Morgunblaðið - 22.01.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 22.01.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1985 43 VELVAKANOI SVARAR f SÍMA 10100 KL 11-12 FRÁ MÁNUDEGI FÖSTUDAGS ’ML ir Kennum fólkinu að hjálpa sér sjálft B.Ó.Ó. leggur til að atvinnuUeki, sem þróuð lönd telja úrelt, veröi gefin til vanþróaðra landa. B.Ó.Ó. skrifar: Eitt af mörgu sem ég hef velt fyrir mér um dagana er það hvaða tímatal hafi gilt fyrir fæðingu Krists. Ég hef spurt marga og enginn virðist hafa leitt hugann að þessu. Eins fýs- ir mig að vita hvort sama tíma- tal hafi verið hjá Rómverjum og norrænum vikingum og þætti mér gaman ef einhver fróður maður gæti svarað því. Áður hefi ég skrifað um skemmtigarð undir þaki, vissu- lega gæti verið gaman að fá tív- olí sem gæti verið opið allt árið undir hvolfþaki úr gleri sem án nokkurs vafa gæti örvað ferða- mannastraum hingað. Yrði þetta jafnframt eina tívolíið í Evrópu sem opið yrði yfir vetr- artímann. Síðar mætti hugsan- lega byggja út frá því gróður- skála með hlýlegu umhverfi. Eftir að hafa lesið óskalista unglinganna, þar sem tívolí var efst á blaði, efast ég ekki um að það yrði fjölsóttur staður. Það sýndi sig í söfnuninni, brauð handa hungruðum heimi, hversu miklu má koma til leiðar á skömmum tíma til að bjarga sveltandi þjóðum en til lang- frama verður að gera ráðstaf- anir í þá átt að kenna þjóðunum að hjálpa sér sjálfar. Sérfræðingar eru sammála um að í Afríku má auka ræktun hundraðfalt án þess að arðræna landið, þ.e.a.s. nú rækta þeir að- eins 1% af því sem rækta má í Afríku. Eitt af því sem háir þeim mikið er skortur á tækj- um. Hér á Vesturlöndum verða atvinnutæki fljótt úrelt og þá ný keypt í staðinn. Væri ekki hægt að gefa t.d. gamla trakt- ora eða önnur tæki til van- þróaðra landa þar sem þau gætu komið í góðar þarfir? Eins álít ég að hvolfspegill (virkar eins og stækkunargler, safnar sólarljósinu í einn punkt) gæti komið að góðu gagni á þéttbýlum, sólríkum svæðum, en hann má nota í stað eldiviðar. Víða á þéttbýlissvæð- um er mikill skortur á eldiviði, s.s. á Indlandi og meginorsök hinna ægilegu flóða er gróður- eyðing sakir viðarhöggs. En sól- in er endalaus uppspretta orku sem engin ástæða er til annars en virkja. Ekki veit ég hversu stór hvolfspegillinn þyrfti að vera en gaman er að vita hversu stór hann þarf að vera til að safna nægu sólarljósi til að koma upp suðu í potti. Án nokk- urs vafa má framleiða hann úr ódýru trefjaplasti og sprauta á hann silfurhúð. Athugasemd við athugasemd Þorleifur Guðlaugsson skrifar: Velvakandi. Ekki veit ég fyrir víst hvað valdið hefur því að biskup ís- lands, Pétur Sigurgeirsson, hef- ur misskilið orð mín um för hans til Póllands. Liklega hefur þurft lengri út- skýringu á máli þessu. Eg var ekki að bera brigður á sann- leiksgildi orða biskups um för sína og það sem hann hefur eft- ir því vinveitta fólki, sem hann umgekkst í ferð sinni til Pól- lands og ekki annað sæmandi en sýna þakklæti fyrir hönd pólsku þjóðarinnar. Ég hef lesið grein biskups um förina til Póllands og er það misskilningur, að ég telji hann aðeins hafa komið tl Varsjár, en það breytir ekki því, að það sem ég átti við, að biskupinn