Morgunblaðið - 22.01.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.01.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1985 ÚTVARP/ S JÓN VARP í fögrum garði Það var yndislegur þáttur í sjónvarpinu á sunnudaginn rétt fyrir barnatímann, hét sá Garðayndi og var hinn sjðundi i kanadískri þáttaröð er nefnist Listrænt auga og höndin. í þætti þessum var áhorfandinn leiddur um hina fegurstu skrúðgarða, allt frá garði Du Pont í Bandarikjun- um er telur 600 gosbrunna til hins skraufþurra steingarðs „kare- sansui" í Zen-musterinu japanska. Hvílík nautn að skoða slíka garða af filmu svona einsog nákomna ættingja. Já, það er mikil lukka að eiga sinn garð í friði. En það er líka mikil gæfa að búa í borg, þar sem hver hugsar af natni um sinn reit. Hér í Reykjavík er mikið um fagra garða og víða eru skjólbelti trjáa er hlífa gangandi fólki fyrir veðri og vindum. Samt finnst mér eigi nóg að gert. Þannig flaug mér í hug er ég horfði á unaðsreitina í fyrrgreindum sjónvarpsþætti hvort ekki mætti milda ofurlítið með trjágróðri hina ófrýnilegu ásýnd iðnaðarhverfisbandormsins er hringar sig hér meðfram hinni fögru sjávarsíðu, allt frá Skúla- götu upp að Sundahöfn. Ég sá fyrir mér Kleppsveginn alsettan stofnmiklum trjám er breyttu honum í búlevarð. Hin fagra ásýnd Og hvað um Gullinbrúvu? í sunnudagsbíltúrnum ók ég niður að þessarri „Golden Gate bridge" Reykvíkinga. Fagurt var yfir að líta í bjartri norðanáttinni, vogar og sund himinblá og undir hvít- fextri Esjunni hvíldi hin vaxandi Grafarvogsbyggð. í bakaleiðinni var annað uppá teningnum. Him- inninn var svo sem nógu blár en á bökkunum frá mannræktarstöð- inni að Vogi að sandnámunni við Elliðavog blasti við einhver herfi- legasta húsalengja er sést í Reykjavík. Og ekki nóg með að húsin séu ljót þarna heldur hafa einhverjir sóðar dritað bílhræjum rétt við akveginn frá Gullinbrú. Þarna gæti svolítil hreingerning og gróðursetning harðgerðra grenitrjáa breytt miklu fyrir framtíðaríbúa heils hverfis og raunar alla þá er hafa yndi af fögru og snyrtilegu umhverfi. Hinn reiturinn ( þessu sambandi má minna á að ekki rækta menn ætíð tré og blóm við hin hagstæðustu skilyrði. Hvað um einyrkjann í Stikluþstti Ómars Ragnarssonar, er hættir lífí og limum fyrir fáeinar hríslur neðst í jökulgljúfri? Slíkur maður bíður ekki eftir klappi heimsins. Hann unir sáttur við sinn litla sælureit. Getum við ekki lært eitthvað af slíkum manni? Er hamingjan máski fólgin í því að una við eigið handverk og kæra sig kollóttan um kvabb heimsins? Er ég sest hér aftur við ritvélina að afloknum kaffitíma og símatíma morgunþáttar Stefáns Jökulsson- ar þá verður mér hugsað til þeirra er hringdu og ræddu við Þóri S. Guðbergsson félagsmálafulltrúa um málefni gamla fólksins. Það er erfitt að verða gamall, nánast eins og að hafa klifið hamravegg niður á gilbotn. En geta ekki flestir hinna öldruðu skapað sér svolítinn sælureit á gilbotninum rétt eins og einyrkinn í þætti ómars? Þar er að vísu minna rými en fyrrum og kannski skuggsælla, en þá er að finna þær skrauturtir og plöntur er þrífast við hinar nýju aðstæður. Og þegar svo er komið skiptir engu máli þótt ekki sé klappað og hrópað á gilbrúninni, því hið nýja líf festir helst rætur í kyrrðinni. Ólafur M. Jóhannesson Landið gullna Elidor — 2. þáttur ■i ( kvöld verður 00 fluttur annar þáttur fram- haldsleikritsins „Landið gullna EIidor“ eftir Alan Garner i útvarpsleikgerð Jam Zamzelius. Þessi þáttur heitir „Leynidyrn- ar“. Sverrir Hólmarsson þýddi leikritið en Lárus Grímsson samdi tónlist- ina. Leikstjóri er Hallmar Sigurðsson. ( fyrsta þætti voru þau Róland, Davíð, Nikki og Helena að leika sér að því að finna götur á stóru korti af borginni Man- chester, þar sem þau eiga heima. Ein gatan heitir því undarlega nafni Fimmtudagsgata. Krakk- arnir halda af stað til að leita að henni og finna hana loks í skuggalegu hverfi í borginni. í ljós kemur að búið er að rífa öll húsin við götuna, nema hrörlega krirkju, sem stendur þar auð og yfir- gefin. Á meðan krakkarn- ir dvelja á staðnum heyra þau leikið á fiðlu í grennd- inni en fiðluleikarinn er hvergi sjáanlegur. Helena hendir boltanum sinum óvart inn um glugga í kirkjunni og fer að leita að honum en kemur ekki aftur. Þegar drengirnir fara að skyggnast um eft- ir henni, verða þeir við- skila. Róland rekst á hinn dularfulla fiðlara sem bið- ur hann að opna fyrir sig dyr á einum veggnum. Allt í einu er Róland staddur á ókunnri strönd og sér dökkar kastalarúst- ir bera við himin uppi á háum kletti. Leikendur í 2. þætti eru: Viðar Eggertsson, Emil Guðmundsson, Kristján Franklín Magnús, Kjart- an