Morgunblaðið - 22.01.1985, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 22. JANtÍAR 1985
Gjaldþrot Bæjarút-
gerðar Hafnarfjarðar
— eftir Kristófer
Magnússon
í blaði Félags óháðra borgara,
Hafnarfirði, Borgaranum, 1. tbl.
1985, birtist grein eftir Vilhjálm
Skúlason bæjarfulltrúa og for-
mann bæjarráðs. í greininni við-
urkennir Vilhjálmur gjaldþrot
BÚH, og viðurkennir þá í raun þar
með gjaldþrot Sjálfstæðisflokks-
ins og óháðra í málefnum BÚH,
því ekki getur Vilhjálmur eða full-
trúar Sjálfstæðisflokksins haldið
því fram með einhverri sanngirni
að þeir hafi ekki vitað hvert
stefndi, og það fyrir mörgum ár-
um síðan.
Kg hef aldrei efast um heiðar-
leika og góðan vilja Vilhjálms í
málefnum bæjarfélagsins, en því
miður virðist Vilhjálmi ekki hafa
verið sjálfrátt, frekar en mörgum
ágætum Hafnfirðingum þegar
málefni BÚH voru annars vegar.
Hver hefði trúað þvf, að Vilhjálm-
ur myndi nokkurn tíma þurfa að
viðurkenna að nú væri svo komið,
undir hans stjórn, að BÚH væri
gjaldþrota og stöðu bæjarsjóðs
væri ógnað þess vegna. Eftir
margendurteknar viðvaranir
hæfra manqa hlýtur Vilhjálmur
að hafa gert sér grein fyrir því
fyrir löngu hvert stefndi. Þar eru
engin ný sannindi í útgerð, að t.d.
góðir skipstjórar, hentug skip,
hæfur framkvæmdastjóri, sam-
virk stjórn, olíukostnaður,
löndunarkostnaður o.fl., o.fl.
skipta sköpum. Eg spyr, hafa þessi
mál verið í lagi hjá BÚH? Ef svo
er ekki, hvað hefur verið gert und-
anfarin ár til að leiðrétta það sem
aflaga hefur farið, nema þá að
greiða tugmilljónir af sameigin-
legum sjóði bæjarfélagsins í tap
BUH.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins hafa margsinnis upplýst
á fundum á vegum flokksins á
undanförnum árum, að enginn
raunverulegur meirihluti hafi ver-
ið fyrir því, hvorki í útgerðarráði
eða í bæjarstjórn Hfj. til að takast
á við vandamál BÚH, enda viður-
kennir Vilhjálmur það I grein
sinni, er hann segir:
„í skýrslum bæjarendurskoð-
anda hefur staða fyrirtækisins
komið greinilega i ljós, ásamt
ábendingum um það sem betur
mætti fara í rekstrinum er flestir
bæjarfulltrúar hafa tekið undir.
Þegar litið er til baka er ljóst, að
aðeins sumum af þeim ábending-
um, sem bæjarendurskoðandi hef-
ur sett fram, hefur verið sinnt af
þeim, sem bera ábyrgð á daglegum
rekstri fyrirtækisins. í endurskoð-
unarskýrslu ársins 1983 er bent á,
„að verði fyrirtækin (B.Ú.H. og
Júní Stá) rekin áfram með sama
tapi, hljóti það að leiða til
greiðslustöðvunar”. Að hliðstæðri
niðurstöðu hafa aðrir komist, sem
bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur
falið að gera úttekt á stöðu fyrir-
tækisins. Má þar til dæmis nefna
skýrslu Endurskoðunar hf., sem
dagsett er 5. apríl 1983. Það má
því segja að mörgum hafi lengi
verið ljóst, hvert stefndi í málefn-
um B.U.H."
í ofangreindu úrtaki kemur
berlega í ljós að stefnt hefur verið
að feigðarósi á undanförnum ár-
um, án nokkurrar marktækrar til-
raunar til að stemma stigu við
botnlausu tapi BÚH.
Ábyrgð Sjálfstæðis-
flokksins
Á fundum þeim sem haldnir
hafa verið á vegum Sjálfstæðis-
flokksins í Hf. hef ég margsinnis
varað við, hvert stefndi í málefn-
um BÚH. Nýverið gat þó ekki
okkar ágæti bæjarfulltrúi, Ellert
Borgar, orða bundist lengur og fór
ótilneyddur i pontu til að skýra
frá hvert stefndi í málefnum BÚH
og er mér og fleiri sjálf-
stæðismönnum óskiljanlegt
hvernig slíkt má hafa skeð undir
stjórn og ábyrgð flokksins?
