Morgunblaðið - 22.01.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.01.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1985 Vísitala byggingarkostnaðar: 4,39 % hækkun HAGSTOFAN hefur reiknaö vísitölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi í fyrri hluta janúar 1985. Reyndist hún vera 193,39 stig. Samsvarandi vísitala miðuð við eldri grunn (október 1975 = 100) Visitala byggingarkostnaðar miðað við desemberverðlag 1984 var 185,26 stig og hefur visitalan hækkað um 4,39% frá desember 1984 til janúar 1985. Þessi hækkun svarar til 67,5% árshækkunar. Undangengna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 14,6%, sem svarar til rösklega 72% árshækk- unar, en hækkunin undanfarna tólf mánuði er 24,6%, segir í frétt 2866 stig. frá Hagstofu íslands. Af þessari 4,4% hækkun bygg- ingarvísitölu er 2,3% vegna hækk- unar á töxtum útseldrar vinnu hinn 1. janúar sl. Hækkun á verði steypu olli 0,7% hækkun bygg- ingarvísitölu og ýmsar hækkanir á verði innfluttra og innlendra efn- isliða höfðu i för með sér 1,4% hækkun vísitölunnar. „Nauðsynlegt að formaður flokksins sitji í ríkisstjórn" — segir Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra „ÉG TEL í hæsta máta eðlilegt og, eins og nú standa sakir, nauðsynlegt að formaður Sjálfstæðisflokksins eigi sæti í ríkisstjórninni,“ sagði Sverrir Her- mannsson, iðnaðarráðherra, á almennum stjórnmálafundi á Höfn í Horna- firði á sunnudag. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var frum- mælandi á fundinum auk Sverris. Þorsteinn var spurður hvort hon- um fyndist að formaður flokksins ætti að eiga sæti í ríkisstjórninni. Hann svaraði því til, að honum þætti ráðlegast að hafa engar fastar reglur um slfkt. Sverrir Hermannsson óskaði þá eftir að fá að svara spurningunni og sagði: „Sjálfstæðisflokkurinn sest á rökstóla um sín mál i apríl. Þá verður formanni okkar án efa veitt áframhaldandi umboð og honum fengið vald til að stjórna með okkur.“ Nicolai Gedda kemur ekki vegna veikinda S/ENSKI óperusöngvarinn, Nicholai Gedda, sem væntanlegur var hingað til lands veiktist af bronkítis á söng- ferðalagi um Svíþjóð og verður því ekki af komu hans að þessu sinni. Hann átti að syngja á tvennum tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar íslands og einum hjá Tónlistarfélaginu. Hjá Tónlistarfélaginu fengust þær upplýsingar að enn væri ekki ákveðið hvort annar söngvari verði fenginn til þess að koma fram á tónleikum félagsins á mánudag i stað Nicholai Gedda, eða hvort tónleikunum verði frest- að. íslendingum fjölgaði um 0,94% árið 1984 Minni fjölgun en á undanförnum árum MANNFJÖLDI á íslandi var 240.122 samkvæmt bráðabirgða- tölum Hagstofu íslands frá 1. des- ember 1984. Þar af voru 120.779 karlar og 119.343 konur. Fjölgunin á einu ári nemur 0,94% eða 2.228 og er það talsvert minni fjölgun en verið hefur undanfarin ár. 1982 var fjölgunin 1,51% en 1983 var hún 1,16%. Á síðustu fjörutíu árum hefur hlutfallsleg fólksfjölgun fimm sinnum orðið minni en árið 1984. Það var árin 1969, 1970, 1976,1977 og 1978. Ekki liggja enn fyrir tölur um breytingar mannfjöldans árið 1984 en í frétt frá Hagstofu ís- lands segir að svo virðist sem tala brottfluttra hafi orðið nokkrum hundruðum hærri en tala aðfluttra til landsins. Árin 1981 til 1983 fluttust 1000 fleiri til landsins en frá því og hefur flutningsstraumurinn því snúist við árið 1984. Tala lifandi fæddra virðist hafa orðið 2—300 lægri en árið áður. Fæðingum hefur fækkað og svarar tala þeirra nú til þess að vöxtur mannfjöldans milli kynslóða hafi stöðvast. Árið 1984 varð framhald á þeirri þróun sem hófst aftur eft- ir 1980 að fjölgun landsmanna átti sér fyrst og fremst stað á höfuðborgarsvæðinu. Fjölgun þar var örlítið meiri en heild- arfjölgunin i landinu, eða um 1,77%. í Reykjavík nam fjölgun- in 1,61%, en 2,10% í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgar- svæðinu. Á þessu svæði er mest fjölgun í Bessastaðahreppi eða 8,3%. Þar næst koma Mosfells- hreppur (5,5%) og Hafnarfjörð- ur (2,5%). Mesta fækkun á landinu varð á Norðurlandi eystra. Þar fækk- aði íbúum um 178 (-0,68%). Einnig fækkaði íbúum á Vestur- landi töluvert eða um 115 (- 0,76%). Á Austurlandi fækkaði íbúum um 25 (-0,19%) Á Suðurnesjum fjölgaði íbúum um 136 (0,97%), á Vestfjörðum um 4 (0,04% ),á Norðurlandi vestra um 70 (0,65%) og á Suður- landi um 68 (0,34%). Fiskflutningar SH til Bandaríkjanna: Lægsta tílboðið frá Skipafélaginu Víkur Sigurður Björnsson