Morgunblaðið - 22.01.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.01.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1985 37 Yfirlýsing: Bændur í Vestfjarðahólfi verða að standa saman f tilefni af ályktun sauðfjáreigenda í Tálknafjaröar-, Ketildala- og Suður- fjarðahreppum frá 7. desember 1984, viljum við undirritaðir taka fram eftirfar- andi: 1. Sú stefna var mörkuð á aðal- fundi Búnaðarsambands Vest- fjarða 1983, að reyna með öllum tiltækum ráðum að útrýma riðu- veiki úr sauðfé á Vestfjörðum. Það sem knúði á, um að sam- ræmd stefna væri mörkuð og henni framfylgt, var hörð útbreiðsla veikinnar á Barðaströnd og rök- studdur grunur um að hún væri komin til nálægra sveita. Sauð- fjárbúskapur í öllu Vestfjarðahólfi var í veði, yrði ekkert að gert. Full- reynt var talið að niðurskurður einstakra hjarða, eins og hann hafði verið framkvæmdur á Barða- strönd, stöðvaði ekki veikina. Því yrði áætlun, er tryggja ætti útrým- ingu veikinnar í Vestfjarðahólfi að ná til þess alls. Skera yrði niður allt sauðfé á skýrt afmörkuðum svæðum, þar sem veikin var staðfest og einnig þar sem nokkur grunur leyndist. Jafnframt yrði aukið og hert allt heilbrigðiseftirlit með búfé í öllu hólfinu. Þessi stefna var ítrekuð á aðal- fundi Búnaðarsambandsins 1984. Fylgi við þessa stefnu hafa lýst: að- alfundur Fjórðungssambands Vestfirðinga 1984, sýslunefndir Vestur- og Norður-ísafjarðar- sýslna og Vestur-Barðastrandar- sýslu, fundur fulltrúa sveitarfélaga í Vestfjarðahólfi, sem haldinn var að Núpi 30. júni 1984 o.fl. 2. Þegar ákveðið er að skera sauðfé í heilum sveitum fer ekki hjá því að þar geta verið margar einstakar hjarðir ósýktar, sem skera þarf. Um slíkt er þó engin leið að fullyrða, sökum hegðunar veikinnar. Það getur því á engan hátt talist gerræðisleg aðför að einstökum fjáreigendum þótt þeir verði að lúta hagsmunum fjöldans að þessu leyti. Landbúnaðarráðherra og Sauð- fjárveikivarnir fara með ákvörðun- arvald um varnir gegn sauðfjár- sjúkdómum og þar með ákvörðun um hvar niðurskurði skuli beitt. 3. Niðurstöður sýnarannsókna gefa tilefni til að óttast að riðu- veiki geti verið í hjörðum sem ekki voru skornar i haust og því síst gengið of langt i niðurskurðinum nú. 4. Mikilvægt er, að heilasýni séu tekin úr öllu rosknu fé í Vest- fjarðahólfi, sem slátrað er eða mis- ferst og til næst. Riðunefndum og héraðsdýra- læknum ber að hafa eftirlit með sýnatökunni. Sláturleyfishafar bera ábyrgð á henni i sláturhúsum sinum. Óskað hefur verið eftir að riðunefndir hreppanna sjái um sýnatöku úr rosknu vanhalda fé og heimaslátruðu. 5. Sauðfjárveikivarnir og stjórn- völd hafa brugðist vel við óskum Vestfirðinga um aðstoð við útrým- ingu riðuveikinnar og bar að þakka það. Á Tilraunastöðinni á Keldum er verið að þróa upp aðferð til að leita að riðusmiti á frumstigi með rann- sóknum á heilasýnum og hefur þar náðst verulegur árangur. Það væri því nánast út í hött að ætla ein- hverjum öðrum aðila að annast rannsóknir sýnanna. óhætt mun að fullyrða, að vel- flestir vestfirskir bændur bera fullt traust til starfsmanna Tilraunastöðvarinnar á Keldum og Sauðfjárveikivarna. Starfsmenn Sauðfjárveikivarna hafa haft fullt samráð við