Morgunblaðið - 22.01.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.01.1985, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1985 t Móöir min, tengdamóöir, amma og langamma, GUÐRÚN VALGERÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR fré Litlu Tjörnum, Mévahliö 39, lést i Landspitalanum hinn 20. janúar sl. Hildigunnur Sveinsdóttir, Guömundur Björgvinsson, börn og barnabörn. t Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, GUÐRÚN BJÖRNSDÓTTIR fré Miklabas, lést 19. janúar. Björn Stefén Lérusson, Stefén Lérusson, Ólöf Jónsdóttir, Halldór Lérusson, Kolbrún Guömundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Sonur okkar og fóstursonur, ÓMAR SVERRISSON, Miötúni 66, Reykjavík, andaöist sunnudaginn 20. janúar. Fyrir hönd barna hans og systkina. Sigurlin Ester Magnúsdóttir, Rósinkrans Kristjénsson, Sverrir Svavarsson, Sigrún Halldórsdóttir. t Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, EINAR HILMAR, Heiöarési 3, Reykjavík, éöur Austurgötu 29, Hafnarfiröi, andaöíst i Landspitalanum 17. janúar. Fyrir hönd ættingja hins látna. Huldis Einarsdóttir Wellings, Fjóla Einarsdóttir, Margrét Helgadóttir, Olav Einar Lindtveit. t Útför móöur minnar, JÓHÖNNU GUNNARSDÓTTUR, Hörgshliö 18, fer fram frá Fossvogsklrkju miövikudaginn 23. janúar kl. 13.30. Gunnar Gunnarsaon. Birting afmœlis- og minningargreina Ketty Sigurbjörg Snowden - Minning + Móöir okkar og tengdamóöir. KOLFINNA S. JÓNSDÓTTIR fré Hólmavfk, veröur jarösungin frá Hólmavikurkirkju laugardaginn 26. janúar kl. 10. árdegis. Minningarathöfn veröur I Bústaöakirkju fimmtudaginn 24. janúar kl. 13.30. Haraldur Guöjónaaon, Júlíana Vagtskjöld, Marta Guömundsdóttir, Ólöf R. Guöjónsdóttir, Ketill Björnsson, Magnús E. Guöjónsson, Alda Bjarnadóttir, Kriatinn Á. Guöjónsson, Svava Brynjólfsdóttir, Elín Guöjónsdóttir, Emil Hjartarson, Magnsa Karlsdóttir. Kaedd 5. msí 1921 Dáin 11. nóvember 1984 Þann 16. nóvember sl. fór fram í Cardiff í Wales bálför Ketty Sig- urbjargar Snowden fædd Ander- sen. Ketty, eða Susta, eins og við ættingjar hennar vorum vön að kalla hana, fæddist 5. maí 1921 í óðinsveúm á Fjóni í Danmörku. Foreldrar hennar voru hjónin Hans Viggo Peter Andersen og Guðrún Friðriksdóttir. Viggó var ættaður frá Fjóni en fluttist til Islands og var eigandi rakarastof- unnar Vesturgötu 23 í Reykiavík. Guðrún var dóttir Friðriks Olafs- sonar sem um tíma var húsvörður í Landsbanka íslands og Ketilríð- ar Friðgeirsdóttur. Fyrstu ár ævi sinnar bjó Susta ýmist í Danmörku eða á íslandi. En árið 1928 ákvað fjölskyldan að setjast endanlega að á íslandi. Næstu 15 árin var hún heima- gangur á heimili afa míns og ömmu, Guðmundar Runólfssonar og Sesselju h'riðriksdóttur. Á 15. ári gerðist móðir mín húshjálp hjá foreldrum Sustu og hóf stuttu síð- ar nám í hárskeraiðn hjá Viggó. Tengslin urðu því náin á milli fjöl- skyldnanna og má segja að bundin hafi verið eins konar systrabönd á milli móður minnar og Sustu á þessum árum. Seinni heimsstyrjöldin varð mörgum mikill örlagavaldur. Þar var Susta ekki undanskilin. í maí 1940 kom til landsins her ungra og vaskra hermanna frá breska heimsveldinu. í þeirra hópi Franc- is William Snowden, einstakur öðlings- og gæfumaður, sem síðar varð lífsförunautur Sustu. Hann var fæddur 1. júlí 1918 í Play- mouth í Suður-Devon, sonur Thomas Francis Snowden (f. 