Morgunblaðið - 15.02.1985, Page 31

Morgunblaðið - 15.02.1985, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. FEBROAR 1985 31 Sedró 5 syngja jazz í Blómasal „SEDRÓ 5“ heitir jazzsöngflokkur, sera kemur fram í fyrsta sinn í Blómasal Hótels Loftleiða í hideg- inu á sunnudaginn. Flokkurinn er skipaður fimm ungum söngvurum og tónlistarmönnum og er nafngiftin samsetning úr fyrstu stöfum nafna þeirra: Sigurbjörg, Elfa, Dagbjörg, Ragnar og Ómar. Þau munu syngja nokkur lög með Kvintett Friðriks Theódórs- sonar, þannig að alls munu tíu músíkantar kitla tóneyru hádeg- isjazzgeggjara á sunnudaginn. Það sem vitað er að flutt verður 97 kíló af mynt fyrir notaöan bíl ÞAÐ mun líklegast ekki almennt í viðskiptum manna á milli, að greitt sé með 23.000 myntum, 97 kfló að þyngd fyrir notaðan bfl. Ffettablaðið Feykir segir þó fyrir skömmu frá slíkum viðskiptum milli Hauks á Röðli í Torfalækjarhreppi og Guð- mundar Garðars, bankastarfsmanns á Blönduósi. Haukur Pálsson, bóndi á Röðli, sagði í samtali við Morgunblaðið, að rétt væri að viðskipti þessi hefðu átt sér stað. Hann hefði ver- ið að selja Guðmundi Garðari Renault-bíl árgerð 1974 á 57.000 krónur og viljað fá greiðsluna í peningum. Þegar að henni kom hefði Guðmundur Garðar greitt honum með mynt eingöngu, 23.000 stykkjum um 97 kíló að þyngd, meðal annars 2.000 50-eyringum svo og öllum öðrum tegundum. Haukur sagðist hafa tekið við þessari miklu byrði þegjandi og hljóðalaust, en komið tveimur dögum seinna í bankann með myntina í tveimur stórum fötum til að leggja hana inn eftir að hafa hrært henni vel saman. Við það hefði komið nokkuð skrýtinn svip- ur á gjaldkerann, sem ekki hefði vitað af þessum viðskiptum áður, en við ósköpunum hefði þó verið tekið. „Mér varð bara á ein skyssa í þessum viöskiptum, ég gleymdi að detta, þegar ég kom með seinni fötuna inn í bankann," sagði Haukur Pálsson. Vinsældalisti rásar 2 Hér birtist listi yfir 10 vinsælustu lögin á rás 2 í þessari viku. Að- eins tvö ný lög komust inn á list- ann að þessu sinni, en hann er sem hér segir: 1. (5) The Moment of Truth. ... Survivor 2. (1) I Want to Know What Love is ... Foreigner 3. (11) Save a Prayer ... Dúr- an Duran 4. (2) Everything She Wants ... Wham! 5. (10) Forever Young ... Alphaville 6. (3) Búkalú ... Stuðmenn og Ragnhildur Gísladóttir 7. (8) We Belong ... Pat Ben- atar 8. (6) Easy Lover ... Phil Coll- ins og Philip Baily 9. (19) Shout ... Tears for Fears 10. (4) Sex Crime (1984) ... Eurythmics eru lög og útsetningar ættaðar frá Sergio Mendez, Pointer Sisters og Manhattan Transfer. Meðfylgjandi mynd var tekin af Sedró 5 á æfingu á dögunum. Sýningu Sveins Björnssonar lýkur á sunnudag Málverkasýningu Sveins Björnssonar, listmálara, á Kjar- vaLsstöðum lýkur á sunnudag. Sveinn sýnir 58 málverk, máluð á tveimur síðustu árum. Mikil að- sókn hefur verið að sýningunni, sem er haldin í tilefni 60 ára af- mælis listamannsins. Sýningin var opnuð 2. febrúar síðastliðinn. Hún er opin alla daga frá klukkan 14 til 22. f stuttu spjalli við Mbl. sagðist Sveinn Björnsson vera ákaflega ánægður með þær viðtökur, sem sýningin hefði hlotið. Aðsókn hefði verið mjög góð og nokkuð mörg verka hans hefðu selst. BÍLL ÁRS/NS OPELKADETT í MIKLAGARÐI OPEL KADETT, þessi víðfrægi verðlaunagripur, fer víða þessa dagana og vekur alls staðar verðskuldaða hrifningu. Næstu dagana bjóðum við öllum viðskiptavinum Miklagarðs að kynnast þessum frábæra fjölskyldubíl og komast að raun um fjölmargar ástæður þess að OPEL KADETT er handhafi titilsins „BÍLL ÁRSINS" og annarra alþjóðlegra viðurkenninga á borð við „GULLSTÝRIÐ" o.fl. OPEL KADETT FJÖLSKYLDUBÍLL í FYRSTA SÆTI! Nýr Opel er nýjasti bfllinn BÍLVANGUR Sf= HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300 IIIÍIII Jyx

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.