Morgunblaðið - 22.01.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.01.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLADIÐ, ÞRIDJUDAGUR 22. JANÚAR 1985 35 Jóhannes Þ. Jóhann esson — Minning Þegar æviskeiði lýkur eru örlög ráðin. Daglega berast okkur fregnir um andlát vina og sam- ferðamanna, sem hverfa á vit hins liðna. Þáttaskil verða í sögu mannsandans í eilífðarreisunni. Hið sýnilega og áþreifanlega stendur eftir í minningunni, verða sögulegar minjar fyrir framtíðina til að taka sín mið af. Maður og umhverfi verða stund- um órjúfanleg heild, sem við virð- umst þekkja svo vel en þekkjum þó aldrei vegna ólíkra viðhorfa til eiginda mannsins, skoðana hans og lífsviðhorfa. Þó um náinn vin sé að ræða, veit enginn allt um ann- an. Hver einstaklingur er svo gæfusamur, hvernig svo sem ytra líf virðist vera, að hann á eitthvað einn með sjálfum sér, sem aðskil- ur hann ffa öllum hinum. Við leit- umst við að meta allt og vega, leit- umst við að skilja og fullyrðum í ráðvilltri leit að hinum innsta kjarna sannleikans. Hver maður og lif hans, er gáta sem enginn fær ráðið til fulls. Því allir eru einir með sjálfum sér. Þessi hugleiðing finnst mér vel geta átt við vin minn Jóhannes Þorstein Jóhannesson kaupmann, sem þessi kveðjuorð eru tileinkuð. Hann flutti hingað vestur undir Jökulinn um það leyti sem Lór- anstöðin á Gufuskálum var byggð, réðst þangað sem smiður og ætlaði sér aðeins að hafa skamma við- dvöl. En dvöl hans varð lengri en hann hafði gert ráð fyrir eða um það bil aldarfjórðungur. Hann var fæddur á Hóli á Tjörnesi í Suður-Þingeyjarsýslu, 22. apríl 1914. Foreldrar hans voru hjónin Jóhannes Jóhannesson og Sigþrúður Stefánsdóttir. Jóhannes missti föður sinn enn ófæddur og ólst upp að Syðri-Tungu á Tjör- nesi hjá afa sínum og ömmu, þeim Þorsteini Bjarnasyni og Elísabetu Jóhannesdóttur til 9 ára aldurs. Þótt svo að afi hans og amma hefðu verið komin nokkuð til ald- urs svo og hörð í horn að taka í venjum, munu þessi ár hafa verið bestu bernskuárin. Sigþrúður móðir hans giftist síðan Sören Árnasyni og áttu þau hjónin 5 börn. Þau eru Árni, búsettur á Raufarhöfn, Stefán, búsettur í Reykjavík, Sigurbjörn, búsettur í Mývatnssveit, Una, látin og Lára Dagmar, búsett í Colorado í Bandaríkjunum. Jóhannes fluttist til móður sinnar og stjúpa og var hjá þeim til 16 ára aldurs, en þá kaus hann að freista gæfunnar og sjá sér sjálfur farborða. 21 árs að aldri giftist hann Laufeyju Jónsdóttur. Hennar foreldrar voru Jón Bjarnason og Dórótea Tómasdótt- ir og hófu þau búskap að Kvíslar- hóli. Þar bjuggu þau hjón í rúman áratug. Þeim varð fimm barna auðið. Þau eru: Sigþrúður, búsett í Reykjavík, Ósk búsett á Akranesi, Jóhannes búsettur á Héðinshöfða á Tjörnesi, Rebekka búsett á Hellu og Pálmi, búsettur í Sviss. Á búskaparárum Jóhannesar að Kvíslarhóli komu í ljós framsýni hans og hagsýni, sem einkenndust af því hvað hann fylgdist vel með öllum nýjungum á sviði búskapar. Eignaðist hann m.a. heyvinnu- traktor úr fyrstu slíkri sendingu sem til landsins kom. Var það mikið fyrirtæki fátækum bónda, en