hafi ekki talað við fólk úti í sveitum landsins, sem sagt þá sem fá- tækastir eru í Póllandi. Og það sem ég meinti, að ekki væri nauðsynlegt að aðstoða kommúnistavaldið, var það, að pólska þjóðin hefur alla mögu- leika og öll skilyrði til að fram- leiða tvöfalt meiri matvæli en gert er, en það er sök kommún- istavaldsins að svo er ekki. Maður þarf ekki annað en líta á offramleiðslu Vesturlanda til að sannfærast um það. Reyndar má svara þessu öllu í einni setningu, eins og kom fram i grein minni. Pólska þjóð- in er ekki hjálpar þurfi nema pólitískt séð. Varðandi það sem biskup hef- ur líklega tekið óstinnt upp er það, að ég sagði í grein minni að honum hafi nánast verið haldið sem fanga í ferð sinni og ráða- menn þar skipuleggi ferðir þannig, að gestir verði ekki var- ir við nema það sem gestgjafan- um kemur best, í þessu tilviki stjórnvöldum f Póllandi. Kirkj- an og kirkjunnar menn eru fangar í stjórnskipulagi komm- únistavaldsins og er vissulega mikil takmörk sett, þó ástandið í þeim málum muni vera marg- falt betra í Póllandi en Rúss- landi. Þetta sannast á því að helstu andstæðingar kommúnista- valdsins eru myrtir miskunn- arlaust, þar á meðal kirkjunnar þjónar eins og dæmin sanna. Ég er viss um að biskupinn er mér sammála um það að í þessu stjórnkerfi er miskunnsami Samverjinn ekki á ferð. Það er hægt að skrifa langt mál um níðingsverk kommún- ismans og ef grannt er skoðað hefur þessi stefna valdið ófriði og manndrápum frá því hún mótaðist. Um þetta væri líka hægt að skrifa langt mál, en ég heid ég láti hér staðar numið. Ég vil þakka biskupi fyrir ábendingu hans um miskunn- sama Samverjann, en ég er á því að kommúnistar telji sig miskunnsama Samverjann, en reyna með öllum ráðum að út- rýma kristinni trú og guðstrú yfirleitt, sem er eina von mannkynsins. Ég óttast að kommúnistum takist að útrýma kristinni trú í þann mund er eldri kynslóðin er gengin, þar í löndum. Kommúnistar þarna austur- frá leggja mikið upp úr því að nota velmegun Vesturlanda til að leggja sér lið í hernaðar- brölti sínu og hafa oft mjög klókindaleg brögð til þess. Hinir margeftirspurðu „TUBE“-lampar eru komnir aftur í mörgum litum og geröum. Við bjóöum því á ný borölampa sem henta vel bæöi á vinnustaö og heimili. KRISTJfin SIGGEIRSSOn HF. LAUGAVEG113, REYKJAVÍK, Sími 27760, 25870. Gullfallegar Mómaskreytingar við öll tækifæri Það er vel þess virði að líta inn hjá okkur. Græna höndin. Gróðrarstöðin við Hagkaup, sími 82895. Stjórnendur fyrir- tækja stórra og smárra: Nú eins og undanfarin ár þarf aö skipta um möpp- ur á skrifstofunni og koma eldri gögnum í geymslu. Margir hafa tekið þann kost aö setja gömul fylgi- skjöl í geymslu í dýrum möppum. En þeir vita heldur ekki um ARCHIEF-BOY skjalageymslu- kerfið. Ef þú vilt spara og sleppa viö óþörf möppu- kaup, þá færöu þér ARCHIEF-BOY skjala- geymslukerfiö. ARCHIEF-BOY skjalageymslukerfi í hverjum pakka eru 12 teinar, 12 plastpokar og 12 sjálflímandi merkimiöar ásamt leiöbeiningum um notkun. Innkaupastjórar RITFANGAVERSLANA: Heildsöludreifing: Farmasía hf. Brautarholti 2, 2. h. t.v. Pósthólf 5460,125 Reykjavík. Sími 91—25933.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.