Morgunblaðið - 22.01.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.01.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1985 Qumran-Nag Hammadi — Guðfræði Gamla testamentisins — eftir Þóri Kr. Þórðarson í dag, sunnudag, hlýddi ég á er- indi Ævars R. Kvaran í útvarpi um „hina dásamlegu Essena". Birtist þar mýstísk mynd af sannleikanum: Guð og tilveran eru samofin sem kærleikur, afl, lækn- ing, ljós, jákvæði. Annar þáttur er í tilverunni: Hið neikvæða og hatrið sem eyðileggur líf mann- anna. Menn eiga að lifa án um- hugsunar um að verða frægir, áorka einhverju: þeir eiga að hverfa. Þetta tengir hann Essen- um og Kristi, talar um Guð skap- ara og Krist og kenningu hans. Hvernig kemur guðræði G.t. út i þessu samhengi? G.t. er sífellt að tala um Guð sem persónu í skýjum eða í musteri eða í orði sínu, per- sónu sem birtir vilja, stefnu — og reiðist þegar vikið er út af stefn- unni. Hann er eiginlega tyftari en tyftari til æðri hamingju. Samt er hamingjunni ekki mikið lýst, fremur er myndin á eina lund og lítið útfærð um hið hamingjusæla líf sem manninum er ætlað í G.t., — meira um fráhvarfið frá ham- ingjunni, um þverstæður lífsins, bðl þess t.d. í angurljóðunum. — Það mætti segja að samnefnari G.t. sé sagan, sögurásin og kær- leiksvilji Guðs til hjálpar mönnum innan ramma sögunnar, — fram- setning devteronómistans er e.t.v. sú besta, þar er allt skoðað I ljósi sögunnar. Svo eru auðvitað apoka- lýptísku kaflarnir sem lýsa heim- ilisslitum og sælu annars heims þar sem öllu illu hefur verið út- rýmt. Eiginlega er hamingju og sælu í elskufullu samneyti manna í ríki Guðs ekki lýst beinum orð- um. En með Jesú breytist þetta. Þar er kenningin um kærleikann og elskusemina, samlíf hamingjunn- ar og blóm fegurðarinnar, eins og Sölvi Helgason komst að orði. En munur er hér á og Essenum. Læri- sveinar Jesú draga sig ekki út úr skarkala heimsins. Þeir eiga að vera í heiminum en ekki af honum. Og þegar söfnuðir myndast í Pal- estínu, Sýrlandi, Egyptalandi, Litlu-Asíu og víðar, lifa þeir sínu lífi innan um aðra menn. Það væri gaman að lesa öll Pálsbréfin og önnur bréf svo sem Jóhannesar- bréfin með tilliti til þess að söfn- uðirnir lifðu innan um fólk en drógu sig ekki út úr „skarkala heimsins". En bæði Essenar og Nag-Hammadi-menn lifðu einlífi eða aflokuðu sig frá heiminum. Af þessu stafar þessi mikla áhersla þeirra á þekkinguna sem þekkingu hinna fáu sem fólki er ekki gefin. Og þeir telja heiminn svo vondan að verði að greina sig frá honum. Kristnu söfnuðirnir urðu á 4. öld trúarbrögð rómverska heims- veldisins. Rómverska-heimsveld- ið-orðin-kirkja er lýsing á kirkj- unni frá 4. öld og áfram. Og þegar „kirkjan" var orðin partur af rómverska heimsvaldinu og tók síðar yfir rómverska heimsveldið, varð hún heimsveldi, sem bauð því heim sem öllum heimsveldum fylgir svo sem heimsveldisfas- isma. — Trúflokkur sem verður að ríkjandi afli hjá einni þjóð, svo sem í íran, spillist ætíð af völdun- um, eins og ayatollarnir i íran sanna. Þegar kirkjan var orðin að heimsveldi tapaðist eitthvað en hvað var það? Jesús var ekki að- skilnaðarmaður eins og Essenar í Qumran eða Nag-Hammadí- menn. En samt var hann „róttæk- ur“ eins og þeir. hann vildi ekkert með vald hafa, ekki vald róm- verska heimsveldisins, og þannig skiljast orð hans, „mitt ríki er ekki af þessum heimi". En hvað opinberaði Jesús um Guð? Rödd hans er önnur en rödd Dr. Þórir Kr. Þórðarson „Lærisveinar Jesú draga sig ekki út úr skarkala heimsins. Þeir eiga að vera í heiminum en ekki af honum.