Morgunblaðið - 22.01.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.01.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1985 25 RagnheMur Jónsdóttir vió orgelið. Ingibjörg Jóhannsdóttir, húsfreyja ó Blesastöðum. herbergjum vistfólksins, en ég er þar með gömlu húsgögnin úr búinu mínu og þau eru farin að ganga úr sér. En þetta kemur smám saman," sagði hún. Ekki í kot vísað f einu herbergjanna hittum við fyrir Ragnheiði Jónsdóttur, systur fsaks heitins Jónssonar fyrrum skólastjóra. Ragnheiður kom á þjónustubýlið fyrir hálfum mánuði, en hún bjó áður í Reykjavík. „Mér líður vel hérna, eins og best verður á kosið,“ segir hún. „Eg var strax ákveðin i að koma hingað þegar ég átti þess kost, enda er manni ekki í kot vísað hérna,“ sagði hún og bætti við að það væri nú óþarfi að vera að taka svona margar myndir af sér, þegar Bjarni ljósmyndari smellti af án afláts. Á ganginum framan við herbergi Ragnheiðar stendur fótstigið orgel og Ingibjörg húsfreyja segir okkur að Ragnheiður eigi það til að taka í hljóðfærið. Ragnheiður fékkst þó ekki til að leika fyrir okkur að þessu sinni, kvaðst ekki vera I nægilegri æfingu. Hún lét þó til- leiðast að setjast við hljóðfærið á meðan Bjarni tók mynd. Við spyrjum Ingibjörgu hvort þetta séu ekki mikil viðbrigði fyrir hana að vera allt í einu komin með aldraða skjólstæðinga til að ann- ast, en hún segist vera vön því að hugsa um fólk. „Ég hef alltaf haft margt fólk á mínu heimili og er þvf ekki óvön að hugsa um mannmargt heimili. Ég hef líka afskaplega góð- an stuðning frá prestinum okkar, séra Sigfinni Þorleifssyni, og hann hefur stutt mig mikið. Hann var í Kanada á síðasta ári við sálfræði- nám, þar sem hann lagði sérstak- lega stund á nám í sálfræði aldr- aðra og það er ekki ónýtt að hafa stuðning af slíkum manni," segir Ingibjörg. Að þeim orðum töluðum kveðjum við heimilisfólkið í þjón- ustubýli aldraðra á Blesastöðum, í þeirri fullvissu að vistmönnum eigi eftir að líða þar vel hjá Ingibjörgu húsfreyju Jóhannsdóttur. iska þetta, enda aldrei gengið eftir svari af hálfu bréfritara. í júní 1984 var auglýsandinn ekki verr settur en svo, að hann hafði þá tiltækt orðið keiluspil, sem kallað er „prýðilegt" í for- ystugrein Morgunblaðsins 12. janúar og er þar að auki alkunn- ugt (sbr. t.d. Orðabók Menning- arsjóðs 1963 og 1983, viðbætinn við orðabók Sigfúsar Blöndals 1963 og ensk-íslensku orðabókina nýju (undir bowling)). Um það gæti ég einnig vitnað til ummæla margra, ekki síst ungs fólks, sem ég hefi átt tal við síðustu daga. Til þess að kynna þessa íþrótt hér þurfti því ekkert nýtt orð. Eigi að síður tók málnefndin er- indi Jóns Hjaltasonar svo vel, að hún vildi reyná að finna orð, sem honum félli betur. Það skal fús- lega játað, að lengur dróst en ég hefði kosið að ná einhverjum árangri og skýra frá honum. Það var þó gert, nokkru áður en hann fór að auglýsa „bóling" á baksíðu Morgunblaðsins. Auk þess var hann þá sjálfur búinn að ákveða, að leikurinn skyldi heita keila sem fyrr sagði, en ekki „bóling"! Auglýsandi hafði því úr ýmsu að moða, ef hann hefði kært sig um. Frá öndverðu gat hann notað kciluspil, síðar einnig orðið keila, sem hann segir sjálfur, að koma muni. Auk þess benti málnefndin honum á nokkur orð í bréfinu 7. desember: keiluleikur og strýtuleik- ur, sem fram hafa komið áður, og einnig á nýjar hugmyndir velting eða veltingarleikur og bölti. Eins og hver maður getur séð, er það hreinn fyrirsláttur, að mál- nefndin hafi brugðist skyldu sinni. Kjarni málsins er sá, að auglýs- andinn vildi nota „bóling" í aug- lýsingum, hvað sem hver segði. Svo einfalt er það. Þegar Morgun- blaðið amast svo við því og kallar „bóling" orðskrípi — af skiljanleg- um ástæðum — er gripið til þess ráðs að hafa íslenska málnefnd til blóra. 