Ég hef oft bent á, á fundum og
við bæjarfulltrúa flokksins, að ef
ekki næðist meirihlutasamstaða
um að taka á málefnum BÚH, ætti
að draga sig út úr meirihluta-
samstarfinu, og krefjast þess aö
hinir flokkarnir tækju á sig alla
ábyrgð á rekstri BÚH. Slík krafa á
hendur öðrum ílokkum verður að
teljast raunhæf og ábyrg, því það
sem bar á milli þessara flokka al-
mennt voru og eru smámunir við
málefni BÚH.
Allir kosnir fulltrúar Sjálfstæð-
isflokksins, ættu að vera upplýstir
um að engir gera sér betur Ijóst,
en kjósendur flokksins, þá hættu,
þegar stjómmálamenn fá þá flugu
í höfuðið, að þeir einir viti best
hvernig á að ráðstafa sjálfsaflafé
þess og eignum og þurfa síðan, að
sjálfsögðu, enga ábyrgð að bera
þar á.
Ég leyfi mér þó sérstaklega að
lýsa vanþóknun minni á, þegar
kosnir fulltrúar, yfirfæra vald sitt
yfir í nefndir bæjarins og gefa
þeim vald til að eyða og veðsetja
eignir bæjarbúa að vild. Ég er ekki
lögfróður maður, en ég held að
slíkt eigi sér fáar hliðstæður í
hinu íslenska stjórnkerfi.
Tap BÚH skiptir slíkum upp-
hæðum undanfarin ár, að sam-
kvæmt lögmálum Parkinsons og
af minni eigin lífsreynslu, þýðir
ekkert að reyna að skýra út slíkar
upphæðir fyrir almenningi. Ég
leyfi mér þó að nefna upphæðir er
svara til nokkurra tuga verka-
mannaíbúða, dagvistunarstofnun
og skóla með öllu tilheyrandi. Mér
er spurn, hvað hefðu fulltrúar
Sjálfstæðisflokksins sagt, ef þeir
væru í minnihluta, og aðrir flokk-
ar hefðu staðið að slíkum ófögn-
uði?
Mismunandi álit manna
á stöðu BÚH
Sigurður Þórðarson, fulltrúi
sjálfstæðismanna í útgerðaráði og
formaður þess, fullyrðir, að verið
sé að millifæra 20 milljónir af eig-
um BÚH yfir á eignareikning bæj-
arsjóðs.
Að sjálfsögðu valdi Sigurður
Þjóðviljann til að bera á borð fyrir
almenning, slíkar fullyrðingar.
Kristófer Magnússon
„Ég leyfi mér þó sér-
staklega að lýsa van-
þóknun minni á, þegar
kosnir fulltrúar yfirfæra
vald sitt yfir í nefndir
bæjarins og gefa þeim
vald til aó eyða og veð-
setja eignir bæjarbúa að
vild. Ég er ekki lögfróð-
ur maöur, en ég held, að
slíkt eigi sér fáar hlið-
stæður í hinu íslenska
stjórnkeríl.“
Sigurður hefur eflaust gert sér
grein fyrir að Þjóðviljinn er, og
hefur alltaf verið, sneyddur öllu
pólitisku skopskyni og þar af leið-
andi myndi hann taka grín hans
alvarlega. Mér er ómögulegt að
skyra umsögn sjálfstæðis-
mannsins Sigurðar á annan hátt.
Sigurður hefur oftast verið hress í
málflutningi sínum og kunnað
fremur öðrum að sjá hinar skop-
legu hliðar mannlífsins.
Þó finnst mér, að í þessu tilfelli,
hefði mátt sleppa skopinu, og upp-
lýsa í stað bæjarbúa afdráttar-
laust, hve margir tugir þúsunda
króna verða teknir af hverjum
gjaldanda útsvars í Hafnarfirði til
að borga skuldir BÚH.
Á sama tíma kemur bæjarstjóri
Hafnarfjarðar fram .1 útvarpi og
upplýsir, að það vanti tugi millj-
óna upp á að BÚH eigi fyrir skuld-
um.
Vilhjálmur Skúlasom kemst að
svipaðri niðurstöðu og bæjarstjór-
inn í Borgaranum. Ég hefi ekki
enn getað áttað mig á hvers vegna
endurskoðandinn, Sigurður Stef-
ánsson, hækkar mat á öllum eig-
um BÚH, á 2ja mánaða tímabili
milli uppgjöra um 200 milljónir.