“ G.t., hann talar ekki f termum sáttmála, konungdæmis, laga, þjóðskipulags og stofnana, umb- unar og refsinga, söguskilnings, guðsviljans í pólitik (eins og Jes- aja og Jeremía). Og rödd hans er önnur en rödd Essena og Qumr- an-manna. Hann talar að sönnu apokalýptfskt, eins og þeir gerðu og eins og apokalýptíkerar i G.t. tala: Heimsendir er f nánd. Guð mun að frumkvæði sínu frelsa menn sem á hann trúa og til hans leita. Hann mun eyða órettlætinu og óréttlátum mönnum, ranglát- um mönnum. Trúin á frelsandi at- höfn Guðs skiptir þvi höfuðmáli. En Jesús hefur samt interim-etik, siðfræði biðarinnar eftir guðsrík- inu, sem er þó komið í honum. Fjallræðan er slfk en samt er hún mótuð af apokalýptík hans. Menn eiga að temja sér kærleika og ann- að sem sæluboðanirnar bjóða. Og lögmálin verða að nýjum lögum hins eskatológíska guðsríkis. En fjallræðan og annað i kenningu Jesú er samt mynstur fyrir ham- ingjusælt líf manna, nokkuð sem er hvergi á einum stað f G.t. í þessum skilningi m.a. er Jesús uppfylling þess sem vantar í G.t. Annar punktur: En það er ekki bara kenning Jesú sem er í mið- depli Nýja testamentisins. Það er persóna hans. Hann er i nánu sambandi við Föðurinn. Hann og Faðirinn er eitt. Allir eiga að vera eitt, ekki einungis innbyrðis, held- ur eitt í honum og sameinast þannig Föðurnum. Hann er Son- urinn. Þannig fær hann sérstaka stöðu, sem er vissulega framhald á stöðu konungsins í G.t., hins smurða konungs, sem var nefndur guðssonur, en er samt eitthvað nýtt. Sonurinn er sameinaður Föðurnum. Sá sem þekkir ekki Soninn þekkir ekki heldur Föður- inn. — Þetta virðist, sagnfræði- lega skoðað, hafa verið þáttur f kenningu Jesú um sjálfan sig, um persónu sína. Sem Sonurinn dreg- ur hann menn til sín, laðar þá, og laðar þá inn í samfélag með Föð- urnum. Þeir eignast sjálfir þetta samfélag, verða synir Hins hæsta. Persóna hans er það sem er kjarn- inn, og kenningin er þannig út- geislun frá persónu hans. Samein- ingin við Soninn skeður í leyndar- athöfn, mýstfskri athöfn, í borð- samfélaginu, þessu grundvallandi samfélagi á hverju heimiki, er menn neyta matar saman. Með þvf að neyta matar saman og tala orð- in yfir matnum verða menn eitt með honum, þar sem hann er í matnum, hefur skapað hann, er sjálfur partur af náttúrunni það- an sem þessi matur er sprottinn. Þessi matur verður því fæða til eilífs lífs. Þessi er merking hins heilaga kvöldmáltíðarsakrament- is. Þetta má því ekki skorta i neina kristna guðsþjónustu, og formi þessa rítuss þarf að breyta til þess að hann tákni betur mat- arsamfélagið, borðsamfélagið. I guðsþjónustunni má hinni trúaði ekki halda að hann sé kominn til að hlýða á fyrirlestur (ræðu prestsins) og konsert (söng söng- fólksins). Hinn trúaði þarf að finna það að f guðsþjónustuna er hann kominn til þess að sameinast Föðurnum. Og sameinast honum með því að vera eitt með Syninum. Og sú er merking sakramentisins — hins sýnilega tákns um ósýni- lega hluti. Þegar G.t. er skoðað út frá þessu birtist þar margt sem leiðir beint til þessarar niðurstöðu. T.d. eru fórnirnar til þess að komast f samband, samfélag við guðdóm- inn. Menn „átu og drukku", þ.e. neyttu heilagrar fórnarmáltíðar saman. Og það er ljóst af allri ræðu Jesú og atferli hans, að hann skoð- ar sjálfan sig, kenningu sfna og lífsörlög, og persónu sína sem ver- andi i beinu framhaldi af G.t., þ.e. frumsöfnuðurinn er „nýr ísrael“. Hin mýstíska skoðun á Essen- um getur þannig verið tilefni