta Haildór Laxness og Gunnar Gunnarsson. Hann hefur skrifað leikrit um Mannerheim sem er skírskotun til ástandsins í Póllandi í dag. „Afskaplega finnsk saga“ — segir Heimir Pálsson „Það er mjög ánægjulegt á margan hátt að fá að segja álit sitt á þessari skáldsögu Antti Tuuri. Hún er ekki bara afskaplega finnsk saga, hún er mjög gott dæmi um þá epísku frásagn- arhefð, sem hefur ríkt síðan menn fóru að skrifa íslendingasögur," sagði Heimir Pálsson. „Sagan er ættarsaga eins og margar Íslendingasagnanna, hún er flókin, gengur nærri manneskj- unni og heimtar mikið af lesanda sín- um. Hann verður að taka afstöðu til afskaplega margra hluta og veruleik- inn, sem Antti Tuuri dregur upp mynd af, er bitur en hann er líka lífsglaður, hann flytur mikið af trúnni á lífið og tilveruna, á manneskjuna þrátt fyrir alla hennar galla. Þrátt fyrir öll villu- ljós, sem við fylgjum, þá endum við nú samt með að lifa allt saman af.“ Nauðgaði 300 konum á 14 árum Miami, Flórfda, 21. janúar. AP. LÖGREGLAN í Miami hafði í dag hcndur í hári atorkusams nauðgara, sem viðurkenndi að hafa nauðgað allt að 300 konum frá árinu 1970. Hann hefur þegar verið áksrður fyrir þrjár nauðg- anir og innbrot, en samkvsmt lögum í Flórída er ekki hsgt að áksra hann fyrir brot sem eru eldri en fjögurra ára. „Hann hefur gott minni, rifj- ar upp í smáatriðum nauðganir sem hann framdi fyrir mörgum árum. Hann hefur verið að nauöga svona um það bil einni konu á viku, hér og þar um rík- ið, og segir ástæðuna þá, að konur og þjóðfélagið hafi snúið við sér baki,“ sagði Linda Ares hjá nauðgunardeild lögreglunn- ar í Miami. Hún gat þess einnig, að hinn 45 ára gamli Ralph Miller, en svo heitir ofbeldis- maðurinn, hafi losnað úr fang- elsi árið 1969, hann hefði þá af- plánað 5 ár af 15 ára dómi vegna nauðgunar. ÞÓRÐARHÚS kááirt ^^TRþSMIÐIA KKIþorðar Tresmiðid Þorðdf Tangagotu ' öOO Ve*.tmarmaevium s 2040 Nýr Þórskabarett! X. / tri . Við bjóðum aðe/ns upp á það . besta! Pantió boró tímanlega. — Simi23333 og 23335 * j,ílí"f K3»“"dss“" * Kj»r“" %'Ínsdóttir * Hver býöur betur? \\/y gBss*' m cnsUlí * pó0\0and * oan&ns ÖtvW*'1’

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.