Morgunblaðið - 22.01.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.01.1985, Blaðsíða 48
EUROCARO V J Tli DAGLEGRA NOTA Tímapantanir í síma 11630 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANUAR 1985 Morgunblaðið/Friðþjófur Núverandi byggð viö Skúlagötu séð frá Sætúni fyrir neöan Höföa. Módel aö byggðinni viö Skúlagötu eins og hugmyndir arkitektanna kveöa á um. Fremst er nýbygging Seölabankans og þá útvarpshúsið. Fyrri hugmvndum að skipu- lagi við Skúlagötu bylt í G/GR voru kynntar fyrir skipu- lagsnefnd Reykjavíkur frumdrög aö nýju skipulagi svonefnds skuggahverfís, það er sveðisins milli Setúns í norðri og Hverfís- götu í suðri og Ingólfsstretis í vestri og Snorrabrautar í austri. Arkitektarnir Guðmundur Kr. (iuðmundsson, Ólafur Sigurösson og Björn Hallsson eru höfundar hins nýja skipulags. Eidri hugmyndum að skipu- laginu við Skúiagötu upp að Lindargötu er bylt. Horfið er frá stórum byggingum, sem mynda samfelldan vegg en í þess stað er lögð áherzla á fjölbreytta byggð og að útsýni haldist frá núver- andi byggð fyrir ofan Lindar- götu. „í megindráttum leggjum við áherzlu á smáar einingar í þess- um drögum, sem falla vel að þeirri byggð, sem fyrir er. Gert er ráð fyrir tæplega 500 fbúðum á svæðinu. Að íbúar á svæðinu verði á milli þúsund og fimmtán hundruð, svipað og í fyrri hug- myndum,“ sagði Björn Hallsson, arkitekt í samtali við blm. Mbl. Skúlagatan mun halda sér og verða húsagata fyrir hina nýju byggð, en Sætún norður undan. Þegar í sumar verður hafist handa um uppfyllingu norðan Skúlagötu vestur fyrir Klöpp. LÍÚ skrifar ríkisstjórninni: Staða útgerðar liggi fyr- ir áður en olía hækkar LANDSAMBAND íslenzkra útgerð- armanna sendi ríkisstjórninni bréf þess efnis í ger, aö hún kemi í veg fyrir þá olíuverðshekkun, sem olíu- félögin hafa nú óskaö eftir, að minnsta kosti þar til hún hefur met- '•ö stööu útgerðarinnar og bolmagn til að taka á sig frekari hekkanir. Olíufélögin biöja nú um 6% hækkun á bensíni, 16% á gasolíu og 21% á svartolíu. Nái sú hekkun fram að ganga verður olía til fískiskipa hér 63%dýrari en í Bretlandi, en munur- inn er nú 40%. Gasolía hækkaði síðast 24. nóv- ember síðastliðinn um 20% og svartolía um 29%. Nái hækkun- arbeiðni olíufélaganna fram að ganga eykur hún útgjöld flotans um 370 milljónir króna á þessu ári og rýrir tekjur skuttogaranna um 5%. Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri LIÚ, sagði í samtali við Morgunblaðið, að þessi hækk- unarbeiðni olíufélaganna, næði hún fram að ganga, væri mjög al- •arrlegt áfall. Við ákvörðun fisk- verðs í desemberlok hefði aðeins verið tekið mið af þá gildandi olíu- verði og þar sem gengi hefði mjög lítið breytzt, kæmi þetta útgerðar- mönnum mjög á óvart og afleið- ingar hækkunar væru ófyrirsjá- anlegar. Fiskverð ætti að gilda til ágústloka, uppsegjanlegt frá 1. júní og yrði hækkunin óbærileg, fengjust engar breytingar á rekstrarstöðu útgerðarinnar fyrir þann tíma. Kristján sagði ennfremur, að vegna þessa hefði LÍÚ sent ríkis- stjórninni bréf, þar sem því væri lýst hvaða afleiðingar þessi verð- hækkun hefði og að hún hefði ekki verið inni í myndinni, þegar fisk- verð hefði verið ákveðið. Þjóð- hagsstofnun hefði staðfest, að rekstrarstaða útgerðarinnar væri afleit og með því að bæta þessum álögum við, yrði hún óbærileg. Þess vegna hefði þess verið óskað við ríkisstjórnina, að hækkunin yrði ekki látin ganga fram, fyrr en hún hefði metið stöðuna að nýju. Nái þessi verðhækkunarbeiðni olíufélaganna fram að ganga, hækkar bensín úr 25,90 í 27,45, gasolía úr 10,70 í 12,40 hver lítri og svartolía úr 10.400 krónum í 12.600 hver lest. Verð á gasolíu til fiski- skipa í Bretlandi er nú 7,60 krónur fyrir hvern lítra. VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Almannaskarð: 