Morgunblaðið - 22.01.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.01.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1985 45 Náttúruverndarfélag Suðyesturlands: Frárennslismálin Hvað er til ráða? f tugi ára hafa frárennslismálin á suðvesturlandi verið á dagskrá hjá sveitarfélögum, á ráðstefnum alls konar, aðalfundum félaga, fé- lagsfundum, hjá hópum og ein- staklingum. Um þau hafa fjöl- miðlar fjallað fram og aftur en allir eiga þessir aðilar sammerkt, að með umfjöllun sinni hafa þeir enga varanlega umræðu skapað og ekki tekist að örva til athafna. Ástandið í frárennslismálunum þarf ekki að fjölyrða um; það hef- ur verið rækilega kynnt. Nú vill NVSV reyna að koma fram raunhæfri athugun á málun- um, þau verði skoðuð frá ýmsum hliðum og að hafist verði handa strax, því að hér er um mjög mikið mengunarvandamál að ræða. Við teljum að nú þegar þurfi að hefja undirbúning að því að allar nýlagnir frárennslis verði þannig gerðar að frá þeim stafi lágmarks- mengun þ.e. að upp verði komið svokallaðri mekanískri hreinsun og aðrar þær aðferðir notaðar eins og tíðkast nú hjá nær öllum sið- menntuðum þjóðum. Síðan verði á næstu árum unnið að því eins fljótt og kostur er að koma eldri lögnum í sama horf. Um það þurf- um við að setja tírhamörk. Fjármagn til þessara hluta verður auðvitað að koma frá íbúum og fyrirtækjum svæðanna. Þetta verði gert með einskonar „heimantaugargjaldi" hliðstæðu „heimtaugargjaldi" vatns, heits vatns og rafmagns. Þeir sem noti gömlu lagnirnar greiði „afnota- gjald“ nógu hátt til þess að þessu verði komið í mannsæmandi horf á örfáum árum. Endanlegt tak- mark hlýtur að vera að breyta öllu frárennsli í ómengað vatn. Það er svo verkefni stjórnvalda að gera þetta á sem kostnaðar- minnstan hátt fyrir hvert svæði. Þar er um ýmsar leiðir að velja og sjálfsagt að afla sér upplýsinga úr fleiri en einni átt. Jafnframt þessu þarf svo að endurvekja upprunalegt lífríki menguðu svæðanna. Þar viljum við að beitt verði þeirri reglu sem við teljum mestu skifta, að lag- færa það sjálf sem við höfum skemmt eða fulltrúar okkar. Þannig verður skuld okkar við framtíðina best greidd, því óneit- anlega höfum við velt vandanum, með aðgerðarleysi okkar undan- farin ár, yfir á þá sem á eftir koma. Við megum ekki halda áfram að meta fasteignir og fram- leiðslu of lágt á kostnað þeirra. Er þetta hluti af lausninni? Nýlega birtist frétt í New Sci- entist um að norskir landbúnað- arvísindamenn hefðu fundið góða aðferð til að hreinsa mengaða firði og hagnast fjárhagslega um leið. Vinnuhópur frá háskólanum í Þrándheimi hefur komist að því að með því að rækta botnþörunga í skolpblönduðum sjó má koma í veg fyrir að næringarsölt eins og nítröt og fosföt berist út í firðina. Þessi sölt koma í miklu magni frá skolpræsum og með afrennsli af ræktarlöndum og þau menga firð- ina. Þörungarnir geta dregið í sig þessi sölt og þar með aukið vöxt sinn. Um leið spara þeir bæjarfé- lögum mikinn hluta kostnaðarins við að hreinsa skolpið. Þegar vinnuhópurinn hefur komið sér upp þörungastofni til að hreinsa firðina mun hann reyna að rækta upp sérstök afbrigði sem henta fyrir mismunandi iðnað, en þör- ungarnir eru mikilvægt hráefni t.d. í efna- og matvælaiðnaði. í Bandaríkjunum voru fyrir nokkrum árum gerðar tilraunir til að hreinsa skolp á svipaðan hátt. í hafrannsóknastöðinni í - Woods Hole á austurströnd Bandaríkj- anna byggði Dr. John Ryther ker sem hann hellti blöndu af skolpi og sjó í. 1 þessari næringarríku blöndu ræktaði hann svifþörunga. Svifþörungarnir tóku upp megnið af næringarsöltunum úr skolpinu og drógu þannig úr mengunar- hættu af völdum þess. Úr þessu keri var blöndunni, sem nú inni- hélt aragrúa af örsmáum svifþör- ungum, veitt út í ker númer tvö. f þvi keri voru ostrur og aðrar bragðgóðar skeljategundir. Skelj- arnar sía svifþörungana úr sjón- um og nærast á þeim. Því meira sem er af svifþörungum í blönd- unni, þeim mun hraðar vaxa skelj- arnar. Úrgangur frá skeljunum leysist svo aftur upp í sjónum. Til að losna við þann úrgang úr blöndunni var sett upp þriðja ker- ið, en í því voru ræktaðir botnþör- ungar. Besta raun gaf ræktun á þörungnum Gracilaria, verðmæt- um rauðþörungi sem hleypiefnið agar er meðal annars unnið úr. Hann óx mjög og virtist geta gefið talsvert í aðra hönd. Því var farið að gera tilraunir með að rækta tegundina beint í fyrsta kerinu. Með því að velja til ræktunar þá einstaklinga sem uxu hraðast, fékkst stofn sem óx tvöfalt hraðar en náttúrulegur stofn tegundar- innar. Þessi ræktun gefur nú meiri uppskeru á fermetra en nokkur önnur ræktun í heiminum. Svo mikil er uppskeran að menn telja jafnvel að það borgi sig að nota afraksturinn til orkuvinnslu. Þá eru þörungarnir látnir rotna og unnið úr þeim methan-eldsneyti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.