trausts góðra manna naut hann snemma, þannig lánaði Karl Kristjánsson fyrrv. alþm. er þá var sparisjóðsstjóri Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík honum fyrir traktornum. Þetta sama sumar heyjaði hann sitt eigið tún á sjö dögum og hóf síðan heyslátt fyrir Húsvíkinga og aðra sem á slíkri þjónustu þurftu að halda. Hafði hann um haustið unnið traktorinn upp og gat nú greitt skuld sína að fullu. En hart hefur Jóhannes lagt að sér sumarið þetta. Af öllum búskaparþáttum var jarðræktin honum hjartfólgn- ust. Gleði og hamingju fann í því að bylta um kargaþýfi og gera að grænum ökrum. Eftir að hafa búið að Kvíslar- hóli í rúman áratug veiktist kona hans og eigin heilsu hrakaði. Leið- ir þeirra skildu og hann flyst suð- ur á land, þar kynnist hann ann- arri konu sinni, Ingibjörgu Ein- arsdóttur þau flytjast að Eyrar- bakka og búa þar árin 1948—1955, en þá skilja leiðir þeirra. Þau eignuðust tvö börn, Áslaugu og Einar Má sem bæði eru búsett í Reykjavík. Eftir þetta vinnur Jó- hannes hin ýmsu störf í Reykjavík og Keflavík. Vann hann m.a. mikið að verslunarstörfum hjá Kaupfé- lagi Suðurnesja og Síld og Fisk í Reykjavík. Við þessi störf fékk hann ómetanlega undirstöðuþekk- ingu i verslunarrekstri sem kom honum síðar að góðu gagni. Hér er þá komið sögu lífs hans, er hann kemur vestur á Snæfells- Minning: Valdimar Kristjáns- son vélsmíðameistari Fæddur 30. október 1925 Dáinn 30. ágúst 1984 Horfinn er einn úr hópi góðra vina frá unglingsárunum, Valdi- mar Kristjánsson, vélsmiður. Valdimar fæddist á Nýlendu- götu 15 og stóð heimili hans þar lengst af. Foreldrar hans voru sæmdar- hjónin Ingibjörg Árnadóttir og Kristján Gíslason, vélsmíðameist- ari, en hann lézt árið 1958. Börn þeirra voru Árni, Valdi- mar og Gísli, en yngst er dóttirin Þuríður. Hér hefur hinn hlýi blær æskuáranna betur varðveist en annarsstaðar. Ennþá starfar smiðjan hans Kristjáns á sama stað á Nýlendugötunni undir far- sælli stjórn Árna sonar hans. Slippurinn, Stálsmiðjan og báta- stöð Daníels, þetta var leikvöllur unglingsáranna. Valdimar fékk sem reifabarn lömun í vinstri fót og mátti búa við nokkra helti alla tíð. Sem barn og unglingur tók Valdimar þátt í öllum leikjum æskufélaganna, hvort sem um var að ræða hlaup, klifur eða tusk. Valdimar varð með tímanum mjög handsterkur og bætti þar með nokkuð upp sína fötlun á fæti. Leikfélagar þessara ára voru bræður hans Árni og Gísli, svo og frændurnir af Vesturgötu 30, Ein- ar og Hallgrímur Steinarssynir. Einn af félögum þessara ára var Lúðvík Einarsson þekktur sem Lúlli í Björnsbakaríi, en hann er látinn. Næstu nábúar voru á Nýlendu- götu 12, þeir bræður Björn, Vil- hjálmur og Björgvin Vilmundar- synir og á númer 11 bjuggu einnig 3 bræður, sem urðu leikfélagar. þeir Jóhann Árni og Gunnar Bjarnasynir. Var þetta allstór hópur þegar komið var saman og upphófust þá ærsl og leikir. Leikvöllurinn var venjulega frá Ægisgötu að Brunnstíg og þá með- talinn slippurinn, Stálsmiðjan, bátastöðvar Daníels og Magnúsar og svo smiðjan hans Kristjáns. Margar ferðir voru farnar út í