Morgunblaðið - 22.01.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.01.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 22. JANÚAR 1985 Salonga snyr til Filippseyja Manila, 21. janúar. AP. Jovito Salonga leiötogi stjórnarand- stöðunnar batt end á útlegð, sem hann fór í að eigin frumkvæði, og var fagnað innilega af nokkur hundruð manns er hann kom frá Bandaríkjun- um til Filippseyja. Salonga sagði við Réðust írakar á þrjú skip? Bagdad, 21. janúar. AP. ÍRASKAR orrustuþotur gerðu árásir á þrjú skip nærri olíuútflutningshöfn frana á Karg-eyju á sunnudag og sneru heilu og höldnu til baka, að sögn herstjórnarinnar í írak. I tilkynningu herstjórnarinnar sagði að hæfð hefðu verið tvö stór skotmörk á sjó og eitt mjög stórt. Venjulega er átt við skip, þegar svo er tekið til orða. Gert var hlé á útsendingum sjónvarpsins í frak til að skýra frá árásunum. Þessar meintu árásir hafa ekki verið staðfestar. heimkomuna að eyjaskeggjar yrðu að berjast fyrír eigin frelsi. Salonga, sem er 64 ára, er sagður koma heim með samþykki Marcos- ar forseta, sem kveðst fagna sterkari stjórnarandstöðu. Hefur Marcos látið fella niður kæru á hendur Salonga fyrir undirróður. Við komuna kvaðst Salonga mundu einbeita sér að því að sam- eina stjórnarandstöðuna, sem sundruð er í marga flokka og fylk- ingar, sem eiga í innbyrðis sam- keppni. Kveðst Salonga fylgjandi því að bandarískum herstöðvum verði lokað, en vill ekki gera það að stórmáli. Bandaríkin segja her- stöðvarnar nauðsynlegar öryggi á Kyrrahafi og í Miðausturlöndum. Salong er einnig fylgjandi því að starfsemi kommúnistaflokksins verði leyfð, en gegn því skilyrði að flokksmenn leggi niður vopn. Hef- ur vopnaðri baráttu kommúnista gegn Marcos vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár. AP/Slmamynd Á myndinni má sjá brunnar leifar flugvélarinnar, sem dreifðust um nokkurt svæði, og einnig brunnin hjólhýsi, sem flugvélin lenti á. Voru þau mannlaus þegar flugvélin hrapaði og þykir með mestu ólíkindum, að enginn maður skyldi hafa látið lífið á jörðu niðri því vélin kom niður á milli verslunar og íbúðablokkar. 66 farast í flugslysi í Bandaríkjunum: Hrapaði niður á milli húsanna Rono, Nevnda, Bandaríkjunum, 21. janqar. AP. LOCKHEED Electra-farþegaflugvél hrapaði í dag til jarðar skömmu eftir flugtak og er talið, að 66 manns hafí farist af 68, sem með vélinni voru. Varð fíugslysið í borginni Reno í Nevada-ríki og kom vélin niður rétt við húsgagnaverslun fyrir sunnan miðborgina. Flugvélin, sem var í leiguflugi, 80—90% af yfirborði líkamans, lagði upp frá Cannon-flugvellin- um í Reno en hrapaði til jarðar aðeins fjóra km frá brautarenda, rétt fyrir sunnan miðborgina og milli stórrar húsgagnaverslunar og íbúðablokkar. Aðeins fjórir menn á jörðu niðri meiddust lít- illega en af 68 manns um borð í vélinni komust aðeins tveir lífs af, fullorðinn maður, líklega flug- stjórinn, sem var með brunasár á og drengur, sem var meiddur á höfði en slapp að mestu við eld- inn, sem gaus upp eftir slysið. Vitni segja, að flugvélin hafi aldrei náð sér almennilega á loft og talsmaður bandarísku flug- málastjórnarinnar segir, að flug- maðurinn hafi strax eftir flug- takið beðið um að fá að lenda aft- ur vegna mikils titrings í vélinni. AP/Símamynd. íhópi glasabarna Dr. lan Craft yfírlæknir kvennadeildar Cromwell-sjúkrahússins í London í hópi kvenna með glasabörn sín á nýjársfagnaði sem börnunum var haldinn. Dr. Craft er maðurinn á bak við glasafrjóvgun á sjúkrahúsinu, sem m.a. leiddi til fyrstu glasatvíburanna í Bretlandi 1982. Á hann beinan þátt í fæðingu glasabarnanna á myndinni þar sem hann kom frjóvguðu eggi fyrír í legi kvennanna. Moskva: Er Konstantin Chern- enko alvarlega veikur? Moskvu, 21. janúar. AP. í liðinni viku var vakinn upp gam- all getgátuleikur í Moskvu, þ.e.a.s. menn voru með vangaveltur um heilsu leiðtogans. Og nærri undan- tekningalaust álitu Kremlar- sérfræðingarnir, að Konstantin Chernenko hlyti að vera alvarlega veikur. í sömu viku þóttust vestrænir fréttaskýrendur einnig sjá ýmis sólarmerki um að Sovétmenn óskuðu þess einlæglega að bæta samskiptin við Bandaríkin. í tveggja tíma sjónvarpsávarpi lét Andrei Gromyko utanríkis- ráðherra gersamlega undir höfuð leggjast að ráðast harkalega á Bandaríkin, eins og hann er vanur að gera við slík tækifæri. Og