fram- kvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveit- arinnar sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins að búið væri að fá ítalska söngvarann Pietro Ballo til að syngja á tónleikunum á fimmtudaginn kemur kl. 20.30 í stað Nicholai Gedda. Pietro Ballo hefur starfað í La Scala ópæruhús- inu í Mílanó auk margra frægustu óperuhúsa í Evrópu. Á tónleikun- um mun hann syngja úr ítölskum, frönskum og rússneskum óperum. Nicholai Gedda átti einnig að syngja á Vínarkvöldi Sinfóníu- hljómsveitarinnar nk. laugardag kl. 17.00. í hans stað mun Vín- arbúinn Michael Pabst syngja. Michael Pabst syngur við óperuna í Vín auk þess sem hann hefur starfað víða s.s. í Þýskalandi, á Spáni, í Portúgal og Frakklandi. Á þessu ári mun hann starfa við óperuna í Huston í Bandaríkjun- SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihús- anna hefur enn ekki ákveðið hvaða tilboði verður tekið í flutn- inga hennar á freðfiski til Cam- bridge í Bandaríkjunum. Fimm skipafélög buðu í Hutningana og var tilboð Skipafélagsins Víkur lægst, eða 5,5 dollurum lægra á hverja lest en tilboð Eimskipafé- lagsins, sem annazt hefur þessa flutninga til þessa. í útboðsgögnum SH var óskað tilboða í flutninga 18.000 lesta á yfirstandandi ári til Cambridge með 8 til 12 útskipunarhöfnum hér á landi. Auk flutninga á flökum og blokkum er hér um að ræða flutninga á lausfrystum fiski, sem talið er að nemi 2 til 3% af heildinni. Tilboð Skipafélagsins Víkur hljóðaði upp á 119,5 dali fyrir hverja lest, hvort sem um er að ræða flök, blokkir eða lausfryst- an fisk. Skipafélagið Föroyar bauð 120 dollara farmgjöld fyrir flök og blokkir en 140 dollara fyrir lausfrystan fisk. Færeyska skipafélagið var hins vegar að- eins með tvær útskipunarhafnir inni i tilboði sinu og er því talið úr leik. Eimskipafélagið bauð 125 dollara farmgjöld fyrir flök og blokkir en 150 fyrir lausfryst- an fisk. Skipadeild Sambandsins bauð 135 dollara farmgjöld fyrir flök og blokkir en 202,5 fyrir lausfrystan fisk. Hafskip bauð 137 dollara farmgjöld fyrir flök og blokkir, en 178 fyrir laus- frystan fisk. Starfsmenn SH eru nú að fara yfir tilboð Skipafélagsins Víkur og Eimskipafélagsins, sem þeir telja mjög áþekk og því þurfi að fara vandlega yfir alla þætti til- boðanna, svo sem söfnun á ströndinni, tíðni ferða, búnað skipa, reynslu aðilja og fleira. Miðað við tilboð Skipafélags- ins Víkur munu heildarfarm- gjöld fyrir þessa flutninga nema um 88 milljónum króna, en mið- að við tilboð Eimskipafélagsins um 92 milljónum. Er þá ekki tekið mið af tilboðum í flutninga á lausfrystum fiski, sem eru að- eiiis 2 ti' 3% af heildinni. Lýst eftir manni LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir 29 ára gömlum manni. Kristjáni Árnasyni. Síðast sást til hans um klukkan 9.30 á laugardagsmorgun- inn þegar hann fór frá Kleppsspítala. Kristján var klæddur blárri mittisúlpu og bláum flauelsbux- um. Hann er 190 sentimetrar á hæð, dökkhærður með fremur mikið hár og dökkt yfirvarar- skegg. ____^ ^ Yfirmannaskipti hjá varnarliðinu SKIPT verður um æðsta yfirmann varnarliðsins nú á næstunni. Ron- ald E. Narmi, aðmíráll, sem verið hefur yfirmaður varnarliðsins síð- an 1983, lætur af störfum og mun fara á eftirlaun. Nafn flotafor- ingjans sem tekur við af Narmi hefur ekki verið tilkynnt form- lega, en hann er væntanlegur hingað til lands í febrúar. um. Nýr hreppstjóri í Skarðshreppi Sigrún Aadnegard hreppstjóri. Saudárkróki, 19. janúar. FYRIR skömmu skipaði Halldór Þ. Jónsson sýslumaður Skagfirð- inga Sigrúnu Aadnegard húsfreyju á Bergsstöðum hreppstjóra Skarðs- hrepps. Hún mun vera fyrsta kon- an frá upphafi, sem skipuð hefur verið hreppstjóri í Skagafírði. Sig- rún er fertug að aldri, og býr á Bergsstöðum við Sauðarkrók ásamt manni sínum Viðari Ágústs- syni og fimm börnum. Aðspurð sagðist Sigrún ekki hafa sóst eftir embættinu, en fyrst henni væri fyrir því trúað, myndi hún gera sitt besta til að rækja það vel. Forveri hennar er Ólafur Lárusson bóndi í Skarði, sem sat á hreppstjórastóli { nær 40 ár við miklar vinsældir. Hann er nú 85 ára. Árið 1907 var hinum forna Sauðárhreppi skipt í tvö sveit- arfélög, Skarðshrepp og Sauð- árkrókshrepp. Skarðshreppur liggur að Sauðárkróki á tvo vegu og eru því samskipti þessara sveitarfélaga mikil. Að öllum jafnaði hafa þau verið góð, þótt upp hafi komið ágreiningsefni, en engin þó svo alvarleg, að ekki hafi tekist að leysa þau farsæl- IeKa- Kári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.