Morgunblaðið - 22.01.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.01.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1985 Vestur-Þýskaland; • • Okubanni aflétt í Ruhr-héraöi INwwldorf. Veotur-frýskmlandí, 21. janúar. ÖKUBANN sem sett var á í öllum starstu borgum í Ruhr-héraöi á lostudag var numið úr gildi á sunnudag, þegar mengunar- ástandinu sem hrjáð hafði þetta mikla iðnaðarhérað í fjóra daga linnti. Þá var verksmiðjum leyft að hefja framleiðslu með eðlilegum hætti á ný og hættuástandi var að fullu aflétt á sumum svæð- um, að sögn heilbrigðisyfir- valda. Þeim sem langt áttu að sækja í vinnu í vesturhluta héraðsins var ráðlagt að taka lest eða áætlunarbíl vegna þess hve mengunin var enn mikil sums staðar á svæðinu. Eins og veðurfræðingar spáðu blés snarpur vestanvindur frá Atlantshafi inn yfir landið og rak óloftið á brott á undan sér. Fleiri ferða- menn til Grikklands Aþeaa, 21. janúar. AP. Á SÍÐASTA ári komu um sex milljónir erlendra ferðamanna til Grikklands og er það 14,6 prósent aukning frá árinu 1983. Griska ferðamálaráðið greindi frá þessu í dag. Flestir útlendinganna eru Bretar eða um ein milljón, síðan kom Vestur-Þjóðverjar og Banda- ríkjamenn. Einna mest varð fjölg- un í prósentum meðal franskra ferðamanna. Ronald Reagan forseti og George Bush varaforseti á svölum þinghússins AP/Símamynd í Washington í 12 stiga frosti á celcius. Nancy Reagan forsetafrú kyssir mann sinn er hann hafði svarið eið. Embættistaka Reagans að hluta innandyra vegna kulda Washington, 21. janúar. AP. • ^ RONALD Reagan sór embættiseið öðru sinni er hann tók formlega við aeðsta embætti Bandaríkjanna öðru sinni í gær. Athöfninni var sjónvarpað beint. Viðstaddir voru 94 gestir. Þar sem kuldanæðingur var utandyra var hefð- bundinni athöfn utandyra á mánudag aflýst og stefnuræða forsetans flutt innandyra. Af þessum sökum var gestalistinn við at- höfnina við þinghúsið skorinn niður úr 140 þúsund gestum í nokkur hundruð. Var at- höfnin flutt frá vesturframhlið þinghússins inn í sal. Æðstu ráðgjafar forsetans hafa að und- anförnu mótað stefnu þá sem forsetinn mun kynna i dag, og mun þar boðaður mikill niðurskurður á útgjöldum en engar skatta- hækkanir, mikið átak í þá veru að ná sam- komulagi um takmörkun vigbúnaðar og heit um áframhaldandi stuðning við bandamenn í Mið-Ameríku. Embættistakan fór nú sjötta sinni fram á sunnudegi. Hefð hefur verið að hún færi fram á mánudegi. Áður en Reagan sór eiða tók George Bush formlega við embætti vara- forseta. Warren E. Burger forseti hæsta- réttar Bandaríkjanna stýrði embættistök- unni. Nancy forsetafrú hélt á biblíu sem notuð var við eiðtökuna og er Burger hafði óskað forsetanum til hamingju sneri Reag- an sér að Nancy, faðmaði hana og kyssti. Var Nancy íklædd rauðum kjól ísettum stór- um gylltum hnöppum. Anatoly Dobrynin hafði forystu fyrir er- lendum sendifulltrúum sem skáluðu til heið- urs Reagan í hófi, sem framleiðendur Pepsi-Cola stóðu fyrir í John F. Kennedy- miðstöðinni í Washington. Reagan var fjar- verandi vegna embættistökunnar, sem fór fram um svipað leyti, er Dobrynin skálaði í rússneskum vodka. Það mun hafa verið Dobrynin ókunnugt að þjónninn, sem bar fram vodkað, er ungverskur flóttamaður, George Skorka, fyrrverandi veitingastjóri á Gyerta-veitingahúsinu í Búdapest. Hlutu þau hjónin hæli sem pólitískir flóttamenn er þau heimsóttu Bandaríkin 1981. Sovézkt vodka hvarf úr veizlum í Wash- ington í kjölfar innrásar Rússa í Afganist- an, en að þessu sinni var Stolichnaya-vodka veitt. Framleiðendur Pepsi hafa viðskipta- samkomulag við