heimamenn um aðgerð- ir i niðurskurðar- og fjárskipta- málunum og rætt þau (tarlega við einstaka fjáreigendur og aðra þá er málið varðar. Það hlýtur að vera einkamál Sauðfjárveikivarna hvernig starfsmenn þeirra skipta með sér verkum. Við undirritaðir lýsum yfir fyllsta trausti okkar á starfs- mönnum þessara stofnana og hörmum að heilindi og starfshæfni þeirra skuli hafa verið dregin í efa. 6. Það er fagnaðarefni, að fjár- eigendur í Tálknafjarðar-, Ketil- dala- og Suðurfjarðahreppum skuli lýsa sig fúsa til samstarfs um varn- ir gegn og útrýmingu á riðuveiki. Bændur í Vestfjarðahólfi verða að standa saman, ef sigur á að vinnast á riðuveikinni. Niðurskurður og fjárskipti er slæmur kostur. Þau eru nauðvörn, sem gripa hefur orð- ið til þegar í nauðir rak. Það er eðlilegt að menn greini á um framkvæmd svona aðgerðar sem umturnar búskaparháttum í heilum sveitum, þó um stundarsak- ir sé. Þegar ágreiningur kemur upp, þarf að reyna að jafna hann án þess þó að skerða möguleikana á að ná lokatakmarkinu, þ.e. að útrýma riðuveikinni á Vestfjörðum. Vonandi bera vestfirskir bændur gæfu til að standa þannig að þess- um málum að sigur vinnist. Dýrafirði, 9. janúar 1985 f.h. stjórnar Búnaðarsambands Vestfjarða, Valdimar Gíslason f.h. Framkvæmdanefndar Fjárskiptanefndar Vestfjarðahólfs Bergur Torfason Árbók Akureyr- ar komin út BÓKAFORLAG Odds Björnssonar hefur sent frá sér fjórða árganginn af Árbók Akureyrar og fjallar hann um árið 1983. Auk fréttayfírlits og sam- antekinna yfirlita um þróun mála og ástand undanfarin ár á Akureyri eru í Árbókinni sérstakir liðir I mörgum köftum um samfélagsmál, atvinnu- mál, menningarmál, fþróttir og tóm- stundir og yfírlit úr kirkjubókum. Ár- bókin hefur að lauslegri fyrirmynd hinar vinsælu norrænu handbækur í litlu broti, sem á aðgengilegan og ódýran hátt varðveita andrúmsloft hvers árs í máli og myndum. Helstu nýjungarnar í Árbók Ak- ureyrar 1983 eru þær, að ritstjór- inn, Ólafur H. Torfason, hefur tek- ið saman margvíslegar upplýsingar frá ýmsum aðilum og freistað þess að gera þær auðskiljanlegar með grafiskum aðferðum, teikningum og greinargerðum. Má þar nefna viðamikla úttekt á „Eyjafjarðar- svæðinu". Til hliðsjónar við frétt- irnar eru birt gömul tíðindi, ef ára- fjöldinn sem liðinn er síðan þau gerðust stóð á tug. Auk þess helstu innlendu og erlendu fréttirnar 1983. Fjölmargir höfundar rita í Ár- bókina að vanda, forstöðumenn stofnana, félaga og fyrirtækja, al- mennir launþegar og áhugamenn á mismunandi sviðum. Aðalfundur fulltrúaráðsins í Reykjavík Aðalfundur fulltrúaráðs sjálfataaöisfélaganna í Reykjavík veröur haldinn í kvöld þriöjudaginn 22. janúar kl. 20.30 í sjálfstæöishúsinu Valhöll. Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg aöalfundar- störf. 2. Ræöa Davíös Oddssonar borgar- stjóra. 3. Önnur mál. Fulltrúaráösmeölimir eru hvattir til aö fjölmenna og hafa meö sér fulltrúaráðsskírteini. Stjórn fulltrúaráösins. TBiodroqa ( Nýtt 2000 snyrtivörur skrúbbkrem frá Biodroga 2000 hreinsar stíflaöa fitukirtla og yfir-| borösfitu á andliti, bringu og baki. lello Bankastræti 3. S. 13635. ~Biodmqa 2000 snyrtivörur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.