8,6 tonna bíll fauk af veginum TÆPLEGA níu tonna þungur fíutn- ingabíll, sex hjóla MAN, fauk út af veginum síödegis { ger skammt frá benum Dynjanda, sem stendur neö- an við Almannaskarð í Hornafírði. Þar var mjög vindasamt í ger. Bílstjórinn var einn í tómum bílnum að koma frá Djúpavogi á leið til Hafnar til að sækja vörur fyrir kaupfélagið á Djúpavogi. Bíl- stjórinn, sem slapp ómeiddur, komst með girðingum heim að Dynjanda og þaðan til Hafnar. Bíllinn var á hliðinni utan vegar í nótt en í dag verður reynt að velta honum á hjólin, viðri til þess. Hann er talinn nokkuð skemmdur. Skálkaskjól 2: Sala á bjórlíki stöðvuð OLKÚTAR og birgöir af sterku víni voru geröar upptekar á veitinga- staönum Skálkaskjóli 2 nú fyrir helg- ina. Aö sögn Ársels Harðarsonar framkvemdastjóra Félagsstofnunar stúdenta komu eftirlitsmenn veit- ingahúsanna á fímmtudagskvöldið og geröu upptekar birgöir af sterku víni og bönnuðu sölu á bjórlfki. Á föstu- dagskvöldið komu fulltrúar Rann- sóknarlögreglu ríkisins og gerðu upp- teka ölkúta, sem höföu að geyma bjórlfki. Ársæll sagði að hann væri hand- hafi leyfis fyrir sölu á léttu víni á veitingastaðnum Skálkaskjóli 2 og væri hér um að ræða mismunandi skilgreiningu á bjórlfki.„Sam- kvæmt minni skilgreiningu er bjór- líki létt vín,“ sagði Ársæll, „en þeir sem hingað komu eru ekki sam- mála mér um það. Hér er ekki selt sterkt vín, hvorki fyrir né eftir mat, en ég blanda bjórlíkið sjálfur á þeim tíma sem engir gestir eru hér. Eg held að þetta sé fyrsta málið sem kemur upp út af þessu svokall- aða bjórlíki. Ég vil fá það skil- greint hvort það telst létt vín eða sterkt og bíð spenntur eftir niður- stöðum þessa máls. Það er greini- legt að margs konar leyfi eru í gangi og ekki farið eftir neinni stefnu f þessum málum. Ég sótti t.d. um leyfi fyrir sterk vfn f maí sl. þar sem hér eru öll skilyrði fyrir hendi, en hef ekkert svar fengið enn,“ sagði Ársæll að lokum. 500 myndbönd tekin úr FIMM HUNDRUÐ ólögleg myndbönd frá níu myndbandaleig- um á höfuöborgarsvæöinu voru tekin í vörslu Samtaka rétthafa myndbanda á íslandi í síöustu viku, þar af voru tvö hundruö frá einni og sömu myndbandaleig- unni. Þá sendu samtökin menn út af örkinni til að athuga ástandiö á myndbandaleigum á Suöurlandi og á þeim þremur myndbandaleigum, sem heimsóttar voru, reyndust vera 26 frumútgáfur og 27 eftirtök- ur, sem eru ólöglegar lögum sam- kvæmt. Friðbert Pálsson, formaður Samtaka rétthafa myndbanda, sagði í samtali við Morgunblað- ið, að stefnt væri að hertu eftiliti með ólöglegum myndböndum enda næmi tap aðildarfélaga samtakanna yfir 100 þúsund krónum á mánuði vegna þessar- ar starfsemi. Friðbert sagði að venjan væri sú, þegar ólögleg myndbönd finnast á mynd- bandaleigum, að gerð er skilyrð- islaus krafa um afhendingu myndbandanna, sem fyrsta skref til að komast að samkomu- lagi, ef um ólögleg frumeintök er að ræða. Sé hins vegar um að ræða eftirtökur er slíkt umsvifa- laust kært til rannsóknarlög- reglu, enda eftirtökur með öllu ólöglegar og engin samningaleið fær í slíkum tilvikum. Friðbert sagði að í þeim tilvikum sem áð- ur er getið voru spólurnar af- hentar og stæðu nú yfir samn- ingaviðræður um lausn málsins. Dæmi væru um að spólur væru afhentar og málið látið niður falla. Ef hins vegar ekki næðist umferð samkomulag væri málið kært til rannsóknarlögreglunnar. Friðbert Pálsson sagði enn- fremur, að það væri umhugsun- arefni, hversu margar eftirtökur fundust í myndbandaleigunum á Suðurlandi, eða rúmur helming- ur þeirra myndabanda sem skoð- uð voru. Taldi hann ekki vanþörf á að herða eftirlit með mynd- bandaleigum úti á landi enda gæfi rannsóknin á Suðurlandi vísbendingu um að ólöglegar eft- irtökur væru algengar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.