Rússa sem gengur út á það að framleiðendur Pepsi-Cola kaupa lítra af vodka fyrir hvern lítra af Pepsiþykkni sem Rússar kaupa af þeim. ísraelar undirbúa Heim afsjúkrahúsi Margrét prinsessa (til hægri), systir Elísabetar Bretadrottningar, sést hér á leið heim frá Brompton-sjúkrahúsinu. Prinsessan, sem er 54 ára gömul, gekkst undir lungnaaðgerð 6. janúar sl. Samkvæmt tilkynningu sjúkra- hússins hafa hafa rannsóknir sýnt, að meinsemd sú, sem fjarlægð var, var ekki illkynjuð. flutning frá Líbanon TtlAriv, 21. janúv. AP. ÍSRAKLAR tóku til við að flytja hergögn sín frá nyrstu stöðvum sín- um í Líbanon á sunnudag og greiða þannig fyrir áfangaflutningi her- liðsins til baka til ísrael. í fyrsta áfanga hverfa ísraelar til baka um 30 kílómetra og reisa þar nýja varnarlínu. Byrjað hefur verið að flytja til baka ónauðsyn- leg hergögn, svo sem lyf og læknisgögn og einingahús og fær- anlegar byggingar aðrar, en hersveitir verða ekki færðar til baka fyrr en 18. febrúar. Núverandi varnarlína fsraela í norðri er við Awali-ána, 60 kíló- metra fyrir norðan ísraelsku landamærin. Ný varnarlína verð- ur frá Miðjarðarhafsströndinni rétt við Litani-ána. ísraelsstjórn ákvað fyrir viku að hefja í febrúar brottflutning herja sinna frá Líbanon. Annar áfangi Flugslys um helgina Sjötíu og átta létust Mexíkóborg, Feking. AP. SJÖTÍU og átta manns létust í tveimur flugslysum, sem urðu um helgina. Flugvél frá kúbanska ríkisflugfélaginu fórst skömmu eftir flugtak í Havana á laugardag og allir sem með vélinni voru, 40 manns, létust. Þeir voru Kúbu- menn og Nicaraguabúar. í frétt frá Peking í gær, segir að þrír hafi komist lífs af af 41 sem með kínverskri farþegavél var sem fórst við Jinan flugvöll. Meðal þeirra sem létust voru tveir Bandarikjamenn, einn Breti og nokkrir Hong Kongbú- ar, en flestir Kínverjar. hefur ekki verið tímasettur, en fastlega búist við að það verði í apríl. Hverfa ísraelar þá frá línu í Bekadal, sem skilur ísraelskar og sýrlenzkar hersveitir þar að. Shimon Peres forsætisráðherra kveðst vongóður um að brottflutn- ingunum ljúki árla sumars. Talið er að um 20 þúsund ísraelskir her- menn séu í suðurhluta Líbanon. Barist var næturlangt í vestur- hluta Beirút og fjöllunum um- hverfis borgina. Féllu sjö manns og 15 særðust. Ungverjaland: Miklar verðhækkanir á vörum og þjónustu Búdapetú, 21. junúar. AP. Á laugardag tilkynntu ungversk yf- irvöld um miklar verðhækkanir á fjölmörgum vörutegundum og þjón- ustu, en greindu samtimis frá lítils háttar hækkunum launa og lífeyris- greiðslna í því skyni að draga úr áhrifum verðhækkananna. Efst á blaði var hækkun póst- burðar- og fargjalda, að sögn hins opinbera málgagns kommúnista- stjórnarinnar. I nýrri verðskrá kemur fram, að póstburðargjöld hækka um 80% og venjuleg far- gjöld með innanbæjarvögnum og neðanjarðarlestum hækka um 100% frá og með 1. febrúar. Þar að auki má nefna, að elds- neyti hækkar um 25—30%, mjólk- urvörur um 29%, að því er fram kom í tilkynningu stjórnarinnar. Rafmagnsverð hækkar um 18%. Laun hækka að meðaltali um 8% á árinu 1985, sagði í tilkynning- unni. Lífeyrisgreiðslur hækka um 9% og fjölskyldubætur og styrkir til námsmanna enn meira. „Kjöthleifur" með matareitrun Newcustle, En«landi. 21. jnnúar. AP. ROKKSÖNGVARINN Meat Loaf fékk aðsvif er hann var að kyrja vinsæl rokklög á hljóm- leikum i Newcastle á laugar- dagskvöld. Umboðsmaður Meat Loaf sagði að söngvarinn hefði að öllum líkindum fengið matareitrun og myndi rokk- hljómsveitin halda áfram ferðalagi sínu fljótlega eftir helgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.