Örfirisey, en þá voru þar engin mannvirki. Þangað var gengið eða hjólað eftir mjórri grjóthleðslu. Nokkrum sinnum var barist við Selbúðarliðið, en svo voru þeir kallaðir unglingarnir, sem bjuggu fyrir vestan Bræðraborgarstíg. Óft máttu mömmurnar taka á mótu blautu og blóðugu liði eftir þá bardaga. — Einu sinni var búið að koma á uppgjöri milli Austur- og Vesturbæjar og skyldi það fara fram í Hljómskálagarðinum. menn voru búnir að brýna sverð og vopn, þegar vitrir menn tóku sig til og afstýrðu átökunum. Valdimar tók fullan þátt í slík- um uppátækjum og leikjum, án þess að biðjast nokkru sinni vægð- ar vegna fötlunar sinnar. Sfðar á ævinni hefur hugurinn oft staldr- að við þá hugsun, að slík fötlun sem Valdimar bjó við gæti hafa markað líf hans meira en ætla má. Hvað gerist innra með því fólki, sem ávallt finnur sársauka í hverju spori og við hverja hreyf- ingu? Við sem erum áhorfendur erum oft fullfljót að dæma. Valdimar fetaði í fótspor föður síns og lærði vélsmíði. Það má segja að hann hafi alist upp í smiðju föður sína. Kristján faðir Valdimars var landsþekktur fyrir útsjónarsemi og kunnáttu í starfi og brautryðjandi í margskonar skipa- og vélaviðgerðum. Það má nánast segja að hann hafi orðið þjóðsagnapersóna fyrir þær snjöllu aðferðir sem hann beitti við lagfæringu á hlutum úr báta- vélum. Valdimar naut handleiðslu föð- ur síns og varð arftaki hans í mörgu m.a. í logsuðu á vélahlut- um, sem Kristján byrjaði að gera við, þegar ekki voru önnur ráð. Valdimar náði mikilli leikni í því starfi og segja má að þeir feðgar hafi verið algjörir brautryðjend- urí að logsjóða vélahluti, þar sem allt flaut saman i eldi. Mörg fleyt- an komst á flot fyrir áræði og dugnað þeirra. Valdimar starfaði og bjó lengst af ævinnar á Nýlendugötu 15. Hann kvæntist tvisvar sinnum. Átti alls 6 börn, sem öll eru upp- komin. Síðustu árin bjó hann við skerta heilsu og þá í skjóli Árna bróður síns á Nýlendugötu 15. Með línum þessum votta ég börnum hans, aldraðri móður og systkinum Valdimars innilega samúð. Megi blessun Guðs fylgja þeim öllum. Þórir Jónsson. nes og áður er frá greint. Dvölin hér vestra átti að verða stutt, en varð aldarfjórðungur. Öll þessi ár helgaði hann sig verslunarrekstri sem sjálfstæður kaupmaður. Vísir að verslunarrekstri hans spratt á Lóranstöðinni 'á Gufuskálum, en þangað flytur hann fyrst sem smiður, en hann var mikill hag- leiksmaður og smiður góður. Fljótlega byggir hann sér verslun- araðstöðu á Hellissandi og versl- aði þar um tíma. Á þessum árum er verið að byggja um Landshöfn- ina á Rifi. Jóhannes var framsýnn og sá í hendi sér að Rif yrði fram- tíðarstaður. Hann gerist því land- nemi á Rifi með sína litlu verslun sem fljótlega varð meiri að um- fangi og ekki leið á löngu að hann hafði komið upp myndarlegu verslunarhúsi sem hann nefndi Hafnarbúðina. Rak hann þessa verslun í mörg ár af slíkum mynd- arskap að lengi mun minnst verða. Hann var athafnamaður með ein- dæmum og strangheiðarlegur í öllum viðskiptum. Að lokum fór þó svo að hann treysti sér ekki lengur að reka svo umfangsmikla