20. janúar 1985 Baldur Jónsson er formaóur fa- leaskrar mílnefndar. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JOHN C. AUSLAND Varnir Svía og sovésk umsvif ÁRIÐ 1970 hélt Olof Palme ræðu í Washington þar sem hann fór mörgum orðum um fjárframlag Svía til varnarmála. Hann hélt því fram að miðað við höfðatölu væri framlag Svía til varnarmála hið fjórða hæsta i heiminum á eftir Bandaríkjunum, Sovétríkjunum og ísrael. Ef Palme héldi sams konar ræðu nú gæti hann ekki haldið pessu fram. Sannleikur- inn er sá að Svíar hafa færst mun aftar i röðinní. Nýlega var greinarhöfund- ur í Stokkhólmi og gafst honum þá tækifæri að spyrja Palme, forsætisráðherra, hverju þetta sætti. Palme vildi kenna verðfalli sænsku krón- unnar um hvernig farið hefði. Vissulega hefur gildi krónunnar minnkað en staðreyndin er samt sú að Svíar verja smærra hlut- falli af þjóðarauðnum til varn- armála en áður. Miðað við hlut- fall af vergri þjóðarframleiðslu hafa útgjöld til varnarmála minnkað úr fimm prósentum á árunum milli 1950—1960 niður í rétt rúm þrjú prósent. Að því gefnu að Norðmenn og Svíar veiti nokkurn veginn jafn miklu fé til varnarmála þarf það ekki að koma neinum á óvart, að báðar þessar þjóðir eiga nú i vandræðum við að búa heri sína nútímalegum tækjum og vopn- um. f byrjun nóvember fór sænska varnarmálanefndin til Noregs og mun það hafa komið Svíunum mjög á óvart, hve lík staða þjóðanna er að þessu leyti. Eitt atriði hefur þó greint þjóðirnar að. Það hefur tekið Svía mun lengri tíma en Norð- menn að gera sér grein fyrir hernaðarmætti ríkja Varsjár- bandalagsins, sem sífellt nefur farið vaxandi undanfarna tvo áratugi, og beita mætti gegn Sví- um í hugsanlegum ófriði. Þrátt fyrír nættumerki hafa stjórn- völd ekkert aðhafst sem spillt gæti nætursvefni sænskra borg- ara. Eins og alkunna er hrukku Svíar illa upp árið 1981 þegar sovéskur kafbátsforingi var svo óheppinn að sigla fleyi sínu í strand nálægt Karlskrona. Spurningin en Gera Svíar sér grein fyrir hættunni? Mat Svía á ógninni Þar sem Svíar eru utan hern- aðarbandalaga, og vonast til að geta verið það blossi upp ófriður í Evrópu, verða þeir að vera til- búnir til að mæta andstæðingn- um hvaðan svo sem hann kemur. í bæklingum, sem stjórnvöld í Svíþjóð gefa út, má sjá kort, sem sýnir herinn í viðbragðsstöðu alls staðar við landamærin (sjá kort). Greinarhöfundur spurði Bror Stefenson, aðmírál, formann herráðsins, um þetta atriði. Hann svaraði því til að i ár myndi sænski herinn efna til víðtækra æfinga við vestur- landamærin og yrði þá farið eft- ir fyrirliggjandi varnaráætlun- um. En þegar greinarhöfundur tók sænska embættismenn og varn- armálasérfræðinga tali komu áhyggjur þeirra vegna umsvifa Varsjárbandalagsins berlega í ljós. Margvíslegar varnaráætlanir hafa verið gerðar. Ein tekur til hugsanlegrar innrásar Sovét- manna inn í Norður-Svíþjóð, sem beinast myndi að flugvöll- um í Norður-Noregi. (í þessu samhengi sjá sumir fyrir sér þann möguleika að herir NATO gerðu takmarkaða innrás inn í Norður-Svíþjóð og færu í veg