Það kom þó skýrt fram í ummæl-
um Vilhjálms og bæjarstjóranns,
að þeir taka lítt mark á niðurstöð-
um hans, sem hlýtur að stafa af
því að þeir telja sig betur kunnuga
öllum málavöxtum.
Pennastrik upp á „skítnar“ 200
milljónir hefur jafnvel talist til
afreka hjá vini okkar Albert Guð-
mundssyni, fjármálaráðherra, á
sínum tíma, og er þar ekki verið
að miða við neinn meðalmann i
slíkum málum.
Bæjarbúar hljóta að eiga kröfu
á að fá uppgefið nú þegar af for-
ráðamönnum bæjarfélagsins,
hvað háar upphæðir það séu sem
bæjarsjóður verður að taka á sig,
hvernig á að afla peningana og
hvernig á að standa að greiðslum.
Ef Júní Stá er yfir 100 milljóna
kr. virði er það ábyrgarhluti að
selja ekki skipið strax, þar sem
Júní hefur átt drúgan þátt í tap-
rekstri BÚH, en með slíkri sölu
væri hægt að rétta hlut BÚH
verulega.
Mörg blöð hafa birt þær fréttir
að BUH eigi yfir 100 milljónir
fram yfir skuldir, en það er engin
smátala. Væri ekki dónalegt að fá
að byrja rekstur hins nýja hluta-
félags með frystihúsið skuldlaust,
og losa sig við Júní og Apríl og
kaupa hráefni og gera Maí út. Það
hlýtur að vera hægt að fá hráefni
tug prósentum ódýrara heldur en
það kostar að afla þess með togur-
unum Júní og Apríl. Það væri ekki
ömurlegt að reka slíkt fyrirtæki.
Hverju skal trúa?
Ég held að best hefði verið að
allir aðilar hefðu gert sér grein
fyrir frá byrjun, að hvorki útgerð
eða annar atvinnuvegur er rekinn
út á verðbreytingarreikning eða
hagnað af brotajárnstogurunum,
sem liggja ónýtir við bryggju,
samanber togarann á Akureyri.
Aftur á móti geta menn spurt
Nýjar orkulindir
á Austurlandi?
— eftir Jón Benjamínsson
Á vetrum þegar isa tekur að
leggja má víða á Austurlandi sjá
upphólstur í mýrum og vakir á
tjörnum og vötnum. Orsakir þessa
eru þrennskonar: kaldavermsl,
jarðhiti og/eða gasstreymi. Víðast
hvar myndast þessi fyrirbæri á
sama stað ár eftir ár og er meira
að segja getið í fornsögum. Má þar
nefna Þrælavík sem frá segir I
Droplaugarsonasögu en vökin sem
þar myndast mun til komin vegna
lóðréttra vatnsstrauma frá Kalda-
vermsli á Fljótsbotninum. Þá
herma þjóðsögur frá Tuskuvökum
í Urriðavatni en þær myndast
vegna hita og gasuppstreymis og í
Fljótsdælasögu er getið um vakir
á Fljótinu út af Hreiðarsstöðum
en þær myndast vegna gasupp-
streymis. Jarðhitinn að Urriða-
vatni hefur frá því um áramót
1979/1980 verið nýttur af Hita-
veitu Égilsstaðahrepps og Fella til
húshitunar. í tímabundnum erfið-
leikum meðan ekki hafði tekist að
afla nógu heits vatns fyrir hita-
veituna var rædd sú hugmynd að
leiða að gas og brenna því i kyndi-
stöð hitaveitunnar. Sum af þess-
um gassamböndum sem upp
streyma eru brennanleg og ber
þar helst að nefna methan sem
hefur mjög hátt brennslugildi en
álitið er að það verði til við rotnun
gróðurleifa I berggrunni eða laus-
um jarðlögum.
Gunnlaugur Elísson efnafræð-
ingur greindi árið 1963 rúmmáls-
hlutfall methans í gassýnum tekn-
um við Hreiðarsstaði og Vallholt.
