Morgunblaðið - 22.01.1985, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1985
Nýútskrifaðir stúdentar Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Morgunblaðiö/Haukur
Þorlákur Helgason skólameistari afhendir treimur nemendum viðurkenn-
ingu: Bárði Árnasyni og Jóni Bjarnasyni.
„Öllu er afmörkuð stund“
Frá brautskráningu á haustönn Fjölbrautaskóla Suðurlands
Selfossi, 20. janúar.
I GÆR, laugardaginn 19. janúar,
lauk 7. starfsönn Fjölbrautaskóia
Suðurlands á Selfossi. Brautskrán-
ing nemenda fór fram í Selfoss-
kirkju þar sem 24 nemendur voru
brautskráðir, 13 stúdentar, 7 af
iðnbrautum og 4 af skemmri bók-
námsbrautum. Þorlákur Helgason
gegnir starfi skólameistara en Þór
Vigfússon skólameistari er í árs
leyfi. Á liðinni önn stunduðu 422
nemendur nám í dagskóla og 100 í
öldungadeild.
Frá því skólinn hóf starfsemi
sína hefur brautskráning nem-
enda farið fram í Selfosskirkju við
hátíðlega athöfn og svo var einnig
nú. Við upphaf athafnarinnar
gekk kór Fjölbrautaskólans syngj-
andi inn kirkjugólfið. Kórinn söng
síðan milli atriða athafnarinnar
undir stjórn Jóns Inga Sigur-
mundssonar.
Þorlákur Helgason skólameist-
ari fór i upphafi nokkrum orðum
um starfsemi liöinnar annar sem
hann sagði hafa verið með nokkuð
sérstökum hætti og nefndi þar
sérstaklega verkfall opinberra
starfsmanna sem kom illa við
Séra Eiríkur J. Eiríksson og frú Kristín, kona hans, voru meðal gesta við
brautskráningu stúdenta.
starfsemi skólans. Skólastjórn
mat aöstæður þannig að bæta
þyrfti nemendum upp hvern
kennsludag sem féll niður í verk-
falli. Þetta var gert með þeim
hætti að kennt var á laugardögum
og prófum í desember frestað
fram í janúar.
Stúdentsprófíð
er góður áfangi
HULDA Vilhjálmsdóttir er húsmóðir
á Selfossi ásamt því að vinna á
skrifstofu. Hún hóf nám í öldunga-
deild fyrir 5 árum, þá í Hveragerði
þar sem öldungadeildin fór fyrst af
stað.
„Þetta hefur auðvitað verið erf-
itt,“ sagði Hulda aðspurð um
hvernig það hefði verið að stunda
námið samfara öðrum störfum.
„Annars er kannski betra að
spyrja bóndann. Ég fór rólega af
stað í þessu en tvö síðustu árin hef
ég verið alveg á fullu og þá er auð-
vitað ekki hægt að sinna öllu. En
þó þetta sé erfitt þá er það ákaf-
lega gefandi og þar er ástæðan
fyrir þvf að maður er að þessu.
Það hefur verið ákaflega gaman
að stunda námið og kynnast öðr-
um nemendum og kennurunum."
Hvað er framundan?
„Ég ætla í þrjár greinar á næstu
önn, síðan er ekkert ákveðið. Það
kitlar auðvitað að halda áfram en
þetta er góður áfangi að hafa
stúdentsprófið."
- Sj.
Hulda Vilhjálmsdóttir
Alls stunduðu 422 nemendur
nám í dagskóla og 100 í öldunga-
deild skólans. Þorlákur lýsti sér-
stakri ánægju sinni með starfsemi
öldungadeildarinnar og viðbrögð
verkalýðsfélaga við þeim náms-
tilboðum sem boðið var upp á.
Fjölbrautaskóli Suðurlands er
nokkuð sérstæður að því leyti að
segja má að skólinn sé húsnæðis-
laus. Kennt er á 8 stöðum á Sel-
fossi og Þorlákur lagði áherslu á
það að nú væri svo komið að ekki
yrði við slíkt unað lengur. Nú er
unnið við að steypa upp fyrri
áfanga nýs skólahúss við Tryggva-
götu og ráðgert að taka þá bygg-
ingu í notkun 1987.
Þorlákur gat sérstaklega hinnar
myndarlegu bókagjafar sr. Eiríks
J. Eiríkssonar og Kristínar Jóns-
dóttur, konu hans, og kvaðst þess
fullviss að hún yrði mikill stuðn-
ingur við starf skólans.
24 nemendur
brautskráðir
Alls voru brautskráðir 24 nem-
endur, 13 luku stúdentsprófi, 7
prófi af iðnbrautum og 4 nemend-
ur af skemmri bóknámsbrautum.
