Morgunblaðið - 22.01.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.01.1985, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANtJAR 1985 hvers vegna bæjarstjórn Hafnar- fjarðar hafi þurft að greiða tug- milljónir á undanförnum árum til BÚH, og er nú komið í slíkt óefni, að verið er að reyna að breyta BÚH í hlutafélag, jafnvel með samþykki og vilja kratanna. En kratar og kommar hafa Iengst áð- ur komist með að koma BÚH á haustinn 1960, en þá var tap BÚH meira en allt útsvar bæjarbúa. Stofnun útgerðarfélags Hafnarfjarðar Undirbúningsstofnfundur al- menningshlutafélags um rekstur BÚH var haldinn 13. janúar sl. Flestir bæjarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins og annarra flokka gerðust þá þegar hluthafar. Ætl- unin er eflaust sú með kaupum hlutabréfanna að vekja traust bæjarbúa á þessu nýja hlutafélagi og lagði hver fulltrúi fram kr. 5.000,- og efast ég ekki um að þeir muni leggja fram mun meira þeg- ar þörfin kallar, sem ég hef grun um að verði bráðlega. Nema þá bæjarfulltrúarnir séu þá, ef til vill, tilbúnir að leggja fram meira fé úr bæjarsjóði? Ef bærinn ætlar að eiga 51% í BÚH og þar af leiðandi meiri- hluta, geta menn velt því fyrir sér hvers vegna mannkostamennirnir Vilhjálmur Skúlason, Haraldur Sigurðsson og Hörður Zophanías- son, sem stjórnarmenn hins nýja hlutafélags, séu hæfari menn, en núverandi útgerðarráð til að stjórna útgerð? Svona til að upplýsa bæjarbúa frekar og til að undirstrika tor- tryggni mína gagnvart hinu nýja útgerðarfyrirtæki og komandi ábyrgð bæjarins á rekstri þess, þá var það útgerðarráð en ekki hin nýja stjórn félagsins sem tók ákvörðun um að senda togarana (alla) til veiða og hefja rekstur á ný! Einnig að efast um getu og hæfni þeirra til reksturs útgerðar og er ég ekki grunlaus um að þeim mun finnast það jafnvel sjálfum. Nokkrar spurningar og hugleiðingar Það eru margar spurningar er vakna þegar talað er um stofnun hins nýja hlutafélags, eins og t.d. hver á að borga hallann, ef til kemur (efast einhver?) fram til 1.. júlí. Hvar og hver á að útvega rekstrarlán? Út á hvaða veð? Er bæjarsjóður bakábyrgur? Hvernig ætlar bæjarstjórnin að taka á málunum, ef félagið verður gjald- þrota? (Væri ánægjulegt að fá yf- irlýsingu bæjarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins um þetta mál.) Vilja allir bæjarfulltrúarnir bera per- sónulega ábyrgð á því hlutafé, sem þeir biðja fólkið í bænum að kaupa, t.d. í 1 til 2 ár? Að mínu áliti er verið að fá bæj- arbúa til að leggja fram af frjáls- um vilja fé í vonlaust fyrirtæki, sem að mínu áliti verður búið að éta upp allt hlutaféð á nokkrum mánuðum miðað við fyrri reynslu. Finnst forustumönnum Sjálfstæð- isflokksins slíkt verjandi og smræmast hugsjónum flokksins. Er ekki heiðarlegra af bæjar- fulltrúum Sjálfstæðisflokksins að ganga fram fyrir skjöldu og segja bæjarbúum hreinskilnislega, hvers fólkið megi vænta með kaupum á hlutabréfum i hinu nýja hlutafélagi. Frá mínum sjónarhóli séð er raunverulega verið að biðja bæjarbúa um að taka á sig viðbót- araukaálögur vegna misheppnaðs og óraunsæs reksturs BÚH, sem allir flokkar bera ábyrgð á. Um hvað var kosið í síðustu bæjarð stjórnarkosningum? Ég leyfi mér að minna bæjar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á það, að fyrir síðustu bæjarstjórn- arkosningar var gerð hörð atlaga að flokknum, einmitt vegna af- stöðu flokksins í málefnum BÚH. Þessari aðför svöruðu kjósendur með glæsilegum kosningasigri Sjálfstæðisflokksins og bættu við sig bæjarfulltrúa. Það var stoltur hópur, sem stóð að þeim sigri. Eg var og er sannfærður um, að með stuðningi sínum ætluðust kjósendur flokksins til að tekið yrði á málefnum BÚH af festu. En með botnlausri óábyrgri skulda- söfnun, sem ógnar nú fjárhags- legu öryggi bæjarfélagsins, hlýtur að stefna óðfluga 1 það, að kjós- endur flokksins muni hætta stuðningi við slika óráðsíu. Nú sem hingað til á stefna Sjálfstæð- isflokksins að vera ábyrgð í stað upplausnar. Kristófer Magnússon er rekstrar- hagfræðingur og í sæti í stjórn fuii- trúaráðs sjilfstæðisfélaganna í Hafnarfírði. Einn af hinum furðulegu félögum Alex í geimstríðinu. Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson BÍÓHÖLLIN: STJÖRNUKAPP- INN (The last Starfighter) ★★'A Leikstjóri: Nick Castle. Kvikmyndataka: King BaggoL Handrit. Jonathan Betuel. Aðal- hlutverk: Lance Guest, Dan O’Heliby, Catherine Mary Stewart og Robert Preston sem Centauri. Bandarisk fri Lorimar/Universal. Frumsýnd síðla árs 1984. Sýn- ingartím ca 96 mín. Dolby. Stjörnukappinn er vissulega enn eitt óskilgetið afkvæmi Star Wars-myndanna, en um margt ólík þessum frægu forverum sín- um. í Stjörnukappanum er lögð áhersla á einfaldleikann, þvi höfðar myndin sjálfsagt best til barna og unglinga — þó svo að allir aldurshópar geti haft af henni gaman. Hér eru engin risavaxin svið né tæknibrellur tæknibrellanna vegna. Engar óendanlegar styrjaldir með öll- um sínum gný, brellum og alls- herjardarraðardansi, heldur stutt og fjörug átök þar sem eng- inn þarf að efast eitt augnablik að góðu öflin vinni. Sögðuþráð- urinn hreinn og beinn, engar vifilengjur eða útúrsnúningar. Og siðast en ekki síst er Stjörnukappinn einkar mannleg- ur, af þessum myndum að vera, þvi hún snýst einnig um ástir Rómantík og stjörnustríð Alex og Maggie í Stjörnukappan- um. tveggja táninga i einhverju bandarisku krummaskuði þar sem fátt er til afþreyingar utan myndbandaspilið Starfighter. En það er einmitt spilið sem breytir lífi söguhetja myndar- innar, Alex og Maggie. Báðum Alex við Stjörnukappa-\e\ktækiö. dauöleiðist grámi tilverunnar, en þegar Alex setur glæsilegt met i Starfighter-leiknum fara hjólin að snúast. Spilið er nefni- lega hannað einhvers staðar útí geimnum af verum sem eiga i ægilegu stríði við ill nágranna- öfl. Þeir sem slá met í spilinu hafa jafnframt sannað afburða- getu sem stríðsmenn við þær að- stæður sem rikja þarna útí blámanum. Svo Alex er sóttur. Ekki er að orðlengja að Alex getur sér orð sem hinn ógurleg- asti stjörnukappi, sem kemur svo í myndarlok að bjargar sinni heittelskuðu úr tilbreytingar- leysi krummaskuðsins! Semsagt, einföld, slétt og felld skemmtimynd af gamla skólan- um. Tæknilega upp og ofan, enda hefur ekki verið ætlunin að gera Stjörnukappann að einhverju tækniundri. Hér er fléttað sam- an spennu, geimstriðum og gömlu, góðu rómantíkinni með prýðilegri útkomu. „Pottþétt mynd,“ sagði tólf ára sonur minn, og undirstrikaði þar með það sem áður var sagt um hvaða aldurshópur kann sjálfsagt hvað best að meta Stjörnukappann. (yf time manager s3fW>3 W&) irrtematlonar Scandinavian Service School er sameignarfélag sem Scandinavian Airlines System (SAS) og Time Manag- er International (TMI) eiga að jöfnu. Markmið félags- ins er að halda námskeið og útbúa námsgögn sem hjálpa fyrirtækjum um allan heim við að veita betri þjónustu. Scandinavian Service School kennir hvernig betri samskipti milli starfsmanna og við- skiptavina jafnt sem milli starfsmanna innbyrðis leið- ir til betri þjónustu. Frá stofnun í október 1983 hafa yfir 40.000 manns sótt námskeið SSS, og nýlega var gerður samningur við British Airways um að allt starfsfólk þess fari á þetta námskeið. Námskeiðið ber yfirskriftina „Personal service through Personal Development" og fer fram á ensku. Megináhersla er lögð á þætti sem þróa einstaklinginn í átt til betri og jákvæðari manneskju og viðhorf hans til sjálfs sín og annarra. Þátttakendur: Námskeið þetta er sniðið fýrir alla sem sinna þjónustustörfum á einn eða annan hátt. Námskeiðin hafa sótt fólk frá flugfélögum, ferðaskrif- stofum, hótelum og veitingahúsum, verslunum og bönkum og öðrum þeim vinnustöðum þar sem starfs- fólk kemst í beint persónulegt samband við viðskipta- vini. Á íslandi mun Stjórnunarfélag íslands annast skipulagningu námskeiða fyrir Scandinavian Service School. Fyrstu námskeiðin verða haldin í febrúar 1985 og munu nokkur námskeið síðan verða haldin síðar á því ári. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Cecilie Andvig frá Noregi. Hún er einn af aðalleiðbeinendum Scandina- vian Service School og starfaði m.a. að þjálfun starfs- fólks hjá SAS. Námskeiðið er kennt á ensku. Tími: 4.-5. og 6.-7. febrúar kl. 9—17. Kristalsal Hótel Loftleiða. NÝ SPENNANDI SAMSETNING TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU í SÍMA 82930 SCANDINAVIAN SERVICE SCHOOL ASJJÓRNUNARFÉLAG Æ&. ISLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.