fyrir Sovétmennina.) Þá sjá menn einnig fyrir sér að herir Varsjárbandalagsins gætu her- tekið Danmörku og síðan tekið land í Suður-Svíþjóð og gert árás til norðurs í áttina að Osló. Einnig má greina vaxandi áhyggjur vegna mögulegrar inn- rásar herja Varsjárbandalagsins frá sjó úr austri. Þó að látið sé í veðri vaka, að sænski flugherinn búi sig undir að mæta sérhverjum þeim, sem 'brýtur lofthelgi landsins, þá kemur í ljós, ef hugað er að stað- setningu ratsjármannvirkja, að aðaláhyggjuefnið er möguleg loftárás flugherja Varsjár- bandalagsins. í byrjun áttunda áratugarins voru teknar ákvarðanir sem takmörkuðu umsvif sænska flot- ans. Því afli, sem eftir er í hon- um, er aðallega beint gegn hugsanlegri árás frá Varsjár- bandalaginu. En eins og menn vita hefur flotinn haft i nógu að snúast við að reyna að koma í veg fyrir landhelgisbrot Sovét- manna á friðartímum. Varnarhugmyndir Svía Hugmyndir Svía um hvernig bregðast mætti við þeim ógnum, sem að þeim gætu steðjað eru í sjálfu sér einfaldar. Sænski flugherinn myndi reyna að koma í veg fyrir sérhvert brot á loft- helgi landsins og hindra loft- árásir. Ef reynd yrði landganga einhvers staðar á strönd Sví- þjóðar myndu flugher og floti freista þess í sameiningu að hrekja innrásarliðið til baka. Hlutverk landhersins yrði að koma í veg fyrir að sænskt landsvæði félli í óvinahendur, hvort sem innrásarliðið kæmi af sjó eða á iandi. Varnarkerfi Svía gerir ráð fyrir að suðurhluti landsins njóti forgangs, þvi þar er íbúafjöldinn mestur og mikil iðnframleiðsla. Einnig er lögð mikil áhersla á varnir nyrsta hluta iandsins. * Engin aukning útgjalda Á undanförnum árum hafa | Svíar líkt og Norðmenn látið efl- íngu flughersins njóta forgangs. Sænski flugherinn hefur yfir 400 orrustuvélum að ráða. Þegar við bætist að flugvellir flughersins eru rúmlega 100 er ljóst að sænski flugherinn er öflugur. i Ratsjárkerfið er veikasti hlekk- urinn og mun verða það þar til flugherinn fær ratsjárflugvél, sem getur gefið hættumerki mun ( fyrr. Slíka vél munu Svíar ekki eignast fyrr en á næsta áratug. Landherinn hefur fengið ný hergögn, en líkt og hjá Norð- mönnum hefur ekki fengist nægilega mikið fé til að endur- nýja hergögn allra herfylkjanna. Áhersla hefur einkum verið lögð á hergögn, sem beita má gegn skriðdrekum, og að gera herinn sem hreyfanlegastan. Herinn hefur ekki yfir að ráða fullnægj- andi vopnabúnaði til að verjast j árásum úr lofti og landhennn er nú fyrst að taka þyrlur í þjón- ustu sína. Þannig væru hersveit- ir Svía í vanda staddar ef þær ættu í höggi við sovéskt innrás- arlið, sem búið væri þyrlum til liðsflutninga og árása. Eftir því sem greinarhöfundur komst næst, þegar hann dvaidi í Stokkhólmi, er ekki raunveru- legur áhugi fyrir því meðal sænskra ráðamanna að auka út- gjöld til varnarmála að nokkru marki. Gildir þetta jafn um stjórn og stjórnarandstöðu. Með öðrum orðum hafa Svíar enn ekki fyllilega gert sér grein fyrir j hættunni. Þeir hafa miklar áhyggjur af umsvifum Sovét- manna, en vilja enn sem komið er ekki horfast í augu við hvaða afleiðingar þau gætu haft í för með sér. Jobn C. Ausland er fyrrum starfs- maður í bandarísku utanríkisþjón- ustunni. Hann er mí búsettur í Osló og stundar ritstörf. Kortið er gefið út af sænsku herstjórninni og sýnir hvernig hún býr sig undir að verja Svíþjóð hvaðan sem árás er gerð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.