verslun, þrekið var ekki það sama og áður, þessi mikli vinnuþjarkur vildi ekki horfa á það að verslun hans missti reisn og virðingu und- ir hans stjórn. Hann seldi Hafnar- búðina en byggði sér litla snotra verslun við hliðina á eldri búðinni, gjafa og listmunabúð, sem hann nefndi Baðstofuna. Þessa verslun rak hann til dauðadags. Var þessi litla verslun hans ljóst vitni um smekkvísi hans og reglusemi. Lengi mun Jóhannesar verða minnst sem brautryðjanda versl- unar hins nýja Rifs. Fljótlega eftir að Jóhannes kemur til Hellissands kynnist hann eftirlifandi konu sinni Svandísi Elimundardóttur, hinni vænstu konu. Þau giftu sig árið 1963 og bjuggu að Dvergasteini á Hellissandi, æskuheimili Svandís- ar. Heimilið bar vott um smekk- vísi og snyrimennsku þeirra beggja. Þau voru jafnan samhent í því að fegra og bæta umhverfi sitt. Þrátt fyrir að Jóhannes væri sí- " vinnandi og virtist á stundum ekki hugsa um annað en sín daglegu störf, var hann að eðlisfari félags- lyndur og hugaði vel að því sem betur mátti fara í sínu samfélagi. Hann starfaði um árabil í Lions* klúbbi Nesþinga, var einn af stofnendum hans og formaður klúbbsins á fyrstu starfsárunum. í félagsstarfi var hann heill og þoldi enga hálfvelgju né undanslátt, gat verið óvæginn og harður gagnrýn- andi á það sem honum þótti miður fara. Jóhannes var myndarlegur að vallarsýn og yfir honum hvíldi höfðingleg reisn. Hann talaði fal- legt og gott mál og hafði næman skilning og ánægju af hinu hefð- bundna ljóðformi og bókmenntum og þá sérstaklega fornbókmennt- um. Hin síðari ár var hann nokkuð veill til heilsu, en kvartaði eigi né æðraðist. Jóhannes var drengur góður í hvívetna og ánægjulegt að deila með honum umræðustund- um. Hann gat verið hrjúfur hið ytra, en undir blundaði mildi og hlýja í fastmótaðri tryggð og heið- arleika. Hann varð bráðkvaddur í bíl sínum á jóladag og var jarðsettur að Ingjaldshóli þann 5. jan. sl. Ég votta eiginkonu hans og börnum innilega samúð mína. Megi minning hans lengi lifa í byggðinni sem hann tók ástfóstri við og geymir nú jarðneskar leifar hans. K.K. t Móöír min og tengdamóöir, ÞORBJÖRG JÓNSDÓTTIR, UröarbaKka 10, veröur jarösungin trá Fossvogskirkju flmmtudaginn 24. janúar kl. 10.30 f.h. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Félag heyrnleysingja, Klapparstig 28. Aaa Ragnarsdóttir, Guöfinnur Pétursson. t Þökkum innilega samúö og vináttu viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóður og ömmu, JENSÍNU JENSDÓTTUR. Guörún Pálsdóttír, össur Aóalsteinsson, Kristfn Pálsdóttir, Þorsteinn Hannesson, Erla Pálsdóttir, Eirfkur Bjarnason og barnabörn. t Þökkum innilega samúöarkveöjur og hlýhug viö fráfall sonar okkar og bróöur, ÓDINS KRISTJÁNSSONAR, Hofgeröi 5, Vogum. Kristján Einarsson, Þórdfs Sigurjónsdóttir, Hrefna Kristjánsdóttir, Kristfn Þóra Kristjánsdóttir, Einar Birgir Kristjánsson. Lokað Vegna útfarar KRISTÓFERS LÁRUSSONAR veröa skrifstofur og afgreiöslur lokaöar eftir hádegi i dag þriðjudaginn 22. janúar 1985. Hlutafélagiö ísaga. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.