þess að byggja brú frá Nag-Hammadí í Egyptalandi, yfir Qumran-menn og Essena, til Jesú og lærisvein- anna og þaðan aftur á bak: til Gamla testamentisins. Kontrastinn kemur þá strax f Ijós með því að G.t. er mótað af söguskilningnum, þ.e. þjóðarsög- unni, sögunni sem pólitfk, sem trú/vantrú, lög, dómur. En þegar þetta er túlkað hermeneutfskt, sést að sögutrúin er partur af þeim vilja Guðs að búa mönnun- um hamingjusælt lff i kærleika og fullnægju með jákvæð gildi að markmiði. Aðeins er það tjáð póli- tískt í G.t. en existentielt og mýst- ískt í N.t.-Qumran-Nag-Hamma- dí. 13.1.1985 Dr. Þórir Kr. Þórdaraoa er prófess- or i guðfræói rið Hiskóla Islands. „Tvær þjóðir“ — eftir Björn Steffensen Nú hafa vinstri öflin fundið upp nýtt slagorð: að á fslandi búi „tvær þjóðir". Annarsvegar stór „þjóð“ og svo fátæk að varla eigi málungi matar og hinsvegar fá- menn „þjóð“ og rík, þar sem þess séu jafnvel dæmi að einn og sami maður eigi 40 milljónir króna. Þeir séu meira að segja fimm, sem eigi svona miklar eignir, auk þess sem níu eigi 20 milljónir og rúm- lega hundrað sem eigi meira en 10 milljónir. Er helst að skilja að þetta sé slík þjóðarógæfa að ekki megi við svo búið standa, enda lagt til að tekið verði fyrir þetta í skyndi með einhverskonar eigna- upptöku. Einu sinni var milljónin millj- ón, stórt orð sem ekki heyrðist nefnt nema i sambandi við stóra hluti, enda var til dæmis hægt að kaupa þrjá togara með öllum bún- að fyrir eina slíka. Á áratugunum fyrir stríð þegar hagur flestra var heldur bágborinn voru samt nokkrir menn sem áttu togara. Thor Jensen átti t.d. um tíma 7 togara. Einar Þorgilsson og Th. Thorsteinsson áttu tvo hvor. Jón Ólafsson, Ingvar Ólafsson, Eld- eyjar-Hjalti, Tryggvi ófeigsson, Loftur Bjarnason og nokkrir fleiri áttu vænan hlut í mörgum togur- um og þótti ekki tiltökumál, enda virðist hafa gefist vel, því á þess- um áratugum var Iagður grunnur að þeirri velferð sem við nú njót- um. Þeir sem fæddir eru eftir stríð virðast hinsvegar ekki finna að það er allur máttur horfinn úr milljóninni og hún búin að missa alla reisn, enda upplýsir hún ekki lengur neitt um fjárhag þeirra sem við hana eru bendlaðir og jafnvel höfð um hönd í sambandi við kaup á litlum kjallaraíbúðum. Nú duga 40 milljónir ekki einu sinni til kaupa á hálfum togara af minni gerðinni og 10 milljónir varla fyrir umtalsverðum hlut í meðalstórum mótorpung. Þetta er ofur skiljanlegt þar sem svokölluð milljón gildir nú litlu meir en 10 þúsund krónur í þeirri alvörumynt sem notuð var fyrir stríð. Hvað sem líður raungildi mynt- ar er sú regla alltaf t gildi að far- sælla og hagkvæmara er að starfa með eigið fé heldur en að fleyta atvinnurekstri áfram á miklum lánum. Um þetta má taka minni- háttar dæmi sem snertir þó alla: Matvörukaupmaður sem á skuld- lausar allar vörubirgðir sínar get- ur selt að minnsta kosti 6—8% ódýrar en sá sem er með allar birgðir sínar í skuld. Hér kemur til bæði hærra innkaupsverð þess skulduga (enginn greiðsluafslátt- ur o.fl.) og miklar vaxtagreiðslur. Þegar um er að ræða verslanir með vöru þar, sem velta er hæg getur þessi munur numið jafnvel 15—20%, vegna vaxtanna einna. Eigið fé kaupmannsins skiptir því verulegu máli, ekki aðeins fyrir hann sjálfan, heldur enn frekar fyrir almenning. í útgerð og öðr- um stórrekstri er eigið fé enn brýnna. Oft er vitnað orða höfundar klassískrar hagfræði, Adams Smith, sem eru eitthvað á þá leið: að sá seijanui vöru sem á írjálsum markaði hagnist mest sé æfinlega