Morgunblaðið - 22.01.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.01.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1985 5 Arnfinnur Jónsson Skólastjórastaðan í Grafarvogi: Fræðsluráð mælir með Arnfinni Jónssyni FRÆÐSLURÁÐ samþykkti í gær að leggja til við menntamálaráðuneytið að Arnfinnur Jónsson, skólastjóri, taki við stöðu skólastjóra Grafar- vogsskóla frá 1. júní næstkomandi að telja. Jafnframt samþykkti fræðsluráð að óska eftir því, að staða skólastjóra við Fellaskóla verði auglýst laus til umsóknar miðað við ráðningu frá sama tíma að telja. Að þessari sam- þykkt stóðu 5 manns í fræðsluráði, Ragnar Júlíusson, Bessí Jóhannsdótt- ir, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Sigurjón Fjeldsted og Bragi Jósepsson. Við afgreiðslu málsins létu þau Þorbjörn Broddason og Gerður Steinþórsdóttir bóka eftirfarandi: „Allir fjórir umsækjendurnir uppfylla formlegar kröfur til starfsins og 3 þeirra hafa langa reynslu af skólastörfum. Af þessum þremur eiga tveir, Arnfinnur Jóns- son og Lena Rist, langan og farsæl- an feril að baki í grunnskólum Reykjavíkur og væri mikill fengur að hvoru þeirra sem væri til þess starfs, sem hér um ræðir. Lena er jafnframt eina konan i umsækj- endahópnum. Svo sem umsókn Lenu ber með sér hefur hún verið sívakandi við að leita sér frekari menntunar auk þess sem hún hefur öðlazt mikla reynslu af félagsmálum og hefur notið trúnaðar stéttarsystkina sinna. Loks ber að hafa í huga að I kennaraliði grunnskóla Reykjavík- ur eru konur u.þ.b. 70% en I hópi 22 skólastjóra almennra grunnskóla eru 3 konur. Með öll ofangreind atriði í huga leggjum við til að fræðsluráð mæli með Lenu Rist til að vera skóla- stjóri hins nýja Grafarvogsskóla." Ómaroq Jón Áður en þú velur þér bíl til kaups, þarftu að gæta að fjölmörgum atriðum sem skera úr um aksturseiginleika, öryggi og endingu. Eitt þcssara atriða er spumingin um hvort þér henti hetur afturlijóladrifmn eða framhjóla- drifinn bíll. Hvernig a________ að nota bílinn Framleiðcndur Volvo hafa til þessa kosið að hafa híla sína með afturhjóladrifl. Pessi ákvörðun er að sjálfsögðu ekki tekin út í bláinn. Afturhjóla- drifið tryggir góða aksturs- eiginleika. Allir sérfræðingar í málefnum bíla geta örugglega staðfcst, að einum bíl liæfir betur afturhjóladrif og öðrum framhjóladrif. Pað sem sker úr um þetta er byggingarlag, þyngdardreifing bílsins og ætluð not af bílnum, hvort um er að ræða fjölskyldubíl, eða, bíl sem nær eingöngu er fyrir bílstjóra og framsætisfarþega. seqja:„Það er auðveldara að stjórna bíl með afturhjóladrifi í keppni." Þvngdarh/utföl/ skipta máii Volvo hefur rétt þ\ugdarhlut- fall, með þvngdarpunkti nálægt miðju. Volvo-bílamir em fyrirtaks fjölskyldubílar: Pað er sama hve mikill þungi er í aftursætinu, og skottið fullhlaðið, hinir góðu aksturs- eiginleikar haldast fullkom- lega. Ef framhjóladrifmn bíll væri notaður á þennan hátt, væri árangur ekki eins góður og hjá afturhjóladrifnum bíl. Hins vegar, ef framhjóladrifinn bíll hefur rétt þyngdarhlutfall, og aftursæti og skott em jafnan auð, þá gctur hann notið sín. Pitt er að vclja. Læst drif ievsir vandann Pú átt þess kost að bæta enn aksturseiginleika afturhjóla- drifins bíls í snjó og hálku, ef þú lætur setja í hann læst drif. Þá þarftu ekki að hlaða sandpokum í skottið! Læst drif vom í upphafi eingöngu ætluð í kappakstursbíla, þess vegna cr hægt að trevsta því að það bregst ekki í venjulegum fjölskyldubíl, þegar hálka og o snjór ráða ríkjum. Bræðumir Omar og Jón Ragnarssvnir, sem þekktir em fyrir góðan árangur í rallkeppn- um, hafa sagt að auðveldara sc að stjóma bíl með aftur- hjóladrifi í kcppni. Reynsian hefur sitt að seqja Notfærðu þcr reyiislu Ömars oi* Jóns í ghmunni við snjóinn og hálkuim í vetur. \Ti EEJílI* SUÐURLANDSBRAUT 16 - SÍMI 35200 Minni fyrirtæki og stofnanir at- - - hugiö þaö er jk góö hugmynd aö halda árshá- tíöina meö Ríó i Broadway þar fær fólkið Ijúffengan kvöldverö og frábæra skemmtun fyrir lágt verö. HELCARi ICST** REISUR Flug, gisting í 2 nætur og adgöngumidi. Frá Akureyri kr 4.351 Frá Isafiröi kr. 4.203. Leitið frekari upplýtinga a söluskrifttofum Flugleiöa, umboösmönnum og feröa- skrifstofum. NK. FOSTUDAGS- OG LAUGARDAGSKVOLD BIKCADWAT i»r Dansstudió Sóleyjai * Broadway ballettinn sýnir nýjan stórkostlegan dans eftir Soley Jóhanns- ■ dóttur töc i.& SOLEYJAR Miöa- og borðapantanir daglega í síma 77500 frá kl 11—18. Velkomin vel klædd í Broadway. BDCADWAT Þaö má enginn missa af þessari stórkostlegu skemmtun meö Ríó sem fara á kostum asamt stórhljomsveit Gunnars Þóröarsonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.