bandarískir þingmenn sem voru á ferð í Moskvu kváðu móttökur sovéskra embættismanna hafa verið einkar alúðlegar og uppörv- andi. Vangavelturnar um heilsufar Chernenkos upphófust á mánu- dag, þegar fundi leiðtoga Var- sjárbandalagsríkjanna, sem halda átti í Búlgaríu, var aflýst fyrir- varalaust. Chernenko kom síðast fram opinberlega í útsendingu sovéska sjónvarpsins 27. desember sl. Tal- ið er að hann þjáist af lungna- þembu, en hann hefur áður legið á sjúkrahúsi vegna lungnabólgu. í sjónvarpsútsendingunni þótti sýnt, að hann ætti við öndunarerf- iðleika að stríða. Kalt og þurrt veðrið undanfarið getur svo Hafa leitt til þess að honum hafi elnað sóttin. Kúba: 40 fórust í flugslysi Mexikóborg, 21. janúar. AP. Farþegafíugvél frá Kúbu hrapaði skömmu eftir flugtak í Havana á laug- ardag og fórust allir um borð, 40 manns, að sögn kúbönsku fréttastofunnar Prensa Latina. Flugvélin, sem var fjögurra hreyfla af gerðinni Ilyushin 18, hóf sig á loft frá Jose Marti- flugvellinum i Havana um kl. 8 að staðartíma (13.00 að ísl. tíma)-og var á leið í áætlunarflug til Man- agua i Nicaragua. Nokkrum mín- útum siðar hrapaði vélin niður á veg i útjaðri Havana-borgar. Að sögn fréttastofunnar voru 32 farþegar með flugvélinni, auk átta manna áhafnar. Veður víða um heim Lægst Hæst Akureyri 8 snjókoma Amsterdam 0 skýjaö Aþena 8 18 heiöakírt Barcelona 13 rigning Berlín +8 0 akýjað BrUssel 3 8 akýjað Chicago +33 +23 skýjað Dublin 3 6 úrkoma Feneyjar 1 þokum. Frankfurt +1 0 snjókoma Genf +2 4 skýjað Helsinki +23 +17 heiðskírt Hong Kong 16 19 skýjað Jerúsalem 5 15 skýjað Kaupm.höfn +7 +3 skýjað Las Palmas 22 hálfskýjaö Lissabon 8 15 úrkoma London 1 9 rígning Los Angeles 11 14 skýjað Luxemborg 4 skýjað Malaga 15 alskýjaö Mallorka 15 þokum. Miami 15 26 heiðskirt Montreal +22 +17 heiðskírt Moskva +25 +10 heiðskírt New York +12 48 skýjað Osló +7 4« skýjað París 1 4 skýjað Peking +7 0 heiöskírt Reykjavík +4 skýjað Rio de Janeiro 21 30 skýjað Römaborg 2 9 rigning Stokkhólmur +7 +4 snjókoma Sidney 18 26 heiðskírt Tókýð 3 9 heiöskírt Varsjá +19 +9 heiöskírt Hryðjuverkamaður varð eigin sprengju að bráð Stullg.rl, 21. janúnr. AP. Sprengja, sem falin var í barna- vagni, sprakk fyrr en ætlað var, með þeirri afleiðingu að 28 ára gamall hryðjuverkamaður týndi lífi og samsæriskona hans stór- slasaðist. Atvikið átti sér stað fyrir utan tölvumiðstöð byggingafyrir- tækis í Stuttgart-Vaihingen, en tal- ið er að sprengjan, sem var stór og ekki heimasmíðuð, samkvæmt upplýsingum lögreglu, hafi jafnvel verið ætluð nærliggjandi lögreglu- stöð eða rannsóknarstofnun í geimvísindum. Hryðjuverkamaðurinn, Jo- hannes Timme frá borginni Erl- angen, tættist í sundur er sprengjan sprakk, en vinkona hans, Claudia Margarete Wann- ersdorfer, sem er 23 ára og frá Esslingen, lifði af og er hún ekki talin í lífshættu. Vitni sáu til Timme og Wann- ersdorfer þar sem þau óku barnavagni í nágrenninu, en sprengjan var falin í vagninum. Leitað er bifreiðar þeirra, sem þau notuðu til að komast á vettvang. Leitaði lögregla í nokkrum húsum í suðurhluta Þýzkalands eftir sprenginguna og tók nokkra menn fasta. í sprengingunni varð margra milljóna marka tjón á tölvu- miðstöðinni og bíll, sem þar stóð fyrir utan, er gjörónýtur. Mað- ur, sem stóð fyrir utan bygging- una, slapp ómeiddur, og þykir það kraftaverk. Johannes Timme sat tvívegis í fangelsi, 1978 og 1981, fyrir að- ild að hryðjuverkum og tilraunir til að tæla menn á band Rauða hersins, öfga- og hryðjuverka- samtaka vinstrimanna. Samtök- in hafa staðið á bak við mörg sprengjutilræði upp á síðkastið og hefur tilgangurinn verið að lýsa stuðningi við hungurverk- fall fangelsaðra hryðjuverka- manna samtakanna. Mitterrand í Nýju-Kcdedóníu Andstæðingar sjálfstæðis í Nýju-Kaledóníu voru tortryggnir og bitrir eftir komu Francois Mitterrand forseta til eyjarinnar á laugardag. „Þetta var sálfræóilegt bragð hjá honum,“ sagði einn þeirra um komu forsetans. „Hvers vegna kom hann eiginlega? Hann sagði ekkert og nú er fólk bara enn áhyggjufyllra en áður.“ Á myndinni sem hér birtist sést Frakklandsforeti með Jean-Marie Tjibaou, leiðtoga Þjóðfrelsis- fylkingar Kanaka, eftir fund þeirra í Noumea, höfuðborg Nýju-Kale- dóníu, en fíokkur hans krefst sjálfstæðis eyjarinnar frá Frakklandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.