Einn nemandi lauk stúdentsprófi
úr öldungadeild og er sá fyrsti sem
það gerir. Það var Hulda Vil-
hjálmsdóttir, húsmóðir og skrif-
stofustúlka á Selfossi. Einn nem-
andi, Þórir Hergeirsson frá Sel-
fossi, lauk prófi af tveimur braut-
um, stúdentsprófi af íþróttabraut
og prófi af iðnbraut tréiðna. Hann
er sá fyrsti sem lýkur prófi af
tveimur brautum samtimis.
Nokkrir nemendur fengu viður-
kenningu frá skólanum fyrir
frammistöðu sína. Bárður Árna-
son og Jón Bjarnason hlutu viður-
kenningu fyrir góðan námsárang-
ur. Hulda Vilhjálmsdóttir viður-
kenningu fyrir góðan námsárang-
ur og afburða samviskusemi. öss-
ur Friðgeirsson hlaut viðurkenn-
ingu fyrir góðan námsárangur í
faggreinum iðngreina. Þórir
Hergeirsson viðurkenningu fyrir
góðan námsárangur, iðni og áhuga
og Ingunn Gunnarsdóttir hlaut
viðurkenningu fyrir ástundun og
framfarir í námi.
Eftir afhendingu prófskírteina
ávarpaði skólameistari braut-
skráða nemendur og gesti:
„Gleymið ekki þeirri ábyrgð
sem er að vera maður."
„Öllu er afmörkuð stund og
sérhver hlutur undir himninum
hefir sinn tíma. Að fæðast hefir
sinn tíma og að deyja hefir sinn
tíma; að gróðursetja hefir sinn
tma og að rifa það upp, sem gróð-
ursett hefir verið, hefir sinn tíma;
að deyða hefir sinn tíma og að
lækna hefir sinn tíma; að gráta
hefir sinn tíma og að hlæja hefir
sinn tíma ...
Þessi fleygu orð úr heilagri ritn-
ingu kalla á okkur, minna okkur á
að í dag er sannarlega uppskeru-
hátíð. 24 nemendur hirða upp-
skeru síns erfiðis, metna á mæli-
stiku þess sannleika sem skólan-
um sem mennta- og fræðslustofn-
un er uppálagt að kveða. Vissulega
ekki algildur sannleikur. Það mun
tíminn leiða í ljós. Uppskeran er
hins vegar ykkar. Það er mest um
vert. Hún er það veganesti sem þið
berið í farteskinu frá þessari
stasjón mót framtíðinni.
Verið þess minnug að það tekur
tíma að gróðursetja og það má
einnig rífa upp það sem hefur ver-
ið gróðursett. Hlúið að gróðrinum.
Leitið áfram sannleikans, hann
mun gera ykkur frjáls.
Við hljótum þó að efast um
sannleikann. Er það t.d. sannleik-
ur að „sérhver hlutur undir himn-
inum hafi sinn tírna"? Er ekki ein-
mitt í dag verið að storka því eðl-
isfræðilega lögmáli að „öllu sé af-
mörkuð stund"?
Getum við ekki í dag gert það
sem okkur langar til á engum
tíma, tölvan flytur á augabragði
heim í stofu sanninn um hið
óræða, kallar fram í hugann
spurningar um það sem ekki er til
en verður sannleikur í ókominni
framtíð, hún átelur okkur, tölvan
krefst þess að við flökkum með inn
Trésmíðin lá vel viö
stúdentsprófinu
ÞÖRIR Ilergeirsson lauk námi af
tveimur brautum, stúdentsprófí af
íþróttabraut og prófi í húsasmíði af
iðnbraut tréiðna. „Þetta hefur tekið
8 annir, ég sleppti einni önn og vann
við fagið,“ sagði Þórir þegar han var
tekinn tali að lokinni afhendingu
skírteina.
„Ég fer í sveinsprófið í vor.
Framundan er vinna við húsa-
smíði fram á haustið 1986 en þá
ætla ég mér í jþróttakennaraskól-
ann á Laugarvatni þrátt fyrir lág-
laun kennara."
Hvers vegna próf af tveimur
brautum?
„Frá því í 8. bekk hef ég unnið á
sumrin hjá byggingameistara og
það lá alveg beint við að taka
trésmíðina með íþróttabrautinni,
þetta kom eiginlega af sjálfu sér.“
Hvernig er að vera í húsnæðis-
lausum skóla?
„Það hefur verið gott að því
leyti að maður hreyfir sig milli
tíma. Fólk er rjótt í kinnum þegar
það kemur í tíma. Annars held ég
að fólk hugsi ekki um það í þessum
skóla þó leggja þurfi á sig hlaup
milli tíma. Námið sjálft er meira
virði en svo að slíkt sé látið vera
hindrun, en auðvitað er nauðsyn-
legt að fá nýja húsið sem fyrst.“
Þórir Hergeirsson.