Morgunblaðið - 22.01.1985, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1985
© 1984 Universal Press Syndicate
hefenja. hesta. i>iL söLu
íyrr en cu fimmtucl<a.gir^rv.•,'
ást er...
?Z3
___ad svífa sem
í draumi...
TM Rta U.S. Pal. 0*f -aH rlflhte resarved
»1984 Los Angeles Times Syndicale
Með
morgunkaffinu
Gæti hann ekki verið nokkurs
konar sýnishorn fyrir ágæti vör-
unnar?
Bréfritari álítur að féstureyðingar séu óhæfuverk.
Berjumst gegn
fóstureyðingum
nei, fyrir hann er til miklu þægi-
legri aðferð þ.e. að láta sig hverfa.
Er þá verið að hjálpa barninu?
Um það ættum við ekki að tala í
þessu sambandi.
Er virkilega til það fólk (konur
og karlar) sem gengur um í þoku
og reyk blekkingarinnar og vill
ekki skilja að við erum að drepa
börnin okkar? Hvenær hlýtur
barnið fullan rétt til lífs? Er það á
12. viku meðgöngunnar eða máski
aldrei eins og í einbirnaveldinu
Kína? Mörgum er vafalaust í
fersku minni mynd um þetta efni.
Þar veigruðu menn sér ekki við að
eyða sjö mánaða gömlu fóstri.
Hver er raunverulega munurinn?
Þessu verður að linna. Hér á
ekki að þurfa nein lög um fóstur-
eyðingar. Hér á að ríkja samstaða
um að útrýma þessum vágesti sem
fóstureyðingar eru. Áður var það
ungbarnadauði nú eru það fóstur-
dráp.
Eitt er víst að þetta breytist
ekki nema við gerum eitthvað í
málinu sjálfar. Samtaka getum
við áorkað miklu. Allar þessar
ólánsömu og ráðvilltu konur leita
væntanlega til lækna og jafnvel
félagsráðgjafa. Ég held að við
gætum virkjað þá í baráttunni.
Mig langar til að benda á aðferð
sem ég hef trú á að gæti komið að
gagni. Sjálf átti ég barn fyrir ári
og átti þess kost að komast í hóp
áhugafólks um brjóstagjöf. Þar sá
ég ótrúlega hluti gerast. Konur
komu inn í hópinn, kjarklausar,
svefnvana og vonlitlar að sjá. I
sameiningu leystum við þau
vandamál sem upp komu. Sum
voru erfiðari en önnur en oftast
mátti þó finna einhver ráð. Mætti
ekki skipuleggja svipaða hópa
kvenna sem eiga von á barni og
eru í félagslegri krísu?
Hættum að fara í felur með
vandann. Styðjum hver aðra og
leitum til aðila sem geta veitt
okkur jákvæða aðstoð. Ég tel að
hér sé komið verkefni fyrir heil-
brigðisstéttir, félagsfræðinga,
þingmenn og síðast en ekki síst,
okkur sjálfar. Látið í ykkur heyra
konur!
Ef þú ert að hugleiða fóstureyð-
ingu eða ert jafnvel ákveðin í því
þá þiggðu ráð. Það má alltaf finna
betri leið. Látum ekki neyða okkur
til að vera þátttakendur í óhæfu-
verkum sem fósturdráp eru.
Ragga skrifar:
Mig langar að koma að nokkrum
orðum um fóstureyðingar. Það
sem ýtti við mér var bréf um þetta
efni sem birtist í Velvakanda 3.
janúar sl. Annað slagið virðist
umræða um fóstureyðingar skjóta
upp kollinum. Sumir eru eindregið
á móti, aðrir afar hlynntir þessu
fyrirkomulagi, leiðindagati í
okkar velferðarþjóðfélagi.
í téðu lesendabréfi, „Fóstureyð-
ingar munu alltaf eiga sér stað“,
er þetta sögð eina lausnin á
vandamálinu. Vafalaust úir og
grúir af karlrembum en fóstureyð-
ing leysir engan vanda. Hér er
vafalaust of lítið gert fyrir eip-
stæðar mæður eða hjón með mörg
börn. Meðlög eru lág og aðstoð frá
hinu opinbera að öðru leyti bág-
borin. En við skulum skoða þessa
sáraeinföldu og fljótlegu aðgerð
sem fóstureyðingin er, frá mann-
legum sjónarhóli.
Hverjum er verið að hjálpa?
Móðurinni? Tæplega, þar sem hún
bíður oftast nær tjón á sálu sinni
um lengri eða skemmri tíma. Er
þá verið að hjálpa föðurnum? ó
Bjarni Friðriksson júdókappi.
Bjarni átt tit-
ilinn skilinn
Margrét skrifar:
Eins og allir þeir sem eitthvað
fylgjast með íþróttum, beið ég f
ofvæni eftir því hver yrði kjörinn
íþróttamaður ársins 1984. Raunar
þóttist ég viss um að ólympíuhetj-
an okkar, Bjarni Friðriksson, yrði
valinn en annað kom þó á daginn.
Það er einkennileg ákvörðun hjá
íþróttafréttamönnum að velja
mann sem leikur með erlendu liði
sem íþróttamann ársins á íslandi,
þó svo að Ásgeir hafi vissulega
staðið sig. En Islendingar verða að
fara að beina athyglinni að ein-
hverjum öðrum íþróttum en
knattspyrnu sem svo mjög hefur
heltekið huga þeirra.
Við eigum marga afreksmenn í
íþróttum og þeirra á meðal er
Bjarni Friðriksson. Þykir mér
hann standa hæst meðal íslenskra
íþróttamanna og eru margir ofar-
lega fast á eftir honum. þ.á m. Ás-
geir Sigurvinsson.
Bjarni hefði átt þennan titil
margfalt skilinn. Þetta ár kemur
ekki aftur og vil ég því biðja
íþróttafréttamenn að hugsa vel og
vandlega út í það hvern þeir út-
nefna íþróttamann ársins sem fer
í hönd.