Morgunblaðið - 15.02.1985, Page 5

Morgunblaðið - 15.02.1985, Page 5
MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1985 5 Krafla: Ekkert ákveðið um gufu- aflsöflun „MJOG hafa menn verið margátta hvað varðar framtíð gufuöflunar við Kröflu — en það hefur auðvitað ver- ið vegna þess að menn hafa viljað sjá fyrir endann á jarðumbrotum við Kröflu, áður en ákvarðanir um fram- haldið væru teknar,“ sagði Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra í samtali við blm. Mbl. í gær, er hann var spurður hvort ákvörðun hefði verið tekin hvað varðar áframhald gufuöflunar við Kröflu, en í skýrslu Orkustofnunar um gufuöflun við Kröflu undanfarin 10 ár segir að Kröfluvirkjun standi nú á tímamót- um, þar sem aflað hafi verið nægrar gufu fyrir fyrri vélasamstæðuna, og mikilverðasta ákvörðunaratriði varð- andi gufuöflun í Kröflu sé nú hvort stefna beri að uppsetningu síðari vélasamstæðunnar. Sverrir sagði að grannt væri fylgst með gasstreymi í jarðhita- kerfum á Kröflusvæðinu, og þau færu minnkandi. „En það er alveg ljóst," sagði iðnaðarráðherra, „að það verður engin ákvörðun tekin um frekari öflun gufuafls fyrir Kröfluvirkjun, meðan að svo standa sakir sem nú er. Það má athuga það, þegar þar að kemur, hvort hagkvæmt þykir að fara út í einhverjar viðbótarboranir til þess að afla þeirri samstæðu, sem nú er í gangi, meira gufuafls til þess að hún geti haldið fullum af- köstum. En eins og ég sagði áðan, þá kemur ekki til neinna greina að huga að seinni samstæðunni, hvað þá meir.“ Aðspurður um hvort ekki kæmi til greina að flytja þá 30 MW túrb- ínu, sem stendur ónotuð við Kröflu, til Reykjaness og nýta þar, sagði iðnaðarráðherra: „Ég hvorki vil né get um það dæmt hvort það væri hagkvæmt. Þetta verður allt tekið til athugunar í samningum okkar við Landsvirkjun um kaup á Kröflu, en þeir fara í gang nú á næstunni." Bflaeign miðaö við íbuafjölda: ísland í 5. til 6. sæti ÍSLAND er nú í 5. til 6. sæti yfir þær þjóðir, sem hafa fæsta íbúa að meóaltali á hvern bíl sam- kvæmt upplýsingum bflablaðsins Automobile International. Hér eru 2,4 íbúar á hvern bfl. Fæstir íbúar á hvern bfl eru í Guam, 1,6. Á lista bílablaðsins eru nær öll lönd heims, aðeins einstök kommúnistaríki eru ekki á list- anum svo sem Albanía og Kúba, sem ekki gefa upp hag- tölur sínar. Að meðaltali eru 3,2 íbúar í Vestur-Evrópu um hvern bíl, 1,9 í Bandaríkjunum, 17,4 í Austur-Evrópu, 33,1 i Mið-Austurlöndum og 66,7 í Afríku. Miðað við íbúafjölda eru flestir bílar í eftirtöldum lönd- um: Guam, 1,6 íbúar á hvern bíl, Bandaríkin 1,9, Nýja Sjá- land 2,3, Kanada 2,3, ísland 2,4, Ástralía 2,4, Lúxemborg 2,5, Vestur-Þýzkaland 2,6, Sviss 2,6, Frakkland 2,7, Svíþjóð 2,8, Færeyjar 3,0, Belgía 3,1, Hol- land 3,1 og Noregur 3,1 íbúi á hvern bíl. Fjöldí fvTÍrtækja svo sem Vogue hf. — Karnabær — Hummel sf. — Steinar hf. — Belgjagerðin hf. — Axel Ó. — Blómasel — Gjafavörudeildin sf. — Barnafata- versl. Fell — o.m.fl. o.m.fl. Gífurlegt vöruúrval Dömufatnaður — Herrafatnaður — Unglingafatnaður — Barnafatnaður — Ungbarnafatnaður — Sportfatnaður — Vinnufatnaður — Gífurlegt úrval af alls konar efnum og bútum — Sængur- fatnaður — Handklæði — Gardínuefni — Hljómplötur og kassettur í stórglæsilegu úrvali — Skór á alla fjölskylduna — Sportvörur í miklu úrvali — Úr — Klukkur — Sjónvarpsleikir — Gjafavör- ur í sérflokki — Blóm o.m.fl. o.m.fl. OPIÐ laugardaga frá kl. 10—16 e.h. daglega frá kl. 13—18 e.h. föstudaga kl. 13—19 e.h. Hinn eini og sanni / hefst í dag kl. 13.00 aö FOSSHÁLSI (fyrir neöan Osta- og smjörsöluna, Árbæ, viö hliðina á nýju Mjólkurstöðinni). tórutsölu arkaour

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.