Bjargmundsson, Sól- veig Pálsdóttir og Róbert Arnfinnsson. Eyjólfur Bj. Alfreðsson leikur á víólu. Tæknimenn eru Vigfús Ingvarsson og Áslaug Sturlaugsdóttir. (Frá leiklistardeild) Fjallað verður um átökin við landamæri Kambódíu og Thailands í þættinum í kvöld. Kastljós ■■H Umsjónarmað- 9915 ur Kastljóss í kvöld er Einar Sigurðsson, fréttamaður, og að þessu sinni fjallar þátturinn um erlend mál- efni. Einar mun fjalla um af- vopnunarviðræður stór- veldanna og þá sérstak- lega þá nýju tækni sem um er rætt í þessu sam- bandi, þ.e. geimvopna- tæknina. Þá verður rætt um átökin við landamæri Thailands og Kambódíu og baráttu stjórnarand- stæðinga í Kambódíu gegn víetnamska herlið- inu sem þar styður við bakið á stjórninni. r UTVARP J ÞRIÐJUDAGUR 22. janúar 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Dagiegt mál. Endurt. þáttur Valdimars Gunnarssonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: — Eggert G. Þorsteinsson talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Trltlararnir á Titringsfjalli" eftir Irina Korschunow. Krist- ín Steinsdóttir les þýðingu sfna (2). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 „Man ég það sem löngu leið". Ragnheiður Viggósdóttir sér um þáttinn. 11.15 Við Pollinn. Umsjón: Ingimar Eydal. (RÚVAK.) 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12^0 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 13J20 Barnagaman. Umsjón: Sigrún Jóna Krist- jánsdóttir. 13.30 Spænsk. frðnsk og grlsk lög sungin og leikin. 14.00 „Þættir af kristniboðum um vlða veróld" eftir Clar- ence Hall. Blóð plslarvott- anna — útsæði kirkjunnar. Plslarvottar I Ecuador. (Ann- ar hluti.) Astráður Sigur- steinsdórsson les þýðingu slna (15). 14.30 Miödegistónleikar. Kammersveit Jean-Pierre Paillards leikur Branden- borgarkonsert nr. 2 I F-dúr eftir Johann Sebastian Bach 14.45 Upptaktur. — Guömundur Benedikts- son. 15J0 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Siödegistónleikar. Sinfónla nr. 2 eftir Vaugh- an-Williams. Sinfónlu- hljómsveit Lundúna leikur; André Previn stj. 19.25 Sú kemur tið Nlundi þáttur. Franskur leiknimyndaflokkur I þrettán þáttum um geimferðaævin- týri. Þýðandi og sðgumaöur Guöni Kolbeinsson. Lesari með honum Lilja Berg- steinsdóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 17.10 Slödegisútvarp. — 18.00 Fréttir á ensku. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson í.ytur þáttinn. 20.00 Barna- og unglingaleikrit: „Landið gullna Elidor" eftir Alan Garner. 2. þáttur: Leynidyrnar. Utvaprsleik- gerð: Maj Samzelius. Þýð- andi: Sverrir Hólmarsson. leikstjóri: Hallmar Sigurð- sson. Tónlist: Lárus Grlms- son. Eyjólfur Bj. Alfreðsson leikur á víólu. Leikendur: Viö- ar Eggertsson, Emil Gunnar Guðmundsson, Róbert Arn- finnsson, Kristján Franklln Magnús, Kjartan Bjarg- 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Heilsaö upp á fólk 6. Þórunn Eirlksdóttir Ingvi Hrafn Jónsson spjallar viö Þórunni Eirlksdóttur, hús- freyju á Kaðalstöðum II I Stafholtstungum I Borgar- firöi. 21.15 Derrick 2. Um nótt I ókunnu húsi mundsson og Sólveig Páls- dóttir. 20.40 Forvlgismaður I orði og verki. Minnst Jónasar Þorbergs- sonar útvarpsstjóra á aldar- afmæli hans. Baldur Pálma- son tók saman dagskrána, þar sem borið er niður I út- varpsákvöröum Jónasar og viötöl við hann. Einnig lesið úr ritum hans og minningar- orðum sem birtust að honum látnum. Lesari með Baldri: Jón Þórarinsson og Þor- steinn Hannesson. 21.3 Utvarpssagan: „Morgunverður meistar- anna“ eftir Kurt Vonnegut. Þýðinguna gerði Birgir Svan Slmonarson. Glsli Rúnar Jónsson flytur (5). 22.00 Tónlist. Þýskur sakamálamynda- flokkur I sextán þáttum. Að- alhlutverk: Horst Tappert og Frltz Wepper. Þýðandi Vet- urliði Guðnason. 22.15 Kastljós Þáttur um erlend málefni. Umsjónarmaöur Einar Sig- urðsson. 22.50 Fréttir I dagskrárlok 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Frá tónleikum Tónlistar- félagsins I Austurbæjarblói 5. janúar sl. Edda Erlends- dóttir leikur planóverk eftir Felix Mendelssohn, Robert Schumann, Claude Debussy og Frédéric Chopin. Kynnir: Knútur R. Magnússon. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 22. janúar 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. 14.00—15.00 Vagg og velta Stjórnandi: Glsli Sveinn Loftsson. 15.00—18.00 Með slnu lagi Lög leikin af Islenskum hljómplötum. Stjórnandi: Svavar Gests. 16.00—17.00 Þjóölagaþáttur Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. 17.00—18.00 Frlstund Unglingaþáttur. Stjórnandi: Eðvarð Ingólfs- son. SJÓNVARP ÞRIÐJUDAGUR 22. janúar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.