Morgunblaðið - 22.01.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.01.1985, Blaðsíða 38
araacqa 38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1985 ! ! I ! i i fólk í fréttum íslendingar í Köln hittast ætíð á aðventu Julio enn að? Spænski söngv- arinn og kvennagullið Julio Iglesias sást nýverið með þessari huggu- legu ungu konu og voru fyrstu viðbrögð á þá lund að nú væri gamli rebbinn Julio enn búinn að skipta um vinkonu, en hann ku gera það æði oft og ávallt með sama táraflóðinu og yfir- lýsingunum að hann gæti ekki fundið hina einu og sönnu ást. Tungurnar hættu þó að tifa um leið og parið gekk í betra Ijós en þá kom í ljós að konan var leikkonan Heather Thomas og allir sem vita lengra nefi sínu í gleðiborginni Hollywood vita að Heather býr með leikaranum Graing- er Hines og ekki tal- in líkleg til að „skúbba" honum út fyrir óáreiðanlegan og blóðheitan Spán- verja. IKöln hefur það tíðkast i áratugi að á aðventu koma íslendingar saman og halda jólagleði. Þessi siður varð til er frú Beatrix Löffler-Erhes undirbjó árið 1957 jólagleði í fyrsta skipti. Allar götur síðan hafa þau hjón og hr. Löffler eftir andlát konu sinnar viðhaldið þessum sið og Is- lendingar búsettir í Köln kunnað vel að meta Það má geta þess að faðir Beatrix var íslandsvin- urinn Heinrich Erhes, sem var einn af stofnend- um fyrsta þýska íslandsvinafélagsins árið 1913 í Dresden, og var stærsti bókasafnari á allt er varðar íslenska menningu í Evrópu fyrir utan Kaupmannahöfn. Hann arfleiddi háskólann í Köln að því mikla safni. Þessi jól komu landarnir saman og m.a. dönsuðu börnin í kringum jólatré, jólasveinninn kom i heimsókn færandi hendi og íslensk jólalög voru sungin. „Göngum við í kringum". BLÁA LÓNIÐ í NORSKU VIKURITI Norðmenn eiga upp- pantaðan júlímánuð Adögunum birtist grein í norska ritinu „Norsk Ukeblad" um Bláa lónið og lækningamátt þess fyrir psoriasis- sjúklinga. Höfundurinn, Borge Nilsson, segir m.a. í grein- inni: „Er þetta kraftaverkauppspretta? Nei, í vatninu eru efnakljúfar sem þyrfti að einangra. Ef það heppnaðist fengju psoriasissjúklingar um víða veröld varanlega hjálp." Blm. iangaði að forvitnast um hvort Norðmenn væru tíðir gestir í lóninu og hringdi í Þór Stefánsson sem sagði: „Já, Norðmenn eru tíðir gestir hérna hjá mér og fólk er farið að panta aftur frá þvi í fyrra. Það er t.d. allur júlímánuður upppantaður og þar á lista eru eingöngu Norðmenn. Amer- íkanar eru einnig tiðir gestir hér, en hinar Norðurlanda- þjóðirnar eiga eftir að fá vitneskju um þetta. Það er mikið að gera núna og meðal gesta er vinnuhópur frá ís- lax, sem verður hér ef að lík- um lætur fram á vor.“ — Hvað telur þú að fólk þurfi að vera lengi tii að sjá batamerki? „Eftir þrjá til fjóra daga er árangur þokkalegur. Eftir viku er hann góður, en ef fólk getur haldið þetta út í fjór- tán daga, þá er árangurinn hreint ótrúlegur." Dr. O. Löffler, konsúll AD. meö jóla- sveininum. NÝJA BOND-STÚLKAN Ásjáleg að vanda Hér sjáum við nýjustu Bond-stúlkuna í öllu sínu veldi. Þetta er Fiona Fullerton og leikur hún má móti Roger Moore, hefðbundið hlut- verk, i myndinni „A View to Kill“, en eins og mörlandinn man ugglaust voru atriði úr myndinni tekin upp hérlendis og eru í hópi mestu spennuatriða myndarinnar. Þau Moore og ungfrú Fullerton komu hingað þó aldrei, statistar sáu um fjörið. Þóröur Stefánseon Bláa lóninu SK — Dette er ikke noe humbug: den blá lagunen lindrer psonasis, sier de sc har badet l det varme. salts vannet like ved Reykjavik Etter noen bad har flere oppíevd at psortaalaen har holdt seg borte et helt ár. Er det en mirakelkilde? Nei, I vannet finnes et enzym, og klarer man á isolere det. vil paoriatikere Greinin sem birtist í Norsk Ukeblad. Hinn nýi Stebbi í Dynasty Hinn nýi Steven Carrington í Dynasty er ungur Bandaríkjamaður að nafni Jack Coleman, hann tók sæti Als Corl- ey sem þurfti að losna af persónu- legum ástæðum. Coleman þykir myndarlegur piltur, en hann var öllu óþekktur áður en honum bauðst hlutverkið í Dynasty. „Ég bý í New York og hafði farið til Hollywood til reynsluupptöku. Ég gerði mér ekki nokkrar vonir, bjóst auðvitað við því að einhver þekktari yrði fyrir valinu. Ég fékk mikið sjokk er síminn hringdi og mér sagt að snarast hið fyrsta til Hollywood á ný, ég hefði hreppt hlutverkið. Fregnir herma að Coleman sé afar jarðbundinn sveinn, hann lif- ir ekki hátt eins og margir í Holly- wood, „ég fjárfesti skynsamlega og eyði ekki um efni fram,“ segir Coleman og bætir svo við að fjár- málaráðgjafi sinn sé engin önnur er unnustan, lítið þekkt dansmær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.