Við Vallholt reyndust 94% vera
methan en 78% gassins frá Hreið-
arsstöðum, en það hlutfall er
hugsanlega hærra þar sem ýmis-
legt bendir til að andrúmsloft hafi
komist saman við það sýni. Tvær
grunnar rannsóknarholur voru
boraðar árið 1964. önnur I berglög
fyrir neðan Vallholt en hin f laus
jarðlög á Gilsáreyrum sem eru
nokkru utar með Fljótinu. Enski
námuverkfræðingurinn Bailey tel-
ur í skýrslu sem hann gerði fyrir
Raforkumálaskrifstofuna árið
1967 að gasuppstreymi við Lagar-
fljót sé mýragas. Álítur hann að
ekki svari kostnaði að virkja gasið
enda sé heildargasmagn lítið og þó
svo að um nýtilega samsöfnun
gass sé að ræða í litlum sand- og
malarhólfum, sem leir hefur þétt
að utan þá sjáist þess engin merki
á yfirborði hvar þau sé að finna.
Ennfremur varar hann við
sprengi- og eldhættu ef farið væri
út í borun holu og virkjun hennar.
Möguleikar til gassöfnunar eru
sumstaðar fyrir hendi en gera
þyrfti ráðstafanir vegna lítils gas-
þrýstings á uppstreymisstað. Tak-
ist að leysa það mál mætti leiða
gasið (t.d. með plastslöngu) heim á
nærliggjandi bæ og nota til upp-
hitunar og eldunar.
Frá árinu 1978 hefur höfundur í
frístundum sínúm leitað uppi og
skráð staði á Austurlandi þar sem
óvenjumikils gasuppstreymis
verður vart, en þá er að finna bæði
niður á fjörðum sem og langt inni
í landi á heiðum uppi. Gassýnum
hefur verið safnað á 17 stöðum
fyrir utan Lagarfljót og þau send
utan tii greininga. I ljós hefur
komið að á 11 stöðum þar sem tal-
ið var að um mýragas væri að
ræða reyndist að^gastegundin
vera köfnunarefni (N > 83%) en á
öllum þessum stöðum var eitthvað
merkjanlegt vatnsrennsli sam-
hliða gasstreyminu. Á hinum stöð-
unum 6 mældist gasið allsstaðar
vera yfir 87% methan og á einung-
is einum þeirra var eitthvað
vatnsstreymi með gasinu. Af
þessu er ljóst að það sem af al-
menningi er kallað mýragas þarf
ekki endilega að vera methan-gas
einkum og sér í lagi ef vatns-
Jón Benjamínsson
„Gasið við Lagarfljót
er mjög áhugavert sem
orkugjafí sem og mýra-
gas, þar sem það er
nærri mannabústöðum
eða fínnst í einhverjum
mæii utan alfaraleiðar.“
streymi er samhliða gasstreym-
inu.
Talið er að methanið í mýragasi
sé komið frá rotnandi gróðurleif-
um. Hins vegar hefur komið fram
sú hugmynd að methan-gasið við
Lagarfljót sé ættað djúpt úr iðr-
um jarðar og hefur Leó Kristjáns-
son, jarðeðlisfræðingur, reifað
þessar hugmyndir bandariska
stjarneðlisfræðingsins Gold í 1.
hefti tímaritsins Týli árið 1983.
Fyrir tæpu ári var Orkustofnun
falið að kanna hvers eðlis Lagar-
fljótsgasið er. Annar þeirra sér-
fræðinga sem var falin rannsókn-
in telur að niðurstöðu sé að vænta
innan skamms. Ekki er ósennilegt
að í kjölfarið komi aukinn áhugi á
nýtingu gassins. Auðvelt sýnist
vera að leiða gas eftir plastlögn
heim á bæi til upphitunar og eld-
unar og lausn hlýtur að vea til á
því hvernig safna eigi gasinu.
Einnig má nota gasið sem elds-
neyti á bíla. í því sambandi má
geta að á síðastliðnu sumri var við
frumstæðar aðstæður safnað gasi
í hylki við Vallholt. Á þvf gasi var
bifreið ekið 76 km án gangtruflana
en sú bifreið gengur að öllu jöfnu
fyrir kosan-gasi.
Ljóst er af því sem sagt hefur
verið hér að framan við gasið við
Lagarfljót er mjög áhugavert sem
orkugjafi sem og mýragas þar sem
það er nærri mannabústöðum eða
finnst í einhverjum mæli utan al-
faraleiðar. Austfirðingar þurf að
halda vöku sinni og fylgjast vel
með rannsóknum á þessu sviði og
varna því að þessar auðlindir lendi
í höndum óviðkomandi aðila. Byrj-
unin gæti verið að stofna félag
sem hefði hönd í bagga með ran-
nsóknum og seinna meir nýtingu.
Jón Benjamínsson er jarðefnafrteð-
ingur og starfar hjí Orkustofnun.