einmitt sá sem selji ódýrast og stuðli þannig um leið að mestum hagsmunum kaupenda. Bak við þessa viðurkenndu kenningu felst að sjálfsögðu m.a. að allir mögu- leikar til hagkvæmni séu fyrir hendi, þar á meðal frelsi til að eignast hæfilegt eigið rekstrarfé. Þetta kemur ekki sem best heim og saman við stefnu vinstrimanna sem, eins og áður segir, vilja skera það sem eftir er að eigin fé atvinnurekenda niður við trog en auka í þess stað hlut almennings, og virðast halda að það sé þjóðinni fyrir bestu. Værum við ráðdeildarfólk eins og til að mynda Svisslendingar, þar sem hver fulltíða einstakling- ur á sparifé sem að meðaltali svarar tvennum árslaunum þar í landi, væri sök sér að einhver hluti sparifjárins safnaðist fyrir hjá almenningi og atvinnuvegirnir gætu þá ávaxtað féð með viðun- andi vaxtakjörum. En þessu er nú ekki aldeilis að heilsa hjá okkur, þar sem sparifé landsmanna er óverulegt og hefur ekkert aukist að raungildi á gósentimunum frá stríðsbyrjun. Það var 200 milljón- ir árið 1941 en er nú um 15 millj- arðar og hefur þannig 75-faldast að krónutölu, sem mun láta nærri að svari til þess sem verðlag hefur hækkað á sama tíma. Á íslandi er engin „rík þjóð“, ekkert ríkt flk, en hér er hinsvegar flest heilbrigt fólk bjargálna og efnahagur jafnari heldur en i nokkru öðru þjóðfélagi. Horfið yf- ir íslenska byggð af hvaða sjón- arhóli sem er og þið sjáið ein- göngu blómlegt umhverfi og falleg Björn Steffensen „Hvað sem líður raun- gildi myntar er sú regla alltaf í gildi að farsælla og hagkvæmara er að starfa með eigið fé held- ur en að fleyta atvinnu- rekstri áfram á miklum lánum.“ hús. 9 af hverjum 10 þessara húsa eru svo til nýbyggð og 9 af hverj- um 10 eru i eigu þeirra sem búa í þeim. Ég hefi áður í rabbgrein vitnað i orð Ragnars i Smára, þess mæta framtaksmanns. Hann sagði ein- hverntíma að „framkvæmdirnar væru ósviknum athafnamanni það sem tónverkið eða málverkið væri listamanninum, fullnæging sköp- unarþrár". — Það er of algengt að fólk skilji ekki að fjármunir, sem athafnamennirnir hans Ragnars sækjast svo eftir að eignast, eru ekki takmark í sjálfu sér, heldur aðeins nauðsynlegt tæki. Eins ger- ir fólk oft heldur ekki réttan greinarmun á þessum athafna- mönnum og bröskurum, sem gegna engu hlutverki í atvinnulífi þjóðarinnar, en grípa inn í hvar sem hægt er að mata krókinn og eiga hvorki samúð mína né ann- arra. Þeir munu sem betur er hvorki vera margir né hættulegir. En öllu frelsi fylgir nokkur mis- brúkun á frelsinu. Það er sú borg- un sem við komumst ekki hjá og erum reiðubúin að sjá af fyrir frelsið. Mér komu í hug orð Ragnars í sambandi við „þá ríku“, sem getið er í upphafi þessa greinarkorns að eigi 40 milljónir, því ég þykist vita að þar sé um að ræða aldraða at- hafnamenn þeirrar gerðar sem Ragnar talar um. Sumir eru þessir menn enn að störfum, en aðrir hafa losað sig við atvinnutækin til annarra sem halda rekstri þeirra áfram. Þessir „ríku“ öldungar safnast svo til feðra sinna þegar þeirra tími kemur, og þá jafn alls- lausir og þegar þeir fyrst komu inn á sviðið, alveg eins og segir í niðurlagi vísunnar kunnu sem hann Einar Andrésson beindi til efnaða bóndans með stóru trússa lestina, en sjálfur var hann með allt sitt á einni dróg. „Þú flytur á einum eins og ég allra seinast héðan.“ En áragurinn af lifsstarfi „þeirra ríku“, það sem þeir „sköp- uðu“ og skildu eftir, það heldur áfram að þjóna hagsmunum þjóð- félagsins um ókomin ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.