12. febr. 1879 d. 12. júlí 1964), foringja í flota hans hátignar Bretakon- ungs, og Elisabeth (f. 1890) en hún dó 11. nóvember 1950, eða ná- kvæmlega 34 árum á undan tengdadóttur sinni. Þann 15. júli 1941 voru Susta og Francis vígð í heilagt hjónaband af séra Garðari Svavarssyni. Fyrsta árið bjuggu þau hjón á tslandi og þar fæddist þeim dóttir á fæðingardegi Jóns Sigurðssonar 17. júní 1942. Hún var skírð Elisabeth Guðrún í höf- uðið á ömmum sínum Elisabeth Snowden og Guðrúnu Friðriks- dóttur. Seinni dóttir þeirra hjóna fæddist 7. apríl 1948 og var skrið Kristín Frances. Francis W. Snowden var um tveggja áratugua skeið fulltrúi á skrifstofu Sam- taka breskra lögmanna (The Law Society) í Cardiff. Hann komst á eftirlaun 1. júlí 1983 og lét þá af störfum. Þegar herir nasismans flæddu yfir Evrópu og stríðið um Bret- land var sem grimmilegast fluttist þessi frænka mín til Cardiff í Wales þar sem hún bjó til æviloka. Cardiff var á þessum tíma ein mikilvægasta kolanámuborg Bretlandseyja og fór ekki varhluta af loftárásum Þjóðverja frekar en svo margar aðrar iðnaðarborgir Breta veturinn 1942—43. Það hljóta að hafa verið snögg um- skipti fyrir unga konu að flytjast frá öryggi og friðsæld á íslandi til framandi lands sem leið af öng- þveiti, matarskorti, mannraunum og öðrum hörmungum sem eru fylgifiskar stríðs. Eins og aðrar breskar konur fékk Susta að kynn- ast þessum aðstæðum og takast ein á við þá erfiðleika sem þeim fylgdu meðan eiginmaðurinn barðist á vígstöðvum fjarri fjöl- skyldu sinni. Það er við slíkar þolraunir sem persónuleiki ein- staklingsins kemur gleggst I Ijós. Það var einmitt þá sem hjálpsemi og greiðvikni Sustu kom skýrast fram. Þrátt fyrir þröngan hag heima fyrir átti hún alltaf eitt- hvað aflögu fyrir þá sem stóðu ver en hún sjálf. Alltaf var hún reiðu- búin að liðsinna þeim sem áttu um sárt að binda eða gátu ekki hjálp- að sér sjálfir. Og alltaf var hún reiðubúin að taka málstað þeirra sem minna máttu sín gegn hverj- um sem var, svo rík var réttlætis- kennd hennar. Þetta var það sem einkenndi dvöl hennar á þessari jörð til dauðadags. Jafnvel síðustu dagana fyrir andlátið tók hún virkan þátt í starfi breskra líkn- arsamtaka, Oxfam, sem hafa beitt sér fyrir fjársöfnun til að aðstoða hungrað fólk í Eþíópíu. Af sérstökum ástæðum komu ég og foreldrar mínir oft á fyrstu ár- um ævi minnar á heimili þeirra Sustu og Francis. Seinna þegar tækifæri gáfust vegna starfa og I sumarleyfum hef ég reynt að heilsa upp á þessa ættingja mina í Wales. Það er ljúft að minnast þessara heimsókna. Þótt þröngt væri í búi, sérstaklega á árunum 1950—1960, vorum við alla tíð vel- komin á heimili þeirra hjóna og öllu tjaldað sem til var. Heimilið var vinalegt og bar snyrtimennsku og myndarskap þeirra glöggt vitni. Nálægð íslands skynjaði maður alls staðar. Á veggjum voru Ijósmyndir og málverk frá íslandi, þar á meðal eitt stórt málverk frá Þingvöllum. ( bókaskápnum ís- lenskar bækur, íslensk bók- menntaverk þýdd á ensku og bæk- ur um ísland sem dregnar voru fram þegar þetta sérkennilega land bar á góma í umræðum við welska vini og kunningja. Áldrei mátti orði halla um ísland á heim- ilinu eða I fjölmiðlum án þess að það kallaði á viðbrögð hjá þeim hjónum. Mér er þetta sérstaklega minnisstætt frá þeim tíma þegar + Faöir okkar SIGURDUR ÞÓROARSON er andaöist I St. Fransiskuspitala, Stykklshólml 10. janúar, veröur jarösunginn fré Friklrkjunnl I Reykjavfk miövikudaglnn 23. janúar kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna. Sigriöur Siguröardóttir, Guölaug Erla Siguröardóttir. