Morgunblaðið - 22.01.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.01.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1985 „Á þessari stundu er óvíst hve mikið ég verð með, en ég ætla að athuga hvort ég finn mig aftur í þessari íþrótt," sagði Birgir Viðar Halldórsson í samtali við blm. Morgunblaðsins. Eins og flestum er kunnugt ók hann með Hafsteini heitnum Haukssyni í rallkeppni hér heima og erlendis. í febrúar á sl. ári fórst Haf- steinn, er þeir félagar tóku þátt í rallkeppni í Englandi. Eftir það tók Birgir þá ákvörðun að hætta keppni, en hefur nú ákveðið að byrja að nýju. „Það voru eðlileg viðbrögð hjá manni að hætta eftir að hafa misst besta vin sinn í íþrótt, sem maður unni mest, hafði lifað fyrir og stefnt á að leggja fyrir sig. Þetta hefur tekið mikið á sálina og verið erfitt, en lífið heldur áfram. Það þýðir ekkert annað en að lifa fyrir framtíðina," sagði Birgir. „Ég hef óbeint verið tengdur ýmsu í kringum rall- akstur hér heima á undanförn- um mánuðum. Innst inni hef ég aldrei hætt, held ég. Síðan þegar ég gaf út Ljómarallý- spilið fyrir jól, þá fannst mér ég vera kominn aftur." Ertu hræddur um að slysið komið til með að sitja í þér? „Það mun sitja í mér og lifa með mér alla ævi, ég leiði óneitanlega oft hugann að því sem gerðist. Hinsvegar á ég ekki von á því að það verði mér til trafala þó ég hefji keppni aftur. Það sem gerðist var hreint óhapp og afar sjaldgæft í þessari íþrótt þar sem örygg- iskröfurnar eru strangar. Þú getur lent í slysi á gangi á götu eða í umferðinni. Slys er slys, það sér þau enginn fyrir. Áttu von á því að ákvörðun þín verði umdeild? „Ég veit ekki, ég tel þetta eðlilega ákvörðun. Ég tek hana ásamt mínum nánustu. Ég á sjálfsagt eftir að heyra ýmis- legt, en það ákveður þetta eng- inn fyrir mig. Menn hafa ým- ist hvatt mig eða latt, en þetta er ákvörðun sem ég tek sjálfur. En hvað er það sem dregur þig að rallinu aftur? „Félagsskapurinn og það að þetta er spennandi íþrótt. Ekki bara keppnin sjálf heldur und- irbúningurinn, sem yfirleitt fer fram með 6 til 8 manna samhentu liði, sem er einhuga um að ná árangri. Það má ekk- ert útaf bera, viðgerðarmenn verða að vera góðir og í keppn- inni er spennan um hver er fljótastur, hvort það bilar, hvort aðstoðarökumaður eða ökumaður gerir skyssu. Þetta er raunar spennandi í heilan mánuð, bæði fyrir og eftir keppni." Með hverjum, hvaða öku- manni, hyggstu keppa? „Hann heitir Bjarmi Sigur- Morgunbladið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Innst inni hef ég aldrei hætt,“ seg- ir Birgir Viðar Halldórsson, sem hefja mun keppni í rallakstri að nýju í vor. garðarsson. Við þekkjumst vel gegnum rallið, en hann vann í bílum Hafsteins gegnum tíð- Birgir mun aka með Bjarma Sigurgarðarssyni i Talbot Sunbeam Lotus hérlendis. Einnig kemur til greina að þeir aki Talbot Sunbeam Ti i erlendri grund, samskonar bfl og hér sést. Birgir Viðar hefur keppni í rallakstri á ný ina. Við þurfum að sjálfsögðu að venjast hvor öðrum, en Bjarmi hefur náð góðum árangri á liðnu ári í keppni. Hann varð í öðru sæti í Ljóma- rallinu, sinni fyrstu rallkeppni og vann síðan Haustrallið ör- ugglega. Hann er efnilegasti ökumaðurinn sert við eigum núna. Með okkur í samkrulli verður Úlfar Eysteinsson, en meiningin er að við Úlfar skiptumst á ?.