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. + Eiginkona mín, móöir, tengdamóöir og amma GERDA S. BET0ELS8ON, Markarflöt 23, Garóab<a, veröur jarösungin frá Garöakirkju miövikudaginn 23. janúar kl. 13.30. Guöbjartur Batúalsaon, Jóna Lfsa Guöbjartadóttir, Pélmar Magnúaaon, Svainn Haraldsaon, Garóur Björt Pélmarsdóttir. tslendingar áttu I landhelgisdeil- unum við Breta á áttunda ára- tugnum. Þá voru þau hjón í hópi þeirra mikilvægu stuðningsmanna lslands á erlendri grund sem stóðu í ströngu við að leiðrétta rang- færslur og koma sjónarmiðum okkar á framfæri. Susta frænka mín minnti mig ætíð á hina litríku kvenskörunga íslendingasagnanna. Hún var gerðarleg á velli, ákveðin í fasi og augun skarpleit og djúp. Maður hafði á tilfinningunni að þau sæju fleira en flestir sæju. Hún skar sig frá umhverfinu að því leyti að hún gerði ekki mannamun. í hennar augum voru allir jafnir, hvort sem þeir væru læknar, lögfræðingar eða daglaunafólk. Slíkt féll ekki alltaf í góðan jarðveg í hinu stéttskipta þjóðfélagi sem ríkir í Bretlandi. Það sem einkum tengdi okkur saman voru sameiginleg áhuga- mál. Susta fylgdist vel með bresk- um stjórnmálum og maður kom sjaldan að tómum kofanum hjá henni í þeim málefnum. Hún var hafsjór af fróðleik um ættir okkar á íslandi og hafði frá mörgu að segja um þá forfeður okkar sem horfnir voru af sjónarsviðinu áður en ég fæddist eða fyrir mitt minni. Mér eru ógleymanlegar þær alltof fáu rabbstundir sem við áttum saman um þessi efni. Þá fékk klukkan að sigla sinn sjó fyrir svipmyndum úr nútíð og fortíð. Áuk ofangreindra áhugamála var hún mjög listfeng. I skóla komu glögglega í ljós góðir teiknihæfi- leikar sem vafalaust hefði verið hægt að þroska ef gefist hefðu sömu tækifæri til mennta og nú. Margs konar hannyrðir Sustu báru vitni um þennan listræna hæfileiká. Hin hinsta stund gerir ekki allt- af boð á undan sér og rennur oft upp fyrr en nokkurn grunar. Svo var einnig í þetta skipti. Ég talaði síðast við Sustu í ágúst og þá skýrði hún mér frá því að hún hefði gengist undir uppskurð fyrr um sumarið og nú liði henni betur en nokkru sinni sl. 20 ár. Hún sagðist meira að segja vera svo hress að hún ætlaði að koma í 60 ára afmæli móður minnar þann 23. nóvember sl. Og á dagskránni var að heimsækja Danmörku á þessu ári. Örlögin urðu önnur. I stað þess að hún kæmi til íslands var það móðir mín sem var við bálför hennar og hélt upp á af- mælið sitt í Bretlandi. En mér var sagt frá andlátinu þegar ég var staddur i Danmörku. Að leiðarlokum vil ég færa Francis og eftirlifandi ættingjum í Bretlandi samúðarkveðjur og þakkir mínar og vina og ættingja á íslandi. Afkomendur þeirra hjóna eru eins og áður sagði Elisa- beth Guðrún, sem er kennari í Birmingham, gift John Robert tölvufræðingi hjá IBM þar í borg, þau eiga tvö börn, Rachel (f. 1966) og Howell (f. 1969), og Kristín Frances gift William Phelps full- trúa. Þau eiga einnig tvö börn, David Francis (f. 1977) og Ang- harad (f. 1981). Fjölskylda Krist- ínar býr í Cardiff. Blessuð sé minning Ketty Sigur- bjargar Snowden. Gylfi Kristinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.