ð vera aðstoðar- ökumenn Bjarma. Hver okkar verður hverju sinni fer eftir aðstæðum, en ég mun byrja í fyrsta ralli ársins í apríl. Við höfum ákveðið að mynda með okkur félag um rekstur á 250 DIN hestafla Talbot Sunbeam Lotust frá Nichols Sports í Glasgow. Við komum til með að leigja hann í framtíðinni, en fáum hann hinsvegar lán- aðan í fyrstu keppnina." Hefur þú leitt hugann að þátt- töku í keppni erlendis? „Já, það er ætlunin að fara í skoska rallið í júní, annað- hvort á bílnum, sem við notum í sumar eða Talbot Sunbeam Ti. Sú keppni er liður í Evrópumeistarakeppninni og mikilvægt fyrir Bjarma að ná árangri þar upp á framtíðina." Þú hefur sem sagt hug á að gera hlutina af fullri alvöru eins og áður? „Já, ég reyni að gera þá hluti, sem ég tek mér fyrir hendur vel. Ljómarallið al- þjóðlega er að verða vettvang- ur fyrir erlenda ökumenn og hlutirnir eru að þróast. Ég vil taka þátt í þessari þróun. Ef ég reynist ekki fá það sama útúr þessu og áður mun ég hætta. En ég ætla að reyna," sagði Birgir að lokum, — G.R. Offramleiðsla í hungruðum heimi Furðuleg fyrirsögn, undarleg yfirskrift? Er ekki einmitt bezt að fram- leiða sem mest af fæðu og hjálpa þeim, sem hungrar og þjást? Er það ekki svar himinsins og kærleikans til hungruðu og veiku barnanna og uppgefnu mæðranna, sem gráta sig í hel á hverri stundu dags og nætur? Getur nokkur heiðarleg mannvera í kristnu landi, þótt ekki væri nema að nafninu til, látið sem slíkt sé ekki til eða sér óviðkomandi? Svona mætti sjálfsagt lengi spyrja. Og satt að segja eru slík- ar spurningar nauðsynlegar til að vekja til hugsunar og heilla á vegum mannréttinda og mis- kunnsemi. Hér hlýtur eitthvað, sem gæti heitið heimska og grimmd í grímubúningi græðginnar hjá þeim, sem gnægtir hafa í öllu, að vera á ferð. Vantar ef til vill gott fordæmi, fagra fyrirmynd? I frægustu frásögn af mettun margra í auðn, var það einmitt lítill drengur, sem lagði fram nestið sitt, fimm byggbrauð og tvo smáfiska, sem amma hefur eflaust stungið að honum, þegar hann kvaddi. Þessi fórnarlund og gjafmildi á miskunnavegum varð kveikjan að mettun fimm þúsunda, sem ég hef aldrei efast um að myndmál sögunnar tákn- ar. Það voru fleiri, sem fóru að orðum Jesú og fordæmi ungl- ingsins. Auðvitað rigndi ekki fiski og brauði úr lofti yfir fólkið í auðn- inni! Jesús vissi að fleiri mundu fara að dæmi ungmennisins eð- allynda og skipta með sér birgð- um á hvídarstund í grasinu. Þessi táknræna kraftaverka- saga, því vissulega er hún það, þótt oft hafi hún verið mistúlk- uð, sýnir hvernig bæði smáir og stórir hópar mannkyns, samfé- lög og þjóðir, geta haft og hafa nóg til hnífs og skeiðar, og eiga meira að segja tólf körfur af- gangs að máltíð lokinni. En það er líka táknmál um gnægð og allsnægtir þar sem elskan og náðin, gestrisni og gjafmildi hafa forystu og skipta föngum. En litumst nú aðeins um I upphafi ársins 1985 einmitt í ljósi þessa máttarverks, þar sem enginn þarf að búast við yfir- náttúrlegum undrum, fæðu fyrirhafnarlaust og án kröfu að- eins handa sér. Hér er það framleiðsla fæð- unnar, sem gerir þúsundum og þúsundum milljóna kleift að ganga í spor drengsins með byggbrauðin og fiskana. En hvernig er það gert? Skilja kristnar þjóðir þetta sem köllun sína? Gæti þá verið nokkur offram- leiðsla til á venjulegan mæli- kvarða? Daglega heyrast fréttir og sjást myndir af hrjáðu og deyj- andi fólki, sem vantar mat og líkn. Jafnframt þessum voðalegu ógnarfréttum af akri dauðans, sjást myndir og heyrast fréttir af smjörfjöllum og rjómalind- um, birgðageymslum af ótelj- andi fæðutegundum í Svíþjóð, Þýzkalandi og Bandaríkjunum. Alls staðar offramleiðsla ein- mitt helzt þar sem allt er frjálst og oft mikið sent til hungurland- anna, sem betur fer. Er það ekki áskorun um að gefa meira, senda alla offram- leiðsluna, sem er af himni send með sólu og döggvum. Gæti það kannski verið grimmd og heimska, sem felst á bak við kveinin um að koma ekki „offramleiðslunni" í nógu hátt verð og taka hana þannig frá vörum grátandi og deyjandi barna. Það getur vissulega verið ljótt. En samt ekkert á móti öllu því, sem eytt er í kristnum löndum í vopn og drápstæki, hervagna, flugvélar og alls konar djöful- dóm á dauðans og skelfinganna framabrautum til að eyða og deyða, já, koma allri veröld í voða á andartaki. Hvað þarf margar atóm- sprengjur og geimvopn til að eyða milljörðum dollara, þótt þær séu aðeins geymdar, já, margfalt meiri peningum en þyrfti til að fæða milljón hungr- aðra barna í hundrað ár? Og lítum svo aðeins í kringum okkur hér á eyjunni við íshafs- skaut, óskandi friðar, frelsis og — offramleiðslu, sem var þó hungursins vagga fyrir örfáum áratugum. Hvílík farsæld — aldrei komið meira á land en í fyrra úr auð- lindum hafsins. Kúm og kindum fjölgað, þótt ráðlagt hefði verið af vísinda- mönnum að fækka fénaði og leyfa sveitunum að eyðast og verða Ijóðalönd minninganna einna. Væri kannski hægt að hugsa sér, að við þessi fámenna fjar- læga þjóð, væri drengurinn, sem forsjála amman hafði gefið r við gluggann eftir sr Arelius Nielsson brauðin og fiskana i nesti til fjallferðarinnar. Ættum við ekki að halda í hans fótspor í framleiðslu bæði úti í sveit og sjó, bæði með brauðin og fiskana, svo slikt framtak gæti orðið til þess að allar þjóðir með offramleiðslu sæju sóma sinn i skiptum við sessunaut i auðbrekku tilverunn- ar og allir yrðu mettir, ekki bara karlar — heldur einnig konur og börn um víða veröld? Væri ekki nær að fjölga kún- um og gefa þá smjörið úr einni af hverjum tiu til hungurland- anna, eða einn lambsskrokk af hverjum hundrað og leyfa hjörð- um Islands að eiga sína glæsi- legu framtíð? Væri ekki nær, að hætta að kasta slógi, hrognum, lifur og fiski fyrir tugmilljónir í sjóinn aftur daglega, af því að fyrir það fæst ekki nógu hátt verð? Samt geymir margt, sem kast- að er fyrir borð og verður fæða handa vörgum, oft dýrmætustu lífefni eða vítamín í tilveru lífs á jörðu hér. Hugsið ykkur, ef hundrað börn væru í hópum á þilfari skipanna og þannig væri farið með fæðu og lyf, lýsti og bætiefni, meðan sjómenn þessir góðu, hraustu drengir, horfðu á þau deyja og kasta þeim svo fyrir borð eins og hinu draslinu að dagsverki loknu. Nei, annað eins má ekki gerast lengur. Engin „offramleiðsla“ nema í hendi Guðs. Þetta er að verða staðreynd í hópi þeirra, sem „gefa“ og „senda" milljónir í Afríku í upp- hafi „æskuárs". Og síðustu gleði- tíðindin, sem benda í rétta átt um manngildi og kristindóm i verki — og öðruvísi er hann lít- ilsvirði — Á íslandi boða ferðir ungra manna og kvenna, sem fara til þessara fjárlægu landa með drenginn úr sögunni um kraftaverkið í auðninni, að fyrir- mynd, en sjálfan kraft Jesú, kærleika hans og leiðsögn um bættan og betri heim í hugum og hjörtum. Ég er stoltur af að einmitt meðal þeirra eru safnaðarbörn úr Langholtsprestakalli. Megi þau dreifa offramleiðslu, fiski og brauði íslands sem bezt um auðnir heitu landanna og kenna þar sem flestum að trúa á: „Guð í alheimsgeimi og Guð í sjálfum sér.“ Þá verða þúsundirnar, já, mörgum sinnum fimm þúsundir mettaðar í guðsríki á jörðu. Þar mun ríkja friður, fögnuður og frelsi um ókomin ár. Öll atóm- strið úr sögunni. Reykjavík, 14. janúar, Árelfus Níelsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.